Þjóðviljinn - 08.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 8. maí 1938 Þ JÓ Ð V I L J I N N lllilllllllllllllllllllllillllllllllllllHIHillllllllllllllllllllKlllllllllllltllllllllltllllllllllllllllllllllllllinil Krðfnganga og fnndnr alMðnsamtakanna 1. maí. Verkamannabréf „ FramsóknarE( - menninl. Við Snæfellingar og Hnapp- dælingar erum sennilega ekki jarðvegur til menningarlegrar uppskeru, enda mun þingmaður okkar litlu hafa sáð í þá átt. Væri það vafalaust hættulegt hans pólitíska fylgi. Ég lifi í þeirri trú, a,ð við eigum eftir að verða upplýstir menn, ef einhver vildi uppfræða. Stofnun, verka- lýðsfélags Hnappdælinga bendir ótvírætt í þá átt, að til séu á- hugamenn innan kjördæmisins. Á það fél. miklar þakkir skilið fyrir starf sitt og sigra á uta,n- að komandi kúgun, og sér í lag'i ef tekið er tillit til þess jarðvegs, s.em það er bygt, á, þar sem meiri hluti manna lætur -sér sæma að naga bök meðbræðra sinna og grafa þannig burtu ör- uggasta hornsteininn undan heilbrigðu félagslífi. Orðum mfl'num til sönnunar um menningarlega kyrstöðu vil ég taka syðsta hrepp sýslunnar, þar sem er þó talinn. mikill hluti hrepps.búa framsóknarmenn. Par keppast menn við að koma kennara og- prófdómara i skóla- nefnd, sem dæma skulu sjálfir gerðir sínar., 1 forðagæslunefnd þeir heytæpustu, margra ára út- svör send til Kreppulánasjóðs, og ef félög eru stofnuð, sem rneira eru en nafnið, eru þau vægðarlaust rifin niður ef hægt er, en séu þau aðeins nafnið tómt, njóta þau samúðar meiri hlutans. , Nokkrir unglingar, sem rekið ha,fa augun í að ekki væri alt eins og það þyrfti að vera, skor- uðu á hreppinn til sameiginlegra átaka við samkomuhússbygg- ingu, sem væri þá um leið heimavistarskóli. Því var neitað, og er þó ekki í hreppnum skóli né samkomuhús. Aðal skemti- húsið er viðbjóðslegt sláturhús, sem' ekki er þó eign hreppsins, heldur »prívat,«manna. Þrátt fyrir félagslegan vanþroska hér, íinst, mér það ekki aðalatriðiö, að svo skuli vera, heldur hitt, að þar sem íhaldsöflin, hverju nafni sem þau r.efnast, eiga at- kvæðamagnið, er menningarkyr staða mest. Verkalýður og æska. Athugaðu rétt þinn og hvern þátt þú getur átt í uppbyggingu héraðs þins og menningar. IinappdæUngur. Klnkkae ð torgino. Eins og bæjarbúar vita, stendur klúkka ein mikil á miðju Lækjartorgi, með fjórum »skíf- um«, svo vegfarehrdur geta séð á hana úr öllum áttum. Það er edtfc einkennandi fyrir klukku þessa og það er, aö ör- sjaldan vísar hún eins 4 öllum Útvarpið í dag: 9.45 Morguntónleikar: Tón- verk eftir Elgar og Delius, plötur. 10.40 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 13.00 íslenzkukennsla, 3. fl. 14.00 Messa' í Fríkirkjunni, séra Árni Sigurðsson. 15.30 Miðdegistónleikar frá Hótel ísland. j 17.40 Útvarp til útlanda 24.52 m. 18.30 Barnatími. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Létt klass- ísk lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Hvaðan — hvert?, II, séra Björn Magnússon. 20.40 Hljómplötur: Lög eftir Chopin og Debussy. 21.05 Upplestur: Sögukafli Guðm. Daníelsson rithöf. 21.30 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. skífupum. Það munar oft þetta frá einum og alt að firnm tím- um á þeim. Hvernig stendur á þessu? Hverjir eiga að »trekkja klukk- una upp«? Það er nú svo að sjá, sem þetta sé rafmagnsklukka, en það afsakar ekki skekkjuna. Mér finst lítil bæjarprýði að þessari klukku í svona ástandi, og vil ég mælast fastlega til þess við þá, sem hafa yfir' klukkunni að segja, að þedr láti kippa þessu hið allra fyrsta í lag með því að láta gera við hana. iniiiiiniiiiiimíiifiiiiiiinmiii’ntifniiiniiiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiií í verstöð einni á Vesturlandi er fiskimið eitt sem heitir Skandadalur, en er oft í daglegu tali nefndur Skandi. 