Þjóðviljinn - 13.03.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.03.1938, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Sunnudagurinn 13. mars 1938. vona á það að panga" Kjörorð ungra íhaldsmanna og nasista, þegar þeir fréttu að þýskur innrásarher hefði gert enda á sjálfstæði varnarlausrar smáþjóðar. þiðmnuiNii Málgagn Kommúnlstaflokks lil&nds. Ritstjöri: Einsr Olgeirsson. Ritstjörnl Bergstaöastræti SO. Slml 2270. Afgreiðsla og saglýsingaskrif- stofa: Lsugaveg 38. Slmi 2184. Kemor út slla ðaga nema mánadaga. Askriftagjald & m&nn&i: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarssta&ar á iandina kr. 1,25 I laosasöla 10 aara eintakiö, Prentsmiðja Jöns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, simi 4200. Dagsbrúntil baráttu Verkamenn Reykjavíkur eru staðráðnir í því, að þola ekki að- gerðarleysið í atvinniimálunumi áfram. Sulturinn er orðinn tíð- ur gestur á heimilum verka- manna, ungir qg- hraustir menn hafa gengið í 6 mánuði, án þess að fá handtak, að gera og' hálf- soltið. Og nú stöðvar íhaldið tog- araflotann af pólitískum ástæð- um og sveltir þannig verkalýð- inn. , Verkmnenn, viö Iwtwm ekki bjóða okkur þetta lengur! Við heimtum tafarlausar aðgerðir í atvinnuleiysismálunum og knýj- um þær fram. Dagsbrím er okk- ar tæki til að koma þeim í fram- kvoemd. Kröfurnar eru: Tafarlaus auknhig í atvmnu- bótavinnuruni, uns togarrarnir eru farnir út, og út með togar- ana s&m fyrst! Strax og Dagsbrún hefst handa um atvinnuleysisbarátt- una, og fylkir verkalýðnum um kröfur sínar, þá verður auðvald- ið undan að láta. Auðvaldið verður að fá að vita af því, að verkalýðturinn standi saman sem ein Jieild og berjist af krafti fyrir hagsmun- um sínum, þráfct fyrir allar klofn ingstilraúnirnar. Þessvegna þarf líka að byrja undir eins undirbúninginn und- ir sameiginlegan voldugan 1. maí, allsherjarbaráttudag verka lýðsins. Allir þeir viðburðir, sem nú eru að gerasfc hér heima sem er- lendis, sýna okkur að til þess að sigra duga ekki orðin tóm, — verkin verða tafarlaust að fylgja á effcir. Það verður að sýna af! verkalýðisns í verki — og afl verkalýðsins liggur í, fjölda, sem er reiðubúinn fcil baráttu. Verkalýðurinn getur aðeins treyst sjálfum sér. 1 hans kögl- um býr sá kraffcur, er sigra skal. Samhuga, vígreif fylking þús- undanna, sem mynda. alþýðu Reykjavíkur er það vald, sero í senn knýr frann hagshætur verkalýðsins og skapar- þann varnarg'airð um, lýðréttindi og frelsi, sem fasisminn ekki fær rofið. Dagsbrún á í dag að skipu- leggja þessa fylkingu til baráttu fyrir atvinnu og brauði verka- rnannsins, til barattu gegn árás- inni á verkfallsrétt hans, vinnu- löggjöfinm, — og tryggja það að klofningstilraunirnar gegn verkalýðshreiyfingunni mishepn- ist gersamlega, því aldrei hefir Þýski fasisminn hefir ennþá einu sinn'i sýnt lit sinn, fyrir öll- um heimi,, og þáð í svo skýru Ijósi að ekki verður um: deilt. 