Þjóðviljinn - 14.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 14. júlí 1938. P JOÐVILJINN KommúnlstafL Banda- i rfkjanna heldar ttnnda flokksþing sltf. I Bandarikjunam eru nú 95 púsnnd flokksbnndnlr |gr kommdnlstar. ÞjóðlylkÍKgarsteSunniii ves ðrt tylgi. var heillaskeyti til mexíkönsku stjórnarinnar. 26. maí s.l. hélt kommúnista- flokkur Bandaríkjanna 10. flokksþing sitt. Flokksþingið var haldiðj í New York og var þingið se’tt; í jhinum stóra sal í Madison Square-Qarden, að viðstöddum 22 þúsundum verka manna. Ping verklýðsflokks í Banda- ríkjunum hefir aldrei hlotið slíka athygli. Auðvaldið hefir fram að þessu reynt að þegja í hel tilvist Kommúnistaflokks- ins og þing. Nú varð sú að- ferð ekki lengur notuð. Stærstu borgarablöðin í*New York og annarsstaðar í Bandaríkjunum fluttu daglega frásagnir og greinar um þingið og gerðir þess. Þagnarmúrinn var rofinn. Ekki vegna þess að bandaríska auðvaldið sé nú farið að líta Kommúnistaflokkinn hýru auga — heldur einfaldlega þess vegna, að hann verður ekki lengur þagðuír í Ihel. Innri styrk !ur hans og áhrif hafa aukist óðfluga á síðustu árum, ein- angrunarvíggarðamúrinn, sem yfirstéttin og þjónar hennar hafa reynt að hlaða milli hans og fólksins er að rofna og molna niður. Alþýðan sýnir æ meiri áhuga fyrir flokknum og málefnum hans og baráttu — og æ fleiri úr röðum hennar gerast liðsmenn, í fylkingum hans. 1929 voru aðeins 10 þús. fé- lagsbundnir meðlimi,T; í flokkn- um. 1936 50 þús. — og 1938 95 þús. Slíkt er hraður vöxtur, er samsvarar þó ekki aukningu þeirra áhrifa, sem flokkurinn hefir úf á ,við. Brennipunkturinn í starfsemi flokksins og eins á þingi hans var baráttan fyrir sköpun víð- tækrar lýðræðisfylkingai* til varnar og sóknar gegn öflum afturhalds og fasisma. Nauðsyn þessarar þjóðfylkingar verður allri alþýðu æ Jjósari — enda á barátta kommúnista vaxandi fylgi og vinsældum að fagna. Eitt mikilvægasta atriðið um sköpun slíkrar lýðræðisfylking- ar er, að klofningurinn í verk- lýðshreyfingunni verði þurkað- ur út — og skapað eitt sam- stætt verkalýðssamband, enda er það eitt af stefnumálum bandarískra kommúnista. Á þinginu var samþykt starfs- fekrá í mörgum liðum, og drep- um vér hér aðeins á fá atriði. 1) Bætt laun verkamanna, betri aðbúnað og styttan vinnu- tíma. i 2j Stjórnin var hvött til að gera sérstakar ráðstafanir og auka opinbera vinnu með tilliti til komandi kreppu og þeirraj vandræða, er hún hefði í för með sér. 3) Varin skulu og aukin lýð- réttindi fólksins — og dregið eftir megni úr áhrifum stórauð- valdsins bæðii í iiðnaði og í stjórnarfari, og verður í því sambandi að leggja áherslu á að auka lýðræðislegt eftirlit með atvinnuvegum landsins. 4) Bandaríkjastjórn verður að takast á ,hendur að skipu- legja friðaröflin, í (heiminum og stöðva á þann hátt uppivöðsh( og stríðsæsingar fasistaríkjanna Flokksþingið ræddi ýtarlega um utanríkispólitík BA — og fordæmdi sérstaklega „hlutleys ispólitíkinal< illræmdu — og hvatti til virks stuðnings við hina stríðandi alþýðu Kína og Spánar. — Örlög friðarins liggja nú að miklu leyti í íiönd- um Bandaríkjanna; ef vérbregð umst nú, verður það einna dekksti kaflinn í isögu Amer- íku“. Með tilliti til í 'hönd farandi þingkosninga lagði þing flokks- ins sérstaka áherslu á, að meg- inatriðið væri að hindra að aft- urhaldið fengi þar meirihluta og skoraði á fylgjendur sína að styðja frjálslynda