Þjóðviljinn - 28.07.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1938, Blaðsíða 4
Sj& I\íý/ði íó'ib ajB Heimsókn hamingjunnar Amerísk stórmynd frá Universal Film, gerð eftir hinni víðlesnu sögu IMITATION OF LIFE eftir amerísku skáldkon- una Fanny Hurst. Aðalhlutv. leika: Claudette Colbert, Warren WiIIiam, Ned Sparks o. fl. Aukamynd: VERKFALL STORKANNA Litskreytt teiknimynd. Oi* borginni Næturlæknir: í nótt er Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður verður þessa viku í Reykja- víkur og Iðunnar apóteki. Ctvarpið í’dag: 10.00 Veðurfregnir. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá tlæstu viku 19,30 Hljómplötur, létt lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20,15 Frá Ferðafélagi íslantís. 20,25 Frá útlöndum. 21,05 Hljómplötur. a. Hljómsveitarlög eftir Poul- lenc og Couperin. b. 21,30 Andleg tónlist. 22,00 Dagskrárlok. þlÓÐVIUINN Ferðafélag íslands biður þess getið að yfirnæstu helgi fram á mánudagskvöld er ekki hægt að fá gistingu í sælu- húsunum í Hvítárnesi og Kerl- iingafjöllum, því félagið notar sjálft húsin. Færeyjafararnir í kvöld fer utan með Lyru knattspyrnuflokkur (1. flokkur) K. R. Er förinni heitið til Fær- eyja, og mun K. R. keppa þar við færeysk knattspyrnufélög. Pessir fara: Edwald Berndsen Sigurjón Jónsson, Har. Guð- mundsson, Björgvin Schram,Óli B. jónsson, Ólafur Skúlason, Þorsteinn Einarsson, Porsteinn Ó. Jónsson, Guðmundur Jóns- son, Birgir Guðjónsson, Har- aldur Gíslason, Anton Sigurðs- son, Skúli Porkelsson, Georg D. Sveinsson og Þórður Pét. ursson. Atvirmuleysið Á fundi Bæjarráðs Reykjavík- ur 22. þ. m. var m. ai. lögg fram tíllaga frá bæjarfulltrúum Kommúnistaflokksins, sem var vísað til bæjarráðs á fundi bæj- arstjórnar 21. þ. m., urn aukna atvinnu hjá bæjarsjóði. Var borgarritara falið að gefá skýrslu um verkamannaatvinna hjá bæjarsjóði nú. yerkamenn verða að fylgja á eftir þessum tillögum, og krefj- ast þess að bæjarstjórnin sofni ekki á þeim. Skipafréttir. 1 Gullíoss er á leið til Leith frá ' Kaupmannahöfn, Goðafoss og Brúarfoss eru í Reykjavík, Detti foss er á leið til Hamborgar frá Grimsby. Selfoss er í Antwerp- en. Ríkisskip. Súðin var á Flatey á Skjálf- anda kl. 15,30 í <rær. Esja er í Glasgow. SildiM (Frh. af 1. síðu.) er hann hafði veitt við Selsker. — Frá vélbátnuin Skarphéðni úr Hólmavík sáust fjórar síld- artorfur suðvestur af Stóraboga um kl. 14 í gær, er báturinn var á siglingaleiðinni inn í Steingrímsfjörð, af þorskveið- um. — Dimmt var af þoku og sást skammt. — Einnig hafði sést síldartorfa utarlegal Stein grímsfirði í morgun. Mótorbáturinn Þorsteinn úr Reykjavík er nú nýkominn til Hólmavíkur með 700—800 tunn ur síldar til söltunar. Síldin veiddist út af Reykjafirði. Þar höfðu verið fá skip að veiðum. HOSAVÍK: Síldarverksmiðjan í Húsavík tók til starfa kl. 18 í fyrrakvöld. Um hádegi í gær var hún bú- m að fá 2000 mál síldar. — Fjöi(di skipa vair í gáer á Skjálf- andaflóa. Talið var að allmikil sííd væri í flóanum. Sjór var ládauður, en allmikil þoka. SAUÐARKRÓKUR: rrá Sauðárkróki er símað, að par nafi verið saltaðar 250tunn- ur síldar á tveimur síðustu sól- arhringum. Bátur, sem kom til Sauðárkróks frá Skaga í dag, segir mikla síld alla leið frá Skágatá að Ingveldarstaða- hólma á Reykjaströnd. — Síg- urjon Jónsson, bóndi á Skef- ilsstöðum á Skaga,, segir mikla síld þar fram undan. — Aðeins tvö skip hafa verið að veiðum við Skaga í