1 fyrrakvöld réðist þýskur her inn yfir landamæri Austurríkis Oig’ gerði enda á sjálfstæði lands- ins. Sjálfstæðum ríkjumi í álf- unni hefir fækkað um eitt, og gamalt, víðfrægt menningarland í miðri Evrópu er orðið nýlenda, Enginn veit með vissu hvenær röðin kemur að Tékkum, en eng- inn efar að þar muni Hitler bera niður næst, ef hann má ráða. Innrás þýska hersins í Dan- mörku er aðeins lítið eitt fjar- lægara takmark, og þar með er röðin komin að Norðurlöndum. Varnarlaust smáríki hefir enn þá einu sinni orðið fyrir heim- sókn fasismans. Sagan frá Abessiníu, Spáni og Kína hes&nt' nú endurtekið sig í Aust- urríki, með þeim einumi breyt- ing,umi að hér hefir orðið þeim mun minna umi varnir, sem þjóð- in var fáliðaðri og ver sett til viðnáms. Á meðan þessu, vindur fram virðast lýðræðisríki Vestur-Ev- rópu hvorki ætla að hreyf a hönd né fót. Halifax lávarður sendir Hitler að vísu fróma orðsend- ingu um að svona, megi hann. ekki haga sér, en samt halda Englendingar áfram að semja við Hitler, og Chamberlain að skála fyrir von Ribbentrop. Franska stjórnin sem vafalaust hefir fullan hug á því að hnekk.ja valdi Hitlers í Austur- ríki þorir ekkert að gera vegna, Englendinga. Hún, læfcur sér einnig' nægja að senda Hitler mófcmæli, af því, a.ð hún, veit að Hitler tekur þau ekki alvarleg- ar, en gildandi milliríkjasamn- inga og' alþjóðalög' og rétt. Þrátt lyrir það þó að Ifcalía, hafi að undanförnu verið ái móti því að Austurríki yrði innlimað í, Þýska land, af því að Mussolini ætlaði sér það land sjálfur, þora Italir ekki að hreyfa legg lið. Þjóðverjar hafa stutfc Musso- lini svo í innrásarstyrjöld hans á Spáni, að ha,nn getur ekki beitt sér, þó feginn vildi, gegn innrás Þjóðverja í AusturríkU Sjálfstæði ’Austurríkis gat ekki lengur staðið á hagsmunamót- setningum; fasistaríkjanna. Spurningin er því ekki, lengur u!m það, hvort sjálfstæði Aust- urríkis sé liðið undir lok, heldur hitt: Hvenær kemur röðin að I Tékkum, Dönum og öllum hin- klofningur og vesaldómur verið verkalýðslirey.fingunni hœttu- legri en nú, þegar hún meir en nokkru sinni fyr þarf á einingu og hugrekki að halda. um smáþjóðunum, er Hitler ætl- ar fyr eða síðar að leggja, undir Þýskaland, ef hann og herfor- ingjaklíka hans má ráða. AUar líkur benda til þess, að Hitler geri nú nokkurt hlé á yf- irgangi sínum til þess að friða hug Evrópu áður en hann gríp- ur næsta bitann, og sendir her sinn inn í Tékkóslóvakíu til nýrra, landvinninga. Hitler sér að hann má ekki ganga of djarft til verks, að hann má ekki'brjóta af sér hylli enskra íhaldsmanna með því að gera of stutt á milli stórra högga. Hann þarf einu sinni enn, að gera hátíðlega samninga við Eng-lendinga, um, að raska hvergi neinum landamærum og tefla ekki friðinum í Evrópu í neina hættu. Hann þarf að »fullvissa« Chamberlain umi ást sína á friði, meðan hann brýnir vopnin gegn Tékkum, og* Dönum., Enn hitt er jafnvíst að Hitler hefir aldrei metið orð sín eða saroninga að neinu og mun ekki gera það. Englendingar haf a líka kent hon um, að slíkt er óþarfi. Það er að- eins dagsetninguna sem vantar á innrás Þjóðverja, í Tékkósló- vakíu og Jótland. Fyrir okkur Islendinga eru þessir atburðir hin alvarlegasta áminning. Nasistarnir í, Berlín hafa fullan, hug á því að eign- ast fiskimið okkar og korna hinum »g'öfuga« norræna ætt- stofni semi hér býr undir þýsk yfirráð. Það breytir engu í þessu sa’mibandi, þó að þeir eigi við þorskinn. En hvernig eru Islewl ingar viðbúnir að mæta slíku. Ræjarbúar sáu ofurlítinn for- cmekk af því í gær þegar frétt- in um innrás Þjóðverja í Aust- urríki hafði borist hingað. Ung- ir sjálfstæðismenn og nasistar hnöppuðust saman á götuhorni- um, kampakátir yfir frétfcunum og sögðu: »Svona á það að ga,nga«. Hinir eldri, og ráðsett- ari sjálfstæðismenn fóru að vísu nokkuð dular með fögnuð sinn yfir tíðindum þessum, en það