frambjóðend- ur, þar sem flokkurinn sjálfur ekki byði fram. Mikil áhersla var og lögð á samvinnu hinna ýmsu lýðræðis- fylgjenda., í BA eru t. d. trúar- bragðafélög sem telja um 20 milj. meðlima, mest verkamenn Afturhaldið hefir reynt að nota Jjauj í baráttu sinni fyrir kúgun Og fasisma og er því brýnni nauðsyn að vinna þau til bar- áttu fyrir lýðræðisfylkinguna og sína sönnu hagsmuni. Pá var og lagt mikið upp úr að bæta samstarfið milli hinna ýmsu þjóðarbrota og auka starf semina meðal bændakvenna, bg æskulýðs og síðast en ekki sízt jnegranna, en þeir eru sdm kunnugt er þeir kúguðustu. hinna kúguðu vestra þar. Það hefir ekki vantað, að bandaríska auðvaldið hafi ekki brugðið kommúnistaflokknum þar um að hann væri erlendur flokkur (sbr. Morgunblaðið hér og skrif þess) til þess að reyna að skapa sér grundvöll til að banna hann, og kyrkja umleið baráttu ameríska verkalýðsins. Kommúnistaflokkurinn svarar þessum herrum. í stefnuyfirlýs- ingu flokksins segir m. a. svo: Kommúnistaflokkur Banda- ríkjanua er hinn pólitíski flokk- ur verkalýðsstéttanna, semheld- ur merki þeirra Jefferssons,] Jacksons og Linoolns, merki sjálfstæðis-yfirlýsingarinnar. Hann vill vernda alla árangra lýðræðisins, rétt fólksins til brauðs, frelsis og hamingju. Hann ver stjórnarskrá Banda- ríkjanna gegn hinum afturhalds- sömu fjendum þeirra, sem viljá afmá lýðræðið og öll réttindi fólksins......“ Kommúnistaflokkur BA !eí sterkur flokkur og vaxandi.' Honum hefir tekist að tileinka sér orð verklýðshetjunnar Dimit roffs, „að læra að synda sjálf- :stætt. í ölduróti stéttabaráttunn- ar, í stað þess að standa sem áhorfendur á ströndinni, athug- andi hinar brotnandi bylgjur og bíðandi þess að veðrinu sloti“. Og barátta hans hefir þegar borið mikinn árangur — og á eftir að hafa enn meiri áhrif í amerísku þjóðfélagi. Svlfflngkennsla e -imtf á Sandskeiði. pessa dagana fer fram stöð- uð svifflugkennsla uppi á Sand skeiði. í fyrradag voru sérstak- lega góð skilyrðji til svifflugs, og var það óspart notað. Ein svifflugan flaug til Rvíkur ofan af Sandskeiði, var hún dregin af mótorflugvél ca. 200 m, í ILoft upp, en komst sjálf í allt að 1500 m. hæð. Lenti hún; í iVatnsmýrinni, en þar voru erfiðleikar á að ná henni upp aftur vegna óhag- stæðrar vindstöðu. Þá er það einnig í frásögur færandi, að einn íslenzki svif- flugneminn, Leifur Grímsson, var dreginn upp í ca. 200 m. hæð á nemendaflugu, en tókst að hækka sig um ca. 400 m. og halda sér á loft'i í 14,26 mín. Nægir þetta flug til þess að taka C-prófið. Er Leifur fyrsti maður er leysir þá þraut af hendi hér á landi. Næsta sunnudag verður al- menn flugsýning uppi á Sand- skeiði. Olíuhringurinn Royal-Dutch-Shell, sem var eins og kunnugt er, riðinn við uppreisnartilrauninna gegn Car- denas-stjórninni í Mexíco, Iiangir ekki alveg á horreiniinni. Síðastl. viðskiptaár græddi hann allt að 1 milljón sterlingspunda og greiddi 17 í ágóðahluta. Brezk-oersneska olíufélagið hækkaði gróða sinn iír 9,4 upi^ í 42,4 milljónir sterlings- punda og borgar 37,5°/o(í ágóðahlut ** Eftirstöðvarnar af lífverðí mexl- kanska uppreisnarforingjans Cedillo, hafa gefist upp fyrir hersveituin mexíkönsku stjórnarlnnar. Sjálfur er Cedillo flúinn til fjalla og felur stg Þar. ** 13. jan s.l. var haldlnn mjðg fjöl- sóttur útifunduri í 'Havana, höfuö- borg Kúba. Fundinn sóttu um 15 þús. verkamanna. Marinello talaði þar fyrir