Þjóðviljinn - 08.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR SUNNUDAGINN 8. MAI 1938 105. TÖLUBLAÐ Hötmælafaodar oega vinnalöggjðt OQ atvinnnleysi verðar haldion i X. R- húsinu Driöindaginn 10. maí Nánar anglýst fierðardómnrinn ekki fallskipaðar fyr eo a moroao Hákon Guðmundsson, hæsta- réttarritari hefir verið skipað- ur formaður gerðardómsins' í stýrimannadeilunni. Skýrði hann blaðinu svo frá í gærkvöldi, að þess væri tæp- lega að vænta, að dómurinn kæmi saman fyrr en á þriðju- dag. Auk formanns er búið að til- nefna fjóra menn í dóminn, en af þeim eiga aðiljar að ryðja einum hvor og tilnefna menn í staðínn, og hafa þeir frest til þess þar til síðdegis á morgun. Öflng sökn Kinverja ð Lnnghal-vigstöðvnnnm. Japamir eiga örðngt með að draga lið tii vígstöðvanna vegna illviðra. LONDON í OÆRKV. FÚ. WT ÍNVEKJAR segjast haía sótt fram 48 kílómetra ^^ vegar norður á bóginn frá Lung-hai járnbraut- mílum fvrir vestan Tientsin-Pukow mni um 200 járnbrautina. — í Shantung eru nú miklar rigningar og eru Kín- verjar að bíða eftir því að vegir verði svo slæmir vegna rigninganna, að Japanir muni ekki geta flutt aukalið eða hergögn á vígstöðvarnar og ætla Kínverj- ar þá að gera árás á austur-Lunghai-vígstöðvunum. Japanir segjast hafa unnið á í grend við Nai-chow. í frétt frá Peiping segir að japanskar flugvélar hafi rekið hernaðarflokka Kínverja í grennd við borg- ina á flótta. Utanríkismálaráðh. Japana, Hirota, flutti í dag ræðu fyrir japönskum fylkisstjórnuum þar sem hann sagði meðal annars, að Japanir sæktust eftir nánari samvinnu við Þjóðverja og Itali og að stjórnin væri að reyna að semja við Breta um ágreinings- mál þeirra í Kína. Hann sagði aðjapanska stjórnin hefðí dreg- Osannindi Alþýðnnlaðs* ins hrakin. Það mætti æra óstöðugan að leiðrétta ósannindi Alþýðublaðs- ins, en ég ætla þó ekki að láta hin blygðunarlausu ósannindi „áheyrenda" í Alþýðublaðinu í gær ómótmælt standa. Það virð- ist svo, að þegar ritstjórum blaðsins finst bulluskapurinn í pví, sem þeir skrifa keyra fram úr hófi, þá þora þeir ekki að kannast við greinarnar sjálfir, heldur reyna að klína óþverran- um í þeim á nafnlausa flokks- menn þeirra. Hvert orð, sem eftir mér er haft í þessari Alþýðublaðsgrein, er ósatt. Strax og ég heyrði um gerð- ardómsfrumvarpið, um 3-leytið, :f ór ég og talaði við nokkra stýri- menn um málið. Allir féllust þeir á að þeir hefðu eins verið með öðruvísi lausn málsins, þegar ég sýndi þeim fram á hve slæmt betta væri f yrir verkalýðshreyf- inguna. Það er vitanlegt að pað <eru eingöngu ráðunautar stýri- manna^ sem eiga sök á því að þetta form var yalið. — Og það, saem ég talaði við stýrimenn upp í þinginu, var um hver vandræði það hefði skapað að þeir óskuðu eftir gerðardómnum og þegar einhver spurði mig að hvort þetta færi ekki í gegn, þá sagði ég honum að það myndi fljúga í gegn, því allir flokkar, nema við kommúnistarnir og Héðinn væru með því og við myndum hins vegar ekki tef ja það með löngum ræðum. Læt ég svo útrætt um þessa grein Alþýðublaðsins, sem hefir þau höfuðeinkenni að vera enn heimskulegri en hvað hún er illgjörn. E. O. Málaraverkfallið Samningaumleitanir fóru fram í gær og í fyrradag, en án nokkurs endanlegs árang-: urs. Samningaumleitanir munu halda áfram. Samtök sveinanna í deilunní eru tnjög góð. ið athygli frönsku stjórnarinnar að því að Kínver jar notuðu mik- ið af frönskum hergögnum. Annars væri megnið af hergögn- um Kínverja frá Rússlandi, sagði hann. Stjórnin í Manchukuo hefir sent stjórn Sovét-Rússlands harðorð mótvæli vegna þess sem hún kallar yfirgang rússneskra landamærasveita og segir að herinn í Manchukuo muni ekki láta slíkan yfirgang eiga sér lengur stað. Aðvðrnn til