Þjóðviljinn - 31.05.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 31.05.1938, Blaðsíða 3
Þ JOÐVILJINN Þriðjudaginn 31. maí 1938. tMÓðVlUIIIH Málgagn Kommúniataflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjóm: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Slmi 2864. Rafmagnsverðið og rafmagnstaxtar íhaldsins, Á einum. aíðasta bæjarstjórn- arfundi varð allsnörp rimma um sumarverð á rafmagninu til ijósa. Fulltrúar kommúnista lögðu fram tillögu um- að lækka verðið úr 40 aurum kilowatt stundina niður í 10 aura um björtustu mánuði ársins. Ihald- ið lagðist fast á móti þessari til- lögu og það af tvennumi ástæð- um, að því er mér hefir skilist. I fyrsta lagi af því, að bærinn (rafmagnsveitan) tapaði alt of miklu fé á því. I öð,ru lagi væri það tjón fyrir rafmagnsneytend- ur, þeir gætu koimist að miklu betri kjörum með því, að semja um taxta við rafmiagnsstjóra! Kafpiagnssitjóri virðist hafa þetta alveg í hendi. sér, hverjum hann leyfir að velja sér 10 aura gjald og þaðan af minna og hverjum sttraffað er með 40 aura gjaldi. Syndaselirnir verða í þessu tilfelli alveg sérstaklega þeir, semi ekki hafa táma eða tækifæri að bíða stundum sam- an eftir viðtali, við rafmagns- stjóra, eða eru svo smáir raf- magnsneytendur (á mælikvarða þeirra., sem samið hafa gjald- -skrá rafstöðvarinnar, þótt pyngja þeirra sjálfra t-ali cðru máþ), að þeir koma ei tilgreina við úthlutun lága taxtans. Margir þessara mianna hafa alla rafmagnsneyslu á einum straum, fá ekki sérmæli f.yrir straum til hita, af því þeir eru svo smáir, engan frádráttar- mæli af sömlu ástæðum. Alt ár- ið um, kring verða þeir að greiða 40 aura fyrir kílówattstundina, hvort sem þeir hita við straum- inn straujárn, hafa útvarpstæki í gangi eða vaka fram eftir við bóklestur. Þetta er fullkomin ó- ganngirni. En á meðan við lif- umi við ofríki íhaldsins og verð- umi að lúta boði þess oig banni þyrfti almenningur að geta fylgst með í opinberum ráðstöf- unum, eins fyrir því þótt þær séu jafn prívat eðlis, sem hér virðist vera. Það verður að krefjast þ.ss að birtur sé taxt- inn, ásamt leiðbeiningum fyrir almenning — og búa þannig um hnútana, að menn geti valið taxta, hver við sitt hæfi, ef ólík- ur taxti er til fyrir allan al- menning, án' þess að þurfa að ómaka sig niður á akrifstofu raf- veitunnar. Itaald, kommdnSsml og krlstlndðmnr. Morgunblaðið virðist hafa misskilið hrapallega forystu- grein í Þjóðviljanum um krist- indómsfjandskap og villi- mennsku þýzkra nazista (eða ekki misskilið; er hér ef tih vill ekki um að ræða annað en venjulegar rangfærslur Morgun blaðsins?)' Morgunblaðið hliðrar sér hjá að rökræða málið: kristindóms fjandskap nazista, og á ekki til um hann vandlætingarsamara orð en þetta: „Afstaða þýzkra stjórnarvalda til kristindóms- ins!“ en til þess að réttlæta „afstöðu þýzkra stjórnarvalda til kristindómsins“ fer blaðið út í allt aðra sálma, tínir til Iygasögur um kristindómsfjand skap kommúnista í Rússlandi, eins og þá, að þar varði það allt að sex mánaða fangelsi ef maður er staðinn að því að lesa í biblíunni. Þó að þetta væri nú ekkert annað en heilag ur sannleikur (en auðvitað eru það helber ósannindi), þá rétt- lætti það auðvitað ekki nazista — og allra sízt ætti það að réttlæta þá frá sjónarmiði Mbl. sem læst vera málgagn krist inna manna hér á landi, og hefir á því veitt ef til vill flesta af kaupendum sínum og fylgj- endum íhaldsflokksins. En sú staðreynd, að Mbl skuli ekki flytja eitt orð tilgagn rýni, þegar stjórnarvöldin í 75 miljóna ríki í hjarta Evrópu láta til skarar skríða um að þurrka bókstaflega út allt, sem á eitthvað skylt við kristindóm . og setja í þess stað hundhei'ð- ið villimanna trúarbragðakerfi — sú staðreynd, að Mbl. finn- ur hjá sér þörf til að færa fram vörn (að vísu óbeina, því að hitt væri of hættulegt!) fyrir þessar ráðstafanir nazista, sýn- ir betur en nokkuð annað, það hyldýpi allrar hræsni og yfir- drepsskapar, sem í því felst, fer Mbl. lætur sem það sé full- trúi kristindómsins hér á Iandi. Kristindómurinn er