Þjóðviljinn - 20.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.04.1938, Blaðsíða 4
jgs I\fý/aI5io ss Fanginn á Zenda- Tilkomumikil og stórglæsi leg amerísk kvikmynd frá UNITED ARTITS samkv. hinni heimsfrægu skáldsögu með sama nafni eftir Anthony Hope (sem sem komið hefir út í ísl. Þýðingu). Aðalhlutverkin leika: Ronald Colman, Madeleine Carroll, C. Aubrey Smith, Douglas Fairbanks yngri, o. fl. Orbopginnl Næturlæknir Alfreð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag. (Síðasti vetrardagur) 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Islenzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir .. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn. 20.30 IJtvarpskvöld háskóla- stúdenta: Ávörp og erindi; þlÓOVILJINN Ealldér Kiljan Laxness nm réttarhSldin í Hoskva söngur; hljóðfæraleikur; stúcfentafagnaður. 20.30 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Munið söngæfingu kvennakórs verkakvennafé- lagsins „Framsókn“ í kvöld. Á- ríðandi að allar mæti á venju- legum stað og tíma. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmannah., Goðafoss fór frá Hull í gær, Dettifoss er í Hamborg, Brú- arfoss va'r í Flateyf í gær, Lag- arfoss er á leið til Austfjarða frá útlöndum, Selfoss er í íívík. Barnadagsblaðið. í gær seldu 620 börn Barna- dagsblaðið á götunum/ í Reykja vík. Alls seldust um 5000 eintök og í gærkvöldi höfðu komið inn 970 kr. Nokkur börn eiga enn eftir að skila. Eru þau beð- in að mæta í Grænuborg frá kl. 1^4 í dag. Börn, sem seldu 20 blöð eða meira og afgreidd voru hjá Morgunblaðinu, eru einnig beðin að mæta í Grænu- borg á sama tíma. Leshringur flokksins og F. U. K. verður í kvöld kl. 8,30 stundvíslega á Vatnsstíg 3. Fjölmennið. Ríkisskip. Súðin kom til Reykjavíkur kl. 12.30 í jgær frá ísafirði, og fer í strandferð vestur um land n. k. laugardag. Esja er í Reykjavík og fer þaðan 26. þ. m. í strandferð austur um land. Frá höfninni. Tveir frakkneskir togarar og einn ítalskur komfu, í gærmorg- un. Ennfremur komu af veiðum um, Hafsteinn; Baldur og Max Pemberton. Rifsnes kom í fyrri Frh. af 1. síðu. ir að sitjá í leikhúsinu. Þeir vita ekki mikið um leiklist, sem vilja reyna að telja fólki trú um, að réttarhöldin hafi verið útbúin fyrir leiksvið eins og sjónleikur. Við skulum taka til samanburð- ar leikhúsin í Moskva, beztu leikhús heimsins. Hvergi á byggðu bóli eru leikararnir æfð ir eins nákvæmlega. Á einu leik- riti, sem á að vanda, eru hafðar tvöhundruð æfingar, áður en það p r sýnt, — leikurinn und- frbúinn í eitt — tvö ár. I rétt- nótt af hákarlaveiðum, Hekla og Nova komu í fyrrinótt. Dansleik heldur glímufélagið Ármann í kvöld kl. 10. Blue Boys leika fyrir dansinum. Ljóskastarar verða um allan salinn. Kvikmyndahúsin. Gamla Bíó sýnir nú hina heimsfrægu kvikmynd „Vor- draumar. Aðalhlutverkin leika Jeanette Mac Donald og Nel- son Eddy. — Nýja Bíó sýnir „Fanginn á Zenda“ eftir hinn alkunnu skáldsögu með sama nafni eftir Anthony Hope. Aðal- hlutverkin leika Ronald Colman Madeleine Carrol og Douglas Fairbanks. „Sólskin“, rit Barnavinafélagsins