dag. Hvað ryður fasism- anurn braut? Frh, Látum svo reynsluna . skera úr hvaða ráð duga til þessa, en óttumst bara ekki að grípa til þeirra ráða, sem duga, og víkj- um ekki frá því að framkvæma þessar ráðstafanir, hverju sem auðvaldið kann að hóta. Það liggur þv'í í augum uppi að gegn fasismanum verður að- eins unnið með því að berjast gegn honum. Hin aðferðin — undanhaldið — hefir verið reynd með svo hörmulegum á- rangri að undarlegt er, að enn skulu finnast menn, sem fylgja henni. í Þýskalandi og Austur- ríki létu sósíaldemókrataflokk- arnir í sífellu undan síga fyrir kröfum afturhaldsins, allt í þeim tilgangi að blíðka þar- með auðvaldið, og í þeirri trú að ef slegið væri þannig af t.d. hvað hagsmunina og ýms lýð- réttindi snerti, þá mundi þó t. d. kosningarétturinn og þing- ræðið haldast. Otkoman varð þveröfug. Því meira sem al- þýðan lét undan síga, því meir færði auðvaldið sig upp á skafL ið. Því meir sem sósíaldemó- kratarnir afneituðu allri sam- vinnu við kommúnista, því meir óx trú fasistanna á að geta náð völdunum sökum sundrungar verkalýðsins. Hámarki sínu náði þessi pólitík ,,Ketils“ — „að espa ekki ólukku manninn“ — þegar sósíaldemókratarnír þýzku neituðu samvinnu um allsherjarverkfall 30. jan. 1933, þegar Hitler tók völdin, — hjálpuðu til að undirbúa fasist- ískan 1. maí sama ár, og þágu það að launum ,að verklýðsfé- lögin voru leyst upp og eign- um þeirra stolið 3. maí, — og svo greiddu þeir að lokum at- kvæði með utanríkispólitík Hitlers 17. maí og var þakkað með því að banna sósíal- demókrataflokkinn rétt á eftir .& Göm!aí3to % Skaðlegur söguburður Afar spennandi og áhrifa- mikil amerísk talmynd. Aðalhlutv. Ieika: Warren Williams, Karen Morley og Lewis Stone. og setja þingmenn hans; í fang- elsi. Þetia var árangur undan látssseminnar við fasismann. Qg þá eru ekki síður sannan- irnar fyrir því á sviði alþjóða- mála, hvert undanlátssemin við fasistaríkin leiðir: Mansjúkúó, Abessinía, ,,hlutleysis“-glæpur- inn gagnvart Spáni, Austurríki o. s. frv. Það þarf því blinda menn til að reyna að skjóta skuldinni fyrir framgang fasismans á kommúnista. En það, sem Island — eins og önnur lýðræðislönd — þarfn ast nú, er að frelsissinnar sén. sjáandi og starfi saman í bar- áttunni gegn fasismanum. Ferðafélag fslands ráðgerir fjögra daga skemti- för austur á Síðu í næstu viku. Lagt af stað á miðvikudags- morgun 3. ág. og komið heim aftur á Iaugardagskvöld. Farið verður alla leið austur að Kálfa- felli og því að heita má endi- Ianga Vestur-Skaftafellssýslu, en hún h.efir að geyma mikla fjöl- breytni og sérkennilega nátt- úrufegurð. Árbók F. T. 1935 um Vestur-Skaftafellssýslu — með fjölda af myndum — er besta leiðarlýsing, sem til er. Gist í Vík fyrstu nóttina, aðra á Kirkjubæjarklaustri og þriðju aftu;r í Vík. Ferðin verð- ur ódýr og fararstjóri nákunn- ugur. Áskriftalisti á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 og séu farmiðar teknir fjuirkl 5 á þriðjudag 2- águst. Ajexander Avdejenkq; Eg elska .. 