Þjóðviljinn - 27.04.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.04.1938, Blaðsíða 2
Kalinin, íorseíi Æðsíaráðs Sovétríkjanna tekur á móti þeim Papanin og félögum hans, Schmidt og skipshöfnunum úr björgunarleiðangrinum. jUhwniling íslenskra íopb Þingsályktunartill. borin fram af ollum fiokkum Maður hvíslaði að æskuvini sín- um. „En sú kona seni þér hefir hlotnast; hún er hölt, rangeygð og skökk“. Hinn svarar í fullum rómi: „Pú þarft ekki að hvísla, hún er líka heyrnarlaus". ** Þpfur var kærður fyrir að hafa stolið hesii, en var sýknaður af því, að ‘vitni eitt sór að það hefði séð hestinn í eigu hans þegar hann var folald. Skömmu seinnna var hann aftur kærður fyrir að hafa stolið silfur- matskeið. Pá kom fram sama vitni og sór, að það hefði séð sömu ;skeiðina í éígu hans meðan hún v.ar „Enn hvernig ætlar þú að fara að kona góð, ef þú færb hvergi eld kringum allan Jökul“? Konunnivar farið að renna í skap við þessar spurningar allar og segir: „Þá ætla ég að senda einhvern spurulan poka prest til helvítis eftir eldi handa mér“. Prestur vildi ekki meira af' svo góðu og fór leiðar sinnar. Margt dettur skáldum í hug., Rímnaskáldin bundu nafn sitt i Ijóð- á ýmsan liátt, svo oft var það- hreinasta hugarþraut að finna höf- undinn eftir þeim. Aðrir bundu nöfn manna, mörg saman i eina vísu„ jafnvel 40 eða meir. Hér er ein með 1° nöfnum eftir Gísla Konráðs- son. Er það stafhenda. Fulltrúar allra þingflokkanna bera fram í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um samningaumleifanir um af- hending íslenzkra skjala og forn gripa. Flutningsmenn tillögunnar eru þeir: Oísli Sveinsson, Sveinbjörn Högnason, Vilmund ur Jónsson, Porsteinn Briem og Einar Olgeirsson. ' Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að taka núþeg ar upp samningaumleitanir við hlutaðeigandi stjórnar- völd í Danmörku um, að af- hent verði hingað til lands öll íslenzk handrit og önnur skjöl, sem þýðingu geta haft fyrir þjóðlíf og menntalífls- lendinga, svo og íslenzkir forngripir, sem enn eru í dönskum söfnum, og þangað hafa komist á liðnum tím- um“. Það er alkunna, að á eýmd- ar og niðurlægingaröldum ís- fenzku þjóðarinnar, komst mik ið af forngripum, skjölum og handritum til annara landa. — Mestur hluti þessara gripa og bóka fór auðvitað til Danmerk ur, og hefir verið geymdur þar til þessa tíma, að svo rr' iu leyti, sem þeir hafa ekki eg glatazt. Þess má geta, ná- lega öll merkustu han< t okk- iar eru, í dönskum söfnum. Árni Magnússon, sem vann allra manna mest arð söfnun fornskjala og fornra handrita, gaf eins og kunnugt er allar eigur sínar til Háskólans í Kaupmannahöfn, er hann féll frá. Að vísu hefir mjög mikil- vægur hluti þessa safns brunn- ið, en þar eru þó geymdir enn í dag fjölmargir af dýrmætustu menjum íslenzkrar menningar Það er langt síðan að mönn- um kom saman um, að þessir gripir ættu fyrst og fremst ' heima hér á landi. Þeir væru afsprengi íslenzkrar menning- ar og snertu Dani hinsvegar lítið sem ekkert. Miðstöð ís- lenzkra fræða hlýtur fyrst og fremst að verða hér, og það er okkar verk fremur verkurn annara þjóða, að sinna menn- ingararfi forfeðra vorra. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að endurheimta þessa gripi. Skjöl þau, og önn- ur plögg, sem Árni Magnús- son hafði að láni og átti ekk- ert í, eru nú velflest komin heim aftur úr útlegðinni. Sama málj . gegnir um allmikið af forngripum, sem voru> í dönsk- um og norskum söfnurn. En þrátt fyrir það, þó ýmis- legt-hafi unnizt, eru nær allir mestu kjörgripirnir enn í út- legð. Eignarréttur Dana á mörgum gripa þessara, er hins vegar mjög vafasamur, og ætti það sízt að standa, í vegi fyrir því, að þeir skiluðu þeim af hendi. Það er metnaðarmál fyrir þjóðina, að endurheimta þessa fjársjóði sína. Þeir eru henni mikils virði og mörgum sinn- urn meiri en Dönum. Vonandi sýnir ríkisstjórnin rögg af sér í þessu máli, og mætti þá ætla, að þess yrði 2 miljónir kiiverskra her- manna ern nA inðirvopanm í síðasta ávarpi Kuom- intang-flokksins til kín- versku þjóðarinnar segir, að