Þjóðviljinn - 13.05.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.05.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR 109. TÖLUBLAÐ Þinglausnir í gær» Hneykslanleg ræða Har&lds Gaomundssonar ÞINGINU var slitið kl. 6 ígær. Flutti Haraldur Guðmunds stutta ræðu, þar sem hanngaf yfirlit yfir störf þingsins, en brá að því leyti út af venju fyrri forseta, sem haft hafa ræð una óhlutdræga frásögn, að haim notaði ræðuna til áróðurs; fyrir vinnulöggjöfina og gerði með þessari framkomu sinni og blekkingum þeim, er hann flutti, lokaræðu þingsins að hneyksli. Hafa forseta þessum< síst farnast forsetastörf vel og var þó verstur endirinn. ' ¦, Yfirlit yfir stðrf Alþingis Alþingi stóð að þessu sinni í 87 daga eða frá 15. febrúar til 12. maí. AIls voru haldnir 186 þing- fundir: þar af 31 í sameinuðu þingi, 76 í neðri deild og 79 J efri deld. Fyrir þinginu lágu alls 103 lagafrumvörp, þar af 8 frá stjórninni og 95 frá einstökum þingmönnum. Af stjórnarfrum- vörpunum voru þrjú borinfram í sameinuðu þinga, 2 í efri deild «g 3 í neðri deild. Af þing- mannafrumvörpunum voru 72 í meðri deild, en 23 í efri deild. Þingið ¦samþ'ykti 60 lög, þar ,-af stjórnaTfrumvörpin öll 8 að tölu og atik þ'ess 52 þingmannaj frumvörp. 1 frumvarp var felt og einu vísað frá með rök- studdri dagskrá. 41 þingmanna frumvarp var ekkí útrætt. Fyrir pingínu lágu 33 þings- ályktunartillögur, 4 í neðri deild 8 í efri deild og 21 í sam'ein- luðu þingi. Af þeim voru 13 af- greiddar til stjórnarinnar, 1 feld, 4 vísað til stjórnarinnar, 15 óútræddar. Fjórar fyrirspurnir komu fram, 1 í tneðri deild og 3 í efri deild og var aðeins einni þeirra svarað. Alls tók þingið þannig til með íerðar 140 mál. SUftiDD bltliagaana kosnfngar i nefndir 2 menn voru kosnir í dansk- íslensku ráðgjafanefndina. Ste- fán Jóh. Stefánsson í stað Jóns Baldvinssonar, en Gísli Sveins- son í stað Ólafs Thors, sem lét af störfum. Yfirskoðunarmenn landsreikn inga voru kosnir Sigurjón Ól- afsson, Jón Pálmason og Jör-1 undur Brynjólfsson. í orðunefnd voru settir Magn ús Sigurðsson og ólafur Thors. í Þingvallanefnd var Harald- ur Guðmundsson kosinn í stað Jóns Baldvinssonar. í stjóm byggingarsjóðs voru kosnir: Stefán Jóh. Stefánsson, Guðlaugur Rósenkrans, Jakob, Möller, og Jóh. Ólafsson, og endurskoðendur: Ágúst Jóseps- son og Bjarni Benediktsson. í 5 manna milliþinganefnd til að rannsaka hag og rekstur tog- araútgerðarinnar voru kosnir Skúli Guðm., Bergur Jónsson, Har. Guðm., Kjartan Thors og Sigurður Kristjánsson. Sem varamenn í stjórn síld- arverksmiðja ríkisins vorukosn ir: Einar Árnason, Bernhardi Stefánsson, Erlendur Þorsteins- son, Öli Hartevig og Elías Þor- steinsson. í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Framh. a'l 2. síðu. DrlCg Abesslnín ákveðln. Þjóðabandalaginii ber engin skylda tll þess að neita Italin nm viðnrkenningn á yiirráðnm í Abessinín - segir Haliiaz A að leyfa að alþjóðalög séu brotin eða Maður tapar150 krónum Hann heldur að tvær stúlkur hafi rænt sig. Haile Selassie í 'hópi samstarfsmanna sinna. LONDON I GÆRKVELDI. (F. €.) mVEIR FUNDIR hafa verið haldnir í Þjóða- bandalagsráðinu í dag og rætt um Abessiníu- málið á þeim báðum. Abessiníukeisari var viðstaddur, en flutti ekki ræðuna sjálfur, heldur var ræða hans lesin af einum abessinska fulltrúanum. Halifax lávarður, utanríkismálaráðherra Breta, var fyrsti ræðumaður. Sagði hann, að það hefði valdið nokkrum óþægindum, að sumar