Þjóðviljinn - 29.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.03.1938, Blaðsíða 1
3. AKGANGUR ÞRIÐJUDAGINN 29. MARS. 1938 73. TOLUBLAÐ Alþýdobladid reyiiii* að draga KROIY inn í pólitískar deilnr. A adalfundi kaupfélagsins í fyrradag voru gerdar margvislegar álykt- anir um starf og stefnu félagsins í framtídinni. Alþýðan mun sem heild slá skjaldborg um neytenda- fareyfinguna hvort sem Al- þýdubl. líkar betur eða ver. /V ÐALFUNDUR Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis var haldinn í Oddfellowhúsinu sunnudaginn 27. þ. m. og hófst kl. 10 f. h. Mættir voru alls 140 full- >trúar frá öllum deildum félagsins, auk stjórnar, fram- kvæmdastjórnar og nokkurra starfsmanna og annara gesta. Formaður setti fundinn, en fundarstjóri var kos- inn Sigfús Sigurhjartarson. Ritarar voru Guðlaugur Rósinkranz og Jöhannes úr Kötlum. Fyrstu störf f undarins voru að kjósa, í nefndir, f járhags- aaefnd, laganefnd, og allsherjar- nefnd. Síðan var fundarhlé til kl. 4. Þá hófst fundur að nýju meö skýrslu framkvæmdar- stjórnar. Fylgdi forstjórinn Jens Figved henni úr hlaði með ræðu og útskýrði nánar ýmsa liði hennar. Á eftír voru frjálsar aimræður og kamu aðaJlega fram fyrirspurnir viðvíkjandi .ýmsum kostnaðarliðum, sem forstjórinn og stjórnin svöruðu. Létu ræðumenn í ljósi ánægju sína yfir vexti og viðgangi sam- vinnuhreyfingarinnar í Reykja- vík og nágrenni. Síðan skilaði fjárhagsnefnd •störfum,, og urðu í samtbandi við það nokkrar umræður. Sam- þykt var tillaga þess efnis að fé- lagið skyldi gæta hófs í greiðsiu hárra launa og yfirleitt fylgja þeirri reglu að greiða ekki yfir .8000 króna árslaun. Næst skilaði laganefnd af sér. Komið höfðu fram nokkurar 'lagabreytingartillögur, flestar smávægilegar. • Eftar nokkrar airnræður samþykti fundurinn allar tillögur laganefndar, sem unnið hafði úr þeim breytinga- tillögum, sem lagðar voru fyrir íundinn. Helsta tillagan, sem samþykt var, var þess efnis að skora á Alþingi að breyta samvinnulög- unum þannig að samvinnufélög- um yrði heimiilt, að hætta að láfca félagsmenn greiða í sfcofn- ,sjóð, er hann hefði náð 300 kr. Ennfremur komu fram nokkrar iillögur frá einstökum félags- mönnum. M. a. kom fram á- skorun tíl stjórnarinnar þess efnis, að félagið bygði yfir versl- anir sínar í úthverfum bæjar- ins, og deildunum suður rríeð sjó. Þá skilaði, allsherjarnefnd af sér störfum og gerði m. a. tillög- ur um fulltrúa á aðalfund SIS. Ennfremiur lagði nefndin til að félagið styrktó útgáfu blaðsins »Heima« með alfc að 5000 kr. og skorað yrði á félagsmenn að ger- asfc kaupendur blaðsins. Sömu- leiðis að aukin yrði fræðslu- starfsemi félagsins, sérstaklega húsmæðrafræðslan. Þá lagði nefndin tál að KRON beitti sér fyrir aukinni mjólkurneyslu í bænum jafnframt lækkun mjólkurverðs, þó án fcjóns fyrir framleiðendur mjólkurinnar. Loks lagði nefndin fram tiliögu um að áhersla yrði lögð á að vin- samleg samvinna væri millí verklýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar í landinu, og að Álþýðusambandið og SIS gerðu með sér vináttu- samning í þessu efni. Samþykt var þar að lútandi eftirfarandi tillaga: Samstarf ðamvinnuhreyf- ingarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar- . »Aðalfundur í KRON leggur áherslu á að vinsamleg samr vinna eigi að