Þjóðviljinn - 05.06.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.06.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 5. júní 1938. Þ JÓÐ VIL JINN Staðarhóls Páll var maður, sem ekki var mikið um það gefið að láta hlut sinn fyrir örðum, og Pétur son- ur hans var þar enginn eftiybátur, enda voru þeir skapllkir og lynti þó illa saman. Einu sinni áttu þeir leið út á Snæfellsnes og urðu þó ekki samferða. Var Páll fyr búinn og mættust þeij' á Búlandshöfða, þegar Pétur var að koma, að heiman, en Páll utan af nesi. í Búlandshöfða þykir hinsvegar ófært fyrir tvo menn að mætast, þar sem stigurinn er tæp- ur og flughá björg fyrir framan. Sáu þeir feðgar hvor til annars sitt hvoru megin skriðunnar og vildi hvorugur vikja fyrir hinum. Hleyptu þeir báðir á skriðuna, en varð þó; Páll neðar en svo fast nérust hest- ar þeirra saman, að stígvélin rifnuðu á báðum. ** Maðurinn: »Má ég biðja um vara- smyrsli handa konunni minni«. Lyfsalinn: »Hún eyðir miklu í varasmyrsli konan yðar«. Maðurinn: »Ojá, en munnurinn á henni gengur líka a.ltaf eins og hann væri nýsmurður«. Fylgdarmaðurinn: »Hér verðið þið hjónin að fara varlega. Margur ferða- maðurinn hefi,r beðið bana í þessari liættulegu hamra.hlíð«. Ferðamaðurinn (til konunnar): »Fa.rðu á undan, Ágústa«. ** Dómarinn: »Pér kannist við að hafa fleygt ölglasi í höfuðið á mann- inum«. Sá ákærði: »Jú, herra dómari, en þetta var gamalt og brotið glas og gctur þvi ekki hafa. verið mjög dýrt«. ** Ungfrúin: »Á ég þá aðeins að fá einn mann alla æfina?« Spákonan: »Já, hvernig getið þér búist við meiru fyrir 50 aura«. ** Brúðurin: »Manuna heldur, að við munum aldrei rífast eins mikiö og hún og pabbi geri,r«. Brúðguminn: »Það held ég sannar- lega líka«. Brúðurin: »Já, þvi að mamma seg- ir, að það muni verða, miklu hægara að stjórna þér en pabba«. ** »Getur þú útvegað mér lokk úr Poul Reumert leikur einn heilt leikrit. Uppiestrarkvöld í Gamla Bíó. „En ldealist“ eftir Kaj Munk. Geslaleik Pouls Reumert og konu hans, frú Önnu Borg, er nú lokið, og hafa miklu færri en vildu fengið tækifæri til að njóta góðs af komu þessara á- gætu listamanna. Poul Reumert hefir nú ákveð ið að halda upplestrarkvöld í Gamla Bíó á fimtudaginn kem- ur, og lesa þar leikrit danska skáldprestsins Kaj Munk: „En Idealist“. Verður þetta síðasta tækifærið, sem Reykvíkingar fá að þessu sinni til að kynnast því, hvílíkur töframaður Poul Reumert er á leiksviðinu. Peir, sem heyrt hafa Poul Reumert flytja „En Idealist“, vita að þar er ekki um neinn upplestur að ræða í venjulegum skilningi: þess orðs, heldur leik, — áhrifa- mikinn og ógleymanlegan leik eins manns á mörgum fjarskyld um hlutverkum. Þarf enginn að efa að upplestrarkvöld Pouls Reumerts verði áheyrendum til ánægju og þeim minnisstætt. Myndin er af borgíirska gæðinjgnum, sem liægt er að vinna í happdrætti Hestamannafélagsins „Fákur“. — Verður hestur- inn sýndur við kappreiðarnar á morgun. Sýning á barnateikningum frá Norðurlöndum er í Kennaraskólanum. Opin í síðasta sinn