Þjóðviljinn - 31.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1938, Blaðsíða 4
ss My/a T5ib ag Reimleikarnir á berraoarðioan Sænsk skemtimynd. Aðalhlutverkin leika hinir frægu dönsku skopleikar- ar: LITLI og STÓRI. ásamt sænsku leikurunum ERNIT FJALLSTRÖM, KARIN ALBAHN o. fl. Opboi*glnnl Næturlæknir í nótt er Karl Sig. Jónasson, Sóleyjargötu 13, sími 3921. Næturvöröur er í Reykjavíkur apóteki og Lyf jabúðinni Iðunni. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Qöngulög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Leikir og leikföng II. (dr. Símon Ágústsson). 20.40 Symfóníutónleikar (plöt- ur): a) Fiðlukonsert í e-moll, eft ir Mendelsohn. bv Píanókonsért í a-moll, éft ir Schumann. Lög úr óperum. 22.00 Dagskrárlok. Hjónabönd. Á laugardaginn voru gefin samn af lögmanni, frk. Vilhel- mína Jónsdóttir, verslunarmær og Ernst Schickler. Heimili brúðh'jónanna verður á Leifs- gotu 12. þlÚÐWUINN Axel Larsen svarar Á sunnudaginn voru gefin saman * í hjónaband ungfrú Anna Sigurðardóttir, verslunar- mær o g Skúli Þorsteinsson kennari. Heimili þeirra verður á Ásvallagötu 28. Skipafréttir. Qullfoss er, í Reykjavík, Qoða foss var á Seyðisfirði í gær, Brúarfoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum, Dettifoss er í Hamborg, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith, Selfoss fvar í Aberdeep í gær. Dr. Al- exandrine fór frá Reykjavík í gærkveldi áleiðis til Kaup- mannahafnar. Leikfélag Reykjavíkur. Þriðja sýning á franskagam- anleiknum „Tovaritch“, verð- ur í kvöld kf. 8 í Iðnó. Eru því aðeins eftir þrjár sýningar sem Leikfélagið efnir til í samvinnu við Reumerts-hjónin. Dómur. í gær var kveðinn upp dóm- ur yfir Anders O. Chr. Nielsen, vélamanni í „Dronning Alex- andrine“, fyrir smygl. Þegar skipið kom síðast frá útlönd- um fundu tollþjónar 282 flösk- þr af ÖIi í fórum hans. Var Niel sen dæmdur í 4400 kr. sekt eða 75 daga einfalt fangelsi. Módelflugfélag Reykjavíkur byrjaði á kenslutíma í Mið- bæjarbarnaskólanum fyrir I. og II. flokk í gær. 1,11. flokkur mæti í dag kl. 8. IV. flokkur á morgun (miðvd.) kl. 5, V. flokkur fimtudaginn kl. 8. Mæt- iið stundvíslega. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Birni Magn- ús’syni, ungfrú Lóa Þorkelsdótt- ir og Hallgrímur Th. Björnsson kennari jFjölnisveg 20. Frpmh. af 3. síðu. samvinnu við hina fjandsam- legu stétt og í ónauðsynlegri eftirlátssemi við afturhaldið og stórauðvaldið, sem skapað hef- ir óánægju með verkalýðnum og sjálfum fylgjendum Sósíal- demókrataflokksins. Þessa óá- nægju er því aðeins hægt að uppræta, að öll verklýðsstéttin geti sameinast um lýðræðis- sinnaða verklýðspólitík. Nokkrir fyrverandi foringjar Kommúnistaflokksins, er sviku hann 1928 og síðan, halda nú áfram hinu trotskysinnaða skaðsemdarstarfi sínu innan Sósíaldemókratafl. danska. Hvernig getur nú Stauning dottið í hug að gera Kommún- istaflokkinn ábyrgan fyrir vill- um, glæpum og heimskupörum þessara manna. Við hinir dönsku kommúnistar tökum enga ábyrgð á verkum þess- ara manna, sem nú er tekið opnum örmum af Stauning. Við höfum lært af reynslunni og erum því í fullu samræmi við hagsmuni verkalýðsins á líð- andi tímum, er við krefjumst einingar í baráttunni gegn fas- isma og afturhaldi, fyrir vernd- .un lýðræðisins og friðarins. En einmitt af því að við þekkjum þessa fyrverandi „kommúnista', einmitt á grundyelli reynslu .verkalýðshreyfingarinnar af hinni „fimtu herdeild“ fasism- ans, hinum trotskysinnuðu klofningsmönnum, ofbeldis- og flugumönnum þýsku leynilög- reglunnar í Sovétríkjunum, í Kína, á Spáni, í Frakklandi og Rfkisskip. Súðin fer frá Reykjavík kl. 8 í kvöld í strandferð austur um land til Siglufjarðar. víðar, einmitt þessvegna höfum við rétt til að segja við Staun- ing forsætisráðherra: Þið for- ingjar sósíaldemókrata ættuð heldur að kynna verkalýðnum ógnir fasismans og hættu þá, ♦ sem landi voru stafar sunnan frá Þýskalandi! Vér þörfnumst athafna, sem sameina þjóðina um raunveru- lega vernd lýðræðisins, um stjórnmálastefnu, sem bindur enda á undirlægjuháttinn gagn- vart Hitler og tryggir öryggi Danmerkur á hinum mikla krafti hins vinnandi fólks, á bróðurlegu bandalagi og sam- vinnu við önnur Norðurlönd. Gamla rb'iö Orustan um PORT ARTHUR Stórkostleg og afarspenn- andi kvikmynd um orust- urnar um Port-Arthur-víg- ið í ófriðnum milli Rússa og Japana árin 1904—05. Aðalhlutverkin leika: ADOLF WOHLBRUCK og KARIN HARDT. Börn fá ekki aðgang. Flokksskrllstolan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munfð að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. Utbreiðið Þjóðviljann Letfefélag Reykjavlkor Gestir: Anna Bors — Ponl Renmert. „Tovarltelr* Gamanleikur í 4 þáttum eftir Jaques Deval. 