ekkert anp að en veiðibrella. Hann er góð- lur, 'meðan hann getur heimsk- að lýðinn á nógu áhrifaríkan hátt og aflað auðvaldinu þann- ig fylgis. En undir eins og naz- istar útí í Þýzkalandi gefa út kjörorð um útrýmingu kristin- dómsins, af því að hann er hættur |að vera hinu þýzka auð- valdi nógu þægur ljár í þúfu, nógu áhrifaríkt valdatæki, þá er Mbl. óðara orðið þessari nýju stefnu samþykkt — í hjarta sínu. Þetta er þess virð ing fyrir trúarlegri sannfæringu þess fólks, sem kaupir Mbl. og Ies, en kýs íhaldsflokkinn til þings. Auðvitað heldur Mbl. enn tum hríð áfram að ganga með kristnina á vörunum, því að enn er íslenzka íhaldið þess ekki um komið, að kúga niður með ofbeldi samvizkufrelsí þess hluta íslendínga, sem Ját* ar kristna trií. Þessa ónáttúru sína og hræsni yill Mbl. dylja með upp hrópunum um „ónáttúru“ og „hr,æsni“ í afstöðu kommúnista til kristindómsins. Afstöðu sinni til kristindóms ins hafa kommúnistar aldrei reynt að leyna eins og Mbl. gerir. Þeir forsmá það að draga dul á skoðanir sínar. Af- staða kommúnista til kristin- dómsins ætti að vera íslenzk- um lesendum nógsamlega kunn ekki sízt af ritgerðum, fyrir- lestrum og bæklingum Qunn- ars Benediktssonar um þessi efni. Kommúnistar líta á trúar- 'brögðin, og þá einnig krist- indóminn, sem leifar frá bernskuárum mannkynsins, eftirstöðvar þeirrar vanþekking ar á lögmálum nátturunnar, sem hverfa muni af sjálfu sér í hinu sósíalistíska skipulagi, þeg ar þekkingin er orðin almenn- tngseign og mannkynið í heild hefir tekið að sér stjórnina á lögum sínum og háttum. Þegar mannkynið hefir losnað viðótt- ann um lífsafkomu sína oghef- ir lært að tryggja hverjum ein- staklingi örugga tilveru, er því ekki framar þörf á dularfull- ium jmáttarvöldum utan og ofan við heiminn, til að varpa á öll- um sínum áhyggjum. Fyrr en þessu þróunarstigi er náð, er vonlaust um, að trú- arbrögðin hverfi. Það er kom- múnistum Ijóst, einmitt af því að þeir þekkja orsakir trúar- bragðanna. Þessvegna hafa þeir æfinlega verið andvígir hvers- konar ofbeldisbeitingu gagnvart írúarbrögðunum. Þessvegna rík ir líka fullkomið trúarbragða- og samviskufrelsi í Sovétríkj- unum og þessvegna eru allar trúarbragðaofsóknir þar bann- aðar með lögum og Iagðar við þungar refsingar, ef út af er brugðið. Þessi staðreynd breyt- ist ekki hót, hversu margar sögur sem Morgunblaðið prent ar upp úr blöðum nazista um trúarbragðaofsóknir í Sovétríkj unum, um garnarakning úr prestum kringum staur o. s.frv. Kommúnistar berjast í öll- um löndum fyrir fullu t ufrelsi, skoðana- log samv kuírelsi, mannréttindum, sem hið deyj- andi auðvald getur ekki framar þolað. Að vísu halda kommúnistar uppi andróðri gegn trúarbrögð- unum, þar á meðal kristindóm- iinum, með rökræðum og upp- lýsingastarfsemi, þ. e. á full- komnum mannréttindagrund- velli. Það er þó ekki sérstak- Iega kristindómurinn sjálfur, sem kommúnistar berjast gegn, heldur hagnýting hans af hálfu auðvaldsins í þágu arðránshags muna þess. Það er kirkja og klerkastéttin sem fulltrúar auð- valdsíns, er kommúnistar berj- ast móti. En saga trúarbragð- anna er su, að þau hafa á hverj tira tíma verið tekin í þjónustu ráðandi stéttar til kúgunar á hinum eignalausu stéttum. Þetta á ekki hvað síst við um hinn kirkjulega kristindóm nú á dög- uum. Páfinn viðurkennir „stjórn“ Francos og leggur blessun sína yfir múgmorð hans, á meðan hin kaþólska al- þýða Spánar og Baskahérað- anna berst fyrir lífi sínu við óaldarflokka þessa fasistiska villimanns, sem brent hefir og brotið helming hinna kaþólsku kirkna í b^rgum og bæjum Spánar. Kristindómurinn er upphaf- lega uppreisnargjörn lýðhreyf- ing gegn hinum kúgandi yfir- stéttum þess tíma, að vísu barnaleg og dæmd til að mis- takast, af því að hin sögulegu skilyrði til þjóðfélagsbyltingar, ,er skapað gæti þúsund ára ríki jafnréttis og bræðralags voru enn ekki til orðin. I guðspjöll- unum er sagt frá því, hvernig Kristur rak víxlarana, auðmenn síns tíma, út úr musterinu, þar er sagt frá Lazarusi í faðmi Abrahams, þeim sem áðurtíndi