Þjóðviljinn - 28.07.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.07.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudaginn 28. júlí 1938. |»ðOVIUlNB9 Málgagn Kominúniataflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjérn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema Hvað ryðnr faslsmannm brant? Sðknln eða andan- haldið nagnvart honnm? mánudaga. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Frelsun verkalýðs- ins verður að vera hans eigið verk Framkoma Alþýðusambands- stjórnarinnar undanfarið gagn- vart verklýðsfélögunum er hvorttveggj'a í senn, ósvífin og hættuleg. Hvað eftir annað ræðst þessi afturhaldsklíka a verkalýðsfélög, sem ekki eru nógu þjál og auðsveip, sviftir þau réttindum til samningsgerð ar um kaup og kjör meðlima sinna, og semur síðan að baki félaganna, og oft í beinni ó- þökk þeirra, um þau mál. Eftir framkomu Alþýðusam- bandsstjórnarinnar í deilum netabætingamanna, A. S. B., verkafólksins á Djúpuvík og nú síðast í ináli Þvottakvennafé- lagsin? ,,Freyja“, er það ljóst, að þessi klíka ætlar að beita öllu valdi sínu til að beygja verkalýðsfélögin undir áhrif sín og óvirða og ofsækja þau fé- lög, er ekki láta skelfast af hót-' unum. Stefán Jóhann og klíkan sein honum fylgir, hikar ekki við að rífa niður það starf, er fórn- fúst verkafólk hefir íagjt í bygg- ingu samtaka sinna og barátt- una fyrir rétti þeirra. Starí Stefáns Jóhanns og klíku hans í verkalýðshrevfingunni verður með hverjum deginum augljós- ara og rótarlegra klofnings- starf, — með ráðnum huga er reynt að dreih- kúga félög hans með þeim meðölum, sem harðdrægustu atvinnukúgurum einum eru samboðin, oft og tíðumf í beinu samspili við ríkisvaldið, er sér nú 'færi á að gera verkalýðs- hreyfinguna að meira eða minna leyti háða og bundna sjálfri yfirstjórn auðskipulags- íns. Auðvaldið á Islandi notar þessa klíku vitandi vits til skemmdarstarfsemi í verkalýðs hreyfingunni. Þessir menn, sem alþýðufólk hafði kosið á. þing til að gæta þar réttar og hagsmuna verkafólksins, láta brúka sig til að smeygja fjötri vinnulöggjafarinnar á samtök verkamanna. Þeir géra allt, sem hugsanlegt er, til að hindra ein- ingu verkalýðsins. Þeir svífast ekki að beita áhrifum sínum á ríkisvaldið, til að reyna að slá niður lítil og ung verkalýðsfé- Enn reyna blöð, sem telja sig andstæð fasismanum, að koma inn þeirri hugmynd hjá alþýðu manna, að kommúnistar ryðji fasismanum braut og samvinna með séxstökum hætti sé á milli kommúnista og ílvaldsins. Að vísu eru þessar hugmyndir svo barnalegar og fáránlegar, að það er í raun og veru að mis- bjóða skynsemi almennr' lee enda þessara blaða að vera að líta við því að svara þeim, — ekki síst, þegar aðrar eins stað reyndir og samvinna Kommún- istaflokksins og Alþýðuflokks- ins og sumstaðar við Framsókn gegn íhaldinu í síðustu bæjar- stjórnarkosningum og stuðning- ur kommúnista við báða þessa flokka gegn íhaldinu í síðustu jDÍngkosningum tala sínu máli hér innan lands og samvinna kommúnista á Frakklandi og Spáni við samskonar flokka og samvinna Sovétríkjanna, Frakk lands og Tékkóslóvakíu sanna hið sama erlendis, — en af því þessar hugmyndir eru hinsveg- ar stórhættulegar samvinnu vinstri flokkanna og af því sig- ur fasismans í Mið-Evrópu hef- ir kent okkur að vanmeta ekki heimskuna, sem viss blöð, sem dirfast að kenna sig við lýð- ræðið, reyna af fremsta megni að viðhalda og hjálpa óafvit- andi fasismann til að nota sér hana ,þá munum við nú athuga þetta mál nokkru nánar. Orsakir fasismans. Hvernig stendur á fasisman- um? Stafar hann af mann- vonsku nokkurra auðmanna eða æfintýramanna, af persónuleg- um yfirburðum nokkurra met- orðagjarnra foringja — eða ein- hverjum þessháttar fyrirbrigð- lög, sem voga sér að vinna að sameiningunni. Ljótasta dæmið um slíka framkomu „verkalýðs- foringja“, er árás Haralds Quð- mundssonar sem