Þjóðviljinn - 18.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.03.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 18. mars. 1938. ÞJOÐVILJINN U1\GA FOLKIÐ og Sl* bíða. að hafa samstarf par til sameining næst. SVIFFLUGA Módelflugfélag Islands S. U. K. ekki að Pau eiga Guðjön B. Baldvinsson form. F. U. J. og ritari S. U. J. ritiar stutta grein í Alþýðublaðið laug- ardaginn 12. þ. m. sem svar við g-rein minni um hlutleysisálykt- un stjórriar Sambands ungra jafnaðarmanna. Greinin er hóg- værlega skrifuð eins og vænta mátti, enda munu nú flestir með- limir F. U. J. og F. U. K. skoða sig sem samherja. og álíta sam- einingu félaganna og samband- anna. verkefni, sem verði fram- kvæmt, hvort sem það dregst lengur eða skemur. Stjórn S. U. J. hefir tekið á- kvörðun um að halda samband- inu og cleildum. þess hlutlausu um deilumálin, sem' innan Al- þýðuflokksins hafa risið út af sameiningarmálinu og þar með að fresta umræðum um samein- ingu við S. U. K. til haus,ts, þeg- ar sambandsþing kemur saman að því er skilið verður. Við þessu er vitanlega ekkert að segja, þött við ungir kommúnistar álít- um', og það mun vera skoðun margra ungra jafnaðarmanna líka, að til þess að forða æskunni frá áhrifum fasismans ag skapa sterk sósíalistísk menningarsam- tök hennar, sé nauðsynlegt að sameining hennar geti átt. sér stað sem, allra fyrst. Ihaldið og fasisminn bíður ekki þótt. vinstri öflin séu sundurþykk og geti ekki sameinast í bili. Ihaldið hef ir haldið hér uppi flokksskóla í vetur fyrir unga menn, aðallega utan af landi, sem það hefir æst til baráttu gegn »rauðu hætt- unni«, sem þáð kallar. En hvað höfum við gert á meðan? Við höldum áfram að bíða og höf- umst ekki að. En þófttt stjórn S. U. J. hafi ákveðið að bíða með umræður um sameiningu sambandanna, til næsta hausts, þá dugar samt ekki að leggja algerlega hend- j ur í skaut og horfa aðgerðarlaus ,á aðfarir íhaldsins. Það ríður þess vegna á því nú að félög hinnar frjálslyndu æsku starfi. Og fyrst þau ekki geta starfað sameinuð í bili, þá verða þau að starfa saman sem sjálfstæðir að- ilar, því hvort í sínu lagi megna þau svo lítils á móts við þörfina. Og við ungir kommúnistar erum glaðir yfir að formaður F. U. J. er á sömu skoðun þar sem hann segir í grein sinni: »Félögin hafa unnið nokkuð sarnlan að vissum verkefnum og ekki tekist illa, enda hefir þess verið gætt, að um sam- vinnu tveggja aðila hefir ver- ið að ræða, sem báðir vilja halda sínu sjálfstœði«. Aldre,i hafa verkefnin, sem bíða sameiginlegrar lausnar F. U. J. og F. U. K. hér. í Reykja- vík verið eins nærtæk og aðkall- andi og einmitt núna. Atvinnu- ástand og horfur æskunnar eru nú lakari en áður og af því leiðir aflur vonleysi hennar, viðfangs- efnaskortur og, spilling, ef ei er að gert. Félögin ættu því nu þegar að hefjasc handa um stofn un menningarhsimilis fyrir æsk- una hér í bænurn, þar sem hún gæti kornið saman, notið fræðslu og hollra skemtana og fengið ýms viðfangsefni til úrlausnar. Þetta er hægt. að framkvæma ef félögin ieggja saman, og þótt ekki væri stórt fa.rið af stað, þá er þó enginn vafi að slík starf- semi mundi verða vinsæl og auka félagsiegan áhuga unga fólksinsi og forða því nokkuð frá menningarsnauðum kaffihúsa- setum. Mörg fleiri verkefni bíða, sam- eiginlegra átaka. Má þar t. d. nefna undirbúning 1. maí, aukið Námsskeið í hjálp í viðlögum. Félag ungra kommúnista hef- ir ákveðið a,ð efna til námskeiðs í hjálp í viðlögum. Mun þaó verða á hverju kvöldi dagana 22.