Þjóðviljinn - 13.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.07.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 13. júlí 1938. ÞJOÐVILJINN ,Sk|aldborgln' ð NorðHrðl reynlr að rgðfa elningn verkalf ðslns. En bœjarstjérxiarkosDÍHgariiar í hanst mnnn sýna a& verkalýðnrinn fylkir sér nm sameining arstefanna. Eftir Bjarna Þórðarson. Inngangur. Þjóðviljinn hefir áður birt fregn um„ að samvinna sú, er hófst með Alþýðuflokknum og Kommúnistaflokknum í Nes- kaupstað fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar, hefði farið út um þúfur. í þessari grein vil ég leitast við að rekja málið frá rótum, finna orsakir samn- ingsslitanna og skýra viðhorf okkar kommúnista til atburð- anna og þá einkum þau sjónar mið, er við, bæjarfulltrúar Kom- múnistaflokksins í Nerskaupstað, höfðum fyrir augumj í starfi okk ar. I kosningabaráttunni var sam- starfið prýðilegt, enda árangur- inn sá, að flokkarnir fengufleiri atkvæði, en í pokkru öðru bæj- arfélagi á landinu, miðað við rlóksfjölda og tvo þriðju kjör- nna fulltrúa. Þegar samningarn- r um kosningabandalagið stóðu yfir, kom upp innan Alþýðu- flokksins nokkur hreyfing í þá átt að vinna alls ekki með kom- múnistum, en hún fekk lítinn byr. En svo illa tókst til að tvö af þremur efstu sætum Alþýðu- ílokksins voru skipuð ákveðnum sundrungarmönnum, og hefir einn bæjajrfulltrúi flokksins — Sigurjón Kristjánsson — lýst því sem sinni ófrávíkjanlegri stefnu, að vinna gegn bandalagi við kommúnista, 'hvernig sem á standi. Svikin byrja. Þegar sigurgleði norðfirsku al þýðunnar stóð sem hæst, kom fregnin um ,,brottrekstur“ Héðins, eins og þruma úr heið- skýru lofti, og samstundis breytt i:st viðhorf hægri manna Alþ.fl. iil samstarfsin^. í stað þess að \inna með kommúnistum að íramfaramálum, eins og áður mun hafa verið áforrn þeirra flestra, taka þeir að sniðganga okkur og „brosa til hægri“. - Eitt dæmi þess er stjórnafkosn- ingin í Pan (Pöntunarfélag Al- I ýðu, Norðfirði). — Þar stiltu þeir upp lista með þremur AI- þýðuflokksrriönnum, einum kom múnista og einum íhaldsmanni og það þeirn, er mestur styr Iiafði staðið um, af því liði, í ! osningunni og helst gekk þar fram fyrir skjöldu. Maðurinn \ ar Tómas Zoega, bankastjóri, !'ommúnistar beittu sér fyrir ! ví, að stilt var upp samfylk- i igarlista, én bándalag íhaldsins g hægri kratarina sigraði með tveggja atkvæða n»un. Bjarni pórðarson í verkinu hefir samvinna milli flokkanna aldrei átt sér stað, jnema í kosningunum. Síðan hef- ir hún aldrei náð lengra en til bandalags við nefndarkosning- ar. Bæjarstjórinn. Erfiðasti þröskuldurinn í sam vinnunni var að koma sér saman um bæjarstjóra. — Áður en sundrungin í Alþýðuflokknum náði hámarki sínu, hafði Alþýðu flokkurinn fallist á að kjósa bæj arstjóraefni okkar kommúnista og iiafnvel Sigurjón Kristjáns- son hafði lýst yfir því, að að einum manni frágengnum, sem ekki kom til greina, kysi hann engan fram yfir þetta bæjar- stjóraefni okkar. — En við sundrungina breyttist afstaðan svo, að sami maður sagðist aldrei ganga inn á kommúnista sem bæjarstjóra. — Fyrsta til- raunin til að ráða bæjarstjóra fór út um þúfur. Fjórir menn sóttu. Af þeim hefðum við get- að