Þjóðviljinn - 29.03.1938, Blaðsíða 4
as IXÍý/ð rí>io ss
Lloyds í
London
Söguleg stórmynd frá Fox-
félaginu. — Aðalhlutverkin
leika:
MADELEINE CARROLL
og TYRONE POVERS.
Síðasta. sinn.
Næturlæknir
í nótt. er Sveinn Pébursson,
Garðastræti 34, sími 1611.
Næturvörður
í Ingólfs- og Laugavegs apó-
teki.
Útvarpið í dag
8.45 Dönskukensla.
10.00 Veðurfregnir.
12,00 Hadegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
18.45 Þýskukensla.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Þingfréttir.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
20.15 Erindi: Berklaveiki og
berklavarnir á heimilum, II.
(Sigurður Magnússon prófes-
sor).
20.40 Hljómplötur. Létt lög.
20.45 Húsmæðratími: Inniend-
ar fæðutegundir, II (ungfrú
Sigurborg Kristjánsdóttir).
21.05 Symfóníutónleikar:
a) Tónleikar Tónlistarskólans
b) (21.45) Tónverk, leikin
undir stjórn frægra hljóm-
sveitarstjóra (plötur).
Ríkisskip
Esja var væntanleg til Þórs-
hafnar kl. 7 í gærkvöldi.
þlÓÐVILIINN
Hérmeð tilkynnist ættingjum og vinum, að ekkjan
María Gisladóttir
andaðist að heimili sínu Grjótagötu 14B laugardaginn
26. þessa mánaðar.
Vilhelmína Jónsdóttir. Alfreð Þórðarson.
Theodóra Eyjólfsdóttir.
Skipafréttir
Gullfoss er á leið til Leith frá
Kaupmannahöfn, Goðafoss er í
Reykjavík, fer tíl útlanda annað
kvöld. Selfoss er á útleið, Lagar-
foss er á útleið frá Seyðisfirði,
Brúarfoss er í Kaupmannahöfn
Dettifoss er í Reykjavík. Drotn-
ing Alexandrine fór í gærkvöldi
til útlanda.
Verkakvennafél. ,Framsókn‘
heldur fund í kvöld (þriðjud.)
kl. 8J í Alþýðuhúsinu við Hverf-
isgötu. Verða þar m. a. kosnir
fulltrúar á Alþýðusambands-
þing.
Prentarinn
blað H. 1. P. er nýkomið út.
Flytur blaðið minningargreinai
um Jón Baldvinsson og eftir-
mæli.
Firðritinn
mars-apríl 1938 er nýkominn
út, og flytur að vanda margar
fróðlegar greinar. Er í þessu
hefti m. a. nákvæm skrá yfir
allar útvarpsstöðvar í Evrópu,
er senda á yfir 173 mtr., greinar
umi símamálaráðstefnuna í
Kairo, Sæbjörg og Öðinn, veð-
urfréttir o. m. fl.
Póstferðir á morgun
Til Reykjavíkur: Mosfells-
sveitar, Kjalarness, Kjósar,
Reykjaness, ölfuss cg Flóapóst-
ar. Hafnarfjörður. Seltjarnar-
nes. Laxfoss frá Borgarnesi og
Akranesi. Norðanpóstur. Aust-
urrBarðastrandarpóstur. Búðar-
dalspóstur. Snæfellsnesspóstur.
Frá Reykjavík: MosfelLssveit-
ar, Kjalarness, Kjósar, Reykja-
ness, Ölfuss og Flóapóstar. Hafn
arfjörður. Seltjarnarnes. Goða-
foss til útlanda.
>Bláa kápan«
var leikin á sunnudaginn kl.
3 við húsfylli. Næst verður
leikið annað kvöld kl. 8. Að-
göngumiðar seldir í dag í Iðnó
frá kl. 4—7.
»Fornar dyggðir«
verða leiknar í 16. sinn í kvöld
kl. 8 stundvíslega. Aðgöngumið-
ar seldir eftír kl. 1. Frá kl. 3
verða aðgöngumiðar seldir með
venjulegu leikhússverði.
