Þjóðviljinn - 22.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1938, Blaðsíða 3
PJÖÐVILJINN Miðvikudagurinn 22. júní 1938 Landsfundur kvenna hefur staðið í 3 daqa. %aJr Fundinum iýkur um helgina þiðoviyiNia Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. t lausasölu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Morgunblaðið, Srelsi og friður. Ritstjórnargrein Morgunblaðs ins í gær gefur tilefni til al- varlegra hugleiðinga um fram komu þess blaðs og afstöðu alla til sjálfstæðis- og frelsis- mála vorra, — svo hatramlega brýtur sá andi, sem grein þessi er skrifufij í, í bág við alt, sem íslendingar hafa fram að þessu viljað heiðra og í hávegum hafa. Frá því þjóðin tók að vakna til meðvitundar um rétt sinn til frelsis og sjálfstæðis, hefir ein- hver sterkasta kend allra braut- ryðjenda íslensks frelsis næst ættjarðarástinni verið hin ríka samúð með frelsisbaráttu ann- ara þjóða og þá einkum þeirra smærri þjóða, sem eins og ís- lendingar áttu við ofurefli að etja, þar sem stórveldin voru í þeim bestu blöðum og tíma- ritum, sem kend eru við sjálf- stæðisbaráttuna, er þessi sam- úð rauði þráðurinn. Og einna hæst kemst þessi samúð ís* Iensku þjóðarinnar í sambandi við Buastríðið, er Stephan G. hefur drápu sína um „Trans- vaal“ með orðunum: „Mér finst minn andi espast við að eiga sjálfgeymt fé og blóð, er betri málstað brestur lið — en bíðum, ég á orð og ljóð!“ Alla 19. öldina út í gegn er einhver fegursta fyrirmynd þeirra skálda, er syngja frelsinu lof, enska skáldið Byron, sem sjálfur fór á vígvöllinn, til að hjálpa Grikkjum í frelsisstríði þeirra við Tyrki og lét þar líf- ið fyrir málstað frelsisins. Nú er ráðist á þjóðfrelsið af miklu harðvítugri öflum en aft- urhald 19. aldarinnar, —hvort sem það var kent við Habsborg ara, Romanoffa eða Hund- Tyrki, — nokkurn tíma var. Stórveldi, — vopnuð til tann_ anna, sem sjálf hafa kæft nið- ur innan síns eigin ríkis alt frelsi, sem 19. öldin færði mann kyninu, — ráðast nú á smáþjóð ir, níðast á þeim hverri á fætur annari, — að „lýðræðisríkjum“, Vesturlanda ásjáandi og ræna þær frelsi sínu. Abessinia — Spánn — Austurríki — meðferð Ttalíu og Pýskalands á þessum löndum hrópar til alls mann_ kynsins um að vera á verði um sín helgustu réttindi. Mann- kynssagan hefir aldrei áður þekkt svo blóðdrifinn glæpa- feril, sem „stríð“ þeirra Mus- solinis og Hitlers alt frá múg_ morðunum í Abessiníu til hermdarverkanna gagnvart sak- lausum konum og börnum í Guernica, Barcelona og öðrum spönskum borgum. Við íslendingar efumst ekki um hvernig Jón Sigurðsson, Skúli Thöroddsen, Stephán G,- Stephánsson og aðrir slíkir hefðu litið á frelsisrán það, er harðstjórar fasistaríkjanna nú framkvæma. Og við erum þess fullvissir að þeir menn, sem nú á tímum gera alt, sem þeir geta, til að veita þeim þjóðum lið, sem gegn harðstjórninni berjast eru að vinna í þeirra anda, í þágu frelsis og friðar, meðal mannkynsins. Á Spáni er lýðræðisstjórn — eins og hér á Tslandi. Gegn þessari stjórn gerir herforingja- klíka uppreisn og tvö stórveldi ráðast með her inn í landið, brjótandi öll alþjóðalög, til að veita landráðamönnunum lið. Hinni löglegu stjórn er neitað um leyfi til að kaupa vopn. Lýð ræðisstjórnirnar í Vestur-Ev- rópu svíkja málstað lýðræðis- ins á örlagastund þess, en þús- undir hugsjónamanna og frels- vina fara til Spánar til að hjálpa þeim frelsissinnum, sem eru sviknir í trygðum, í baráttunni við ofureflið. Og það var alþjóðahersveitin þessi, sem í nóv. 1936 bjarg- aði Madrid frá villimennsku Mussolinis og Máranna. Við kommúnistar á íslandi erum stoltir af því að eiga einn af okkar félögum í þeirri hersveit, félaga Hallgrím