Kínverjar séu staðráðn ir í að sigra, því að að- eins þannig geti þeir verndað sjálfstæði sittog frelsi. Nú hafa Kínverjar 2 miijóna hermanna her, — en þar að auki geysi- legt varalið, sem verið er að æfa og áður en langt um líður verður sent á vígvöliinn. ekki nema teskeið. • • Ekkja nokkur, sem bjó undir Jökli fór að sækja eld til næsta bæjar. en eldfæri voru engin til á henn- ar bæ. Mætti hún J>á sóknarpresti, sem spyr hana, hvert hún ætli. Hún segir sem var. Spyr pá prest- ur hvernig fara muni ef eldurinn væri nú dauður þar líka? Þá fer ég til næsta bæjar, segir konan. En ef eins er nú ástatt ]>ar? segir prestur. — Nú, ég held áfram þang- að til ég fæ eldinn, segir konan. — Þessar spurningar lét prestur ganga nokkra hríð, og segir síðan: ekki mjög langt að bíða, að Árnasafn og Flateyjarbók kæniu aftur heim. Sfjórn norska verklýðsam- bandsins með Inngðngn Sovétverklýðssambands- ins fi Amsterdamsambandið Stjórn norska landsambands ins hefir nú lagt til, að full- trúafundur Amsterdamsam- bandsins, sem haldinn verður j í OsIo> í maí, taki afstöðu með inngöngu Verklýðslsambands Sovétríkjanna í Amsterdamsam bandið . i . Amsterdamsambandið, eða Alþjóðlega Fagfélaga samband ið, eins og það heitir, telur nú um 15 miljónir meðlima. Verk- lýðssamband Sovétríkjanna eitt saman telur hinsvegar tæpar 20 milj. meðlima. Það myndi því þýða geysilega eflingu sam- bandsins ,að fá Sovétfélögin með, — en hægri foringjarnir í Amsterdamsambandinu berj- ast gegn því með öllu móti og hóta jafnvel klofningi. — Verstu liægri fóringjarnir eru þeir ensku, dönsku og sænsku sem einnig eru yfirboðarar Stefáns Jóhanns-klíkunnar hér. Utbreiöið Þjóöviijann „Orlög heimsins verða útkljáð á Spáni“, fivarp i Machester Ooaidian. í ,Manchester Guardian" birtist nýlega ávarp undir fyr- irsögninni „Örlög heimsins verða útkljáð á Spáni“. Er á- varpið undirritað af ýmsum I helztu forvígismönnum friðai 1 og frelsis í Englandi. j í ávarpinu segir m. a.: ! ,,Á Spáni verður útkljáð um örlög heimsins. Ef spanska þjóðin bíður laegra hlut fyrir flugvélum, skotfærum, herskip- um og herjum einræðisherr- anna, þá er frelsi allra þjóða í hættu. Þá getum við aðeins mætt hinni yfirvofandi hættu | með veikari von og minni styrk leik. Lýðræði Evrópu, enska ríkið og ríkin hinumegin Atl- antshafsins, eiga mjög mikið undir sigri lýðræðisins á Spáni“ Ávarpinu lýkur með áskor- un til ensku þjóðarinnar um að fórna ekki réttindum sínum og gæta þeirra hagsmuna, sem öll enska þjóðin hefir af sigri lýð- ræðisins á Spáni. Skrifstofa flokksins er á Laugaveg 10. — Opin alla virka daga frá kl. 4—7 e. h. Sími 4757. Oddur, Hallur, Friðrik, Freyr* Fróði, Snjallur, Þiðrik, Geir, Áki, Kalli, Kári, Páll, Krákur, Bolli, Lárus, Njáll. ** Prestur mælti fram af stól eftir- farandi vers: Úr hölvuðum hrosshófs heiminuni herra drag nagla smá, miskunnar hamri með þínum, munu þar klaufir á. I ruslakistu á himnum oss fleygðu síðan þá hvar náðin streymir innanum Amen, Hallelújá! Vinnulöggjöfin Frh. af 1. síðu. róttækar, að með þeim yrði frv; snúið frá því að vera árás á hagsmuni verkalýðsins í aukn- ar réttarbætur. Viimundur Jónsson reyndi að afsaka framkomu sína með því, að hefðu hægri kratarnir ekki gengið að samþykkt vinnu löggjafar með Framsókn hefði framsókn og íhald sameigin- Iega samþykkt vinnulöggjöf,. sem hefði reynzt verkalýðn- um hættulegri. ísleifur Högnason sýndi fram á, í harðorðri ræðu, að þetta er lnn aumasta blekkinp-. Aftur- >V' haldsöflin hafa ekki þorað að samþykkja vinnulöggjöf hing- að til, vegna þess, að alþýðu- samtökin hafa staðið einhuga og ókiofin gegn því, og hefir þó síður en svo vantað þing- meirihluta til þess. Umræður héldu áfram kl. 2fL í nótt. Iðja. Fundur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks, samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að gera fána með nafni félagsins og bera hann í kröfugöngu verklýðs- félaganna 1. maí. Ennfremur skoraði fundurinn á alla félags- nienn að fjölmenna undir merki félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.