Þjóðviljinn - 22.05.1938, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1938, Síða 2
Sunnudaginn 22. maí 1938. P JOÐVILJINN ,Það er kominn dagur* Leikrit í þrem þátium eftir Kart Schliiíer. I aðalhlutverkunum: Poul Reumert og Anna Borg. Or leikritinu „það er kominn dagur“: Poul Þorsteinn Ö. Stephensen, Emilía Borg, Anna Bor{; Reumert, Frumsýningin á „Það er kom inn dagur", var viðburður, sem maður býr, að. Hugnæmt leikrit og frábær meðferð gestanna, Önnu Borg og Paul Reumert. Petta danska leikrit fjallar um mjögumdeilt efni: hvort teyfi- legt sé, að stytta mannlegri veru aldur, þegar um er að ræðastór kostlegan vanskapnað eða ör- kuml, er mundi gera lífið að samfeldri þjáningu. Petta vanda mál, sem grípur inn að kjarn- anum í lífsskoðun manna, er að vísu leyst í höfuðatriðunum frá sjónarmiði skynseminnar, en þjóðfélagslega er það óleyst enn Höfundurinn teflir fram hinum ævagömlu erfðakenningum gegn skynseminni, og hefirval- ið þá leiðina, að láta þessar rótgrónu erfðir sigra hina upp- lýstu skynsemi að lokum — og þannig skaþast harmleikurinn. Ruhne yfirlæknir (Poul Reum- crt) og kona hans, Hetga (Anna Borg), hafa eignazt vanskap- að barn. Læknirinn óttast um Síf konu sinnar og þorir ekki að segja henni sannleikann. Hann deyðir barn þeirra, en fær konunni annað barn, sem hún heldur að sé hennar eigið. Hún . iekur miklu ástfóstri við það og ■ekur mjög nærri sér er það deyr tveggja ára gamalt. Lækn- irinn er sannfærður um, aðhann iiafi gert hið eina rétta og á grundvelli þeirrar sannfæringar styttir hann jafnvel örkumla sjúklingum aldur. Þrátt fyrir. Dað er hann ekki samur maður. öljóst ,,samvizkubit“ kvelur 'rann nótt og dag, svo að hon :m liggur við sturlun. Loks á hann ekki annars úrkostar, en ið segja konu sinni leyndarmál- Lð, og að áeggjan hennar ganga bau svo bæði út í frjálsan c'auða. Leikritið er listrænt og auðugt að blæbrigðum. Efnið kahn að virðast óað- laðandi, en meðferð Reumerís- hjónanna á höfuðpersónunum er með þeim ágætum, að áhorfand inn hlýtur að vera hugfanginn ir á byrjun til enda. Pað, sem einkum vekur efíirtekt í leik þeirra, er hinn óskeikuli og djúpi mannlegleiki í einfaldri og látlausri framsetningu. Hér eru engar óþarfar, sálarlausar maríónettukúnstir, heldur brenn andi inura líf, sem mótar hinn ytri persónuleika líkt og af sjálfu sér. Þetta er galdur lisf.ar- lenzku og gert henni sömu skil, og kannske liggur líka einhver þjóðarmetnaður í þeirri csk, en ef til vil! hefði það eitthvað raskað samleik þeirra hjónanna. Önnur hlutverk eru ílest smá. Af þeim er stærst prófessor Sparre (Haraldur Björnsson) harðnaður, gamansamur karl, er hefir það hlutverk að bregða léttari svip yfir stykkið, — og dr. med. Holdsted, sem Þorsteinn Ö Stephensen leikur einkar laglega Frá höfundarins hendi er það smábrotin persóna, en mætti þó vera lítið eitt snarpari. Pessar gestasýningar Reum- ertshjón’anna eru einstætt tæki- færi fyrir bæjarbúa til að njóta fyrsta flokks leiklistar, og læra að meta gildi þessarar fögru listar. Pví miður er sá skilning ur takmarkaður hjá okkur enn þá. Pað kemur yfir mann eins og kalt vatn, |jegar áhorfendurn ir fara að skellihlæja í miðjum harmleik, ef fellur gamansöm setning. Að endingu ber að þakka gestunum þá ræktarsemi að koma hingað og leika og þann áhuga, er þau sýna fyrir ís- lenskri leiklist með því að verja ágóðanum af svningunum -flk eflingar Þjóðleikhúsinu. Er þess að vænta, að bæjar- búar láti ekkert sæti autt ^ þessum sýningum. n. & Anna Borg og Haraldur Björnsson. innar. Hlutverk Poul Reumerí er einkum vandasamt. Læknir- inn er að öðrum þræði sálsjúk- ur og að öðrum þræði heilbrigð ur. Þessa tvo þætíi tvinnar Reu- mert saman á rneistaralegan hátt. Leikur Önnu Borg er þó ekki síður heillandi. Hin þrótt- miklu snöggu geðbrigði, hin sterka sálræna túlkun, samfara kvenlegum yndisþokka vek'a ó- blandna aðdáun. Þegar maður heyrir hina óvenjufögnj dönsku frúarinnar, verour manni að óska, að hún hefði talað ís- Næturlæknir í nótt er Eyþór Gunnarsson, Laugavegi 98, sími 2111. Sunnu dagslæknir í dag er Björgvin Finnsson, Vesturg. 