Hall- grímsson. Með því að hættalífi sínu á þeim vígstöðvum þar sem örlög Evrópu ef til vill verða ákvörðuð og þar sem baráttan um framtíð þjóðfrels- isins í Evrópu nú er hörðust háð, sýnir hann í verkinu al- þjóðahyggju verkalýðsins, og þá samúð, með frelsisbaráttu annara þjóða, er einkent hefir hina bestu Islendinga. Og nú skrifar Morgunblaðið níðgrein um þennan mann. — Retta málgagn, sem alltaf hefir staðið með Franco, lpfað inn- limun Austurríkis í Þýskaland, fjandskapast við hverri mann- úðar- og friðarviðleitni, ef hún hefir átt að ná út fyrir landstein ana, — sannar þar með enn einu sinni að það á ekkert skylt við neitt það, sem Tslendingar telja sér heiður að að kalla ís- lenskt. Drengskapur, hugrekki, fórnfýsi fyrir hugsjónir — það eru hugtök, sem þetta málgagn „Hörmangara“ nútímans ekki þekkir. Það þekkir aðeins eina breytni: Að dást að níðingn- um, ef hann er ofaná, og ef eitt hvað er upp úr því að hafa. Morgunblaðinu er best að þegja um vopnaburð. Það ætti fyrst að láta rannsaka Kveld- úlfsgeymslurnar nánar og stöðva smyglun nasistanna á vopnum hingað frá Þýskalandi, áður en það fer að prenta upp lygahistoríur beint frá Göbbels um ,,Moskvabyltingu“ á íslandi —- Það veit hvert mannsbarn, að það eru hvergi í heiminum kommúnistar eða aðrir lýðræð- issinnar, sem undirbúa stríð, —• heldur aðeins fasistastjórnirnar og erindrekar þeirra í hinum 5. landsfundur kvenna var settur kl. 9 á laugardagskvöld- ið, með sameiginlegri kaffi- drykkju í leikfimissal Miðbæj- arskólans. Á sunnudaginn hófust svo fundarhöldin með ræðu, er dr. Þórður Eyjólfsson hæstaréttar- dömari flutti um réttarstöðu ís- lensku konunnar í þjóðfélaginu. Urðu nokk'rar umræður um málið og tóku m. a. til máls þær frk. Laufey Valdimarsdótt- ir og frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir. Síðar um daginn flutti frú Auður Auðuns erindi um afstöðu ógiftra mæðra í þjóð- félaginu. Urðu einnig nokkrar umræður um það efni. Síðar um daginn var miðdagsverður fyrir fulltrúa og gesti þingsins í Oddfellowhúsinu og var ræð- um þeim, er haldnar voru við það tækifæri útvarpað. Á mánudaginn hófust svo í raun og veru þingstörfin með því að fulltrúarnir fluttu skýrslu frá félögum sínum. Á þinginu eru mættir fulltrúar frá 43kven- félögum, þar af yfir 30 utan af landi. Voru skýrslur þessar mjög ítarlegar og snertu þær öll svið kvenfélaganna. Sökum þess hve skýrslur þessar voru ítarlegar og ffá hve mörgum Gaddavlrsglrð- in^in á Arnar- hólsfdni Vegfarendur hafa hneykslast mjög á því, að sjá settan gadda vír ofan á girðinguna um Arn- arhólstún, meðfram gangstétt- inni við Hverfisgötu. Meðfram þjóðvegum má ekki girða með gaddavír nær en 6 metra, samkvæmt vegalögun- um. En í miðri Reykjavík er girt með gaddavír meðfram fjölfarinni gangstétt! Víðar í bænum mun þessi ósiður líðast, að girt sé með gaddavír við gangstíga. Nær ekki nokkurri átt að gera lægri kröfur um þetta í fjölförnum bæjum, en meðfratn þjóðveg- um úti á landi. ýmsu löndum og þannig einrtig sá landráðalýður, sem stendur Morgunblaðinu næst. Morgunblaðið hefir með þessari framkomu sinni enn einu sinni sannað þjónustu sína við erlenda, harðstjórn og það á ekkert skylt við neitt, sem ís- lenskt hefir talist, nema ef vera skyldi Gissur Þorvaldsson og Kristján skrifara. E. O. félögum þær voru, vanst þing- inu ekki tími til þess að taka önnur mál til meðferðar. f gær liélt svo þingið áfram og voru tekin fyrir tvö atriði á dagskránni: samvinnumál kvenna og mæðralögin. Urðu langar umræður um bæði þessi atriði. I dag verður svo haldið á- fram störfum þingsins og rætt um atvinnumál og atvinnunám kvenna og ennfremur réttarbæt ur