sannar ekkert um, að, gleði þeirra hafi verið minni. Hver veit hvað langt, verður þangað til að Ölafur Thors eða einhver önnur »sjá,lfstæðishetjá« fer að dæmi Sey,ss-Inquart og ser.dir Hitler sikeyti, þar sem hann er allra mildilegast beðinn um að senda hingað eitt herskip til þess að skakka, leikinn og »afstýra hörmungum« í landinu. Fvrir Hitler e,r það ekkert dýrara en ein af hinum. margítrekuðu kurteisisheimsóknum, er hann sendir hingað öðru hvoru, en um leið er hann oi’ðiinn eigandi að hinu göfuga þorskakyni, sem, elst upp og lifir á íslenskum fiskimiðum., Enginn efar, að þá mundu »sjálfstæðismenn« eldri sem yngri hrópa einum, rómi: »Svona á það að ganga«. En íslenskur verkalýður veit hvað hans bíður, þegar hlutirn- ir fara að »ganga svona«. Alþýð- an veit, hve mikið af þýskrí al- þýðu fasisminn hefir slátrað. Ilún veit hvað bíður þeirrar al- þýðu í Austurríki, sem, Schu- schnigg komst ekki yfir að kála, fyrir 4 árum, þegar hann. gerði enda á lýðræðinu í, Austurríki til þess að þóknast Hitler. Það getur ekki orðið hlutverk islenskrar alþýðu að veita, her- sveitum Hitlers viðnám, Til slíkra átaka erum, við engir menn en alþýðan getur ef hún skilur vitjunarti.ma si,nn dregið úr áhrif.um þeirra manna, sem eru líklegastir til þess að flýja á náðir Hitlers með vandamál sín og þeirra, manna sem eru boðnir og búnir til þess að fara að dæmi Seyss-Inquart,, I 10. — og síðasta sinn. Bjarni Björnsson. endurtekur skemtun sín,a enn, einu sinni, í 10. og I allra síðasta sinn í Gamla Bíó í dag kl. 3. Adgöngumidar kosta kr. — 1,50 jafnt allstadar í húsinu. Það sem eftir veuður af aðgöngu'miðum selt í dag kl, 1—3 í Gamla Bíó. / Múrarasveinar mótmæla viiiiiii- löggjötinni FRAMH. AF 1. SIÐU. á samúð með verklýðshreyf- ingunni. 6.1 45. grein er tekinn réttur af félögunum, til að koma í veg fyrir samningabrot með verk- föllum eða verkfallshófcunum. Myndi framkvæmd þeirrar greinar koma mjög hart nið- ur á byggingarverkamönnum og iðnaðarmönnum, þar sem ekki má hindra aö vinna haldi, áfram, þrátt fyrir samn- ingsrof eða, vang'oldin vinnyu- laun., Má í þessu samibandi sér- staklega benda á svar sænsku verkalýðsfélaganna, sem birfc er á bls. 39 í nefndaráliti vinnulöggjafarnefndar, og sem bygt er á m.jog hliðstæð- um aðstæðum og hér eiga sér stað. 7. Um 71. grein er það a,ð segja, að sektarákvæði frumvarpsins eru með öllu óviðúnandi, þar sem eftir anda, laganna r:.á búast \ið að þenn verði stiang lega framfylgt, en sjóðir félag- anna til annars ætlaðir. Auk þessa eru margir fleiri agnúar, sem ekki er,u hér nefnd- ir, en hinsvegar hefir frumvarp þetta engar réttarbætur fram að færa fyrir verkalýðsfélögin, sem þau, hafa ekki þegar náð rneð samitakamætti sínum. A£ fram,ang-reindum ástæðum álít- ur félagið frumvarpið um stétt- arfélög og vinn.udeilur stórhættu legt samtakarétti verkalýðsins, og telur það skyldu sína að mófc- rnæla því, að það verði að lögum og vinna gegn því, í samráði við Önnur verkalýðsfélög. Söfnunin Síðustu fcvo daga, hafa safnast 62,00 kr. í blað- sjóðinn. Félagar! Látið söfnun- ina ganga, greitt þessa viku sem nú fer í hönd! Það er mikið í húfi. fer þriðjudagskvöld 15. mars um Vestmannaeyjar til Leith og Kaupmannahafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir ká'degi sama dag. fer frá Kaupmann ahöfn 19. mars (laugardag).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.