Þjóðviljinn - 11.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 11. mars 1933. PJOÐVILJINN UNCA FOLKIÐ Þetta eru mytydir af frímerkjum, sem gefin voru út í Sovétríkjunum í tUefni af 20 ára af mæli Rauða hersins.. önnur my.ndin.er af hinni frægu hetju, Tsjapajcv, sem féll í borgarasty.rjöldinni. Hin 'myndin. sýnir Stalin sem hcrfonngja á Suðurvtigstöðvunum árið 1919. Æskumenn, ferðist iim land- ið í" frítímum ykkar. Það m,unu vera. ía lönd, sem hafa ýfir jafn tignarlegri landlagsfegurð að ráða eins og Tsland. Hve stórfengleg er ekki sú fegurð, senr felst milli hinna hrikavöxnu fjalla og inn til hinna djúpu, breiðu og fögru dala, út við háar og vogskornar strendur landsins. Fá lönd eiga jafn tignarleg hraun, fallega hveri . og jafn stóra og fagra Þannig má lengi telja, því Is- land er svo> auðugt af hverskon- ar íegurð frarn yfir mörg önnur lönd. Hingað þyrpist fólk úr öllurn áttunii á sumrin, bara til að skoða fegurð landsins, skóða Þingvelli, Geysi og fjölda ann- arra fagurra staða. En nú. þættá mér gaman að spyrja, bve mikið gera Islend- ingar til þess að laða. hingað íólk úr fjarlægum löndum? Eg býst við að svarið verði á einn veg', að það sé furðu lítið. Það er leiðinlegt til þess aö hugsa að svo fátt skuli gert til þess að laða ferðafólk hingað. Það má til dæmis benda, á það, að- ekkj s,kuli vera til einn ein- asti sjóbaðstaður á öllu landinu, sem getúr borið það nafn með fullri rentu. Við höifum heitar laugar og hveri alveg fram við sjó, svo • sem á, Reykjanesi. En það raunalegasta af öllu er það, að við skulum sjálfir alls ekki geta fengið að sjá landið okkar. Sjálf- ir þekkjum við það að mjög litlu Teyti-.. Þó er þetta land, sem fjöldi ferðamanna telur eitt af fegurstu og sérkennilegustu löndum heimsins. Nú spyr ég ykkur, æskufólk, hve lengi viljiið þið láta fjötra ykkur svo að þið fáið ekki að sjá hina, tígulegu fegurð lands ins. Æskufólk, látið sjá að þið þob ið ekki lengnr að bera þá f jötra, eem .settir hafa verið um fót ykkar. Látíð sjá, að þið séuð al- búin til þess að legg-ja land und- ir fót og ferðast umi landið í frí- stundum ykkar.. S ö g uleshringurinn. Pétur G. Guðmimdsson talar um sögu verka- lýðshrey fi ngariunap 1 kvöld kl. 8i á Vatnsstig 3 ætlar Pétur G. Guðmundsson að segjia frá sögu íslensku verklýðs- hreyfingarinnar frá því að hún hófst. Það er einkar vel til fall- ið, að Pétur skuli flytja erindi um þetta efn.i. Hann er sjálfur einn hinna elstu og fremst.u brautryðjenda íslenskrar verk- lýðshreyfingar, útgefandi fyrsta blaðs hennar og þátttakandi í verklýðshreyfingunni í meir en 30 ár. Helgi Tómasson geröur að skáta- höföingja. Dr. Helgi Tómasson hefir ný- lega verið gerður að skátahöfð- ingja í stað Axels V. Thulenius, sem lést í vetur. Mun fréttin um val hjns nýja skátahöfðingja hafa komið mörgum mjög á ó- vart. Bandalag ísl. skáfca hefir jafnan viljað starfa drengilega að ýmsum þjóðlegum1 og menn- ingarlegum málum og undrast menn þeimi miun meira val höfð- ingjans, því að dr. Helg'i er eins og allir vita,, þektur að því að hafa gert tilra.un til að beita, póJitískan andstæðing þeirri ó- beiðarlegiustu aðferð, sem