3. sýning í kvöld kl. 8 Aðgöngumiðar að þeirri sýn-ingu [s’,eldir á 6 kr. eftir kl. 1 í !dag. 4. sýning er á morgun. Forsala í ‘dag. Ekki tekið á móti pöntunum \ síma. Alexander Avdejenko: * Eg elska .. 46 Við gefum honum allar tóbaksbirgðir okkar. Hann leyfir okkur þegar að nátta okkur í stórri sand- hrúgu, sem er úti í einu horninu. „Balalajkan" gróf sig niður í sandinn og lagðist þar niður með höfuðið nálega á milli hnjánna. Ég reyni að loka augunum, en mig verkjar í þau og ég get ekki lokað þeim. Ég 'er syfjaður en get ekki sofnað. ,,Máninn“ þrýstir sér fast að mér og hvíslar: — Sefur þú, dýrlingur? Ég þrýsti hendi hans og svara: — Mér er svo illt í augunum, ég held ég sé að verða blindur. ^„Máninn' rís upp við dogg og sterkan brenni- vínsþef leggur af honum. — Viltu einn skammt? — Gefðu mér líka, segir „Balalajkan“. Við skiptum kókaininu á milli, okkar. Bráðum fer okkur að hlýna. „Máninn“ leggur Ifatlaða fót- inn yfir þann heilbrigða og rær sér fram pg aftur, unz hann fer að dreyma. — Bíðið þangað til ég er orðinn stór, þá verð ég frægur þjófur og fæ mér sfóran rýting. Enn-i fremur þarf ég að fá mér skó með þykkúm S)ólJ um, svo mér verði ekki eins tJRalt á fótunum,! og rauða skyrtu, skiljið þið það, strákar. „Balalajkan“ talar við sjálfan sig: — Þegar ég var lítill, agnarlítilj smáþjófur, náði ég munnhörpu frá Armeníumanni. Ég gekk gegnum göturnar og spilaði á munnhörpuna, en fólkið elti mig. Ég gaf ýmsum ,til leyfis að spila á múnnhörpuna, og þeir gáfu mér brauðmola eða kartöflu að launum. Eitthvað slíkt verðum .við að gera, eitthvað, sem kemur við hjartaðj í fólkinu. Hvernig væri að spila á hljóðfæri 'og láta fólkið tæma vasana. Regnið bylur á þakinu eins og það vilji brjótast inn úr því. «,,Mánann“ heldur áfratn að dreyma. — En í Tasjkent er sólskin núna . . . Þar vaxa melónur og drúfur. Þar fáum við hrísgrjón og rú- sínur. Þegar ég var í Tasjkent í fyrra gat ég etið eins og mig lys'ti af ávöxtum. Ég hljóp berfættur um allar jarðir og svaif í grasinu. Þar vetrar aldrei og sólin hnígur ekki til viðar á kvöldin. „Balalajkan“ lyftir höfðinu. — Eigum við ekki að fara til Tasjkent? Það færist einhver hita-sóttar-kátína yfir „Mán'- ann“. — Jú, við skulum fara, það er ekki eftir neinu að bíða. Báðir eru þeir undrandi yfir þögn (minni, þe,ir bíða. Ég vil líka leggja eitthvað itil málanna og ég hvísla: — Við skulum fara. I dögun förum við með hraðlestinni, Haldir í kolageymslunni. ' SEYTJÁNDI KAPITULI. Langt og þröngt herbergi. Háar dyr ,á öðrum enda. Inn til okkar kemur kona, hún er háváxiú Pg tíguleg. Hárið er ljósgult eins og gamall snjór. Hún er mögur og grönn eins og vagnstöng á Sigöna- vagni Á vörum hennar sést aldrei bros en rödd hennar er sneydd öllum skipandi tónbrigðum. Augu hennar þekkja ekki vandræðalegt hik. Balalajkan hefir skírt hana „nornina“. Hún er forstöðukonan fyrir barnahælinu. Hingað hefir heimilislausu börnunum verið safnað, og hi'ng- að vorum við fluttir tveim vikum eftir að vi/ð lögð- um af stað til sólskinslandsins. Við fáum mat þrisv- ar á dag. Á morgnana fáum við soðið vatn og brauð, um miðjan daginn súpu og á kvöldin mjólk- urbland. Ég get ekki sofið á næturnar fyrir sulti og mér leiðist í þessu grafþrönga herbergi. Ég þrái sólskinslandið, og framar öllu að fá að borða mig mettan. Við borðum í kjallaranum á gömlu lands- setri og allt umhverfis eru víðlendir garðar, öll börnin borða á sama tíma. Ég er búinn með súpuna tnína og hefi sleikt skalina að innan og lyfti henni upp yfir höfuð mitt. — Á ég að biðja um meiri súpu, segi ég við drenginn, sem situr við hliðina á mér. Við göngum í fylkingu fram í eldhúsið. Við biðjum ekki, heldur lyftum skálunum og skipum: — Ausið! En matreiðslumennirnir hafa ekkert til þess að ausa. Ég kasta skálinni út um gluggann. Brothljóðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.