Skóviðgerðir.
Sækjum — sendum.
Fljót afgreiðsla.
Skóvinnustofa
Jens Sveinssonar
Njálsgötu 23, sími 3814.
Schuschnigg verður
dreginn lyrir dóm
vegna þess að hann
lét morðingja Dolfuss
ekki sleppa
LONDON 1 GÆR (FO).
1 dag var tilkynt í Berlín að
dr. Schuschnigg myndi verða
kærður um að hafa ætlaö sér að
falsa þjóðaratkvæðagreiðsluna,
sem fram átti að fara 13. mars,
og ennfremur mundi hann verða
talinn bera ábyrgð á dauða Otto
Planetta, manns þess, sem tek-
inn va,r af lífi fyrir morðið á
Dolfuss, þar sem Schuschnigg
var dójmsmálaráðherra um þær
mundir. Mál Schuschniggs verð-
ur látið koma fyrir Ríkisréttinn
í Leipzig.
Framsóknarmaður á
Borðeyri grípur til
hryðjuverka.
22. f. m. er Brúarfoss var að
taka freðkjöt á Borðeyri bar það
til að ölvaður framsóknarmaður,
Bjarni Pétursscxn að nafni,
vék sér að einum verkamann-
anna Ólafi Þórðarsyni bónda í
Hrefnudal og sló hann, vegna
þess að hann hafði lýst því yfir
að hann (Ölafur) væri lcomm-
únisti. Ólafur fékk heilahrinst-
ing við höggið og blæðingu inn
í höfuðið. Sagði læknirinn að
litlu hefði mátt muna að hann
hefði dauðrotast. Hefir hann
ekki náð sér enn og er nú kom-
inn til bæjarins til þess að leita
tsér lækninga.
Æ. GambrSio %
An (lóms
og laga.
Stórkostleg og mjög fræg
mynd frá MetroGoldwyn
Mayer, tekin undir stjórn
kvikmyndatökusnillingsins
Fritz Lang.
Aðalhlutverkin leika af
framúrskarandi snild
Sylvia Sidney og
Spencer Tracy.
Börn fá ekki aðgang.
RETKJAVfKUKANNÁLL H.F.
Kevyan
„Fnrnar lgir“
í kvöld kl. 8 atundvíslega í
Iðnó.
16. SÝNING
Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 1. Eftir kl. 3 venjulegt
leikhúsverð.
Frá kl. 3 daginn, sem leikið
er verður venjulegt leikhús-
verð.
Hljómsveit Reykjavíkur.
»Bláa lapai-
(Tre smaa Piger).
verður sýnd annað kvöld kl.
í Iðnó.
Aðgöngumiðar seldir í Iðnó kl.
4—7 í dag og eftír kl. 1 á morg-
un, —
Sími 3191.
Vieky Baum.
Helena Wiltfuer 81
Helena, hleypur upp á herbergi ,sitt, — hún er alveg
frávita af gleði, hendir sér upp í rúmið, hlær og græt-
ur. Rís upp og stendur fyrir framan spegilinn, greið-
ir hárið niður á ennið, upp frá enninu — tekur einn
kjólinn eftir annan fram úr fataskápnum og hendir
þeim aftur inn. Loks stendur hún nakin fyrir fram-
an spegilinn, starir á mynd sína, og kastar yfir sig
baðkápu í skyndi, er Tinti'n kemur æðancli inn. Hún
rýkur á Tintin, varnarlausan og undrandi, þrýstir
honum fast upp að sér, kyssir hann á höfuð, háls og
sólbrúna handleggina, er bera keim af sjó og seltu.
»Því, læturðu svona Malí? Ertu orðin galin«, segir
Tintín alvarlega, og ryðst burt úr faðmi móður sinn-
*r. —
»Nei. nei, Tintin —«, segir Malí með blossandi
kinnar.
Hún er þrjátíu og tveggja ára. Hún hefir alla S’ína
æfi verið einsömul. Hún hefir enn ekki kynst ástinni,
nema. í mynd hinnar fjarlægu og fálmandi æskuásta.