—29. miars og hefjast. sem sé n. k. þriðjudag. Námskeiðið verð ur á Vatnstíg 3. Kenslugjald verður ekki, eni hver þátttakandi mun þurfa að greiða 1 kr. fyrir húsaleigu. Kennari verður Jón Oddgeir JónssoP, skátaforingi. Að kunna hjálp í viðlögum er hverjum, manni nauðsynlegt og ættu F. U. K.-meðlimirnir að not færa sér þetta fágæta tækiíæri, sem nú býðst; ekki sípt, þar sem kostnaður við námiið er mjög lít- ill. Bókasafn F. U. K. er opið kl. 5—7 á mánudögum, þriðjudögum, föstudögumi og laugardögum. Fyrst um sinn verða bækur safnsins ekki til úfc- láns, heldur til aflestrar á les- stofu safnsins, Vatnsstíg 3. Söguleshringurinn. verður á sunnudaginn kl. 2 e. h. Brynjólfur Bjarnason talar um sógu og aðdraganda Komm- únistaflokks Islands. Þetta er síðasti. fundur leshringsins og ættu félagar að fjölmenna. Sl. föstudag hélt Pétur G. fræðslustarf og margt fleira. Við ungir kommúnistar erum ali af reiðubúnir til samstarfs um öll framfaramál æskunnar. Því fyr sem starfið hefst aftur og því víðtækara sem það verður, þeim mun betra og þeim mun meiri verður árangur þess. Fyrst hultleysi á að ríkja um deólumá.1- in í Alþýðuflokknumi um samein- inguna o. fl. þá liggur beinast við að sýna það hlutleysi með því, að einþeita kröftunum að hinum ytri viðfangsefnum í bróð urlegri samvirin.u við alla þá, sem af einlægni vinria að sömu áhugamálumi Við berum fylsta traust t,il ungra jafnaðarmanna þegar til samstarfs er komíið. I undangengnu samstarfi höfum j við reynt þá að góðu einu og van- um, að þeir geti sagt það sama um okkur. Það hættulegasta, fyr- ir bæði félögin er deyfðin og að- gerðaleysið. Við megum ekki bíða lengur. Jóhannes Jósepsson. Félagsfúndur í F. U. K. var haldinn á miðvikudags- kvöldið. Um 60 félagar voru mættir og gengu þrír nýjir inn. Meðal félagsmlála var les- hringastarfið rætt;; sög.uleshrjng- urinn er að verða búinn og var rætt um, stofnun bókmentales- hrings á næstjunni. Ennfremur er í ráði að hefja leshring í sós- íalisma. Þá siamþykti félagið að halda námskeið í hjálp í, viðlög- um og er getið um það nánax annarsstaðar. Fundurinn, sam- þyktii reglugerð fyrir bókasafn félagsins, en í því eru nú þegar á þriðja hundruð binda. Eðyarð Sigurðsson flutti ýtar- legt erindi um friðarmálin og verkefni íslenskra friðarvina. Síðan skemtu félagarnir sér við upplestur kvæða og félags- blaðsins »Marx« og fjöldasöng. I lok fundarins skýrði Björn Bjarnason, bæjarf.ulltrúi, frá sjómannafundinum og aðgerð- um Alþingis í, sjómannadeilunni. Guðmundsson mjög fróðlegt og skemtilegt erindi umi sögu í.s- lenskrar verklýðshreyfingar. Ganila Bíó sýnir umi þessar mundir myndina »Ta,ylor