Þjóðviljinn - 30.03.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1938, Blaðsíða 1
3. AKGANGUR MIÐVIKUDAGINN 30. MARS. 1938 74. TOLUBLAÐ Ihaldið gefur Hermaimi Jón- assyni traustsyfirlýsingu í mjólkurmálinu. Tillögu Brynjólf8 Bjarnasonar um verð- lag á mjólk var vísað til stjörnarinnar. MIAJA yfirhershöfðingi. 1 gær kom enn til umræðu jþingsályktunartillaga Brynjólfs Bjarnasonar tvm. verðlag á mjólk. Er búið að eyða mjög miklum tíma í að ræða fcillöguna, og hefir hún hvað eftir annað verið tekinn af dagskrá. Tveir Sjálf- stæðismenn, Guðrún Lárusdóttij- •og Bjarni Snæbjörnsson, haí'a talað með tillögunni, og raunar hafa allir þeir íhaldsmenn er talað hafa, tjáð sig samþykka fcillögunni að meira eða minna leytí. Framsóknarmenn. hafa lagt á- herslu á að tillagan yrði feld. eða svæfð með því að vísa henni 'til stjórnarinnar. Forsætisráð- herra. hefir tekið sérstaklega á- kveðna. afstöðu. gegn henni og 3ýst sig samþykkan hækkuninm .á miólkurverðinu. Komst tillagan loks til at- kvæða á fundi Efri deildar í gær, eftir að ræðutímd hafði verið skorinn niður í 5 mínútur. Var samþykt tillaga meirihluta Öttast um 8 rúss- mesk §kip í íVorð- urhoíuin. Björgunarnefnd undir forustu Papanins og próf. Schmidt. Kaupmannaliöfn í ¦gpexkv. (FÚ) 1 Moskva eru menn teknir að -óttast um nokkurn hluta af skipaflota, sem gerður hafði verið út til veiðifara og rann- sókna, í Norðurhöf. Eru þetta .alls 26 skip og þarmeð nokkrir ísbr jótar. Skipin hafa frosið inni í hafís og nokkur þeirra hafa rekið mjög norður og austur svo að talin er hætta á að ekki reyn- ist unt a.ð bjarga mönnunum. Eru það aðallega fjögur skip og fjótrir ísbrjótar, sem menn eru hræddir um, en alls eru á, flota þessum 200 manns. Nefnd hefir verið skipuð til þess að gera ráðstafanir til björgunar og- eru þeir Papanin og prófessor Schmidt forystu- menn hennar. landbúnaðarnefndar um að vísa tillögunni til stjórnarinnar, með atkvæðum Framsóknarmanna og þeirra Magnúsar Jónssonar, Þorsteins Þorstteinssonar og Jú- lianns Jósefssonar. Guðrún Lár- usdótt.ir og Bjarni Snæbjörns- son. greiddu atkvæði á móti. Gerðu Jóhann og kumpánar þá grein fyrir atkvæði sínu, ao með því að vísa tillögunni til stjórnarinnar, væri tillögumanní serður mestur greiði! Hafa þeir leikið þarna, hinn fáránlegasta og hlægilegasta skrípaleik. Lát- ist vera á móti, mjólkurverð- hækkuninni, en telja samt að landbúnaðarráðherra, sem hefir Jýst ,sig andvigun tillögunni um mjólkurverðhækkun, cg hlyntan hækkuninni, sé best treystandi til að framkvæma það sem til- lagan fór fram; á! 1 Neðri deild var mjólkurmál- ið einnig til umræðu. Þar var á dagskrá frumvarp um verðjöfn,- unar- og styrktarsjóð rjómabúa. Sýndi Einar Olgeirsson frami á að samþykt þe^sa, frv. mundi hafa þær afleiðingar að auka mjólkurframleiðsluna, og auka þá um, leið erfiðleika skipulags- ins. Eina leiðin vœri að auka kaupgetu alþýðunnar, svo aö mjólkurneyslan gæti auMst. Gaí' Einar Sveinbirni Högnasyni nokkra tilsögn í undirstöðuat- riðum sósíalismans, hvað snerti öngþveiti framleiðslunnar í auð- valdsþjóðifélagi, — og virtist Sveinbjörn farinn að ryðga í þessu, semi ef t,il vill er ekki að undra. Sökn nppreisn- armanna held- nr áíram til Lerida* Stjórnarherinn í viðnámi í snftur-Aragoniu Dr. IVegrin: ¦ Ósigrarnir réttlæta ekki að við gef- umst upp. KHÖFN 1 GÆRKV. F.O. Her uppreisnarmanna er nú cðum að nálgast Lerida og haf a íbúarnir þar dregið hvít f lögg að hún til marks um að þeir gefist upp. Juan Negrin, forsætisrað- herra Spánar, flutti ræðu í út- varpið í Barcelona í gærkvöldi. I ræðunni rakti hann gang styrjaldarinnar síðustu vikunir- FRAMHALD A 3. SIÐTJ Rojo ftil vinstri), yfirhershöfði