ráðherra, og Alþýðusambandsstjórnarinnar á Þvottakvennafélagið ,,Freyju“. Verkalýðnum er það ljóst, að engin árangursrík hagsmunabar átta er hugsanleg með því móti að verkalýðsfélögin verði að meira eða minna leyti byggð inn í ríkisvald borgaranna. — Fleiri pg fleiri verkamönnum er að verða það Ijóst, að frels- un verkalýðsins verður að vera hans eigið verk, að þessir ,,foringjar“, sem nota aðstöðu sína til áhrifa á ríkisvaldið til árása og ofsóknar á verklýðs- félög, eru hættuleg hindrun í í vegi verklýðshreyfingarinnar. Dómur verkalýðsins yfir þess um mönnum verður harður og endanlegur: Þeir eiga ekki Þheima í alþýðusamtökunum. um? Nei, því fer fjarri. Fas- isminn er alþjóðlegt fyrirbrigði, sem stendur í beinu sambandi við þjóðféiagsþróun nútímans. Auðvaldsskipulagið er komið á sitt hnignunarskeið. Það er orðið hemill á framförum mann kynsins. Auðmannastéttin get- ur ekki viðhaldið yfirráðum sín- um yfir fjöldanum lengur með þeim aðferðum, sem hún gat notað áður. Það var auðveit fyrir auðvaldið að telja fólki trú um að þess stjórn væri best, á meðan öllu fleygði fram at- vinnulega og meðan því þótti borga sig betur að láta alþýð- unni fjölmargar endurhsetur í té (og hafði líka efni á því, —) heldur en að Ienda í harðvít- ugri baráttu við hana. En þegar gífurlegt atvinnu- leysi er orðinn fastur fylgifiskur ur auðvaldsins, þegar kreppurn ar verða sífelt gífurlegri, þeg- ar hver styrjöldin rekur aði\a og öllu tekur að hnigna, nema vígbúnaðinum, — þá verðurerf iðara fyrir auðmannastéttina að fá fólkið til að trúa því að stjórn hennar sé sú eina sálu- hjálplega. Og þegar svo þar á ofan bætist, að alþýðan sérfyr- ir sér að í einum sjötta hluta veraldarinnar hefir þjóðfélag sósíalismans þegar afnumið at- vinnuleysið, afnumfð kreppurn- ar og tekur svo stórfeldum framförum, að auðvaldsþjóðfé- lagið hefir á blómaskeiði sínu aldrei þekt þvílíkt, — þá er skiljanlegt að auðvaldinu fari að ganga erfiðlega að sannfæra fólkið um að það sé eitt sam- an fært um að stjórna, — þó það svo hafi mestöll áhrifatæki þjóðfélagsins í sínum höndum. Þegar auðmannastéttin því sér, að henni tekst ekki lengur að viðhalda völdum sínum með því móti að alþýða manna njóti sömu kjara og áður og þeirra réttinda, sem þóttu sjálfsögð mannréttindi fyrir nokkrum ára tugum — þá ræðsf anðvaldið íút í það að rýra lífskjör alþýð- unnar stórum og svifta hana mannréttindum, þó það kosti hina verstu harðstjórn og arg- asta afturhald, sem veröldin hef ir þekt. Þessvegna er fasism- inn örþrífaráð spiltrar yfirftéit- ar, er finnur grundvöllinn gliðna undir fótum, til að snúa hjóli sögunnar aftur á bak og lengja líf dej'jandi, hnignaðs skipulags með því að beita mannkynið hinu versta ofbeldi. Og auðmannastétt eins lands sem þannig hefir sigrað alþýð- una í svip með fasismanum, nægir enganvegin sú undirokun, sem hún þarmeð getur fram- kvæmt. Auðmannastéttir fas- istalandanna verða — út frá glímunni við mótsetningar auð- valdsskipulagsins og krenpurn- ar, sem af því leiða, — að reyna að velta afleiðnigum þeirra líka yfir á aðrar þjóðir með því að undiroka þær við- skiptalega og stjórnmálalega (svo sem ítalía við \hessiniu, Japan við Kína, Þýskaland og ítalía við Spán, Þýskaland við Austurríki, Danmörku, einnig ísland — síðustu viðskiftasamn ingar og framferðið í isíldar- og ísfisksmálum). Þessvegna þýðir fasisminn ekki aðeins stórum versnandi lífskjör fyrir alþýðuna, rán mannréttinda frá þjóðunum, — hann táknar líka nýjar heift- úðugar styrjaldir, sem byrjuðu ; 1935 (Abessinia, 1936 Spánn, 1937 Kína) og verða að heims- styrjöld fyrr en varir. Það ætti því að geta verið öll um mönnum Ijóst, að fasisminn stafar af því, að vitstola auð- vald beitir öllum hugsanlegum ráðum — allt frá ,,róttækasta“ lýðskrumi til hræðilegustu múg- morða — til að viðhalda dauða- dæmdu yfirráðakerfi sínu, þó það kosti alla