Þjóðviljinn - 22.02.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 22. febúrar 1938. PJODVILJINN Bjöpgunarskútan ,Sæbjörg4 kemur til Reykjavíkur. Þúsundir manna iagna henni við móttökuna. »SÆBJÖRG« n Reijkjavikurhöfn 20. febrúar. Hin nýja björgunars'kúta Slysavarnarfélagsins, »Sæbjörg« kom til Reykjavíkur laust eftir hádegi á sunnudag. Bæjarbúar söfnuðusit saman niður við höfn- ina þúsundum saman til að fagnai þessu langþráða björgun- arskipi og fjöldi gestia var við- staddur vígslu skipsins í boði Slysavarnarfélagsins. Töluöu vio það tækifæri forseti félagsins, Þorsteinn Þorsteinsson, formað- ur Kvennadeildar Slysavarnar félagsins frú Guðrún Jónasson, er skýrði frá því, að kvenna- deildin ætti nú í sjóði 25. þús. krónur, sem ganga, ætti nú þegar til reksturs' skútunnar. Enn- l'remur tók til máls fulltrúi frá ríkisstjórninni. Loks hélt séra Bjarni Jónsison vígslubiskup stutta vígsluræðu. Að því búnu bauð Slysavarnarfélagið gesturn sínumi til. tedrykkju á Hótel Borg. Voru þar hal.dnar margair ræður og Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnanholti, sem er einn af brautryðjendum slysa- varnamálum, la.s upp snjallt kvæði er hann nefndi »Sæ- björg«. Fór samsætið hið skemti- legasta fram. I gærmorgun kl. 10 var blaða- mönnum boðið að skoða skútuna. Þorstsinn Þorsteinsson, formað- ur Slysavarnarfélagsins, var þar fyrir og sýndi skipið. »Sæbjörg« lá enn flöggum prýdd eftir vígsluathöfnina.. Það er 60 tonna skúta, traust að sjá og rammbyggileg, með 180 hest- afla Bolinder-vél. Auk þess er í skipinu 20 h. Tuxharn og frarn- leiðir hún alt það rafmagn er þarf, til ljósa ljóskastarai og rad- iotækja, og ennfremur lítill ljósa rnótcr. »Sæbjörg« er smíðuð í Kristi- anssand í Danmörku, og hljóp hún af stokkunum 4. des. 1937, Síldveiðendur verða að fá tryggða fulla greiðslu strax Þingmenn Kommúnistaflokks- ins í Neðri deild bera fram eft- irfarandi tillögu til þingsálykt- unar um greiðslu á andvirði bræðslusíldar. y>Neðri deild Aiþingis álykt- ar að skora á ríkisstjórnina ad hlutast til um það við banka- ráð Landsbankans, að það að- stoöi stjórn síldarverksmiðja ríkisins það riflega fjárhags- lega, að henni sé mögulegt að greiða síldveiðendum fult á- cethmarverd út á sild til bræðslu í sumar komandN. Fylgir tillögunni svphljóðandi greinargerð: »Eins og útlit er nú með verð á síldarolíu og- þar með á hræðslusíld, er viðbúið, að erfitt verði að fá nægilegan flota af stað til síldveiða, nema píldveið- endur fái trygða fulla, greiðslu strax. Ennfremur myndu kjör sjómann.a, sem ráðnir yrðu upp á hlutaskiptí, verða, óþolandi, ef þeir gætu ekki fengið' fult verð sildarinnar útborgað á vertíð- inni. Það er því nauðsynlegt, að Alþingi lát.i þetta mál til sín taka«. og lagði af stað til Islands 11. þ. m. AUs m,un hún haf-a kostað um 130 þús. kr. Skipið á aöstoða báta og skip á Faixaflóa, og hefir það fullkom- in miíJunartæki, loftskeytatæki og tvær talstöðvar. »Sæbjörg« hefir 7 manna á- höfn. Skipstjóri er Kristján Kristjánsson, er verið hefir með > Skaftfelling« undanfarið, stýri- rnaður: 'Teódór Oíslason, er ver- ic hefir stiýrimaður á Esju, vél- stjórar: Jóhann Björnsson og- Guðjón Svei.nbjörnsson, mat- sveinn: Guðni Ingvarsson, háset- ar: Jón Ingvarsson og Vilhjálm- ur Jónsson. Maður nokkur var á gangi á götu. Vissi hann ekki, fyr en yfir hann kom gusa af sjóöandi va:tni, svo aö