hönd Kommúnistoflokks Kúba. Fulltrúar annara verklýðs- flokka og frjálslynda flokksins tóku einnig til máls. — Hlustuðu fundar- menn síðan á útvarpsræðu Car- denas forseta Mexico — og lauk fundinum með því, að samþykkt Laufey mín er ljúf og blíð, leikur vor um enni. Pessi vísúorð voru einu sinni gerð um litla elskulega stúlku, sem öllum þótti vænt um, er kynnst höfðu, hún átti það líka fyllilega skilið, því hún var öll- um ljúf og góð. Nú er hún dáin, það er nokkuð síðan, en ég vissi það ekki fyr en nú. Móðir henn- ar, Guðbjörg Sigurðardóttir, lézt nokkrum dögum áður. Pegar ég frétti lát þessara mæðgna, sem ég var eitt sinn vel kunnug, rifjaðist upp íhuga mínum ýmislegjt í 'sa'mbandi við þá viðkynningu, og allar eru þær minningar fagrar, bjartar og hlýjar. Þessar mæðgur höfðu það við sig sem því miðurskort ir hj(á allflestum, en það var hlýtt og aðlaðandi viðmót, sam- fara skilningi á kjörum annara. Gestir þeirra fóru frá þeim hlýrri í huga en þeir komu. Það var hin þunga og sára lífs- ** Italir hafa fyrir ekki alls löngm flutt hið fræga líkneski „Ljónið frá Júda“ til Rómaborgar. — sem tákn þess „sigurs", sem þeir hafa unnið. Nýlega gerðist áberandi atvik i sambandi við þetta „sigurmerki", Abessinskur aðalsmaður, sem var þátttakandi. í sendinefnd, sem komin komin til Rómar, til að „hylla" Mussolini, klifraði upp á líkneskið, og hélt þaðan harðorða ræðu gegn ræningjum hins abessinska sjálf- stæðis. — Hann særði fjóra fas- ista, sem ætluðu að taka hann fast- an. Vafr honum síðan misþyrmt svo að hann var lagður dauðvona á sjúkrahús. ** Útflutningur Svíþjóðar til Þýzka- lands vex hröðum skrefum. Á fyrstu þrem mánuðum þ. á. nam verðmæti hans 106 milj. kr., en á sama tíma í fyrra aðeins 7 jmilj. Útflutningsvaran er aðallega járnmálmur, sem sé þau hráefni, sem nú eru mikilvæ^úst fyrir hernaðaráætlanir fasistanna. reynsla, sem gerði þær skygn- ar á kjör annara. É|g ætla ekki að rekja æfifer- il þeirra, en hann var þrotlaus barátta við örbyrgð, sjúkdóma og ástvinamissi, en það var eins og Guðbjörgu ykist kraft- ur við hverja raun. Hjartahlýj- an og löngunin til að vera öðr • um til gleði áttu mikinn þátt í því að græða sorgarsárin. Þag: vátr þrek hennar og' bjartsýni sem veitti því sólskini inn í sál dótturinnar, sem gerði hana færa um að standast erfiðleika hinna löngu og mörgu sjúk- dómsára. ( Laufey sál. var framúrskai*- andi góð dóttir, umhyggja henn ar fyrir foreldrunum vardæma fá, ef ekki dæmalaus, hún líktist frekar umhyggju fullorðins. manns en barns. Föður sinn misti hún ung, en þá var eins og umhyggja hennar fyrir móg- urinni tvöfaldaðist, enda naut hún mikils ástríkis hjá henni. Þessi .gagnkvæmjí kærleikur mæðgnanna veitti þeim marga gleðistund, sein annars hefði ekki orðið til, og gerði þær færari um að mæta erfiðleikun- um. Þæi voru óaðskiljanlegar í lífinu, og það virðist vel til fallið, að þær fengu að fara héðan með svo stuttu millibilu Verið þið sælar. Þökk fyrir viðkynninguna. Vinkona. Þeir sem eiga muni þá, sem eru á lóðinni fyrir norðan bifreiðastöðina Geysir við Kalkofnsveg gefi sig strax fram á lögregluvarðstofunni og færi fram sönnun á eignarétt sinn á þeim og flytji þá burt af lóðinni, því annars mun lögreglan ráðstafa þeim á kostnað eiganda. LÖGREGLAN Minoingarorð um mæðgurnar Guðbjðrgu Sigurðardóttur og Laufeyju Jonsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.