menningu mann- kynsins tortímingu. Það er af þessu auðséð, að ekki er hægt að hugsa sér öllu barnaiegri ,,röksemd““ en að fasisminn stafi af baráttu verka- manna fyrir sósíalismanum. Hitt er það, að fyrir alla áhangend- ur sósíalismans, jafnt kommún- ista sem virkilega sannfærða sósíalista úr sósíaldemókrata— fíokkunum, þá er sú kenning sannleikur að sósíalisminn sé það þjóðfélag, sem taka eigi við af auðvaldsskipulaginu þjóðfélagsþróuninni — og '>o sósíafisminn einn afmái þær mótsetningar, er mannkynið nú kvelst undir vegna áframhald- andi tilveru auðvaldsskipulags- ins. Áhangendur sósíalismans berjast fyrir sósíálismanum vegna þess að hann færir mann kyninu betra líf, meiri menn- ingu og frelsi og frið, sem auð- valdsskipulagið ekki getur veitt því. Nú eru hinsvegar fjöldamarg- ir fylgj endur borgaralegra flokka andstæðir fasismanum, en trúa því að á grundvelli þjóðfélags, sem byggir á eign- 1 arretti auðmanna á framleiðslu- tækjum sé hægt að halda á- fram að bæta kjör fólksins, auka réttindi þess og tryggja friðinn. Við þessa menn segjum við, áhangendur sósíalismans: Gott og veí, við erum báðir sammála um að ekki megi skerða.lífskjör alþýðunnar, ekki rýra hin við- urkenndu mannréttindi, — ekki láta friðarspillana koma heim- iinum| í bál! Við álítum að vísu að þetta verði aðeins gert var- 7 rv6ir©^ds S.ican Skjaldborgin rœncii Rauð- hólum frá verklýdsfélögunum hefir véríS fámennt par mfög á sunnu- dögum. Og sízt er fólki pað lái- andi, pó ab pac nenni ekki upp í sveit til að hlusta á menn eins og Hamld, fyrrum atvinnumálardðherra og Ásgeir fyrrum forscetis- og fjár- múlaráðherm. • e 1 herbúðum Skjaldborgarinnar eru mjGg iðkuð heilabrot um ný- sfárleg og^ aðtrekkjandi skemmti- airíði, til aó hefja Rauðhóla aftur ti! fornrar frœgðar og vinsœlda meðal verkafólks. Rg hefi heyrt, að gerð hafi verið tilraun með eitt slikt skemmtiatriði á sunnudaginn var, og er pað sizt ofnefnt grátt, gaman. «*<<» Fyrirmyndin er fasistisk, að pvi er bezt verður séð. fyrir nokkrm kallaði Mussolini saman alla fas- istaleiðtoga utan af landi, og skip- aði peim að sýna margviSlegar líkamskúnstir frammi fyrir fjölda áhorfenda, til pess að sanna for- ingjahœfileika sina. Veslings fas- istasmábroddarnir voru láitnir stökkva yfir byssustingi, og y.fir lifandi hesía. Gamtir og stirðir fas- istabroddar gátu petta ekki, duttu á byssustingina og siórmeiddust. En sjálfur höfuðpaurinn stökk ekki neitt, stóð bara áilengdar og velt- ist um af hlátri. Og mannfjöldinn fékk parna nýstárlega skemmtun og hlé með. ** En svo ég víki aftur að Rauð,- hölum. Par er mér sagt að ýmsir kratasmábroddar hafi .verið klœd\d- 'ir i pofca, og látnir hlaupa poka- 'hlaup fmmmi fyrir peim fáu hrœð,- um, er parna vom samankomnar. Urðu peir snfallastir, Ólafur Frið- riksson, Ólafur Maggadon, og Arn- grímur Krístjdnsson. Enginn meidd- ist. Fólkið skemti sér vel. Pað er sagt að Finnbogi Rútur haji fundið petta unp, og haft af pví mesta gamanið. ** Morgunblaðið er i g.œr að reyna að afsaka lúnleysi Pétnrs með pvi að hann sé bindindismaður! Enginn hefir mér vitanlega talið pað d- stceðuna. Hitt er vitanlegt, að Pét- ur hefir verið að flœkjast á opin* beruni nasistafundujn p’jjöfir í Pýska landi ú peim tima &em hann átti að, vem að leita lánsins. Með pví, hefir hann vafalaust stórspilt láns- möguleikunum. Hitt, að hann er bindindi&maður,, er eitt af pví fáa, sem pessuni borgarstfóm ihalds- ins verður sagt til lofs. En pað, afrnkar ekki aumingjaskap ihalds- ins i hitaveitumdlinu. anlega með sósíalismanum, — en við skulum ekki láta þann skoðanamun hindra okkur í því sem er lífsskilyrðid núna: Að við tökum höndum saman um það að bæta kjör fólksins, auka réttindi þess og vernda frið- inn og sjálfstæði þjóðanna, m. ö. o. vinnum með hagnýtum ráðstöfunum gegn fasismanum. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.