Þjóðviljinn - 05.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.06.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Sunnudaginn 5. júní 1938. ' . , l: : ;. framtfðlmil að ver barðtlnd IMÖOVI IINH Málgagn Kommúnistaflokks islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjóm: Hverfisgata 4, (3. liœð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2181. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. flíð ðða saðvafd Það þjóðskipulag, sem þarf á styrjöldum að halda, er villi- mennska. .Sú yfirstétt, sem fer með völdin í slíku þjóðskipu- lagi, er sögulega dæmd til ei- lífrar glötunar. En auðvalds- skipulagið og burgeisastéttin eru óhugsandi án styrjalda. — Með öðrum orðum: Styrjaldir eru í senn óhjákvæmileg af- leiðing og tilveruskilyrði auð- valdsins og burgeisastéttarinn- ar. Aðeins hið sósíalistiska þjóð skipulags jafnréttis og bræðra- lags um allan heim, geturbund ið enda á styrjaldir og aðra villimensku hins borgaralega þjóðskipulags. Þetta er á síðustu tímum orð in svo augljós staðreynd, að jafnvel blindir liljóta að sjá hana. Fram til þessa hefir hin stríðsóða burgeisastétt settsinni eigin vitfirringu nokkur tak- mörk. I gildi hafa verið skráð og óskráð alþjóðalög um, að í styrjöldum bæri að hlífa ó- vopnuðum borgurum. Morð á varnarlausu fólki, konum og börnum, hafa verið talin leif- ar fornaldar villimennsku, sem stæði langt neðan við virðingm hinnar „vel menntu“ burgeisa- stéttar nútímans, enda þótt milj- ónamorð á vopnuðum mönn- um væru öðru fremur talin hetjudáð og drengskapur meðal „menningarþjóða" nútímans. Við sjáum að minsta kosti, að um var að ræða nokkra tak- mörkun á villimenskunni, þó að fjarri færi því, að hún væri afnumin. En með uppkomu hins síð- asta afkvæmis kapítalisma og burgeisastéttar, fasismanum, eru allar slíkar takmarkanir fyrir borð bornar. Auðvaldsfasismi vorra daga brýtur hvert boðarð siðmenn- ingarinnar, afnemur mannrétt- indi, kúgar land sitt og þjóð, rýfur samninga, skipuleggur uppreisnir með framandi þjóð- um, ræðst með vopnum áönn- ur lönd, myrðir hlutlausa íbúa þeirra í tugþúsundatali. Og hryllingu hlýtur það að vekja með hverri óspilltri mann veru, að lesa um það og heyra, er skósveinar þýzka, ítalska og japanska auðvaldsins dreifa dauðanum úr loftförum sínum Sjómannadagurinn er á morg un. Blöðin keppast um að láta í ljósi samúð sína með þessari viðleitni sjómanna, sém mak- legt er. Jafnvel Mogginn og út- gcrðarmannafélagið gefa gripi til verðlauna þennan dag. Sjómannastéttin er svo mikil- vægur þáttur í fslensku þjóðlífi, og hefir lagt svo stóran skerf til framleiðsíu landsmanna, að það geta ekki talist neinar firrur, þó að einn dagur á ári sé helgaður henni. Öll þjóðin stendur í þakklætis skuld við sjómannastéttina og hún mun vissulega ekki telja eftir sér að minnast hennar á þessum hátíðisdegi. Manni finst þetta þó nærri því furðuleg velvild frá þeim, sem alla aðra daga ársins standa öndverðir gegn hverju hagsmunamáli sjómanna. Að- standendur Morgunblaðsins, sem á síðastliðnum vetri hikuðu ekki við að stöðva togaraflot- ann og svifta hundruð sjómanna og fjölskyldna þeirra lífsbjörg í þeim tilgangi, að koma fram pólitískum og fjárhagslegum klækibrögðum gegn ríkisstjórn- \ yfir borgir 'Spánar og Kína, sundra heilum borgarhverfum tæta sundur þúsundir lifandi lík- ama. Hér er að verki æðisgengin yfirstétt, sem er að ljúka hlut- verki sínu á leiksviði sögunn- ar — og finnur það sjálf, að svo er. Hér er fasisminn að verki. En fasisminn, það erekk- ert 'einangrað fyrirbæri, ein- skorðað við Þýzkaland eða It- alíu. Fasisminn er auðvald á ákveðnu þróunarstigi, hinn óði kapítalismi,, sem örvæntir um framtíð sína og tekur því upp bardagaaðferðir villimannsins og dýrsins. Fasisminn — það er ekki aðeins Hitler, Musso- lini og Míkadóinn, heldur líka Halifax og Chamberlain, Ólaf- ur Thors og Magnús Sigurðs- son. Easisminn er alþjóðlegt fyrirbæri, hann nýtur samúðar og stuðnings hins alþjóðlega afturhalds, livort sem er í Lond- on eða París, Kaupmannahöfn eða Reykjavík. Sameiginlega sið ferðislega ábyrgð á hryðju- verkum fasismans ber því þetta alþjóðlega afturhald, hvort sem það kemur fram sem hreinræktaðir fasistaflokkar eða í gerfi „lýðræðissinnaðra" í- haldsflokka, eins og t. d. hér á íslandi. Þessu siðlausa afturhaldi, þessu óða auðvaldí, verður sam fylking allrar alþýðu að bægja frá