Þjóðviljinn - 15.07.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1938, Blaðsíða 4
SjB Ný/a fi'io sg A vængjum songsins. Unaðsleg amerísk söngva mynd frá Columbia Film Aðalhlutverkið leikur og syngur hin heimsfræga söngkona GRACE MOORE. Aðrir leikarar eru: Melvyn Douglas, Helen Westley o. fl. Or borglnnt. Næturlæknir: í nótt er Sveinn Pétursson, Garðastræti 34, sími 1611. Næturvörður er í Reykjavíkurapóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. tJtvarpið í dag. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 \fcðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Amerísk lög 19,40 Auglýsingar 1950 Fréttir. 20.15 Erindi; Kaupstaðarferðir Skaftfellinga á 19. öld, Páll Sigurðsson, f. bóndi. 20.45 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.10 Hljómplötur: Sónötur eft- ir Debussy og (21.40) Har- móníkulög. 22.00 Dagskrárlok. þlÓÐVIUINN Æskaa og slálístæðismálin. Sundhöllin verður lokuð til kl. 4yj í dag vegna viðgerðar á hitaveitunni. Athygii ; ; f(í skal vakin á auglýs- ingu skattstjóra í blaðinu í dag um elli- og örorkutrygginga- skrá fyrir Reykjavík. Allsherjarmótið. Or frásögn Þjóðviljans af allsherjarmótinu hafði af van- gá fallið niður úrslit keppninnar í sleggjukasti og breytist því stigatalan. Varð stigatala félaganna þessi: K.R. 154 stig. Ármann 101 stig. Fimleikafél. Hafnarf. 39 st. I. R. 13 st. Knattspyrnufél- Vestm.e. 9 st. Framh. 2. síðu. verða samfnála um það, aðsjái íslendingar sér hag í því á sín- um tíma að slíta öll tengsl við Dani, mun það mál verða eink- ar auðsótt. Paðan getur því sjálf stæði voru tæpast staðið stór hætta héðan af. Hitt er annað mál og verðskuldar umhugsun og athygli, að sjaldan hefirsjálf stæði þjóðarinnar hangið áslík- um bláþræði og nú. Kemur þar margt til gíiöna, sem íslenskrí æsku væri einkar nauðsynlegt að glöggva sig sem best á. j Skuldir ríkisíns við útlönd,og þá fyrst og fremst Bretland, skifta nú orðið tugum miljóna króna. Möguleikar okkar til að standa í skilum með vexti og afborganir hvíla að miklu leyti á tilviljun eínni. Bregðist t. d. síldaraflinn, eins og nú eru lík- ur til að ætli að verða, eru fylstu líkur til hinna mestu vand ræða og jafnvel algerðs gjald- þrots. Þannig hefir Bretínn ráð |okkar í 'hendi sér. Mesta hætt- an og nálægasta stafar þó íjt annari átt. Rannsóknir þýsku nazistanna hér heima, allar þeirra vinsamlegu heimsóknir, og hvað það nú er kallað.verð- skulda vægast sagt tortrygni. Fyrir smáþjóð eins og okkur íslendinga, vopnlausa og vam- arlausa, er því sjálfsögð skylda að gæta hinnar mestu varfærni, ekki síst ,þegar þesS er gætt, að lega landsins gerir það að girnilegri hernaðarmiðstöð fyr« ir stórveldin, að ógleymdum fiskimiðunum, sem myndu í slíku tilfelli þykja álitlegt forðan búr. Virðingarleysi fasistaríkj- anna fyrir frelsi smáþjóðanna er nú alviðurkend staðreynd, og því óþarfi að fjölyrða um það. i Vilji íslenskur æskuljður því vernda og efla sjálfstæði þjóð- arinnar ber honum fyrst og fremst að standa saman gegn fasismanum. Það er ekki nóg að dáðst að starfi Fjölnismanna, baráttu’Jóns forséta og Skúla Thoroddsen. Við verðum líka að sanna, að við kunnum að verja fengið frelsi, að við ger- um ekki minningu þessara manna þá hneisu, að láta villi- mensku fasismans troða lífsstarf þeirra niður í ísiorpíð, þóttþeir séu nú sjálfir komnir undir græna torfu. Sameinaður er íslenski æsku- lýðurinn sterkur. Þessvegna er Elli- og ðrorkntrygginga- skrá fyrlr Reykjavik iog skrá um námsbókargjald liggja frammi í bæjarþing- stofunni í hegningarhúsinu frá fimtudeginúm 14. júlí til miðvikudagsins 27. júlí að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—20 daglega. Kærufrestur er til þess dags, er skrámar liggja síðást frammi, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur í Alþýðuhúsinu eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24 þann27. júlí. Skattstjórinn í Reykjavík. Ha&ldór Sigfússon setíur. Gam!aT3So | Bardaginn um gullnámuna Afar spennandi mynd eft- ír Zane Grey. Aðalhlutv, leika: Buster Crabbe, Monte Blue, Raymond Hutton, Skipper Skræk sleginn út. Síðasta sinn. samstilling allra krafta hinnar þjóðhollu æskúj í landinu nauð- synjamál dagsins. Og takist að sameina ungu kynslóðina um málin, er fram- tíð þjóðarinnar og þjóðfrelsfa^ns borgið. Alt annað væri líka ó- samboðið þeirri kynslóð, sem á að erfa landið og nytja gæði þess og náttúruauðæfi um ókom in ár og áratugi. Dtbreiðið ÞiéðTiljasa Aiexander Avdejenko: Eg elska .. 