skipstjóri« með Gary Cooper og Frances Dee í. aðalhlutverkum. Fyrir skömmu síðan áttu Reykvíkingar kost á, að sjá all- nýstárlega sýningu í einum. af sýningargluggunum við Austur- stræti. Sýning þessi, sem dróg mjög að sér athygli vefarenda, var af flugvélalíkönum, smíðuð- um af meðlimum Svifflugfélags- ins. Það var Svifflugfélagið, sem fyrir hönd Flugmálafélagsins gekst, fyrir þessari sýningu og tilætíun hennar var að vekja á- huga manna — þó fyrst og" fremst unglinganna — íyrir mo- dellfluginu. Jafnframt þessu fór fram skrásetning þeirra er taka vildu þátt í stofnun slíks félags. Forráðamennirnir gerðu sér vonir umi að fá 30—40 drengi til þess að byrja starfið með. Á skömmum tíma höfðu yfir hundrað drengir skrásett sig, og Jón Baldvinsson FRAMH. AF 1. SIÐU. þýðubrauðgerðarinnar, er hún var stofnuð. Það starf rækti Jón til 1930, er hann var gerður að bankastjóra TJtvegsbankans. Jón hefir um nálega 20 ára skeið tekið mikinn þátt í lands- mlálum,, sem: fulltrúi Alþýðu- flokksins. Hann var kjörinn for- seti Alþýðusambanidsins haustið 1918 er Otto N. Þorlákssoin lét af því starfi. Var Jón forseti Al- þýðusambandsins til dauðadags eða rúm, 19 ár. Jón Baldvinssoni var kosinn á þing, sem fulltrúi Alþýðuflokks- ins fyrir Reykjavík 1921 og sat hann á þingi jafuan upp frá því. Hann var þingmaður Reykvík- inga til 1927 en landskjörinn eft- ir það. Með Jóni Baldvinssyni er fall- inn í valinn, sá maður, sem um nálega tutitugu ára skeið var, um margt, leiðtogi Alþýðuflokks- ins. stoinad á fyrstai fundinum, sem haldinn var fyrir nokkru síðan í Varðar- húsinu voru mættir tpluvert á annað hundrað drengir. Á þess- um fundi var ákveðið að stofna Modellflugfélagið. Framhalds- stofnfundur var svo haldinn í fyrrakvöld. Kvikmryndasalur barnaskólans var troðfullur. Kvikmynd frá starfi Svifflugfé- lagsáns var sýnd og málin út- skýrð fyrir fundarmönnum. Lög voru samiþykt og þessir menn kosnir í stjórn; Helgi Filippus- son, forrn^ Sig.urður Steindórs- son gjaldk., Bragi Kriistjánsson 'ritari. Félagsmenn eru nú 160. Það er gleðilegt hve áhuginn fyrir þessum málum er mikill meðal drengja í þessum bæ, því undir stiarfi æskunnar — hinn- ar uppvaxandi kynslóðar, ei* íramtíð flugmálanna komin. 1 þessum félagsskap læra dreng- irnir að smíða ýmsar gerðir af moidellflugum, fyrst litlar og einfaldar, en fá s,vo smátt og smátfc stærri verkefni og. smíða a.ð lokum stórar og fullkomnar modellflugur., Jafnframt fá þeir undirstöðuþekkingu í, ýmsu er að flugi lýtur, þessu aðaláhuga- efni allra drengja, Heimsmet í modellflugi eru þessi: Þolflug, 5. klst. 55 mín. Lengdarflug 91 km'. eða álíka langfc og er frá Reykjavík aust- ur að Laugavatni, eftir þjóðveg- inum. Síðastliðinn sunnudag fór Svifflugfélagið upp á Sandskeið’ með flugu sína. 5 meðl. tóiku þarna, B. próf. o.g má það teljast ágætur árangur eftir aðeins rösklega eins árs starf. Áður hafa um 10 félagsmenn tekið A- prófið og margjr eru nú langt komnir með ætfingar undir það próf og taka það á næstunni ef tíðarfar leyfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.