41, sími 3970 Les'ð auglýsingu Mæörastyrksnefnd arinnar uni skemtanir í bíóun- um og Oddfellowhúsinu. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Friðbjörg Eyjólfsdóttir og Edvard Árna- son símaverkfræðingur. Aðkomumaður: Er hann pabbi þinn heima? S nurinn 7 ára: Nei, hann er niðri í stíu hjá svínúnum, en hann er auð- þektur, því hann hefur kaskeyti á höfðinu. ** Gísli Ásmundsson Dalaskáld var uppi á sama tíma og séra Jón Hjaltalín, sem einnnig var ágætt skáld talinn. Einu sinni, er inargt fólk var við kirkju, vildi það til um messuna, að kona ,sem Hall- dóra hét ,tekur sæti, að bekkurinn brotnaði, svo að Halldóra féll á kirkjugólfið. p>á orkti Gísli um mess Þegar Halldóra bekkin braut bomsa náði í hénni, gyðjan ofan á gólfið hraut, glöggt þann atburð ég kenni, Salvör í Króki (eða krókbekk) sat þar hjá, sú varð bereygð í framan, en Halldóra litum bústin brá og bý-skældist hreint öll saman. Það þótti þegnum gaman. Þegar Hjaltalín prestur lieyrði kveðskap Gísla, orkti hann: Þegar Gísli guðs boðorð braut um blessaðar messustundir,. hbnum í liuga skollinn skaut að skálda, prédikun undir 1 hjartans króki eflaust hans andar sjö bjuggu saman, skömm og foraktan skaparans skældu hans sál í framan. Fjandanum fannst það gaman. • • í lia.ttabúðinui. —: Sjáið þér til, kæra. frú, þsssi hattur gerir yður tíu árurn yngri. — Það eru nú dálftið vafasöm með- mæli. Ég verð þá, efti.r því eð dæma, tíu árum eldri, þegar ég tek hattinn af mér. Nanna Egilsdóttir heidnr söna- skemtnn í Gamla Bíó á miðv.dagtnn Hún er nýkomin heim frá námí í söng og hörpuleik í Hamborg^ Það er altaf nokkur viðburður í hinu fábreytta hljómlistarlífi bæjarins, þegar nýir kraftar bætast í hópinn eða.. hafa sótl nám og frama til þeirra þjóða, ,sme, standa okkur -marg-falt framar í þeim efnum.. Slíkum nýliðum, f.ylgir albaf hressancli blær, erí við þá eru tengda.r nýj- ar vonir. Á miðvikudaginn kemur efnir frú Nanna Egilsdóttir til söng-. skemtunar í Gamla Bíó. Nanna er að vísu ekki nýliði, þó að hún sé ung að árum, því að fy-riir nokkru gafst, bæjarbúum kost- ur á að heyra hörpuleik hennar. Fr.ú Nanna, Egilsdóttir hetir nú dvalið um hálfs annars árs skeið i Hamborg og íagt stund á söng og hörpu’.eik. Sótti hún nám hjá eirumi af þekt.ustu söngkennurr n borgarinnar, er Martha T ohlmann Tiim'mler heitir. Var hún áður við óper- una í Hamborg og söng um tíma á móti ýmsum af írægustu snillingum Evrópu, svo s.em Caruso og Schumann Heinck. Pess má geta til gamans, að Martha, Pohlmann Tumm/er lærði hjá íslenska óperusingv- aranum, Ara Jónssyni, er uin aldamótin var í hópi hinna þeiít- ustu söngmanna Evrópu. Dvaldi hann langdvölumi í Hamborg, en siöng víðsvegar um Evrópu, svo sem' í London, París og Ber- lín. 25. apríl, eða rétt áður en Nanna lagði af st.að heimleiöis, söng hún opinberlegp, í Hamborg og var söng hennar prýðilega Nanna Egilsdóttir tekið í þýskum blöðum. Hefir Þjóðviljinn átb þess kost að sjá nokkur af ummælum þessum,. og eru þau mjög á einn veg og' , hinni ungu söngkonu tit sóma. Eins og áður er sagt, efn'r xNanna. til s'ingskemtunar í Gamla Bíó á m.ióvikudaginn kemur. Á söngskránni verða ítölsk, íslensk, þýsk og rú:-,snesk lög. Við hljófærið vcrður Emil Thorodc’sen, en maður Nönnu,., Þórhallur Árnason le kur á selló ásamt Höskuldi Þórhallssýni. Að þessu sinni mun Nanna ekki leika á hörpuna, heldur aðeins syngja. Dvöl frú Nönnu veröur að þc,ssu sinni verður mjög' skömrn hér í bænum, því að hún og mað- ur hennar eru ráðln af útvarp- inu í Harnborg til þess að ílytja þar íslenska hljómleika s'ðari hluta sumarsins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.