kvenna. Þá eru og eftir ýms mál enn- þá, sem þingið mun taka til meðferðar og er gert ráð fyrir að það standi út vikuna. Á landsfundi kvenna eru flest þau mál tekin fyrir, sem snerta hag hverrar einustu konu á landinu. Konur ættu því að fylgjast eins vel með störfum fundarins og þær geta. Þjóðvilj- inn vill hvetja allar konur sem geta komið því við-, að sækja þingið sem áheyrendur. Alpýðublaðið hóf umrœður um fa!s- bréf Framsóknar i sambandi við fals bréf áttmenning- anna. Alþýðublaðið hefir undanfarið sagt það skýrum stöfum, að ákveðinn Alþýðuflokksmaður hafi skrifað falsbréf það, sem sent var til Framsóknarmanna á kosningadaginn í vetur. Alþýðublaðið hefir með þess- um „upplýsingum“ sínum, sem hér skal enginn dómur á lagð- ur, verið að reyna að draga huga manna frá áttmenningun- um, höfundum falsbréfsins, er sent var út fyrir Dagsbrúnar- kosningarnar.. Ennfremur mun í þessu eiga að felast hægra bros í áttina til Hriflu-Jónasar. Þjóðviljinn heimtar að mál þetta verði rannsakað til hlítar. Framsóknarflokkurinn einti gat grætt á falsbréfinu, og því er full ástæða til að ætla, að Framsóknarmaður eða einhver annar hlyntur þeim ílokki, hafi skrifað bréfið. En Alþýðublaðið þarf ekki að halda, að það geti breytt yfir falsbréf áttmenninganna í Dags brúnarkosningunum með því að vilja tala um eitthvað annað. Áttmenningunum og falsbréfi þeirra verður ekki gleymt fyrst um sinn af verkalýðnum í Reykjavík. Alpýðnblaðið oo Willy Miinzenber Les Stefán Pétursson þýzk blöð eins og fjandinn Biblíuna? Það hefir ekki vitnast fyrr en nú fyrir skömmu, að rit- stjórar Alþýðublaðsins læsu blað þýzku Alþýðufylkingarinn- ar, „Deutsche Volkzeitung“, sem gefið er út í París. Finnboga Rúti og Stefáni Pét urssyni hefir aldrei þótt ástæða til að taka neitt upp úr þvt blaði utn kjör verkalýðsins í Þýzka- landi, og baráttu hans, eins og Þjóðviljinn hefir gert nú aðund aníörnu. En að því kom þó að þetta blað þýzku Alþýðufylkingarinn- ar flutti efni, sem nægði Stefáni Péturssyni í stóra greirt. Það var stutt tilkynning frá mið- stjórn Kommúnistaflokks Þýzka lands^ um, að Willy Munzen- berg hefði verið sviftur trún- aðarstörfum sínum t flokknum. Út af þessu spinnur Stefán langa grein og nú er Munzen- berg allt í einu orðinn slíkur afburðamaður í hans augum, að honum þykir hlýða að skrifa langa grein t Alþýðublaðið, til að lýsa starfsferli hans. í tilkynningunni, sem birtist í Deutsche Volkzeitung er það skýrt tekið fram, að brot Willy Miinzenbergs gagnvart flokkn um hafi fyrst og fremst verið andstaða hans gegn samfylking arstefnu Kommúnistaflokksins. Stefán Pétursson les þessa sömu grein, vitnar í þetta sama þýzka blað, og skilur þetta svo, að Willý Múnzenberg hafi fall- ið í 'ónáð hjá Stalin(!!) vegna þess að hann hafi gengið of langt í samfylkirtgarbaráttunni! Hér er staðreyndunum vísvit- andi snúið við, því að enginn vænir Stefán Pétursson um, að hann skilji ekki venjulegt þýzkt mál á dagblöðum, eftir 10 ára „námP í Berlín. En fljótur er Stefán að finna lyktina af þeim mönnum, sem bregðast Kommúnistaflokknum og málstað verkalýðsins. Það verða hans menn, um þá er skrifað langt mál í Alþýðublað ið. Esja kom í dag úr Skotlandsferð Með henni voru yfir 40 farþeg- ar, flest útlendingar Unglingaregluþingið. Síðari fundur þess verður í dag kl. 1 e. h. María Stúart. Gamla Bíó sýnir áhrifamikla og glæsilega kvikmynd úr lífi Maríu Stúart, Skotadrottningar. Aðalhlutverkin eru ágætlega leikin af Katharinu Hepburn og Fredrick March. Stefán Guðmundsson syngur í kvöld kl. 7,15 í Gamla Bíó. Við hljóðfærið verð ur Haraldur Sigurðsson, píanó- leikari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.