ngi stjórnarinnar í Aragoniu. LONDON 1 GÆRKV. (FO). B Ó AÐ DPPREISTARMEKN á Spáni haldi áíram að telja herjum sinum sig- ur á Aragoníuvígstððvunum heldur stjórnin pvi (ram í tilkynningum sinum i dag, að hersveitum hennar hafi tekisf að hefta framsókn uppreistarmanna á nokkrum stöðum. Hinsvegar heldur sókn uppreistarmanna áftam nyrst á vig- linunni. Dá heidur stjórnin pvi fram i dag, að árás uppreistarmanna á Fraga hafi verið hrundið, en upgreistarmenn tðldu sig fyrir nokkru bafa tekið pá borg. I efri málstofu breska pingsins fóru i dag fram umræður um Spánarmálin, og hóf Lord Shell umræðurnar. »Einu 8Ínni enn rita iticnn vorii* frelsissögu Spánar med blódi sínu« LIÐSFORINGJAR í her spönsku stjónrarinnar, sem staðio hafa fyrir vörninni við Fraga hafa í dag gefið út opinbera tilkynningu þar sem, segir á þessa leið: »EINU SINNI ENNPÁ HAFA MENN VORIR 1 HINIJM ALLRA ALVARLEGUSTU KRINGUMSTÆÐUM SÝNT, AD J?EIR ÞEKKJA SKYLDU SINA, OG AÐ ÞEIR ERU AÐ RITA MED BLÓÐI SINU FRELSISSÖGU SPANAR«. Sókninni cr beint ad landamærnm Frakklands EINKASKEYTI TIL ÞJÖD,rILJANS KHÖFN I GÆRKVöLDi' TCpRAMSÓKN uppreisnarmanna á Aragoníuvígstöðvunum er í dag aðalumtalsefni allra blaðanna i París. — Einn af þingmönnum franska Kommúnistaflokksins, Gabriel Peri, ritar um, þetta, mál í L'Humanité og" segir hann meðal annars1:- »Fram6Ókn uppreisnarmanna til Lerida er bein ögrun til Frakka og frönsku landamæranna,«. Peri segir, að þeir sem hafi fylgst með ræðu þeirri er Mussolini hélt á fundi í stórráði fas- ista fyrir skömimu þurfí ekki að draga það í efa að hverjum þessi sókn beinist aðalleg'a. Það séu frönsku landam'ærin. Þá segir Peri ennfremur. Það eru fyrst og fremst Frakkar, sem hafa gert hinum þýsk-ítölsku herjum mögulegt að brjóta sér leið inn í Kataloníu. Uppreisnarmenn. hafa gnægð flugvéla, sem, spó'nsku stjórnina skortir tilfinnanlega, cg ,sá skortur á fyrst og fremst rót sína að rekja tíl þess að landamæri Spánar og Frakklands eru lokuð. »Þó að spanska lýðveldið verði látið njóta réttar síns, þýðir það ekki Evrópustríð, helclur einasta ráð- ið til þess að bjarga friðinum í álf unni. FRÉTTARITARI. ^kotdunurnar heyrast til Baree- lona. Fjögur hundruð þúsund sjálf- bcðaliðar eru nú að byggja víg- girðingar á, bak við herlínuna og umhverfis Barcelona. Fólkið í úthverfum Barcelona heldur því frami að það heyri stórskota- dyninn frá vígstöðvunum. Enska blaðið Daily Herald birtir í dag grein þar sem; mikil áhersla er lögð á það, að gera þurfi enda á styrjöldina á, Spáni. Blaðið endar greinina á því, að hvetja Franco til þess að gera vopnahlé áður heldur en búið sé að leiða, meira böl yfir landið því að það mUni ekki vera ósk hans að ríkja yfir kirkjugarði. Ihaldid fækkar enn í atvinnubótavinn- unni. 113 verðui' sagt upp í dag. Ihaldið í bæjarstjórn hefir ákveðið að fækka í atvinnu- bótavinnunni um 113 frá deg- inum í dag. Verða þá, aðeins 187 menn eftir í atvinnubóta- vinnu. Það virðist engu breyta um þessa ákvörðun bæjarstjórn- ar, þó að 966 menn séu um þessar mundir skráðir afc- vinnulausir í bænum. (Sjá nánar grein á þriðju síðu hér í blaðinu í dag). Papanin og félag- ar hans heiðradir EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐV. MOSKVA I GÆRKVÖLDI Þjóðfulltrúaráð Sovétríkjanna hefir skipað Papanin, varafor- stjóra Norðurleiðarinnar, en forstijóri hennar er prófessor Otto Schmidt. Hinn 27. febrúar sæmdi forseti æðsta, ráðsins, Kalinin, alla leiðangursmenn heiðursmerkjum, að viðstöddu f jölmenni. Við það tækifæri hélt Kalinin ræðu, og sagði m. a. eftirfarandi: »Við höfum gert norðurheim- skautíð mönnunum undirgefið, FRAMHALD A 3. .<ou.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.