Þjóðviljinn - 02.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.04.1938, Blaðsíða 4
gs Níy/a fi'io m Hin ákærða Spennandi og áhrifamikil amerísk kvikmynd frá UNITED ARTIST-fél Aðalhlutverkin leika af mikilli snilld hinir fögru og vinsælu leikarar: DOLORES del RÍO og DOUGLAS FAIRBANKS (yngri). Aukamynd: Mickey dreymir illa. Mickey Mouse teiknimynd Næturlæknir Alfred Gíslason, Brávallargötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Otvarpið í dag. 8.30 Dönskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 215.00 Veðurfregnir. 18.45 Þýskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 919.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Leikrit: Tveir lejjcjjættir, eftir Noel Coward (Ragnar E. Kvaran o. fl.). 21.30 Útvajm frá Árnesingamóti að Hótel Borg. 22.30 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er væntanlegur í dag, Goðafoss er á útleið. Brú- arfoss er í Khöfn, Dettifoss á Isafirði í ^ærkvöldi, Lagarfoss er í Hamborg, Selfoss er í Antwerpen. Ægir kom í fvrra dae: hingað til Revkiavikur með enska togar- ann Seddon frá Grimsby. Hafði varðskipið tekið togarann íland- helgi suður í Miðnessjó. Var togarinn tæpa mílu innan land- helgislínunnar. ...Fornar dy£ðir“ verða sýndar í 17. sinn á moreiun klukkan 2 e. h. stund- víslega í Iðnó. Aðgpngumiðar sem verða óseldir kl. 3 í dag., seljast mcð venjulegu leikhús- verði. 2864 ^erður prentsmiðjusími Þjóð- viljans framvegis. Þeir sem þurfa að hafa tal af ritstjórn blaðsins eftir kl. 8 s.d.; eru beðnir að hringjaí í þann síma. Ritstjórnarsími blamsins verður framvegis sá sami og áður. Doktorsvörn Rit viðskiftafulltrúa Helga P. Briems, „Byltingin 1809“, hef- ir af Heimspekideild Háskólans verið dæmt maklggt varnarfyr- ir doktorsnafnbót. Vörnin fer frarn fimtudaginn 7. apríl kl. 1,30 í lestrarsal Landsbóka- safnsins. Skátablaðið gefið út af Bandalagi ís- lenskra skáta, kemur út á morg- 1 ún. í baðinu eru meðal annars tvær minniixgargreinar um Da- : vid Sch. Thorsteinsson lækni o£ auk þess margt fleira. Fiintugur varð í ^ær Theodor Arn- biarnarsou, ráðunautur. Póstferðir á morgun. FRÁ REYKIAVÍK: Þingvalla- póstur. TIL REYK.IAVÍKUR: Esia að austan úr hringferð. íþróttafélag Reykjavíkur fer í skíðaferð að Kolviðar- hóli í fyrra málið kl. 8,30 og 9. Farið verður frá Söluturn- inum. Farseðlar seldir í Stál- húsgögn, Laugaveg 11, til kl. ö í kvöld. Karlakór Akureyrar syngúr í síðasta sinh, í Gamla Bíó kl. 3 á morgun. Aðgöngumiðar seldir hjá Ey- mundsson og Katrínu Viðar. Leikféíag Reykjavíkur sýnir á morgun gamanleikinn „Skírn, sem segir sex—“. Ríkisskip. Esja var við Horn á leið til Isafjarðar kl. 5,30 síðd. í gær. Áhugalið pjóðviljans kemur saman í dag kl. 5 á Vatnstsíg 3. Þeir unnendur Þjóðviljans, sem vilja starfa fyrir hann á einn eða annan hátt, eru beðnir að rnæta. Ungherjar halda skeintun í kvöld kl. 8 síðd. í lesstofunni á Vatnsstíg 3 (uppi). Fjölbreytt dagsskrá, söngur ræðuhöld, upplestur o. fl. »Foraar dygðlr« 17. sýning sunnudag kl. 2 e. h. stundvís- lega í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 1—7. Eftir kl. 3 í dag verður venjulegt leikhúsverð. 18. sýning mánudagskvöld kl. 8 stundýís- lega í Iðnó. | Aðgöngumiðar seldir í dag kl. 4—7, á morgun kl. 1—7 og mánudag frá kl. 1. Venjulegt leikhúsverð daginn sem leikið er. 19. sýning þriðjudagskvöld kl. 8 stundvís- lega í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir á morg- un kl. 4—7, mánudag kl. 1—7 og frá kl. 1 á þriðjudag. Venjulegt leikhúsverð daginn sem leikið er. Karlakór Akorejrrar Sðngstjóri: Askell Snorrason Samsöngur í Gama Bíó sunnudaginn 3. apríl kl. 3 síðdegis. Síðastá sinn! Lækkað verð! Aðgöngumiðar hjá Eymundsson og Viðar. F rz—i. w Víð kyntumst í París Afar fjörug og skemmíi leg amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: CLAUDETTE COLBERT ROBERT YOUNG og MELVIN DOUGLAS. Lelfcíéi. Reykiagikar „Skfrn sem segir sex“ gamanleikur í 3 þáttum eftir OSKAR BRAATEN Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Skemti- fund heldur eldri deild Ungherjanna í kvöld kl. 8 á lesstofunni Vatns- stíg 3. Til skemtunar: Ræður. Upplestur. Söngur með munnhörpuund- irspili. Erindi: Spönsku börnin í út- legð. Vikivakadans o. fl. Mætið stundvíslega! Verið viðbúnir! Stjórnin. Alexander Avdejenko: Eg elska ... 