Þjóðviljinn - 07.04.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1938, Blaðsíða 3
Þ JÖÐVILJINN Fimmtu'dágínn 7.. apríl 1Q38 HðOVIUINN Málgagn Islands. lí'jmm únislaf lo úfs Hitstjói'i: Einar Olgéirsjon. líitstjór. : Bergs-. ðaiti'æti 30. Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Simi 2184. Kemur út alla daga. nema mánudaga. Áskriftargjald á rnánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Krafan er að atvinnnbðtavlnn- nl verðl haldlð ðfram Öll loforð Ihaldsinii nm atvlnnn hafa verið svikln Verkmeu verða að taba atvinnn- leysismálin i sínar hendnr MilnbílsðstðDd Umræðurnar um vantraustið á ríkisstjórnina leiddu það greinilega í ljós, að með þess- ari ríkisstjórn er ekki „tjaldað nema til einnar nætur“, eins og Brynjólfur Bjarnason sagði í ræðu sinni. Framsóknarflokkn- um virtist. vera þetta ljóst líka, svo eini „flokkurinn", sem ekki vildi sjá það, var hægri armur Alþýðuflokksins, sem mest líkt ist afbrýðisamri konu í tilraun- um sínum til að telja Framsókn trú um, að ómögulegt væri að hafa samkomulag við aðra „flokka“ en hann. Pað er því öllum vitanlegt, að til næsta þings kemur til með að ríkja millibilsástand í íslenzkum stjórnmálum og þá verður ákveðið, hvort aflið verð ur ofan á: afturhaldið og brask- araklíkan, eða lýðræðið og al- þýðan. En meðan þetta millibils- ástand varir, draga hin and- stæðu öfl í íslenzkum stjórnmál um saman lið sitt, til að undir- búa eina úrslitabaráttuna.. Pað veltur því óumræðilega mikið á að bardagaðferð verkalýðsins verði rétt og kröftug, ef hann á að sigra þau sterku afturhalds öfl, sem hann^ á í -höggi við.. ihaldið treystir á að fjölda- fylgi þess muni draga Fram- sókn til þess sem segull. Pað treystir á, að Framsókn muni þykja svo miklu betra að semja við það sem heild, en að treysta á verkalýðinn klofinn. Og það treystir á Jónas. — En allir ábyrgir menn í Framsóknarfl. vita, að samkomulag við íhaldið er ekki hugsanlegt nema aði svíkja að fullu og öllu það, sem gcrt hefir Framsókn að stór-J um flokki, að bændaflokki ís- lands. .— Þess vegna er ekki svo auðvelt fyrir Jónas og Ól- af Thors að slíta þá taug, sem dregur Framsókn til vinstri samvinnu, hvernig sem þeir rykkja í.. En hættan er engu að síður mikil — ekki sízt vegna þess, hve verkalýðurinn er klofinn. Það er vitanlegt, að verkalýð- urinn getur því aðeins haft á- hrif á millistéttina til að koma á bandalagi við sig, að hann sé sjálfur sterkur. Og sterkur verður hann aðeins, ef hann er sameinaður. Sameining íslenzka verkalýðs ins verður því að gerast á þessu ári, cí nokkur von á að vera.um Samkvæmt frásögn Vinnu- miðlunarskrifstofunnar voru 877 skráðir atvinnuleysingjar hér í bænum á mánudaginn var.. Er það 210 mönnum fleira en tala atvinnuleysingja var á sama tíma í fyrra.. Sé litið yfir veturinn sem heild, hefir atvinnuleysi að jafn- aði verið allmiklu meira nú en síðastliðinn vetur. Mun það að jafnaði nema hátt á annað hundrað, sem tala atvinnuleys- ingja er hærri í vetur en hún var síðastliðinn vetur. Sýnir þetta, að hér er ekki um ein- stakar tölur frá einstökum dög- um að ræða, heldur hefir það verið svona allan veturinn. Bæjarstjórnaríhaldið, sem fer með öll mál bæjarins, lætur sig þetta litlu eða engu skipta.. Pað gengur meira að segja