Þjóðviljinn - 01.04.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.04.1938, Blaðsíða 1
3. AKGANGUR FÖSTUDAGINN 1. APRÍL. 1938 76. TOLUBLAÐ SKOLI GUÐMUNDSSON ráðherra. Hermann Jón- íasson myndar Framsóknar- ráðuneyti Ilaraldup & Co. heitir stjórniniii hliiileysi. Ólafur Thórs krefst »athafna« gegn sjómönnum af hálfu ríkisvaldsins. — Hermann bodar samþykt vinnu- löggjafar. — SkúlS Gudmundss. kemur inn í stjórnina Ihaldið ber fram vantraust. Yfirlýsing forsæíis- ráöherra. Á fundi sameinaðs þings, er hófst kl. 2 í gær gaf Hermann Jónasson forssætisráðherra eft- irfarandi yfirlýsingu: »Hér með vil ég tilkynna hátt- virtu alþingi. effcirfarandi: Á ríkisstjórninni munu nú verða gerðar þær breytingar, sennilega, í dag eða á morgun, að Skúli Guðmiundsson kaupfé- lagsstjóri tekur sæti í ríkis- stjórninni í stað Haralds Guð- mundssonar. Um< verkaskift- ingu er enn eigi fullráðið. Ríkisstjórninnii mun Alþýðu- flokkurinn fyrst um sinn veita hlutleysi og afstýra vantrausti ef f ram kemur. Ríkisstjórnin mun fylgja þeirri ¦¦ meginstiefnu, sem fylgt hefir verið undanfarin ár og leggja áherslu á að efla atvinnu vegina og halda uppi verklegum framkvæmdum. Auk ýmsra þeirra mála, sem þegar liggja fyrir alþingi, miun löggjöf um stéfctarfélög og vinnu- deilur verða afgreidd á þessu þingi og nokkur þeirra hags- munamála fyrir sjómenn og verkamenn sem nú eru aðkall- andi og mögulegt er að afgreiða án verulegs undirbúnings. Mörg hinna stærri mála, sem 'þarf að taka til framkvæmda, eru nú til undirbúnings og at- hugunar hjá ríkisstjórnmni, 'sum í nefndum, sem; alþingi hef- ir skipað, og önnur er gert ráð fyrir að verði tekin til meðferð- ar samkv. tillögumi, semi liggja fyrir alþingi. Við undirbúning þessara mála mun verða leitast við að finna grundvöll fyrir nán- ari stjórnarsamvinnu milli flokkanna framvegisi«. Ilaraildur loíar Iilul- leysi. Haraldur Guðmundsson stað- festi yfirlýsingu forsætiisráð- herrans, að Alþýðuflqkkurinn miundi veita istjórn Hermanns Jónassonar ótímiabundið hlut leysi og afstýra vantrausti á hana. Ólafur Thors vildi fá að vita hvort Hermann hefði komist að samkomiulagi. Við Alþýðuflokks- þingmennina í gerðardómsmól- inu. Svaraði Hermann því til, að um slíkt dytti sér ekki í hug að semja, hann teldi sjálfsagt að landslögum yrði hlýtt. Haraldur lýsti því yfir, að hann teldi að gerðardóimslögin væru ekki kom - in til framkvæmda og skírskot- aði til samþyktar sjómannafé- laganrta, er væru bindandi fyrir Alþýðuflokkinn í þessu máli. Ól- afur Thors taldi svar forsætis- ráðherra út í hött, og kvaðst hræddur um að sjómenn mundu ekki hlíta gerðardóminum er til FRAMHALD á 4. SIDTJ H v e s s i r í danska þinginu. »Þad er ósk mín og von að Franco sigri« — segir íhaldsmaðurinn Piirschel Axel Larsen ávítar íhaldsmenn fyrir fasistadekur. i KHÖFN I GÆRKV. F.O. DANSKA ÞINGINU urðu í dag umræður um spönsku börnin, sem dönsk hjálpárnefnd hefir tekið til Danmerkur og séð fyrir lífsuppeldi þar, og urðu þær umræður svo heitar, að þar féllu orð, sem ekki hafa heyrst í manna minnum innan þingsins Umræðurnar hófust með því, að einm af þingmönnum ihaldsflokksins, Purschel, spurðí utanríkismálaráðherrann hvort að þessi börn hefðu ekki samband við foreldra sína, og hvort ekki væri meiningin að gera