Þjóðviljinn - 29.07.1938, Side 3

Þjóðviljinn - 29.07.1938, Side 3
ÞJOÐVILJINN Föstudaginn 28. júlí 1Q38. þlðOVIUINll Málgagn Kommflnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgelrsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur flt alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Stmi 2864. Vill Pramsókn nú þegar gera ráðstafanir til pess að afnema gróða heildsal- anna og lækka hálaunin? Þjóðin heimtar nú verk. Hún er búin að fá nóg af fögrum orðum. Framsóknarblöðin hafa Tengi skrifað mikið um óhóf yfirstétt arinnar í Reykjavík ogþað rétti- lega. Fjöldi Framsóknarmanna er fylgjandi þeirri reglu, að greiða ekki hærri laun en 8000 kr. — En þrátt fyrir stjórÞ Framsóknar, hefir óhóf yfirstétk arinnar aukizt og gróði heild- salanna aldrei verið meiri en nú, síðan 1934. Og háu launin hafa einnig haldizt í tíð Framsókn- ar. Jafnvel Framsóknarmenn hafa — og það ekki fáir — tekið mun hærri laun en 8000 kr. — Það er því gleðilegt að sjá, að blað Framsóknarmanna skuli enn halda því fram, að það verði að stöðva gróða og óhóf heildsalanna í Reykjavík. IJm Það munu þá allir vinsfri flokkarnir vera sammála. Og það, sem þeir eru allir sam- mála um ,ættu þeir þó sannar- lega að geta framkvæmf. Það ættu ekki að þurfa að verða miklar deilur um aðferð- ina, ef aðeins vinstri flokkarn- ir eru sammála um, hvað gera skuli. Því viljum við spyrja N. Dbt. í tilefni af því, sem stend- iur í ritstjórnargnein í gær.: 1. Er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn til að vera með því á Alþingi, að gera ráðstafanir til að taka það fé, sem hingað til hefir runnið til heildsala og stórkaupmanna sem verzlunar- gróði. — og mun nema 3—4 miljónum, — og nota það í þjóðarþarfir? Sé þetta auðvitað gert á lagalegan, óaðfinnanleg- an hátt. 2- Vill Framsóknarflokkurinn því næst vera með í því að lækka háu launin hjá ríkinu og öllum þeim stofnunum, sem það hefir áhrif á eða styður, tiiðuír í t. d. 8000 kr. hámarks- laun? Það er engum efa bundið, að bændur og samvinnumenn um Frá borgaralegri rói- tækni iil sósíalisma I 22 ár hefir »Réíiur« verið róiitæk- asia iímarii landsins. Tímaritið „Réttur“ hóf út« komu sína 1916. Þá voru straumhvarfatímar um margt í íslensku þjóðlífi. Heimsstyrj- öldin hafði geisað um hríð, og knúið menn til endurmats á fjölmörgum verðmætum, Margt, sem áður þótti gott og gilt, reyndist harla fánýtt í þeirri eldraun, og nýjum sjón- armiðum skaut upp hvarvetna. Sjálfstæðisbarátta íslenctinga var um það bii til lykta leidd, á því stigi sem hún stóð þá og var markað svið í íslensk- um stjórnmálum. Þjóðin stóð á vegamótum. Nýir atvinnuveg- ir voru í mótun, ný stétta- skipting að þróast áleiðis, og ný verkefni á hinum pólitíska vettvangi blöstu allstaðar við. Þannig var umhorfs, þegar „Réttur“ hóf göngu sína fyr- ir 22 árum. Nokkrir ungirj, og djarfir menn bundust samtök- um um útgáfu ritsins, ogsögðu innlendu og erlendu kúgunar- valdi stríð á hendur, að vísu ýkki í inafni sósíalismans, held- ur róttækrar boi(garalegar um- bótakenningar, sem voru þá of- arlega í hugum margra og kend er við Henry George. Þessir menn gáfu ,,Rétt“ út um nokkur ár, gerðu hann að róttækasta og sókndjarfasta tímariti landsins. Árið 1926 keypti