Þjóðviljinn - 05.03.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.03.1938, Blaðsíða 4
198 [\íy/a Ti'io a£ Gotti getur alt. (My man Godfrey) Afar skemtileg gaman- mynd leikin af: William Powéll, Carole Lombard, Alice Brady o. fl. Þetta. er ein með betri gamanmryndum, sem hér ha.fa sést. Bönnuð fyrir börn. Næturlæknir Kristján Grí.msson, Iiverfis- götu 39, sími 2845. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapó • teki. Útvarpið í dag 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20.15 Leikrit: »1 leysingu«, eftir Helge Krog (Gestur Pálsson, Arndís Björnsdót.tir, Indriði Waage). 21.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er í Reykjavík, en fer vestur og norður í kvöld. Goöa- foss er í Kaupmannahöfn. Brú- arfoss er á leið til útlanda. Detti- foss er í Reykjavík. Selfoss er í Antwerpen, Dr. Alexandrine kemur til Kaupmannahafnar í dag. Esja og Súðin eru í Reykja- vík. Leikhúsið >Leikfélag Reykjavíku.r« sýn- ir á morgun fyrir lækkað verð sjónleiikinn »F.yrirvinnan« eftir W. Sommerset Maugham. Hjúskapur Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn læknarnir Jólianna Guðmunds- dótlir frá Indriðastöðum og dr. Ledf Hansen. >Bláa kápan* verðui- leikin í Iðnó á morgun kl. 3 e. h. Allir miðar að sýningunni Beldust. á svipstundu, Nánara auglýst siðar. Þórbergur Þórðarson rithöfundur les upp í Nýja Bíó sunnudaginn 6. þ. m. klukk- an hálf tvö, nokkrai kafla. úr nýrri bók, sem hann hefir í smíðumi, Upplestrarefni: Upp- hafningin mikla, Til drauma- landsins, 1 landi staðreyndanna, Jslenskir aðalsmenn, Lýriskir dagar, Frjóvar nætur. Skíðaferðir Iþróttafélag Reykjavíkur fer skíðaferð að KoJviðarhóh í fyrramálið kl. 9 frá Söluturnin- um. Farseðlar seldir í Stálhús- gögn Laugaveg 11. Engir far- seðlar seldir við bílana. þlÓÐyiLIINN Svar til Yaltýs Stefánssonar. FRAMH. AF 3. SIÐU. bálk þegar Morgunblaðið þykist ætla að vernda íslenska þjóð- menningu gegn Kommúnista- flokknum sem styður að upp- lausn og siðspillingu þjóðfélags- ins til tortímingar manndómi og frelsisþrá þjóðar vorrar!! Morgunblaðið hefir verið, er og verður vörður allrar siðspill- ingar á Islandi. Ef maður gerist njósnari fyrir erlend auðfélög til að láta brjóta. landhelgina, -- ef sýslumaður stingur undan þjóðarfé, — ef hreppsstójri fals- ar atkvæðaseðla, þá eiga þessir menn öruggan verndara þar sem Morgunblaðið er. Og enginn reynir þetur en Morgunnlaðið að verja og dylja aðalfen f jármála- spillingarinnar á Islandi, Kveld- úlfssukkið í Landsbankanum. Hitt er kunnugt alþjóð, að Ko.mmúnistaflokkurinn og blöó hans hafa frá upphafi flett vægðarlaust ofan af fjármála- spillingunni á Islandi. • Og þá komium við að síðustu cg hlægilegustu ásökuninni: Kommúnistaflokkurinn vinni gegn íslenskri þjóðmenningu!! — Jæja svo Valtýr Stefánssou heldur að liann og Jón Kjart- ansson. séu betri fulltrúar ís- lenskrar þjóðmenningar, en Halldór Riljan Laxness og Jó- Jiannes úr Kötlmn! — En Valtýr má vita, að hann og Jón eru vafalaust einir um að halda það! En það er best tímanna tákn um þjóðrækt, Morgunblaðsins að einhver þjóðlegasta, ljóðabókin, sem út hefir komjð á Islandi, »Hrímhvíta móðir« eftir Jó- hannes úr Kötlum skuli ekki finna þá náð fyrir augum Morg- unblaðsins að mlinst sé á hana þar. Og skyldi það ekki vera, einmitt vegna þess, að öll frelsis- barátta íslensku þjóðarinnar er þar sett fram af svo örfandi og hvetjandi list og krafti, að ó- sjálfrátt vekur til eftirbreytni? Þögn íhaldsins um Jóhannes, úr Kötlumi stafar einmitt af því að hann sver sig í ættina til Jónas- ar og Matthíasar, reynist arf- taki Þorsteins og Stephans G., — þorir að varðveita eld þjóð- menningarinnar, — frelsisást- ina, fyrir öllum tilraun.um í- haldsins til að slökkva hana. Að lokum vjl ég svo gefa Val- tý Stefánssyni það ráð að nefna ekki íslenskt þjóðfrelsi né nöfn forvígisimanna þess eins og Skúla Thoroddsen, sem þjóðinni eru helg, í sambandi við íhaldið og alt athæfi þess. Ljóminn, sem af. slíkum nöfnum stafar, verður bara til Jdcss að lýsa skærar upp í svartamyrkri í- haldsins, svo verkin, sem þar eru framin og hræsnin, sem þar er drýgð, standi afhjúpuð framimi fyr.ir þjcðinni. Einar Olgeirsson. Sáttmálar Sovétrikj- anna og Frakka. FRAMH. AF 1. SIÐU. Tékkóslóvakíu stafaði nokkur hætta af afstöðu Þjóðverja gagnvart þýska minnihlutanum í Tékkóslóvakíu. Ef Hitler hefði með orðum .sínum átt við þaö að hann ætlaði sér að vernda hinar þrjár miljónir Þjóðverja, sem búa í Tékkóslóvakíu, þá gæti hann (Hodza) lýst því yfir að þess gerðists engin þörf. Aftur á móti væri tékkneska stjórnin fús til þess að ræða við þýsku stjórnina hvenær semi væri ura þau mál, sem valda misskilningi þeirra á milli, og kvaðst; hann ekki trúa öðru en að hægt yrði ,a.