ráðstafanir- til að koma þeim heim aftur. Um barnatöku þessa hafa crð- ið áður allmiklar blaðadeilur. Utanríkismálaráðherrann svar- aði því, að ráðuneytið hefði ritað ræð^smanni . Dana í Bilbao og faiið honum, að afla upplýsinga um foreldra barnanna og ástæð ur þeirra, en vegna ófriðará- standsins hefði honum litlar upplýsingar tekist að fá. Ann- ars kæmi ræðismaður þessí bráðum heim til Danmerkur og myndi þá mál þetta verða tekiö til rækilegrar athugunar. Hneigðust nú umræðurnar að styrjöldinni sjálfri og tók komin- únistaþingmaðurinn Axel Lar- sen til máls, og þótti honum dan,skir íhaldsmenn hafa sýnt lítinn sikilning og velvild í garð hinna spönsku barna og yfir höfuð til allrar starfsemi er mið- aði að því að hjálpa Spánverj- AXEL LARSEN um. Slóg í mjög hart með þeim, Piirschel og honum', þangað til Piirschel sagði að það væri ósk sín og von, að Franco sigraði í styrjöldinni. Gusu þá upp óp mikil og köli i áheyrendapöllum El Campesino (tU vinstri) einn af hershöfðingjum lýðrveldishers- ins á AragomuvigstöðvunuTrb. Uppreisnarmenii reyna ad umkringja Larida. Stjórnarherinn rífur gátiir Cinca- f ljótsin§tilþés§ad tefja sókn Francos LONDON I GÆRKV. F.O.' JfcÐALFRÉTTIRNAR frá Spáni í dag eru ^"^ þær, að uppreistarmenn sækja fram frá Bar- bastra, sem er miðsVæði vígstödvanna í Aragóníu. Ennfremur eru þeir nú að gera tilraun til þess að umkringja Larida frá norð-vestri. Allir verða ad berjast til liius ítrasta — scjs;- Hinsvegar eiga uppreisnar- menn í miklum erf iðleikum með að koma að sér flutningum yfir Cinca-fljót, því að stjórnarher- inn rauf flóðgáttir í ánni ,svo að vatnsflóð færði í kaf bráða- birgðabrú þá, er uppreignár- menn höfðu bygt í stað þeirrar er stijórnarherinn hafði eyðilagt. Á morgun er gert ráð fyrir að vatnsborð árinnar verði komjð í venjulegt horf. ' Þá er sagt að 1000 menn frá Kataloníu hafi verið í stjórnar- liði því er gafst upp við Bar- bastro og hafi þeir flúið inn fyr- ir írönsku landmærin snemma í dag. þingsins og í þingsalnum, cg var orðum þessum tekið mjög illa. Forseti þaggaði niður hávaðann og kvaddi sér sjálfur hljóðs. Kvaðst hann verða að víta mjög þau ummæli, sem Piirschel hefði látið falla og sagðist harma þaö mjög að nokkur þingmagtur skyldi láta sér þau orð um munn fara á þessum stað, að hann óskaði þess, að uppreisnarmenn á nokkrumi stað ynnu með blóð- ugri styrjöld sigur á löglegri stjórn lands síns. Var mjög tek- ið undir þessi orð forseta af á- heyrendum pg varð nú aftur um sinn allmikill gauragangur í þinginu. ir íorseti Kataloniu. Forseti Kataloníu flutti ræðu í dag og sagði m. a. »Nú er að- eins eitt orð á allra vörum í Kataloníu og það er: Stríð. Allir verða að berjast til hins ítrasta fyrir sigri, heiðri og réttindum Kataloníu. Uppreisnarmenn gerðu loftá- rás á borgina Matara í dag, en hún er á ströndinni skamt, fyrir norðan Barcelona. Frétlin um ad prófessor Scmidt sé tallinu i ónád er tilhæfulaus. KHÖFN 1 GÆRKV. (FO.) Fregnir hafa gengið y.m það undanfarið að hinn frægi rúss- neski vísindamaður og heim- skautafari prófessor Schmidt, væri fallinn í ónáð og hefði ver- ið tekinn höndum. Havas-frétta- stof an í Moskva birtir í dag þá frétt, að þessi orðrójnur sé til- hæfulaus með öllu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.