1 verinu voru meðal annara tveir formenn, hét annar Páll en hinn Gísli, og þótti Gísli allvel hagorður, og stundum meinkvæðinn. Einu sinni sem oftar voru allir bátar á sjó og sér Gísli að Páll er byrjaður að fiska á Skanda og segir: Skakar Páll á Skandanum, skyld’ann vera státinn; fær hann drátt frá fjandanum fullstóran á bátinn. ** Á þeim tima þegar Reyicjavik var ,,þorp róðrarmanna” voru viðskifti mikil milli Reykvíkinga og sveita- manna eins og enn er. — Sveita- menn keyftu mikið af grásleppu til sláttarins og voru sólgnir mjög eftir henni; stundum riðu þeir undan lest- inni til þess að ná í grásleppuna áður en hún seldist upp. Eitt sinn sem oft- ar kemur austanmaður fram á Sel- tjarnarnes að nóttu til, fer upp á gluggann og kallar: ,,Hér sé guð! Er grásleppan heima, fæst húsbóndinn keyftur uppá eina meri fyrir ull, smjör, skinn, sýru, tólg eða peninga, eða svik seinna ? “ Svo óðamála varð maðurinn af hræðslu við að verða af gráslepp- unni. ** Prestur var að prédika á Hvíta- sunnudag og segir meðal annars: ,,Alt sækir að mér, elskulegu guðs böm! örninn, hrafninn og helvítis kjóinn.” Sami prestur í stólræðu: Hörmulegt er að vita, að fala vinnu- kyndur, þær una eigi við annað en skyr og rjóma, ekki til að bjóða þeim grasagrautinn úr tærasta vatninu. En sú kemur tíð að það fær skít, já, það fær aldeilis ekki skít. — — 1 annari ræðu: „Höngum vér! höngum vér eins og skeifa undir afgömlum húðarklár. Tak þinn himneska nagl- bit og drag oss úr þeirri fúlu veröldu og kasta oss í þina himnesku skrifla- kistu, hvar að vSra, mun eilíf sæla.“ Amen. ** Séra G. byrjaði oft hjónavígslur sínar með ýmsum orðskviðum eða málsháttum og lagði svo út af þeim. Eitt sinn gifti hann hjón og var brúð- urin ekkja og nokkuð við aldur. Valdi prestur þá að prédikunarefni þennan málshátt: „Gamlir skór falla bezt að fæti“, og mæltist príðilega. Þegar prestur var orðinn gamall maður giftist ein af dætrum hans manni sem lengi hafði verið vinnu- maður hjá honum, og var dóttirin orðin áberandi vanfær, en ekki var klerkur sérlega ánægður með ráða- haginn. Við hjónavígsluna valdi prestur málsháttinn. „Hæfir skörð- ótt skel, skítugum kjafti.” Öll var vígsluræðan eftir þessu. ** Eitt sinn í mikilli óþurkatíð er fólk var saman komið við messu- gjörð, barst talið að tíðarfarinu. Ósk- aði söfnuðurinn eftir að prestur tæki óþurkinp til bænar af stólnum og bæði betri tíðar. Prestur var skáld- mæltur og endaði bænina með þessu versi: Mörg vill á dálpa mæðan ströng- minn guð, þú hjálpa hlýtur; atvinna fólks og aflaföng ætlar að verða skítur. 15.00 Veðurfreinir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20.15 Um daginn og veginn. 20.40 Einsöngur, Gunnar Páls- son, 21.05 Útvarpshljómsveitin leik- ur alþýðulög. 21.30 Hljómplötur: Nýtízku stofutónlist: Kvartett í F-dúr eftir Ravel. Fornar dyggðir verða sýndair í .dag kl. 2. Að- eins örfáar sýningar munu nú] vera eftir, og því hver síðastur að sjá þessa skemsmtilegu re- výu. uuuuuuuuuuuu Tónlistaskólinn Nemenda- hljómleikar. í Gamla Bíó í dag, 8. maf, kL 3 e. h. Aðgöngumiðar seldir í dag í Gamla Bíó eftir kl. 1. Frá Langarnesskólannin. Sýning á skólavinnu barna í Laugarnesskólanum verður opire í dag (sunnudaginn 8. maí) frá klukkan 1—8 e. hád. Börn í efri bekkjum sæki handavinnu og vinnubækur sín ar mánudaginn 9. maí kl. 2 e. hád. Kennsla hefst aftur í 6 neðri bekkjum skólans miðviku- daginn 11. maí. Þann dag mæti til kennslu öll börn í skólahverfinu, fædd 1931, kl. 1 e. hád., og einnig öll önnur börn skólaskyld sem ekki hafa mætt til prófs í í skólanum) í vor. SKÓLASTJÓRINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.