Sumar- gjöf er nýkomið út. Birtirblað- ið að þessu sinni 68 smásögur, sem Steingrímur Arason kenn- ari hefir valið. Ágóði af sölu ritsins rennur allur til barnavina félagsins. arhöldunum í Moskva voru „hlutverkin“ leikin af gömlum sendiherrum, t,rófessorum og öðrum slíkurn, og þeir „léku“ átta tíma á dag í ,tólf daga. Það væri met í leiksögu heimsins, ef þarna hefði verið um sjón- leik að ræða. Hlutverkin hefðu orðið að vera æfð þannig, að leikurinn endaði með dauða- dómi leikandans. Slíkar hug- myndir um leiklist eru geðveiki. — Hvernig leizt þér annars á þig þarna austurfrá? — Það eru fimm ár síðan ég var síðast í Sovétríkjunum. Mér fannst ég koma til annars lands, svo stórstígar hafa framíarirnar verið á þessum árum. Maður þarf ekki að fara í hagskýrsl- ur til að sannfærast um það. Hin glöðu andlit, hrifningin markvís barátta, bjartsýnin, samhyggjan — þetta tjáði mér meira en nokkur hagskýrsla. — Hvað segirðu um menn- ingarlífið? Halldór fyllist ákaf,a' í frásögn sinni, þegar komið er að þess- ari spurningu, og hefir frá mörgu að segja. Birtist fram- hald viðtalsins á Þjóðviljanum á morgun. Skóviðgerðir Sækjum — sendum. Fljót afgreiðsla. Skóvinraustofa Jens Sveirassonar Niál^götu 23, sínii 3814. ijL Ge^mlö íiio Vordraumur „MAYTIME“ Heimsfræg og gullfalleg Metro-Goldwin-Mayer söngmynd. Aðalhlutverkin í þessari miklu mynd leika og syngja uppáhaldsleikarar allra, þau Jeanette Mac Donald og Nelson Eddy. Reykholts- skóli Reykholtsskóla var slitið 13. þ. m. og sama dag var haldin sýning á handavinnu nemenda. — Skólann höfðu sótt 99 nem- endur, en 35 luku fullnaðarprófi — Stúlkur höfðu gert um 100 muni og piltar smíðað ýmsa gagnlega hluti, þ. á m. sex skrif borð. Þeir höfðu og bundið fjölda bóka. — í ræðu, sem skólastjórinn flutti við skólá- slit, benti hann á nauðsyn auk- ins verklegs náms við héraðs- skólana og talaði um væntan- legar framkvæmdir í þeim efn- um við Reykholtsskóla ánæsta skólaári, — jafnframt auknum húsakosti. — Þrír piltar úr skólanum kepptu í vetur á sund inóti íslands, og vann Eðvarð Farset frá Siglufirði þar önnur verðlaun. — Heilsufar nem- enda var agætt í vefur FÚ. Utbreiðið Þjóðviljaan Alexander Avdejenko: Eg elska ... 14 En af því að hér höfðu allir útbyggjar mannltfs- ins sest að, var staðurinn ekki framar kallaður Óþefskvosin, heldur „Úrkastskvosin“. priðji kapítuli. Nikanor gamli heldur áfram að vinna sem námu- grafari. Drauinar hans um rólega elli vilja ekki hætast, þó að þeir flögruðu að honum meðan hann var að byggja húsið sitt. En ekkert er Nikanor fjarlægara en að missa trúna á tilveruna. Hann bíður. Nikanor fær 1 rúblu og 80 kobeka fyrir hvert kölahlass, og nú á hann ýms þau þægindi, sein hann hafði ekkert af að segja fyr. Hann býj^ í sínu eigin leirhreysi og sefur í trérúmi í staðinn fyrir bálkinum. Hann er hættur að eta inorkið ket, en etur nú síld og kartöflur. Fjölskylda okkar hefir líka tekið breytingum. Elstur systkinanna er Kozjma. Hann er nú tvítugur. Ég er yngstur, eg tel ekki ennþá að skrankvosin sé skammaryrði. Okkur líður betur en öllu öðru