þekk- ist í sögu íslenskra stjórnmála, þegar hann vildj koma því til leiðar að Jónas frá Hriflu yrði Iokaður inni á vitjausraspítala hjá sér, svo að hann væri þar með úr sögunni. Er hætt viö að val þessa skátahöfðingja verði frekar til þess að rýra álit B. I. S. meðal frjálslynds fólks í land- inu. ' •/• PÉTUR G. GUÐMUNRSSON. Einmitt núna, þegar merkileg tímamót eru að gerast hjá ís- lenska verkalýðnum, er sérstök þörf á, fræðslu umi sögu hreyf- ingarinnar. Þessvegna eru ailir þeir, sem hafa áhuga fyrir slíkri fræðsiu hvattir til að koma í kvöld. Þjóðviljinn og æskulýðurinn. Frekar en nokkru sinni áður á Þjóðviljinn nú í vök að verj- ast með útkomu sína. Eftir meir en .ár.sstarf í þágu lýðræðis og sósíalisma, í þágu hagsmuna. al þýðunnar og einkum þó æsku- lýðdns, er nú svo komið, að Þjóðv-iljinn getur hætt að koma út ef alþýðan í lanidinu bregður ekki við. Þ.Yðviljan.um er öðruvísi. far- iö en blöðum, borgaranna. Hann hefir engan Kveldúlf að baki sér og ekkert Samband ísl. samvinnufélaga né Alþýöu- brauðgerð«. Eini bakhjallur Þjcðviljans er verkalýðurinn og aðrir frelsissinnar þe.ssa lands. Þessi öfl þurfa, n,ú að leggjast á eitt til þess að láta Þjóð- viljann koma áfram út. Alveg sérstaklega þarf Þjóð- viljinn nú á dugnaði og, atorku æskulýðsins að halda. Og Þjóð viljinp hefir fulla ást'iæðu til þess að búast við góðumi undir- tektum hans.. Frá því að Þjóð- viljinn hóf göngu sína hefir hann allra, blaða mest, og best skift sér a,f. málumi æskunnar, túlkað hugsanir bennar, óskir c,g vilja. Hann hefir verið sar.n- ur arftaki sjálfstæðisbaráttu hins gamla, Þjcðvilja Skúla Thoroddsen. Hann hefir ákveðn- ast va,rið hagsmuni og réttindi æskulýðsins. Hann hefir verið rödd æskulýðsins í íslensku þjóðlífi- Ef Þjóðviljinn fellur, þá hljóðnar þessi rödd æskunn- ar, afturhaldinu til ágóða og á- nægju; þá þagnar tryggasti bandamaður æskunnar, sem, ó- trautt hefir borið fram hug- sjónir hennar og baráttu fyrir frelsinu, framtíðinn og sjálf- stæði landsins. Ef Þjóðviljinn lifir áfram, hvað þá, ef hann stækkar, l á s.tyrkist æskulýðurinn í barátt- unni fyrir hamingjusamri fram- tíð, fyrir sósíalismanum. Ungu menn og konur, synir og dætur alþýðunnar! Látið Þjóð- viljann — ykkar eigin rödd lifa! Gerist áskrifendur hans> út- breiðið hann og gangið í tjtgáfu- félag hans. Gerið Þjóðviljann að st.erku og voldugu málgagni æskunnar. Alsherjar skíðamöt verður háð við Skálafell á. Helhsheiðí dagana, 12. og, 13. tnars. Kept yerður í göng.u, ,snið- brekkuhlaupi og stökkum. Ýms- ir bestu skíðamenn utan, af landi eru komnir til bæjarins til þess að t-aka þátt, í skíðamótinu. Díógenes bað einatt ölmusu, ti.l að venja sig ekki neitt. likneski ,uni við a,ð fí Astareldurinn endist ekki það, aft sjóða megi við hann egg. (Spánskur málsháttur). Gangið í F. U. K. / öllum hets’u borgnm Sovétrikjanna Tiafa verið reistar svokallaðcur barnahallir. Sumar þeirra eru mjög stórar með mörg hundruð herbergjum og sölwm. Þama fá börnin ótakmarkað tœlci- fceri til verklegrar og bóklegrar iðju. ----- Mryidin hér að ofan er af barnahöllinni í Leningrad.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.