völdum og áhrifum í þjóð- félaginu, ef menningu mann- kynsins á að verða bjargað frá glötun. inn, erp nú allir eitt vinsemdar- bros. Atvinnumálaráðherrann, sem í vetur átti þátt í því ásamt flokksbræðrum sínum á Alþingi að svifta sjómenn sjálfsagðasta rétti sínum, réttinum til að ,á- kveða sjálfir kaup sitt og kjör cins og frjálsir menn, er nú instur koppur í búri við þessi hátíðahöld sjómannanna. En vinsemd þessara manna verður skiljanlegri þegar þess er gætt, að ennþá er ekki Sjó- mannadagurinn annað en hátíð- iisdagur, að ennþá er hann ekki orðinn baráttudagur, helgaður baráttunni fyrir lífvænlegum kjörum og auknu öryggi á sjón um og við strendur landsins, eins og hinn þarf að verða. Á þessum degi er ekki fjarri lagi að rif-ja upp aðbúnað vald- hafanna að sjómannastéttinni og meðferð trúnaðarmannasamtak- \ anna á málefnum hennar. Á síðasta þingi voru fyrir at- beina Framsóknarflokksins og þó einkum Jónasar frá Hriflu, samþykt lög, sem heimila fækk un kunnáttumanna á hverju skipi og alveg sérstaklega á smáskipum. Þessi fækkun hlýtur að draga mjög úr öryggi skipa, þar sem teflt er á tæpas a vaðið með tölu þeirra manra erkunna skil á skipstjórn og vélgæslu. Allir sjómenn þekkja fram- kvæmd laganna um eít'rlit meö skipum. Dæmin um lélega og jafnvel sviksamlega skoðun skipa eru því miður alt cf mör^, og alt of mörg þau sorglegu slys, sem telja má að s^andi í sambandi við slælegt eftirlit á því sviði, tregðu valdhafanna við því að framkvæma nægi- legar öryggisráðstafanir við strendur landsins, þarf ekki að lýsa. J Þá er öllum kunnug afskifti Jónasar frá Hriflu af málum síldveiðisjómanna, . sem munu ef hann fær vilja sinn, rýra tekjur sjómannastéttarinnar um tugi og jafnvel hundruð þús- undir króna. Ennfremur mætti minna hér 1 á tilraun tveggja Framsóknar- manna á síðasta Alþingi til að draga nokkra daga af kaupi livers sjómanns, með því að afnema kaupgreiðslur eftir 30 daga mánuði. Þessi dæmi, sem hér hafa verið nefnd, nægja til þess að sýna hversu gersamlega vald- hafarnir eru skeytingarlausir um kjör sjómannastéttarinnar, og stundum er það ekki aðeins | skeytingarleysi, heldur beinn fjandskapur við hagsmunamál þeirra, eins og gerðardómslög- iin illræmdu frá síðasta Alþingi. Að endingu nokkur orð um samtökin. Sjómannafélag Reykjavíkur, sem fyrir nokkrum árum var sá múr, sem allar Iaunaárásir atvinnurekenda strönduðu á og alltaf stóð í fylkingarbrjósti í hagsmunabaráttu stéttarinnar, er nú, undir forustu þeirra manna, sem þar fara með völd in, að verða sjómönnum vita- gagnslaust. Aumingjaskapur og úrræða- leysi Sigurjóns Á. Ólafssonar hefir þó aldrei komið jafnber- lega fram og í deilunni síðast liðinn vetur, þegar enginnfund ur er haldinn í félaginu, fyren flestallir sjómenn eru farnir úr landi, og þá er settur hinn, taxti, sem allir vissu að var algerlega úl í loftið, og síðan haldið að sér höndum og ekk- ert aðhafst, engar nýjar leiðir reyndar, þar til „hetjurnar“ fara fram á það við Alþingi, að á- kveða kaup sjómanna meðlög- um. Sama endurtekur sig nú. Flestir sjómenn í landi, en eng- inn fundur haldinn, þrátt fyr- ir áskoranir fjölda sjómanna. Sjómenn, er ekki kominn tími til þess að sverfa þennan dragbít af samtökum ykkar, tími tii að gera félag ykkar að því, sem það á að vera, og get- ur verið, voldugustu samtök ís- lenzka verkalýðsins? Sjómannadagurinn er á morg un. Þá sendir hver einlægur verklýðsvinur ykkur hugheilar kveðjur, með ósk um, að sjó- mannadagurinn verði í framtíð- inni baráítudagur framsækinn- ar og sameinaðrar sjómanna stéttar. Björn Bjarnason. HegfaismBaiiafélagfjfl Fáknr, Kappreiðarnar 2. hvítasoimadag verða áreiðanlega bezta og merkilegasta skemíun dagsins. Hestakostur er í þetta sinn óvenjulega mikill og glæsilegur. Fjöldi nýrra úrvalsgæðinga keppa, auk landskunnra snillinga og hlaupagarpa. — Kappreiðarnar hefjast kl. 3 stundvíslega. Tryggið ykkur far í tíma. STJÓRNIN. Verkamannafélagið Dagskrún heldur fund í Iðnó þriðjudaginn 7. þ. m. kl. 8y2 e. h. FUNDAREFNI: 1. Lagabreytingar. 2. Félagsinál. Mætið stundvíslega og sýnið félagsskírteini við innganginn. 1 STJÓRNIN. Upplestrarkvöld P CI ■ mst W En Iilessllst” leikrit eftir Kaj Munk. Fimtudaginn þ. 9. júní kl. óy2 í Gamla Bíó.. \ Aðgöngumiðasala hefst á þriðjudag kl. 1 hjá K. Viðar. Verð kr. 3.00. í Aðeins þetta elna slnn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.