Einar Ol- geirsson ,,Rétt“ og hefir gef- ið hann út síðan, eða í 42 ár. Þá verður ,,Réttur“' sósíalist- iskt tímarit, róttækasta og víg- reifasta málgagn sósíalismans á íslandi. Þegar leiðir kommún- ista og sósíaldemókrata skildu 1930, heldur „Réttur“ ennþá á- fram að vera lengst til vinstri og sókndajrfastur gegn auð- valdi og afturhaldi. Þannig hefir „Réttur““ í meira en 22 ár endurspeglað sókn alþýðunnar í landinu í sinni djörfustu mynd. Hann hefir á hverjum tíma verið málgagn þeirra róttækustu strauma er uppi voru í íslensku þjóðmálalífi, fyrst djarfhuga borgaralegrap um- bótastefnu, síðar sósíalismans og kommúnismans. Fjölmargir af ritfærustu og snjöllustu mönnum landsins hafa á undanförnum árum rit- jað í ,,Rétt“ og stoðar það lítið land allt væru fylgjandi þes&- um aðgerðum. Og um afstöðrt verkalýðsins er vitað. Skrif N. Dbl. benda í sömu átt. — Það er því eðlilegt, að alþýðan vilji vita íhj vað Framsóknarflokkur- inn hyggst að gera. þó að talin séu nöfn þeirra, því að menn þurfa að lesa grein- arnar sjálfar og dæma um gildi þeirra út frá þeim forsendum. Ritið hefir flutt leiðandi grein- ar um íslensk og erlend stjórn- mál og fjölmarga strauma og stefnur, sem efst hafa verið á ,baugi síðustu tuttugu árin. — ,,Réttur“ hefir flutt skáldsög- ur, kvæði og bókmenntagagn- rýni eftir ágætustu menn inn- lenda sem erlenda, auk fjöl- margra greina um margvísleg fræðandi efni, víðsjá um helstu atburði síðustu ára og margt fleira. 2.—4. hefti af 23. árgangi „Réttar““ er nýlega komið út. Hefst það á grein eftir ritstjór- unn, sem hann nefnir „í deigl- unni‘“ Fjallar grein þessi um þau pólitísku straumhvörf, sem nú eru efst á baugi í landinu. Sýnir hann fram á, hvernig hin gamla flokkaskipting í landinu sé að breytast og umskapast, hvernig afturhaldið sé að fálma fyrir sér um nýja allsherjarsam- steypu til þess að taka upp sam eiginlega baráttu gegn alþýð- unni. Jafnframt bendir hann þó á, að þaðgreini mjög á um leið- ir. Nokkur liluti þess velji sér fyrst og fremst bankavaldið til þess að troða á lýðræðinu og hagsmunum fólksins, en hinn hlutinn hafi valið Ieið hins grímulausa ofbeldis fasismans, sem standi' undir stjórn eða istarfi í nánu sambandi við ut- anríkismálaráðuneyti ogl út- breiðslumálaráðuneyti fasist- hnna í Berlín. Sjálfstæðisflokk urinn eða foringjar hans nálega allir hafi snúist á sveif með þessum straumum, þó að hins- vegar allur fjöldi Sjálfstæðis- manna sé ennþá lýðræðissinn- aður, en skorti alla forustu og geti því hæglega orðið lýð- skrumi fasismans að bráð. — Bendir E. O. á það, hve mikil- vægt verkefni bíði verkalýðs- hreyfingarinnar að vinna þessi öfl Sjálfstæðisflokksins til sam- vinnu gegn afturhaldi og fas- isma. Þá bendir E. O. einnig á hve hörð átökin um þetta efni, sem vel mætti einkenna með orðunum, með eða móti alþýð- unni — séu orðin innan Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins, hvernig Jónas frá Hriflu ocr hægri foringjar Al- þýðuflokksins annaðhvort geri allt sem þeir geta til bess að skipuleggja sókn afturhaldsins — Tónas frá Hriflu — eða hafi gefist upp fvrir bessari sókn og gert undanhaldið að einskonar pólitískri trúarjátningu — hægri foringjar Alþýðuflokksins. — Leiðin til þess að mæta