hann skaðbrendist. Mannauminginn skreidd ist heim til síri og sagöi frá þvl er fyrir hann hafði, borið. — En hvað gerðir þú við þessar skepnur? var maðurinn spurður. — Ég þakkaði þeim, svaraði mað- uri.nn. Hvað þakkaöir þúl þeim? var spurt aftur. — Jú, þetta er ofur einfa.lt. Ég þakkaði þeim fyrir að hafa ekki hent I mig pottinum llka, ef ég hefði feng- íð hann líka í höfuðið þú væri ég nú dauður. • • l’restiir (I prédikunarstól); Ég heíi i höndum mér lykla himnarikis. Karl einn (gellur við után úr kirkju): Nei, nú veit ég að þú lýgur, nema; þú hafir stolið þeim. • • 1 fyrndinni lét itailskur smáfursti, sem átti litlu landi fyrir að ráða, byggja kasta.la mikinn. Þetta frétti Maceahivelli hinn nafnkunni stjórn- málaspekingur og varð honum þá þetta, að orði: »Það er laglega af sér vikið af honum; en hitt er leiðinleg- ast, að hann skuli þurfa að nota alla þegna sína í setulið«. • • A: »En að sjá þig kvæntan mann- inn vera að festa, hnappa í kápuna þína«. B: »Sei-seiuei, það er ekki kápan min, heldur konunnar m.inna.r«. • • A (við beiningamann): »Hvað haf- ið þér verið lengi atvinnulaus?« Beiiiliigamnðiiriiin: »Síðan hún rnóðir mín dó«. A: íHvenær dó hún þá?« lieiniiigainaðtU'inn: »Þegar ég fædd- istc. • • Pi'eslurinn: »Það er sorglegt, Jóu minn, að þú skulir ætla að skilja við konuna, þlna«. Jón: »Það er ekki mér að kenna. Ég liefi barið hana, ég hefi skaamnað- hana, ég hefi byrgt hana inni, en ekkert hefir dugað. Hún vill skilja«. • • A: »Hefirðu heyrt, að Pétur er steinhættur að' drekka?« I!: »Hvað ségirðu! Hvenær dó hann?« • • A: »Hvað varstu annai’s lengi að læra á bifreið?« B: »Það tók mig einar þrjár—fjór- ar — —« B: »Hva.ð vikur?« B: »Nei, bifreiðar«. • • Stigiunaðtir (mætir vegfarenda ií víðavangi): »Ég bið yður auðmjúk- lega um örlítinn styrk til lífsbjarg- ræðis. Ég á ekkert t.il, alls ekkerí annað en hlaðna marghleypu í vas- anumt. F. U. K. heldur1 félagsfund annað kvöld í K.R.-húsinu uppi. Dagskrá verður auglýst á. morgun. Dönskukensla F. U. K. heíst. aftur í kvöld kl. 9: Þátttakendur eru beðnir að mæta á Laugaveg 10. Erlend yfirlit 6 Vikan 13.-19. febr. Þýska nasistastjórnin rseðst á Austurríki og sviftir það sjálfstæði I yfirliti síðustu viku var rætt um ón.æg’jiuna og ólguna, heima fyrir í Þýskalandi, og taldar lík- ur til að Hiitler ætlaði enn sem fyr að draga atlhygl.ina í bráð frá ástandinu heima fyrir með »sigrum;« í utanríkispólitíkinni. Vikan ,siem leið hefir sannað [letta áþreifantega. Enn hefir þýskii fasisminn slegið í borðið, og það með meiri frekju en áð- ur eru jfæmi til. Honum hefir verið látið haldast of m-ikið uppi, qg nú hikar þýska fasistastjórn- in ekki við að grípa inn í innan- landsmál nágrannaríkisi, skipa þar lögum' og lofumi, ákveða ráð- herra úr hópi nasista, og hóta, vopnaðri innrás þýska hersins ef boðum Hitlers er ekki skilyrðis- laust; hlýtit. Aðferðir. Þýskalands gagnvart Austúrríki eru dæmi þess sið- ieysis og skefjalausa .hnefarétt- ar hins sterka,, dæmi um það al- gera réttleysi smáþjóðanna sem, fasi;st:a.stórveldin hafa gert að æðtta boðarði sínu í heimspóli- tíkina. Þarna er smáríki, sem en-gan kost á að verja sig mtsð vopnum', þvingað til að afsala sér sjálfstæði sín.u og sjálfsstjórn, það er aðeiins beðið eftír því augnabliki, þegar aðalkeppi- nauturinn um Austiuriríki, Muss- olini, er orðinn nógu veikur eftir styrjaldirnar í Abessiníu