svo langt, að hafa færri menn í atvinnubótavinnu nú en síð- astliðinn vetur, þegar atvinnu- leysi var þó nokkru minna. Undanfarin ár hefir íhaldið þraukað við atvinnubótavinn- una fram í maíbyrjun. Nú má heita að hún renni úít í sandinn í byrjun aprílmánaðar, enda er talið líklegast af öllum, sem um þessi mál fjalla, að atvinnubóta- vinnan verði með öllu lögð nið- ur fyrir páska. Eins og menn muna, hét í- haldið því, að ekki skyldi skorta atvinnu hér í bænum, þegar tæki að líða á veturinn. í jan- úarmánuði átti að koma hing- að fyrsta sendingin af ensku gulli, sem Pétur Halldórsson þóttist hafa fengið að láni hjá enskum fjármálamönnum. Með þetta gull í höndunum skyldi hafist handa við hitaveituna fyrstu dagana í marz og þar með skyldi allt atvinnuleysi hverfa, að minnsta kosti í bili. Það er ekki að efa, að ef byrj- að hefði verið á hitaveitunni í marz, eins og borgarstjóri lof- aði á sínum tíma, að þá hefði verið til stórra muna bætt úr atvinnuleysinu. En janúarmánuður leið allur þannig, að enginn eyrir kom vinstri samvinnu, um þjóðfylk- ingu vinnandi stéttanna gegn fasismanum. Allir kraftar, sem íslenzki verkalýðurinn á heil- brigða og víðsýna, verða að leggjast á eitt um að skapa ein- ingu hans — og sem afleiðing hennar einingu hinnar vinnandi þjóðar gegn afturhaldinu og fjármálaspillingunn.. af enska láninu og allar líkur bentu til þess, að hitaveitan mundi tefjast um sinn, og að hún mundi ekki draga úr at- vinnuleysinu. Borgarstjóri sigl- ir enn á fund „fjármálamann- anna,“ og hefir verið furðu hljótt um þá ferð alla, nema hvað síðustu fregnir télja, að hann muni vera hættur við lán- töku í Englandi og kominn til Svíþjóðar að leita fyrir sér um fé til hitaveitunnar. Marzmánuður er liðinn, án þess að nokkur verkamaður fengi handtak við hitaveituna, og íhaldsblöðin eru fyrir löngu hætt að minnast á hana sem bjargráð við atvinnuleysinu. — Hefir íhaldið haft hina mestu sneypu af öllu skrafi sínu og bollaleggingum sínum um þetta mál. Þegar til framkvæmda íhalds- ins kom í atvinnuleysismálun- um, hafði það ekki upp á annað að bjóða en togarastöðvunina. Forsprakkar íhaldsins hafa að vanda reynt að skella all ri skuldinni af þeirri vinnustöðv- un yfir á sjómenn. Hinsvegar veit hver einasti maður í Rcykjavík, að hér var um allt annað að ræða. Pað var ekki deilan um kjör sjómanna, sem var höfuðatriði togarastöðvun- arinnar, heldur krafa útgerð- armannanna til þess að fá í sínar hendur umráðin yfir gjaldeyrinum, og ítök í ríkis- stjórninni. Stöðvun ufsaveið- anna sýnir þetta betur en allt annað. . Par var ekki um að ræða neina deilu um kaup og kjör sjómannanna, svo að það þýðir ekkert fyrir íhaldið og útgerðarmenn að skjóta sér á bak við þá hlíf, að kröfur sjó- manna vær.u óbilgjarnar. En allt þetta miðaði að sama marki, að auka atvinnuleysið í stað þess að draga úr því. í- haldið hefir sýnt það enn þá einu sinni, að það er ófært til þess að ráða fram úr málum bæjarins og þeim erfiðleikum, sem ríkja. meðal bæjarbúa. Frá íhaldinu er einskis góðs að vænta í þessum efnum og engr ar úrlausnar.. pað er jafn ráða- laust, viljalaust og getulaust til þess að bæta úr atvinnuleysinu og það er til þess að útvega fé til hitaveitunnar og til þess að greiða úr þeim átökum, sem