molana, er féllu af borði ríka mannsins, þar segir, að auðveld ara sé úlfaldanum uð komast gegnum nálarauga en ríkum manni í himnaríki. Slíkar helgi- sagnir ;og ótal aðrar sýna nóg- samlega, að kristindómurinn er upphaflega alt annað en yfir- stéttar eða auðvaldstrú. En nú þruma þeir Árni og Bjarni á stólnum sunnudag hvern gegn hinum guðlausu kommúnistum* mönnunum, sem einmitt vilja stofnsetja það þúsund ára ríki jafnréttis og bræðralags, sem í fyrndinni var hugsjón krist- indómsins. Nú eru þeirra heit- ustu bænir helgaðar „konungi vorum“ og „atvinnuvegum vor- um til lands og sjávar“ (les: heildsölum vorum og togara- eigendum). Qegn þessari auðvaldsþjónk- un kirkju og klerkastéttar, sem í augum hvers trúaðs manns hlýtur að vera argasta óvirðing og iniðurlæging, sem vant er að Á hinni miklu l.-maí hátíð danska Kommúnistaflokksins svaraði flokksformaðurinn Ax- el Larsen ræðu þeirri, sem Stauning ráðherra hélt í Árós- um nýlega. Á ræðu Aksel Lar- sens hlustuðu 3500 manns. I upphafi ræðu sinnar sagði Larsen, að frá því að þýskiher- inn réðst inn í Austurríki, hafi danska þjóðin árangurslausí beðið eftir því, að hin sósíal- demókratiska stjórn Stauning' gerði einhverjar ráðstafanir til tryggingar öryggi Danmerkur fyrir árásarfyrirætlunum fas- ismans. En í stað þess að gera slíkar ráðstafanir háfi Stauning — þó að undarlegt mætti virð- ast —i’ i ræðu sinni í Arósum, sýna kristindómnum — gegn þessari auðvaldsþjónkun berj- ast kommúnistar með oddi o]g ,eggju. í því felst enginn fjand-. skapur við kristindóminn, eins og hann kemur fram í guð- spjöllunum og kenningum hinna fornkristnu safnaða (og það eitt er sannur kristindómur, en ekki auðvaldskristni kirkjunnar og íhaldsflokksins). Að vísu líta kommúnistar á þennan ófalsaða kristindóm sem barnslegar og óvísindalegar skýjaborgir um- sköpun réttláts þjóðfélags, og þeir sýna fram á það með rök- um, að með slíkum aðferðum verður takmarkinu aldrei náð. En kommúnistar vilja þó tryggja öllum mönnum fult frelsi til að hafa þessa trú, ef; þeim sýnist. Og til þess áð þess pri sannfæringu trúaðra ein- staklinga verði ekki misbeitt í þágu h ins þjóðfélagslega rang- lætis, berjast þeir meðal ann- ars fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Með þessari afstöðu sinni sýna kommúnistar ólíkt meiri virðingu fyrir trúarhug- myndum einstaklingsins en í~ haldið og auðvaldið, sem met- lur kristindóm og trúarbrögð eftir því einu, hversu vel má takast að spenna hann fyrir vagn sérhagsmuna yfirstéttar- innar. Og enn eitt mikilsvert atriði: Til hinna þýsku safnaða, ka- þólskra og lúteskra, sem nú berj ast hetjulegri baráttu fyrir sam- viskufrelsi sínu gegn fornald- arvillimensku nazismans, hljóta kommúnistar að taka sérstaka jákvæða afstöðu. Sú barátta er í eðli sínu andfasistisk og því framsækin, enda þótt hún sé bygð á óvísindalegum forsend- um. Og það er fyrst og fremst alþýðuhreyfing. Á meðan hinir fínu, ríku o|g hátt settu biskup- Í5r í Austurríki falla á kné fyrir liinum heiðna nazisma ogsverja honum hollustueiða, berst al- þýða hinna kristnu safnaða við hlið verkalýðsins fyrir endur- reisn hugsunarfrelsis og trú- j frelsis. Fyrir það að taka af- stöðu með þessari baráttu hinna kristnu safnaða Þýskalands, eru kommúnistar nefndir hræsnarar í Morgunblaðinu. Myndi ekki Morgunblaðið, „hið kristna blað“, eiga hér metið í hræsn- inni? Ormstunga. lýst yfir því, að það væri ekki fasisminn, heldur kommúnism- inn, ekki Hitler-Þýskaland, heldur Sovétríkin, sem væri að- alóvinur hinnar dönsku þjóð- ar! Stauning jós ókvæðisorðum yfir Kommúnistaflokkinn, hafn- aði þeirri samfylkingarpólitík, sem Kommúnistafl. berst fyrir, ireyncfi í ræðu sinni að sá hatri og sundrung. „Á þann hátt viljum vér ekki rökræða málin“, sagði Larsen, „og vér hörmum þann klofn- ing, sem enn á sér stað í 'raun og veru innan dönsku verklýðs* hreyfingarinnar. Þessi klofn- ingur er afleiðing af þeirri röngu pólitík, sem fólgin er í Framh. á 4. síðn Axel Larsen s varar Stac dídi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.