fyrsta og annan í hvítasunnu kl. 10—12. Framhald af í. síðu. ** Kaupstaðarstúlkan upp í sveit: »En hvað nautkálfurinn þarna lítur illilega til, mín«. Bóndinn: »Það gerir rauða, sólhlíf- in yðar«. Ungfrúin: »Nú gengur fram af mér. Ég vissi raunar, að sólhlífin væri ekki eftir nýjustu tisku, en hitt kom mér aldrei til hugar, að neinn tæki eftir því upp 1 sveit«. hári systur þinnar, Jóhann litli«. »Nei, það get ég ekki, en ég get sagt þér hva.r hún kaupir hár sitt«. Hún: »Það er til kona, sem ég öf- unda, og það merkilega. er að hún öfundar mig líka«. Ha,nn: »Hvernig stendur á því?« Hún: »Við elskuðum báðar sama manninn, en það varð mitt hlutskiftj að giftast honum«. j Sýnieg á barna- | teiknití^um f;á j Norðurioodimi. i ! Teiknisýningin í Kennara- ; skólanurn verður nú aoeins opin ; hvítasunnuclagana. Það hafa ! þegar margir sótt sýninguna og j glaðst yf r því. litskrúði og hug- ! myndaflur-i, sem i.emur fram hjá börnunum. Það er lærc’óar.s- Slyaihoíto Kfweija I enska blaðinu News Chron- iele skrifar Vernon Bartlett meðal annars: „Spyrjið tylft Ausfurasíu- manna, hvernig stríðið í Kína muni fara. Tíu munu svara yður, að Japan hljóti að bíða ósigur, ef kínverska þjóðin geti varðveitt einingu sína nokkurn veginn. En geta Kínverjar varð- veitt einingu sína? spyr Vernon Bartlett, og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé mögulegt- og að í Japan muni brjótast út stjórnarbylting, áð- ur en tekist hafi að undiroka Kína. Um afstöðu Sjang Kai Sheks segir Vernon Bartlett.: »Japanir hafa sjálfir gert mikið til að bjarga Kína, sem þeir vildu ein- mitt eyðileggja. Þeir hafa ráð- ist svo hastarlega á, Tsjang Kai Shek, lýst svo oft yfir því, að þeir myndu aldrei semja við hann, að þeir hafa stórum auk- ið ákvörðun hans um að veita viðnám,. Aðalatriðið er þetta, að hann hefir algerlega skuldbund- ið sig til að varðveita sjálfstæði Kína og að hann getur ekki gef- ist upp, án þess að missa öll völd og alla tiltrú ...« Ég sé enga ástæðu til að efast um, a.ð Kína sigri í, þessu stríöi«, segir Vernon Bartlett. Skipafréttir. Gullfoss er fyrir vestan,Goða foss er í Reykjavík, Brúarfoss ^er í Khöfn, Dettifoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull, Lagarfoss var áAkureyri í tgær, Selfoss er á leiðtil London frá> Antwerpen. Gamla Bíó sýnir á annan hvítasunnudag gullfallega kvikmynd: „Engill- inna, með Marlene Dietrich í aðalhlutverkinu. Bændaglíma verður háð á annan í hvíta- sunnu milli 7 Ármenninga og 7 Vestmannaeyinga. Alls verða glímumótin 3 og hefst það fyrsta á Stokkseyri kl. 2 e. h., kl. 4 e. h. verður háð bænda- glíma við Ölfusárbrú og kl. 9 um kvöldið hér í Reykjavík í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. ríkt fyrir foreldra að líta yfir slíka sýningu. Hún ccfur gcðar leiðbeiningar um þ-ið, hvernig á að liösinna börnum um teikn- j ingu og hvaða tæki á að fá ! þeim í hendur á hverju alcturs- skeiði. En það er líka óblandin ; ánægja að horfa á barnateikn- í ingar fyrir hvern þann, sem skil- i ur þær réttilega. Þær eru ekki | nákvæmar eða alltaf réttar. 