fólki í kvosinni. Afi vinnur ennþá við kolagröft, pabbi er bjræðgj,,- maður, elsti bróðir minn snýr ásana í verksmiðjunni Varjka systir mín vinnur einnig við steypuna, nokk- urn hluta dagsins. Eg, Mitjka og Nimka söfnum járnarusli umhverfis verksmiðjuna og pabbi fær nokkra skildinga fyrir það. Okkur vantar nærri því aldrei brauð. Eg lileyp stundum með brauðbitaj í hendinni nið- ur í kvosina. Félagar horfa á mig öfundssjúkum augum. Þeir hætta að sullas't í forarrásinni, safnast saman umhverfis mig og fylgjast græðgislega eft- ir hverri hreyfingu, sem verður á munninum á mér, meðan ég maula brauðið. Eg gef þeim dálít- inn bita og svo setjumst við niður á lækjarbakkann í mesta bróðerni. Það ber aldrei við, að þeir berji mig. Það á eg afa mínum að þakka. Alt fólkiðj j kvos- inni ber virðingu fyrir afa eða öfundar hann af hreystinni. Stöðugt gengur hann jafn beind í baki, fram og aftur um kvosina. Höfuð hans ber hærra en hreys- in. Nálega allir nágrannar okkar höfðu einhvern- tírna komið til okkar í heimsókn. Þeir komu til okkar bæði ef sorgin drap að dyrum og eins til þess að taka þátt í gleði okkar, ef svo bar við. Væri barn skírt í kvosinni eða einhver sunginn til rnoldar, var afa æfinlega boðið. Hvort heldur var um skírn eða jarðarför að ræða, drukku nágrann- arnir sig jafnölvaða og þeir hlógu jafnt og grétu jafn beisklega, hvort sem skírn eða greftrun bar að garði. Og hvernig sem sakir stóðu, hafði afi huggunarorð á vörum. Þá dagana, sem kaupið var greitt, vav altaf eitt- hvert líf í tuskunum. Þá glöddust menn um hríð og gleymdu öllum sorgum þessa heiins, og jafnvel hin daglegu áflog víðsvegar um kvosina, höfðu engin áhrif til langframa á samlyndi manna. Þegar leið að dagsetri varð alt hljótt, nema hundarnir héldu áfram að gjamma, einhversstaðar niður í kvosinni. Stundum kom Garbu£ í heimsókn til okkar. Hann bað okkur aldrei um neitt, og hann kvartaði aldrei yfir neinu. Hann settist í námunda við lampann og ljósið féll á tannlausan munn hans, meðan hann lét dæluna ganga. Tennurnar höfðu áður fyr verið slegnar úr munni hans með járnkarli. Stundum tók hann blað úr vasa sínum og sagði okkur sitthvað um sjúkrasamlög og styrktarsjóði eða hann las ein- hvern fróðleik fyrir okkur. Einu sinni rétti hann pabba ’og afa prentað blað með ýmsum töluliðum. Afi hló ákaft og sagði: — Hvað ætti ég að vera að skifta mér af verka- lýðsfélögum. Ég hefi nægilegt til hnífs og skeiðar. Garbus hélt áfram að tala og ekki þykkjulaust. — En hvað ætlar þú að gera, þegar atvinnuleysi og hungur fer að sverfa að? Þér líður vel segir þú? Bull og þvættingur.. Marina hefir aldrei neitt ann- að að sjóða en kartöflur. Gættu að þér, Nikanor frændi, áður en það er um seinan. Afi varð hvorki hræddur né reiður. Hann hélt háttum sínutn í öllu og var vingjarnlegur við alla. Hann taldi jafnvel ekki eftir sér að stilla til friðar á kránni, ef hávaðinn gekk úr hófi. Gestgjafinn var líka farinn að rata til Nikanors gamla ef áílog urðu á kránni hjá honum. Nikanor var vanur að grípa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.