81 að fara að skrúfa fyrstu róna, kom fyrsta eintak- ið af blaðinu í eimvagninn. ! greinum þess var hvatt til að skapa fyrirmyndareimvagna í Magnito- strioj. Hver eimvagnsstjóri og að'stoðarmaður átti að vera ábyrgur fyrir vissum hlutum eimvagnsins við viðgerðirnar. I þrjá daga komum við ekki Weim, í skálann okk- ar. En það var gert við eimvagninn. Kramarenko bræðslumaður hjálpaði okkur. Strax á morgun átti að fara að nota vagninn. Það var aðeins eftir áð setja í hann eimhverfihjólið og leggja rafmagns- feiðsluna. * ' - En eini raffræðingurinn í ivagnskemmunbi hafði bnent sig á Wandlegg og lá á sjúkrahúsi. Annað-1 hvort yrðum við að bíða þess, að hann yrði heiÞ brigður, eða nota olíuljós við aksturinn. — Blaðið kom út aftur og hvatti áhugaliðið til að sigrast á síð- ustu erfiðleikunum fyrir morgu;ndaginn og sjá um ljósin af eigin ramleik. Ég tók eftir því, að ýmsir félaganna lásu grein- ina með iðrunarsvip. í kringum þá reikaði með kátínusvip eimvagnsstjórinn, sem gekk undir auk- nefninu „fiskurinn“, Ég fann að hér var eitthvað í ólagi. — Svo heyrði ég að sagt var hásrí röddu: — Það ætti að spyrja þetta blað hvort það haldi að við séum úr steini. — Nú höfum við ekkert sofið í 3 fdaga — og svo eigum við að halda áfram að vinna! Sá sem talaði var „fiskurinn”. Hann var kallaður þetta sumpart vegna þess hvað honum þótti gam- an að fiska, sumpart vegna þess, hve hann var altaf syfjaður. Hinir þögðu. Hann hélt áfram: — Ef einhvern langar til að verða eftir og slíta sér alveg út, — þá verði honum að góðu. Við hinir förum heim. Nú er það hvíld, piltar. Ég stökk upp á pallinn, benti með útréttri liendi fá „fiskinna og las yfir honum: — Það er hann þarna félagar, sem er „villimað- úrinn“ meðal okkar. Það er hann sem er „útlepd- ingurinn“ við eimvagnana. Það er hann sem hefir breitt það út um víða veröld, að við værum skræl- ingjar! , Ég vissi að „fiskúrinn“ drakk. Ég hafði séð hann taka með sér veiðitækin sín ijnn í eimvagninn, ég liafði séð hvernjig hann hlorfði löngunarfullu augna- íýáði til vatnfeins allan vinnutímann. Hitt gruíhaði mig aðieins — ég fann það á mér. En áhugasveitin talaði opinskátt um það. Hann var vanur að sofa úr sér vímúnaí í leimvagninum. Svefnugur og dauða- drukkinn hafði hann mölbrotið varnarslárnar. ! öl- æði hafði hann mölvað skálina í eimvagninum og ógnað aðstoðarmanni sínum: Ef þú segir eitt orð um þetta, drep ég þig bara ósköp rólega, skilurðu það? | r Við fórum að vinna við raflögnina. Ennþá ein svefnlaus nótt. Um morguninn vaf eimvagninn loks tilbúinþi. Borisov, aðstoðarma ður minn, hleypti gufu á hverfi- hjólið. Og ljósker eímvagnsins luku upp sínum mánabjörtu augum. Oti skein sólin. Það var kom- inn dagur — og hér stóðum við sjömenníngarnir framan við Ijóskerin og fögnuðum hinni hvítu birtu þeirra. Nokkrum dögum seinna sá ég Braude verkfræð- ing. Ég veifaði til hans vasaklútnum á langleið og kallaði á hann að eimvagninum/Hann köm, horfði á mig ókúnnuglega og leit síðan á númerið á eim- vagninum og skildi ekki neitt. Þýzki ráðunauturinn þékkti hann ekki aftur. Ég stökk niður, (minnti hann á fyrsta fund okkar og leiddi hann umhverfis vagninn. » Vélfræðingurinn skoðaði hann og þuklaði vand- lega á honum. Hann nuggaði hann með vasaklútn- ujn, en klúturinn óhreinkaðist ekki. Svo gekk hann lað mér, ætlaði að segja éitthvað, en svo kipruðust varir hanfe í (brosi. Hann reyndi ekkert að stilla jsig eða leggja nejinar hömlur á bros sitt, hann beið unz það var hotfið, svo fór hann að tala við mig. En í (þietta skipti hljóp ég ekki til þýðandans. £g víssi. a ð Braude vélfræðingur hafði viðurkennt að sér h efði skjátlazt. prítugasti og sjötti kafli. Það byrjaði strax um morguninn — eða öllu heldur þegar ium kvöldið. Ég fór að hátta, en losn- aði ekki við spenninginn. Hann smokraði sér ínn- úndir ábreiðuna, þrýsti sér hægt og fast að eyra mér og vermdi sig við brjóst mitt. -------Og eiginlega hafði þó ekkert sérstakt gerzt. Þetta sama urðu svo margir aðrir að reyna. Fjölmargir höfðu tekizt á hendur svipaðar skuldJ bindingar. En höfðu þeir verið haldnir slíkUm spenn- ingi og eftirvæntingu? Loforð mín ojg samningur var að vísu ekki ne'jtt algengt fyrirbrigði. Ég hafði heitið verkstjórunum og bræðslumönnunúm að vera ábyrgui’ fyrir starfi háofnsins. En veit ég þá y'fir- Ieitt hvernig háttað er starfi þessara margbrotnu samsettu véla? Hvaða aðstoð get ég veitt? Tæfl|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.