firðu í vetur milli togaraútgerð- arinnar og ríkisstjórnarinnar. Verkamenn verða sjálfir að taka þessi mál í sínar hendur. Peir hafa aldrei sótt gull eða gróða í hendur íhaldsins bar- áttulaust, og þeir þurfa ekki að vænta þess í framtíðinni. Dags- brún verður að láta meira til sín taka um þetta mál, en hún hefir gert. Ef samtök alþýðunn- ar eru nógu sókndjörf, geta þau komið í veg fyrir, að atvinnu- bótavinnan verði lögð niður og þau geta knúið fram fjölgun í atvinnubótavinnunni. Pað má gjarna minna íhaldið á þá stað- reynd, að slíkt hefir verið gert áður. Karlakórinn ,Fóstbræðnr‘ Söngsfjöri: Jón Halldórsson heldur samsöng í Gamla Bíó fimmtudaginn 7.. apríl kl. 7.15. Einsöngvarar: Arnór Halldórssson og Einar B. Sigurðsson.. Aðgöngumiðar seldir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar og versl. K. Viðar. KAFFIKVOLD heldur Kvennakór V. K.. F. Framsókn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, föstudaginn 8. þ. m. kl. 8,30 e. h. Til skemtunar: Kórinn syngur, upplestur, tvísöngur með gítarundir- leik, kvæði, duett, gamanvísur og D A N S. Aðgöngumiðar á kr. 1,75 (kaffi innifalið) seldir á skrifstofu Verkakvennafélagsins og í Alþýðuhúsinu á föstudaginn. Atkvæðagrelðsl- an nm vantranst ibaSdsins. Á fundi í sameinuðu þingi í gær fór fram atkvæðagreiðsla um vantrauststillöguna og var hún feld að viðhöfðu nafnakalli með 26 atkv. gegn 16. Sjálfstæðismenn greiddu at- kvæði með tillögunni, en Fram- sókn og hægri kratarnir móti. Þingmenn kommúnistaflokksins Héðinn Valdimarsson og Bænda flokksmennirnir greiddu ekki at- kvæði. Héðinn Valdimarsson bar fram eftirfarandi rökstddua dag- skrá: „Par sem samþykt Alþingis á vantraustsályktuninni gæti að- eins haft í för með sér eitt af tvennu, stjórnarskifti og enn nýja ríkisstjórn, er nyti stuðn- ings Sjálfstæðisflokksins, en þingið lítur svo á, aðmeðslíkri stjórn væri algerlega brotið í bága við vilja kjósendanna í landinu um vinstri stjórn, eins og hann sýndi sig við síðustu alþingiskosningar, eða þá þing- rof og nýjar kosningar í vior, en hin nýja ríkisstjórn hefir enn ekki gefið þær yfirlýsingar, sem vænta má að hún muni gefa áð- ur en þingi slítur um stefnu sína í löggjöf og framkvæmdarmál- . um né heldur hefir sú stefna hennar enn orðið mörkuð af meðferð þingmála og Alþingi telur ekki tímabært að koma á stað þingrofi án þess að hin nýja stjórn fái áður frekara tækifæri til að marka stefnu sína, þá'telur alþingi rangt að samþykkja tillöguna, en með hliðsjón af því að Framsóknar- flokkurinn hefir nj'dega gengið á móti verklýðssamtökunum í landinu með því að samþykkja lög um gerðardóm í vinnu- deilu, telur júngið heldur ekki rétt að fella tillöguna, en í trausti þess, að hin nýja ríkis- stjórn muni leita nú þegar fullr- verklýðssamtökin og Alþýðu- ar gagnkvæmrar samvinnu vjð flokkinn, í landinu, vísar Alþingi tillögunni frá og tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Var hún feld með 40 atkvæð- um gegn 4, og greiddi henni atkvæði, auk Héðins, þingmenn Komnninistaflokksins. Rökstudd dagskrá, er Bænda- flokkurinn bar fram var feld með 38 atkv. gegn 2. Skrifstofa flokksins er á Laugaveg 10. —t Opin alla virka daga frá kl. 4—7 e. h. Sími 4757.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.