2 í gærkveldi henti það að lokum, sein Ostap liafði dreymt uin í heilt ár. Þegar vinnu var lokið og gjaldkerinn með blýspangargleraugun hafði feng- ið honum mánaðarlaunin, gekk Ostop til hálsmjóa eftirlitsmannsins, hans Butylotsjkin og sagði feimn- islega við hann: — Mikola Nikolajevitsj, það er þungbært aðvera einmana og vinalaus; þér neítið mér ekki um félags- skap yðar? Eftirlitsmaðurinn rencli höfðinu til fimlega, strauk )dir fyrirferðarmikið barkakýli og sagði með virðu- legri bassarödd: — Eg hefi engan tíma til þess vinur — eg hefi svo margt að sinna um — nei, ég get það ekki vin- ur minn. i — Mikola Nikolajevitsj, þér megið til með að vera svo góður, sagði lOstap með bænarómi, og honum fanst sem fæturnir væru að bogna undir honum. . . Á þessu augnabliki gátu vonir hans brost- ið að eilífu. — Nei, augasteinninn minn, það get eg ekki, mér er það ómögulegt, ógerningur. — Þetta er alveg á næstu grösum, sagði hann lágum rómi. Eg hefi ekkert sparað. . . Eg hefi beðið um öl og prýðilegustu kalda rétti fyrir fimm rúblur. — Eg get það -ekki — — — við verðum svo lengi. Ef þetta hefði ekki tekið nema liálf tíma, þá var ef til vill annnað mál. Ostap varð vonbetri. Ákafi hans og dyrfska óx, uns hann hvíslaði: — Svo er eg með ofurlitla gjöf til yðar Mikola Nikolajelvisjt. Eftirlitsmaðurinn ýtti verkamanninum Ostup lítið eitt til hliðar. Barkakýlið fór alt á hreyfingu og rauð augnalokin sigu yfir þreytuleg augn, eftirlits- maðurinn sagði með valdsmannsróm. — Þú ert þrákálfur. iÞín vegna verð eg að gera þetta, þó að eg hafi engan tíma til þess, því að það veit guð að er satt. Eftirlitsmaðurinn leit í kringum sig. Jæja, farðu og hafðu alt til reiðu, eg kem á eftir. Þeir hittust á kránni hans Aganesov. Sætið stóð bak við tjald úr perlutrafi, sem skifti veitingasalnum. Á borðinu stóðu dökkgrænar skínandi ölflöskur. Það blikaði lævíslega á vínið á tærri skálinni. Á blikkfati teygði rauður krabbi <úr öllum öngurn, eins og hann ætlaði að grípa( í diskana sem geymdu kjötgurkur og saltaðan fisk. Ölfroðan freyddi í glösunum, hinum megin tjaldsins stundu tónar or- gelsins og kakkalakkarnir skriðu um veggfóðrið. Ostap sat álútur og hallaði brjóstinu fram á borð- röndina. Honum dimdi fyrir augum við að horfa á þessa guægð feitra góðrétta, sem hanu líafði aldrei smakkað áður og við tilhugsunina um livað hann átti að segja við eftirlitsmanninn. — Nei, látum það bíða, hugsaði Ostap, uns liann er orðinn drukkinn. Þegar hann er orðinn hreyfur Þ— skal ekki standa á mér. Aftur ólgaði bjórlöðrið í •glösunum, og vínið blikaði. Eftirlitsmaðurinn kjamsaði og andvarpði. Ostap horfði stöðugt á munn hans. Þegar eftirlits- maðurinn saug tómt glasið og sleikti út um með tungunni, rétti Ostap honum sneið af gurkum á gafli. Hann reif annan af krabbanum, svifti sundur skildinum og framreiddi krabbahálsinn, sem rennur svo kælandi á tungunni. Með sjálfum sér var Ostap þó ergilegur yfir því, hve mikið af þessu góðgæti var etið upp| í skyndi. Kjálkar eftirlitsmannsins voru á stöðugri hreyf- ingu, fingur hans fálmuðu um barkakýlið, og smám saman gerðist hann ölvaður. Jæja, drengur minn, tautaði hann og lagði hand- legginn blíðlega um háls Ostaps — lofaðu mér að heyra „máfinn“, segðu gestgjafanum að hann skuli láta leika það á orgilið. Ostap vék sér frá augnablik, og eftirlitsmaður- inn seildist eftir flöskunni. Það var byrjað að leika á orgelið. Orgelpípurnar hófu upp raustina og tónar ar þeirra voru um morguninn, sem er að renna upp og um manninn. Butylotsjkin, hreyfði fæturna eftir hljóðfallinu og tárin streymdu niður kinnar hans. Ostap kom til baka og var nu djarfari en áður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.