fallist á þrjá, en kratarnir aðeins á þann eina, er við gát- um ekki sætt okkur við, þar sem hann uppfylti ekki þau skil- yrði, er við, í starfskrá okkar, gerum til slíkra manna. — „Til bráðabirgða" var svo sami bæj- arstjóri ráðinn áfram af öllum hægri örmum bæjarstjórnarinn- ar. Flann heitir Eyþór Þórðar- son og á það eitt pólitískt á- hugamál að sundra samvinnu Alþ.fl. og Komm.fi., og hann hefir verið nægilega hreinskií- inn til að kannast við jiað. Hefir hann verið eins og útspýtt hundsskinn allsstaðar þar, sem hann gat unnið að þessu sínu hjartans áþugamáli. og Því mið- ur varð honum vel ágengt. — Pólitík hans hefir meðal annars birst í því, að neita að fram- kvæma gerðar samþykktir bæj- arstjórnar. Og þó hægri lcrat- arnir hafi samþykt eitthvað í bæjarstjórn, þá áttu þeir til að fella það í nefndum. — Eyþór var svo „framlengdur“ til þriggja mánaða og hefir alment verið nefndur ,,hengingarvíxill“ bæajrstjórnarinnar, og hefir nú enn á ný verið ,,framlengdur“ fram yfir kosningar af hægri mönnunum fimm. Um einn mann hafði náðst samkomulag. Var það Jónas Thoroddsen, bæjarfógeti. En dómsmálaráðuneytið leyfði hon- um ekki að hafa starfið með höndum, samhliða embættisínu. Verður sú synjun lítt skilajn- leg, þegar þess er minst, að Hjálmari Vilhjálmssyni, sem í senn er bæjarfógeti í Seyðis- fjarðarkaupstað og sýslumaður Norðmýlinga, fekk að taka við bæjarstjórastarfinu þar. Er auð- sætt að hér hafa verið að verki öfl, er vitandi vits unnu að því að sprengja samvinnuna. Þykj- ast menn kenna þar fingraför Jónasar Guðm. og fleiri manna. Að þætti Jónasar kem eg nánar síðar. j 1 annað sinn, sem bæjarstjóra staðan er auglýst, sækja þrír menn. Á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í tilefni af því, beitti forsetinn og sálufélagar hans í bæjarstjórninni, svo frekjulegri og óvenjulegri kosn- ingaraðferð, að hún braut í bág við allar lýðræðisvenjur. ístað þess að láta greiða atkvæði um alla umsækjendur í senn, og yrði þá sá kosinn, er flest fengi atkvæði, er gripið til þess ráðs, að greiða atkvæði um hvern um sækjanda fyrir sig og mótat- kvæða leitað. Og hægri full- trúarmr fimm greiddu atkvæði gegn öllum umsækjendum. — Við, fulitrúar kommúnista, greiddum fyrst atkvæði Jóhann- esi Jóhannssyni í Vestmanna- eyjum, en allir hinir fulltrúarn- ir á móti. Við greiddum og, ásamt Alfonsi Pálmasyni, Árna Ágústssyni atkvæði, en hinir fimm á móti, en við sátum hjá við atkvæðagreiðslu um þriðja manninn, Trausta Árnason, þar eð okkur hafði ekki í tæka tíð tekist að afla okkur nægra upp- lýsinga um hann, en allir aðrir greiddu honum mótatkvæði. Framkoma hægri manna á þessum fundi ,gaf tilefni til að álíta, að þeir væru ekki komn- ir á fund til að kjósa bæjarstjóra heldur til að kjósa ekki bæjar- iSf '' ‘ ' "'V ''' n*' m %. v #; tjí ' H -, \\Vv ■ \/! í 1 1 M ■ ' !