91 FERTUGASTI KAFLI. Ég þekki bifreið forstjórans. Ég opna hurðina. Forstjóri iðjuversins, formaður háofnanna ög Krþm- arenko bræðs lumaður koma inn í skyndi. Háofna- stjórinn horfir á mig, það skín* í gulltennurnar, og hann ávarpar mig með vingjarnlegri röddu: Sanj, nú hafa háofnarnir staðið aðgerðalausir á arinan dag. Okkur vantar málm. Forstjórinn tekur fram í fyriiýhonum: __ ísalögin hafa lamað apa umferð. Eftir slysið í gær mun sennilega enginn eimvagnsstjóri aka járn- braut niður fjallið. Um það er ekki að sakast — en háofnarnir standa verklausir. Forstjórinn ber hnúunum óþolinmóðlega í borðið. En ég get ekki svarað honum viðstöðulaust. Ég verð aið hugsa um slysið; í gær. Það var Bogatyrjov sjálfur, sem átti sök á því. Hann hafði ekki getað stöðvaðlestina. Hún brun- aði áfram niður eftir ísuðum brautaríeinunum og rakst á lest ,sem stóð á sporinu. Það varð ógurlegur árekstur, lestin mölbrþtnaði Það var ekkert eftir nema stórkostleg hrúga af járnarusli og braki. Bogatyrjov sjálfur fanst tuttugu metra frá óhappastaðnum, hann var meðvitundar- laus og mátti ekki mæla — en var samt með lífs- marki. I (gær hafði hann verið sendur með nætur- lestina. Enginn okkar nýju eimvagnsstjóranna hafði ennþá átt völ á að stfórna járnbrautarlest i slíku óveðri. Við vildum allir læra af því og biðum með óþreyju hvernig fara mundi. Og Bogatyrjov kom aftur en fór beint í sjúkravagn inn. Ég fór heim til hans til að sjá hvernig honum liði. Þegar hann sá mig, blóðroðnaði hann, kreisti áftur augun og reyndi að snúa sér undan, en hann, stundi af sársauka. Hann blygðaðist sín að horfa á mig, manninn, sem bar svo taktnarkalaust traust til hans. Og nú óskar forstjórinn og verkfræðingurinn, að ég taki við stöðu tians. Ég klóra gipskalkið af veggnum með nögjunum, tel blettina eftir flugurnar og hristi höfuðið. Það íkrjáfar álei-tnislega í skinnjakka Oarbusisf og var- ir forstjórans smjatta í áfergju á munnstykki píp- unnar. Kramarenko bræðslumaður hefir, þagað all- an tímann, nú drepur hann fingrunum á brjóst mér og segir: Við skulum tala um þetta vafningaiaust. Þú hefir skrifað undir samning um að þú takist á herð- ar ábyrgðina af starfrækslu háofnanna. Jæja, kunn- ingi, þú tekst þá ábyrgð á herðar og útvegar okkur málm. Ég hefi ekki kjark til að horfa framan í gesti mína. En svo minnist ég draumsins.......Ég rétti forstjór- anum höndina; í skyndi — og næstum hrópa jákvæði mitt framan í hann. Ég bið aðeins um, að þeir aki mérsnöggvast til Bogatyrjovs eimvagnsstjóra. gg hef fataskipfi í flýti. Bogatyrjov sefur ekki. Ég geng hæg,l og varlegá að rúmi hans, ég veit eiginlega ekki, hvernrg ég á að hefja máls. Hann snýr sér ekki undan, horfir rólega á mig og bíður þess með þolinmæði, að ég beri upp erindið. Ég drúpi höfði og segi: _ Misja frændi, nú er ég a)ð fari til að aka máfm- lestinni niður Segulfjallið. Bogatyrjov gleymir alveg þjáningum sínum, sest hægt upp í rúminu, leggur höndina blíðlega á öxl mér og spyr: — Hvað varstu eiginlega að segja, Sanj? ’Þessi rólega og milda rödd dreifir burtu kvíða mínum, ég er ekki hræddur lengur. Ég endurtek hægt og greinilega: I dag, fer ég og ek málmiestinni til háofnanna! Bogatyrjov 'hiorfir fast og lengf í augu mér, eins og hans sé að leita að einhverju i djúpi þeirra. Hann, heldur ennþá um öxl mér. Loks' bærir hann skorpnaðar varirnar og segir næstum i bænarróm við konu sína: María Grigorjevna, gefðu Sanj te. Hannsleppir mér, snýr sér við, bíður mér vindlinga — en getur ekkertsagt, hann veit ekki, hvað hann á að gera af löngum, klaufalegum handleggjunum. Alf í einu virð ist honum detta eitthvað; í hug. Hann kallar á Lenu dóttur sína, út úr öðru herbergi. (jng, ljóshærð stulka gekk inn tipokkar hægt og léttilega. Hún kinkar þóttilega kolli tif, mín, í kveðju-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.