og Spán.i til þess að ekki sé hætta á vopnaðri mótstöðu úr þeirri átt. Lýðræðisríkin í Ves,t,ur-Ev- rópu er gert; hafa Þjóðabandal. máttlaust og virðiíagarlítdð, láta ,sér nægja að þykja það leitt. hvernig hann Hitler lætur, — annað hafast; þau ekki að, #nn sem, komið er. En meir að segja innan bresku stjórnarinnar, sem annars hefir .haft »forustu« und- anlátsseminnar við fasismann, hefir komið upp alvarlegur á- greiningur í sambandi, við utan- ríkismálin. Vitað er, að forsæt- isráðh. breski, Chamberlain, rær að því öllum árum að samið sé við fasistiastórveldin,, hvað sem það kostar. Stjórnarstefna Schussniggs gagnvart, árásum Hitlers á sjálf- stæði Austurríkis hefir fylgt sömu línunum, stöðug undanláts- semi og eftirgjafiir, í von um að hægt væri með því móti að kaupa sér frið. Það á,tti að heita svo, að nas- istaflokkurinn, útibú Hitlers í | Austurríki, væri baaiinaður. En þessu banni var mjög slælega framfylgt, enda. m,un í samningi þeim, er Schussnigg og Hitler gerðu með sér 11. júlí 1936 hafa verið veittar allverulegar undan- þágur frá bannin.u á nasista- flokknumL Smátt og smátt færðu jiessir útsendaa'ar Hitlers sig upp, á skaftið, og náði ósvífni þeirrai hámarki með því, að vara,-»foringi« þeir»a, dr. Tavs átti viðtal við tékkneskt blað ný- lega, og var þar ekki myrkur í máli um starfsemi nasistaflokks- ins í Austurríki. Fréttamaður blaðsins átiti tal við dr. Tavs í húsi einu í Vín. »Hvert, barn í borginmi veít að þairna er mið- stöð hins »ólöglega« nasista- flokks«,, segir blaðiðl »Hveit barn í Vín veit, að þarna á þriðju hæð heldur »foringi« aust urrí,skra nasista, Leopold hófuðs maðwr, til, Staðgengill hans dr. Tavs, hefir skrif&tofur sínar á, fyrstu hæð«. Síðan kemur langt viðtal viíð »,staðgengilinn«, sem lýsir því óhikað yfir, að nasista- hreyfingin sé í besta gengi í Austumki, »bannið« á nasistum sé ekkert annað en yfirskin, þeir geti eiginlega haft alla sína hentisemi þar, og miuni þeir stöð- ugt hafa í minni og heiðri samn- ing Hitlers við Schussnigg frá því í júlí 1936. Eftir slíkar yfirlýsingar frá flokki, sem var bannaður að landslögum', átti a.usturríska stjórnin ekki nema um- tvo kosti ao velja. Annaðhvort að afnema bannið eða taka í tiaumana. Hún valdi' síðari kostinn, enda gerð- ust kcöfur alþýðu um það að talia ekki vetlingatökum á nas- istunum, stöðugt, háværari. Dr. Tavs er tekinn fa.stur og ákærð- ur fyrir landráð. Upp kemst um víðtækt samsæri, stutt af þýska nasis'taflokknum, um að steypa stjárninni. Blöðin hvessa tóninn gegn nasistunum. Hitler notar það sem' tilef'ni t.il að kveðja Schussnigg til Berlín og setja honum úrslitakosti, sem í raun- mni þýða uppgjöf á sjálfstæði Aust.urríkis, o.g lætiur þýska her- ínn bíða albúinn á lanidamærun- um meðan austurríski kanslar- inn »hugsar sig um«! Nasistinn Seyss-Inquairt er gerðlur að inn- cmríkisráðherra, og hefir ekki fyr tekið við embætti sínu en ■hann þýtur tif Berlín, á fund Hitlers, til að tiaka við fyrirskip- unum, um hvernig síðastii. vottur- inn af sjálfstæði Austurs'íkis verði þægilegast þurkaður út. Enn geta, .stórtíðindi gerst áð- ur en Hitler tekst; að innlima Austurríki til fulls í þýska rikið. Slík inúlimun m.undi þýða, svo stórktístlega röskun á1 »jafn.væg- inu« í álfunni, að oft hafa her- brestir heyrst, af smærra tilefni. 20.-2.—’38. S. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.