Hamingjan hefir enn ekki orðið á leið hennar, en nú
á hún í vændum' fjórtán langa daga, þrungna tak-
markalausri hamingju.
En Ambrosius?
* *
Það byrjaði þannig að Ambrosius varð óþarflega
tíðlitíð á úrið sitt. Stundirnar sem þau Helena voru
saman liðu svo fljótt, en þær stundir sem hún var
hvergi nærri, ætluðu aldrei a.ð snigíast áfrarn. Stund-
um er þau sátu saman og hún var á kafi í einhverj-
um hávísindalegum skýringum1, tók hún eftir því að
hánn starði á andlit hennar eins og í leiðslu, — þá
þagnaði hún og roði færðist yfir sólbrenda. andlitið.
og hjartað sló hraðar.
Ambrosiusi þótti vænt um að hann skyldi þekkja..
í svip drengsins helstu drættina úr svip móðurinnar,
Tintin átti sömu skapfestuna, sama hláturinn, sama
frjálsmannlega fasið. Þegar Helena fanst ekki, voru
þeir Tintin saman, og Ambrosi.us varð altaf glaður
og rólegur þegar hann hélt litlu barnshendinni i
stóru hendinni sinni. En brátt varð það svo, að þau
Helena skiidu vart, allan daginn, en auðvitað var Tin-
tin altaf með þeim, auðvitað g'átu þau ekki. koanið
orðum að því, sem þau vildu sagt hafa, en með hverj-
um degi. bundust þau traustari og innilegri vináttu-
böndum. Dýrðlegir dagar! Þau fóru saman í sjóinn,
lágu tímum saman í sólbaði á heitum kletiunum, borö-
uðu saman, og fóru öll saman í akemtisiglingar með
Allesandro, Þau gengu upp til kapellunnar á hæðinni,
en þaðan sást yfir alla borgina og út á hafið, og störöu
í leiðslu á heiðbláma liimins og hafs---
Ambrosius tók í hönd Heler.u, — þau sátu þarna
Þau gengu þegjandi heim. Tintin fór í rúmið, og
Ambrosius borðaói einn þetta, kvöld. Eftir kvöldverð
sat hann lengi á steinbekknum sín.u,m og horfði út
til stapans, en þar var enginn í, kvöld. Hann fór heim
í herbergi sitt, út á svalirnar og hlustaði árangurs-
laúst eftir rödd hennar. Það var dauðaþögn og dimt
í herberginu hennar, og Ambrosius reyndi að hugga
sig við góðan vindil. 1 dimma herberginu sat Helena
með hendurnar spentar um hnén, og þorði varla að
anda. Henni fanst rem á hverri stundu gæti eitthvað
stórkostlegt gerst, eitthvað óvænt, eitthvað-----.
Daginn eftir hittust þau aftur við morgunverðarborö-
ið, og spjölluðu saman um aðferðir við blóöflokkaá-
kvarðanir, en um það efni hafði'verið skrifað í s,íð-
asta hefti »Læknablaðsins«.
Þannig fóru þau kringum það sem aðalatriðið var,
en vísindakeimurinn að viðræðum þeirra fór þó óð-
um þverrandi. Hálfur mánuður er langur tími, ef vel
er m'eð hann farið. Tvær manneskjur geta sýnt hvor
annari alla sína æfi á fjórtán dögum, ■— upphafið,
leiðina, takmarkið, alt. Þau höfðu frá mörgu að segja,
og skildu nú fyrst hvort annað. En öðru hvoru komu
þagnirnar, er samtal þeirra spannst, í bláþræði og
eyddist, og þau gátu nærri heyrt hin hröðu hjarta-
slög sín, er dæla blóðinu svo fast um líkamann, að
maður finnur til þeirra í hverri æð----
uppi á hæðinni, en í augnabliks hra:ðslu við það er
verða kynni. kallaði Helena á Tintón, — hann var að'
tína sér fjólur skamt frá.