vera milli verk- iýðshreyfingarinnar og sam- vinnuhreyfingarinnar í landinu. Fundurinn harmar þá árekstra JRAMHALD A 3. SIÐU Kort af hernaðaraðstöðmi<ni í Kina Svarta Vman (ofarlega n miðju kortinu) sýnir landsoæði þau er Japanir hafa tekið suð- ur að Hoangho-fljóti í Norður-Kina og svarta* línan við austur- ströndina sýnir þann. hluta lanásins, sem Javanir hafa i sínum höndum á Nanking-vigstcðmmum. Kínverski herinn vinnur sigra á þrem stöðum í Norður-Kína Kínverjar hrekja Japani frá Tientsin- Pukow járnbrautinni og taka Lin-tsing. LONDON I GÆRKV. F.U. Tj^RÁ KINA berast fréttir um sigurvinninga kínverskahers- ~ ins á þremur vígstöðvum og það sem virðist benda til að um sannar fregnir sé að ræða er það, að frá Shanghai hafa ekki borist neina fréttir um sigurvinninga Japana í síðustu f jóra tíl fimm daga. SIGMUND FREUD Slapp hann úr klóm Hitlers? Freud er einn af frcegustu sái- frceðingiom. Iwimsins, brautryðj- andi sálkönnunurinnar. Hann er einn þeirra manna; sem Hitler mun hafa hug&að sér að leika á svipaðan hátt og ýmsa af frœg- ¦ustu vísindamönnmn Þýska- lands. Fyrstu fregnir frá Aust- urfiki eftir vaidrán fasistanna, hermdu að Hitler hefði látíð varpa Freud í fangelsi, enda þó að liann vceri kominn að fótum frainv sakir ellií Aðrar fregnir herma að Freud hafi hepnast að flýja land stit. Við járnbrautina frá, Tientsin til Pukow segjast Kí.nverjar hafa hrakið japanska herinn aftur á bak, með nýrri sókn, sem hafin var á fóstudaginn var., 1 suður-Shantung-fylki hafa Kínverjar aftur komist austur yfir skipaskurðinn og eru japanskar hersveitir þar á und- anhaJdi. Norðar í Shantung hefir kínverski herinn komist k hlið við Japani og náð úr hönd- um þeirra borginni Lin-tsing. Ennfremur hefir þeim, tekist að eyðileggja járnbrautina þar fyr- ir norðan og heffca flótta Japana. Fréttir frá Peiping staðfesta þessar fregnir í aðalatriðum. Frá Tokíó berast engar stríðs- fréttir. Yfirlýiáing um stj ómarmyndun væntanleg í dag Á fundi Neðri deildar í ,gær beindi Ölafur Thors þeirri fyrirspurn til forsætis- ráðherra hvort hann. gæti ekki gefið upplýsingar um fyrirhugáða stjórnarmyndun, eða hvað liði eftirgrenslunum þeim, er forsætisráðherra hefði lofað að gera um mögu- leikana á stJOTnarmyndun þingræðissitjórnar. Svaraði Hermann Jónassan forsætisráðherra því, að hann hefði búist við að geta skýrt þinginu frá athugunum sín- um á þessum íundi, — og gæti lýst því yfir að effcir- grenslunum um mögúleikana á stjórnarmyndun væri mi svo langt komlið að þess yrði mjög skamt að bíða, að hægt væri að skýra þinginu frá, niðurstöðunum. Kaupfélagi alþýðu í Vest- mannaeyjum lokað. Eitt Alpýduflokks-samvinnu- félagið enn komið á hausinn Eftir kröfu málafiutnings- manns í Vestmannaeyjum hefir Kaupfélagi Alþýðu í Vest- mannaeyjum verið lokað. Þjóð- viljanum er ókunnugt unl aðrar orsakir þessarar lakunar, en alt virðist benda til þess að.fé- lag þetta, hafi lengi átt, viö f jár- hagslega og viðskiftalega öróug- leika að stríða, en verið haldið uppi fyrir náð áhrifamanna inn- an hægri arms Alþýðuflokksins. Pað virðist ekki eiga af þeim herrum að ganga að sigla sam- vinnufyrirtækjum alþýðunnar í öngþveiti. 3—4 kaupfélög hér í Reykjavík hafa orðið gjaldþrota FRA.MH. 2. SIÐU.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.