\ lyy, : ■: rnj1 M V\\ ,<W! : i * fm | - a mmm % Pf>st iiMm Grænlandsfarið „Gertrud Rask“, er fór frá Reykjavík í gær, við bryggju í Kaupmannah; stjóra. Þeir voru fyrir fram á- kveðnir í að fella bæjarstjórn- ina. — Það er athyglisvert, að af 8 mönnum, sem til greina gátu komið, sem bæjarstjórar, gátum við kommúnistar gengið að 7, en hægri kratarnir aðeins að tveim, og sá, er samkomulag náðist um, var hindraður frá að taka starfið að sér. Og þó hefir a. m. k. helmingur þessara manna verið í Alþýðuflokknum. Það er því auðsætt hjá hvorum aðilanum einlægnin var meiri og viljinn á að ráða fram úr vandræðunum. — Ábyrgðarleysi er mest einkennandi fyrir póli- tík hægri mannanna, hinn þrí- eina en þó eina afturhaldsþurs í bæjarstjórn Neskaupstaðar. Og Eyþór Þórðarson situr / hásæti sínu og líkist einna helst smækkaðri mynd af hinum miklu einvöldum mannkynssög- unnar. Hann var því vanur í tíð fyrri bæjarstjórna, að fá óá- talið að fara sínu fram, en með kosningu kommúnista breyttist þetta. En nú hefir Eyþór fengið því til leiðar komið að alt aftur- haldið hefir sameinast um „stjórn“ bæjarins og er vísb ekki mikil hætta á að sá meiri- hluti ónáði hann — hinn litla Mussolini — í einræðisdraum- um sínum. Ástæða samningsrofanna. Éjg hefi áður á það bent, að samningsslitin megi rekja til sundrungarinnar í Alþ.fl, »g:það er rétt. Hefði hann ekki kldfnað;^ er enginn vafi á að alt ’ héfði’ gengið vel. En þá er spurningin: Trúa hægri menn Alþýðuflokksins því, að aðstaða þeirra batni í bæjarstjórninni við nýjar kosn- ingar? — Til þess að geta gert sér vonir um það, þarf ótrúlega mikinn hæfileika til að blekkja sjálfa sig. En það er annað, sem þeir hugsa sér að vinna: Alfons Pálmason er hirin eini af bæjarfulltrúum Alþýðuflokks- ins, sem af einlægni hefir unnið að samstarfinu og viljað að bandalagið gæti blessast. Þess vegna er hann hataður af hægri klíkunni. Enda hefir annarbæj- arfulltrúi Skjaldborgarinnar lýst yfir því, að hann vilji ekki að- eins flæma Alfons úr bæjar- stjórn, heldur og úr Alþ.fl. og ekki aðeins Alfons heldur alla vinstri menn. — Það, sem Skjald byrgingar hugsa sér að vinna, er það að útiloka Alfons úr bæjarstjórninni í þeirri von, að íhaldsmenn hreppi sæti hans„ En norðfirska alþýðan á eftir að feykja þessari spilaborg um koll. Hún mun ekki senda færri verklýðssinna inn í bæjarstjórn- ina en nú eru þar. Og hún mun athuga sinn gang áður en hún, felur íhaldsöflunum forsjón sína,. en hún hefir aðeins um tvent að velja: stjórn hægri krata,, íhalds og Framsóknar, eða stjórn kommúnista og só^íalist- anna í Alþ.fl. — Það er sorglegt að vita til þess, að Neskaupistað,. sem hefir róttækari alþýðu en nokkur annar bær á landinu, skuli nú vera stjórnað af íhald- inu og öðrum hægri mönnum.. — En það er ekki víst að það verði nema til haustsins. Norð- firska alþýðan mun skilja köll- un sína, og halda þeim sessi, er hún hefir hlotið meðal al- þýðusamtakanna. Hún mun verða sá brimbrjótur, er fyrir- ætlanir hsegri klíkunnar brotna: á. Jónasar þáttur Guðmundssonar. Jónas Guðmundsson átti drýgstan þátt í jþví, að flokkarn- ir höfðu sameiginlegan lista við kosningarnar. Áður var svo til- ætlast, að tveir listar yrðu í kjöri, en þó bandalag og sam- eiginleg starfsskrá. —- Jónasii leist sitt lið ekki vænlegt til sigurs í samanburði við okkur kommúnista og fekk því til leið- ar komið, á síðustu stundu, að‘ gengið var að jafnréttiskröfum okkar. — En hið rétta eðli Jón- (í’rh.vá 4. síðu.)-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.