1 heldur djarfar og skrautlegar, í og sumt það sem er barnslegast í þeim, nálgast stundum mest hreina list. Fólk ætti ekki að setja sig úr færi með að sjá þes;s.a, ágætu sýningu n,ú síðustu dagana, sem hún er opin. Bátslíkanið, besti vinningurinn í happd drætti Karlakórs Verkamanna, er til sýnis í glugga Hljóðfæra- hússins í Bankastræti. Nýja Bíó sýnir á annan í hvítasunnu kvikmyndina: „Bohémelíf" með þau Kiepura og Mörtu Egg- erth í aðalhlutverkunum. ..... ...—....——1 Utbreilð DjððviljaBB 20.55 Fulltrúi vélstjóra, Júlíus Ölafsson flytur ávarp. 21.05 Hljómsveit leikur: Á- fram. 21.00 Fulltrúi sjómannafél., Óskar Jónsson, Hafnar- firði, flytur ávarp. 21.20 Söngsveit sjómanna syng ur þrjú lög. Þrútið var loft o. fl. 21.40 Fulitrúi stýrimanna, Grímur Þorkellsson, flyt- ur ávarp. 21.50 Hljómsveit leikur: Gnoð úr hafi skrautleg skreið. 21.55 Fulltrúi loftsk.manna, Halldór Jónsson, flytur ávarp. 22.05 Einsöngur. Guðm. Egils- son. 22.10 Fulltrúi mrdsveina og veitingaþjóna, Janus Halldórsson, flytur á- varp. 22.20 Söngsveit sjómanna syngur 3 lög: Kátir voru karlar, Ég elska bafið o. fl. 22.40 Fr. Halldórsson: Mælt fyrir minni ísl. kvenna. 22.50 Söngur: pósturlandcins freyja. — Allir. 22.55 Ásgr. Sigurðsson: Minni ættjarðarinnar. 23.05 Söngur: Ég vil elska mitt land, Þú álfu vorr- ar yngsta land. 23.10 Hljómsvcit hótelsins leikur létt lög_ og sjó- mannasöngva. Dansleikur hefst. Eins og sjá má aF dagskrá þessari eru viðfangsefni sjó- mannadagsins fjölbreytt. Til cr ætlast að efnt verði til slíkia hátíðahalda framvegis á hverju ári. Þessar skipshafnir taka þátí í kappróðrinum á Reykjavíkur- höfn: Á togaranum Arinbjörn Hers ir, Baldur, Egill Skallagrímsson, Garðar, Haukanes, Hilmir, Ól- afur, Kári, Reykjaborg, Snorri goði, Tryggvi gamli og Venus. Fleiri skip höfðu gefið sig fram, en munu ekki vera við- stödd eða geta kept þennan dag Róið verður 780 metra sem er lengsta fjarlægð innarr Reykjavíkurhafnar, eða frá Ör- firiseyjarkrika, að steinbryggj- unni. Verðlaun í kappróðri er Morgunblaðsskjöldurinn, far- andgripur handa skipshöfninni, en minni gipsafsteypur af hon- um handa hverjum einstakling á þeim bátum sem vinnur, og þar að auki lárviðarsveigur sjó- mannadagsins til að hengja á formastur skipsins. Stakkasundið fer framj í fhöfn- inni, framundan Pósthússtræti. Keppendur eru þessir: Erþngur Klemcnsson á togar- anum I<ári, Dagbjartur Sigurðs- son á Tryggva gamla, Haraldur Guðjónsson á Kára, Jóhann Guð mundsson á Hihnir, Loftur Júlí- usson á Baldri, Kristinn Helga- son á Tryggva gamla, Svavar Tryggvason á I<ára, Vigfús Sig- urjónsson á Garðari. Verðlaun í stakkasundi er Stakkasundsvcrðlaunabikar Sjc- mannafélags Reykjavíkur, og ennfremur þrír silfurpeningar Sjómannadagsins. Verðlaun í reipdrætti sjó- manna, er silfurbikar, semveið- arfæraverslanirnar hafa gefið í því skyni. Verðlaun í Knattspyrnukepní eru silfurpeningar Sjómanna- dagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.