ð uppræta. þann misskilning ef ekki vantaði tél þess viljahn. Dr. Hodza sagði, að sáttmálar Tékkóslóvakíu við Frakkland og Rússland væru tékknesku þjóð- inni ómetanleg trygging, en þó væri sterkasta aflið til viðhalds friðinum í Evrópu það, að utan- i-íkismálastefna, Breta, stæði ó- högguð og í því samþandi kvaðst ha,nn fagna ræðu þeirri er Chamberlain. hefði haldið á dög- unumi, þar semi hann hefði sa,gt, að engjn breyting hefði orðið á utanríkismálastiefnu bresku stjórnarinnar. Gerist áskrifendur A Gamlafö'io San Francisco Heimsfræg amerísk stór- mynd. Aðalhlutverkin leika af framúrskarandá snild: JEANETTE Mac DONALD og CLARK GABLE. ikíél. Reykjayíkur »F yrir vinna u« eftir WT. Somerset Maugham. SÝNING A MORGUN KL. 8.. lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. Vegna, gífurlegrar aðsókn- ar endurtekur Bjarni Björnsson skemtun sína á rnorgur, kl. 3 1 Gamla Bíó. Lækkað verð. Aðgöngumiðar seldir hjá K. Viðar og Eymundsson í dag á kr. 1.50 og 2.00. í allra síðasta sinn Iðja svarar klofn- ingsmönnunum og Sigurjóni Ólafssyni. Iðja, félag verksmiðjufólks hélt framhaldsaðalfund sinn í gærkvöldi. Á fundinum voru samþykt mótmæli gegn vinnulöggjöf Sig- urjóns Ölafssonar & Co. með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Ennfremiur vantraust á meiri hluta sambandsstjórnar, mót- mæli gegn brottrekstri Héðins og traust á minni hluta sam- bandsstjórnar, er samþykt var með öllum atkvæðum gegn einu. Loks var samþykt, ályktun um gjaldeyrisleyfi til iðnaðar. Tillögurnar verða birtar sem heild hér í blaðinu á morgun. Innbrot I fyrrinótt var brotist, inn á tveim, stöðum hér í bænum. Annað innbrotið var framið í geymsluskúr við Lindargötu 41 og stolið þar einhvérju smávegis. Hitt, innbrotið var framið í geymslu hjá Arnarhvoli og var þar stoljð einni kanínu. Bjarni Björnsson - endurtekur skemtun sína. á morgun kl. 3 e„ h. í Gamla Bíó. Er þetta í a,llra síðasta sinn, sem mönnum gefst tækifæri til þess að hlusta á Bjarna að þessu sinni. Krestinski játar. FRAMH. AF 1. SIÐU. hreyfingunni, og staðfesti alger- lega framburð mmn frá undir- bú>ningsrannsókninjni«. Á fundinum yoru einnig yfir- heyrðir Bucharin, Rosenholz, Iv- anoff og Rykoff. Staðfestu þeir allir fyrri framþurð sinn. FRÉTTARITARI rithöfundur les upp í Nýja Bíc sunnud. 6. þ. m. kl. 1,30 eftir hádegi, nokkra kafla úr nýrri bók. sem hann hefir í smíðum. Aðgöngumiiðar á 1 kr. og 25 aur. seldir hjá Eymundsen, Katrínu Viðar og við jnnganginn, ef eitt- hvað verður eftir. F- U. K. Bókasafn F. U. K. verður opnað í kvöld kl. 8í- á Vatnsstíg 3. Þar verða fluttar ’ræður, lesið upp og sungið. Kaffidrykkja. Félagar, f jölmennið. Gullfossi hlekkist á. Þegar Goðafoss var á leið frá Hamborg til Kaupmannahafnar rakst, hann á annað skip í Kiel- arskurði. Laskaðist, Goðafoss lítið eitt ofansjávai’. Skipið sem sigldi á Goðafoss mun hafa ver- ið frá Litihauen. Viðskifta- kvittanir ■ \ Viðskiftamenn KRON eru ámintir um að skila viðskiftakvittunum frá árinn 1937 fvrir 15. mars n.k. c/ TILKYNNIN G. Rafmagnseftirlit ríkisins bendir hérmeð öllum þeim, er búa til rafmagnsáhöid, raflagnabúnað o. þ, h., á það, að þeim ber að senda eftirlitinu sýnis- born til prófunar og viðurkenningar. Verður eigi heimiluð sala og notkun slíkra áhalda, bunaðar o. s. frv., fyrr en sýnishorn þeiira hafa verið skoðuð og prófuð og gengið er úr skugga um að þau full- nœgi gildandi öryggisreglum. Nánari upplýsingar veitir rafmagnseftirlitið. Reykjavík 1. mars 1938. Rafmagnseftirlit ríkisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.