lýð- ræðispjóðanna. LONDON I OÆRKV. FÚ. IRÆÐU sem Anthony Eden, fyrverandi utanrikismála- ráðherra, flutti í gærkvöldi, sagði hann m. a. að almenning- ur í lýðræðislöndunum yrði að vakna og sýna áhuga fyrir stjórnarfarinu, engu minni en almenningur í einræðisríkjunum sýndi fyrir því stjórnarfari sem þar ríkti, ef lýðræðisfyrirkomu- lagið ætti ekki að líða undir lok. Eins og sakir standa, sagði Eden, flýtur almenningur í lýð- ræðisríkjunum sofandi að feigð- arósi. Eden kvaðst ekki hafa skift um skoðanir, viðvíkjandi afstöðu þeirri, sem Bretar hef ðu átt að taka til Italíu, með til- hti til Spánarmálanna. I ræðu sem Cordell Hull, utan- ríkismálaráðherra Bandaríkj- anna flutti í gærkvöldi, svaraði haUn aðdróttunum sem komið hafa fram í ýmsum amerískum blöðum, um að utanríkismála- ráðuneytið væri hlynt fasistum. Sagði ráðherrann, að engin rök yrðu að þessu færð, enda væri það hin mesta f jarstæða. 25 anra „tollur" á farseðlnm milli Reykjavíknr oo Haf narfjarðar Erlendur Þorsteinsson talar á móti frum- varpinu en greiðir atkvæði með því. PRUMVARP Bjarna Snæ- björnssonar, um að Hafn- arf jarðarbæ verði leyft að Ieggja alt að 25 aura aukagjald á farseðla með bifreiðum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar var til annarar umræðu í efri deild í gær. Frumvarp þetta er eins og áður hefir verið skýrt frá bor- ið fram til þess að bæta bæjár- sjóði Hafnarfjarðar tekjumissi þann er verða kynni af útsvars- frelsi togaraútgerðarinnar. Var frumvarpið samþykt til þriðju umræðu með öllum at- kvæðum gegn atkvæðum Bryn- jólfs Bjarnasonar og Páls Zophoníassonar. Erlendur Þorsteinsson lýsti því yfir, væntanlega fyrir hönd „Skjaldborgarinnar", að hann væri á móti slíkum aðgerðum. Þó greiddi hann frumvarpinu atkvæði sitt. „Skjaldborgin" er á móti auknum tollum en greiðir þó æfinlega atkvæði með þeim. Hún er á móti lögþvinguðum gerðar- dómum í vinnudeilum, en biður þó um hann og greiðir honum atkvæði sitt. „Skjaldborgin" er á móti aukaskatti á fargjöldum milli Reykjavikur qg Hafnar- i'jarðar en greiðir snml atkvæði með honum. Koch kominn til Spitsbergen. Næst flýgur hann í leit að ópcktu cyjun- um í Grænlandshaíi Dr. Lauge Koc er nú kom- inn til Kings Bay á Spitzbergen. Þar liggur Qustav Holm, sem er móðurskip fyrir flugleiðang ur hans til hinna óþekktu eyja, fyrir norðan Orænland. Veður er heldur slæmt í Kings Bay í dag, og býst dr. Lauge Koch við að liggja þar um kyrrt þar til honum gefur að fljúga hina 2000 km. leið til hinna óþekktu eyja. (-FÚ. í gær) Is á sigl* ingalelðnin Að tilhlutun forsætisráðherra flaug flugvélin Örn frá Akur- eyri kl. 6 í morgun norður í höf til þess %ð rannsaka ísa- lög úti fyrir Norðurlandi — en áður hafði orðið vart við ísa á þeim slóðum. Skyldi rannsókn in einkum beinast að því hve miklá víðáttu ísbreiðurnar myndu hafa og hvort þær væru á siglingaleiðum eða, í nánd við þær — svo óg hvort borgarís væri á reki. — Stefán Jónsson skijpstjóri var með í förinni. — Hann skýrir fréttaritara út- varpsins á Akureyri þannig frá: Um 15 kílómetra út af Siglu- firði tekur við ísaspöng, sem liggur austur og fram vestan Grímseyjar. Flugvélin flaug um 180 kílómetra undan landi og var þaðan íslaust að sjá í norð- vestri, en í norðaustri sást ekki út yfir ísinn. Á Húnaflóa er önnur spöng á siglingaleið frá Horni að Skaga, en auður sjór norðan við þá spöng. Frá Húsavík er símað í4'dáff:' Hafíshroði kom í gær inn í Skjálfandaflóa á móts við Tjör- nes, en virðist heldur hafa fjar- lægst í dag. Pó sýnist nú vera allmikill ís út af Tjörnesi. Ein- stakir jakar eru á reki inn í flóa. — AHir bátar eru á sjó í dag. Afli hefir verið fremur góður undanfarið. (FO.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.