ríkisstjórnir hefðu viðurkent yfirráðarétt Itala í Abessiníu, en aðrar ekki. Kvaðst hann álíta, að meðlimum Þjóðabanda- lagsins bæri engin skylda til þess, að synja Italíu um viðurkenningu á yfirráðarétti í Abessiníu, þar til Þjóðabandalagið hefði komist að einróma niðurstöðu um málið. Síðan í júlí 1936, að Þjóðabandalagið samþykti ályktun sína um Abessiníumálið, sagði Halifax lávarð- ur að afstaðan hefði mikið breyst. ítalska stjórniri hefði nú raunverulega alt landið á valdi sér. Margar stjórnir hefðu látið í ljósi óánægju sína með það, að yfirráðaréttur ítalíu hefði verið viðurkendur. Vegna þess að þar með hefði verið brotin siðferðileg grund- vallarregla. I fyrrakvöld voru teknar 150 krónur iaf aðkomumanni á gistihúsinu Hverfisgötu 32, hér í bænum. Hafði maðurinn herbergi í gistihúsinu, og var að koma heim. Var þá hópur fólks þar í forstofuherbergi, alls ömanns, og komu tvær stúlkur á móti honum og báðu um „snaps" Kvaðst hann ekkert áfengihafa og mættu stulkurnar leita á sér. Fór þá önnur stúlknanna niður í vasa hans, tók veski hans, og úr því seðla. Lenti í stymping- um út af þessu og fuku seðlarn ir um forstofuna. Kom þá mað- ur að, og hjálpaði hann til að tína saman seðlana. Var maðurinn, er peningana átti, góða stund inni hjá fólk- inu eftir þetta, en er hann var út kominn, taldi hann peninga sína og saknaði þá þriggja 50 kr. seðla. Er málið í rannsókn. Friðnrinn 09 hngsjónir Þiéða bandalagsins andstæðar Halifax lávarður sagðist enn- fremur hafa fylstu samúð með þessum hugsunarhætti, en hann gæti ekki algerlega fallist á rétt^ mæti hans. Það, sem hér værí um að ræða, væri árekstur milli tveggja hugsjóna, annarsvegar þeirrar hugsjónar, sem Þjóða- bandalagið berðist fyrir og fólg- in væri í sáttmála þess. Hins- vegar væri hugsjón friðarins og nú væri það aðeins stjórnmála- legt vandamál, sem leysa yrði úr hvort friðinum væri betur borgið með því að viðurkenna yfirráðarétt ítala heldur en með því að standa óbeygjanlega fast á grundvelli Þjóðabandalagsins. ^Með þessu kvaðst hann engan veginn vilja afsaka þær aðferð- ir, sem ítalía hefði beitt, né heldur í neinu falla frá grund- vallarhugsjón Þjóðabandalags- ins og loks vildi hann ekki með þéssum orðum gefa það á neinn hátt í skyn, að ekki væri rétt- ara að leysa deilumál milli þjóða til lykta með friðsamleg- um aðferðum fremur en með valdi. áaðkomaíveg fyrir pað? Ræða Haile Selassie LONDONI GÆRKV. F.tí. Mö KÆBU Halifax ^^ lokinni var lesin ræða Haile Selassie Abes- siníukeisara og var meg- in inntak hennar á þessa leið: Það er ekki rétt, að hér sé um árekstur milli tveggja hugsjóna að ræða, heldur er um það að ræða, hvað gera skuli þegar um aðeins tvo kosti illa er að velja. — Með öðrum orð- um, hvort öruggara sé vegna framtíðarinnar að leyfa það að alþjóða lög séu brotin eða að koma í veg fyrir það. Haile Selassie kvaðst harma það, að standa í mótstöðu við brezku stjórnina í þessu máli, því að fyrir henni bæri hann mestu virðingu og nyti gistivináttu hennar. Framh. á 4i síðu. Voa did samninga f mðlaraverkfallian i dag Verkfall málarasveina heldur en áfram. ( Fundur var haldinn í gær- kveldi milli samninganefnda s,veina og meistara. Bar ekkí margt á milli, þð að samkomu- iag næðist ekki. Gerðu sveinar meisturum tilboð um lausn m»1Is ins og gáfu rneisturum frest til (hádejgisj í dag og munu þeir þáí Jfaka upp vinnu ef samkómu- Iag næst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.