slíkri sókn frá afturhaldsins hálfu er sú ein, að sameina til sameig- inlegrar baráttu gegn afturhald- inu öll lýðræðisöfí í þessum flokkum og Kommúnistafl. Meiri hluti Alþýðuflokksins er slíkri einingu fylgjandi og Jónas frá Hriflu er í yfirgnæf- andi minnihluta í sínum flokki. Framsóknarmenn vilja raunveni lega allir standa með aljiýðunni en ekki gegn henni. Verkefni þessara manna er fyrst og fremst að einangra þá, sem horfa til hægri eða hafa Iagt járar í bát og gefizt upp. Af öðrum greinum í þessu hefti má nefna ræðu þá, er Halldór Kiljan Laxness flutti 1. maí í vor, og merkilega grein eftir Gunnar Benediktsson, er hann nefnir „Þjóðarkúgun og þjóðareinkunnir“. Ræðir Gunn- ar þar mismunandi einkenni landsmanna, sem liann rekur til afstöðu þeirra til kúgunarvalda þjóðarinnar. Tnlur Gunnar Héi< aðsbúa og Þingeyinga hafa stað ið fjarst refsivendinum og vera því manna opinskáasta. En and- stæðu þeirra nefnir Gunnar Ár- nesinga, sem á undanförnum öldum voru svo að segja und- ir vendi biskupanna og konungs valdsins danska á Bessástöðum. Nábýlið við landsstjóra Dana hafa gert Árnesinga dula og nokkuð ónæma fyrir hinum nýrri viðhorfum og umbótum. Nú sé þetta hinsvegar að breyt ast. Ýmsir af beztu kröftum þjóðarinnar séu í seinni tíð runnir upp í Árnessýslu. Grein þessi er athyglisverð og ekki ólíkleg til þess að vekja nokkr- ar umræður. Þá er enn fremur í heftinu kvæði eftir Kristínu Sigfús- dóttur, og Hallsteinn Karlsson, saga eftir eftir Zynario Silone og greinar eftir Skú'a Guðjóns- son, Jóhannes Jósefsson og Björn Franzson. H. Samlal í lúkarnum. Framh. af 2. síðu. __ Pú lýgur víst litlu um það, en ekki er von til þess að byr- lega blási fyrir verkalýðnum- meðan margir eru sömu skoð- unar og þú um rétt vinnandi manna í bjóðfélaginu. — Þið eruð altaf svo æstir, kommúnistarnir — viljið blóð- uga byltingu og ég veit ekki hvað meira. _ Þetta eru nú bara venjuleg ar íhaldsblekkingar. Við vilj- um byltingu, en hún ætti ekki að þurfa að kosta einn einasta blóðdropa, ef að al’ir vmnandi menn og konur, sem hafa svip-. aða aðstöðu til lífsins og þú, gerðu byltingu með sjálfum sér — upprættu úr brjósti sínu tregðuna til að koma fram sem fullgildir og frjálsbornir með- limir þjóðfélagsins, sem vita.að réttur þeirra til lífsgæðanna er ekki bundinn við hvaða verk þeir vinna, heldur hve mikið verðmæti þeir framleiða. Þá kæmi aldrei til greina, að hér yrði blóðug bylting. Afturhald- ið mundi ekki hafa bolmagn úl að stofna til blóðugra átaka, ef það hefði ekki að baki sér fylgi blektrar og ruglaðrar alþýðu. __ Það getur vel verið, en ég verð aldrei kommúnisti. Þið berjist á móti allri guðstrú __ Við berjumst á móti tníar- brögðunum, þegar þau eru not- uð, eins og oftast er, í þágu auðs og yfirdrotnunar — notuð til að fá fólkið til þess að sætta sig við kjör, sem eru siðuðum verum ósamboðin. _ Já. Þú segir mikið, Jón minn, en svona hefir það nú verið hingað til og það hefir baslast einhvernvegin af. | — Já, en góði minn, nú vilj- um við ekki lengur bara basl- , ast af. Við viljum að fólkið^ sem hefir skapað alían auð þessa lands fái líka að njóta hans, og til þess eigum við ungu og gömlu mennirnir að taka höndum saman. — Eða heldurðu kanske, að forstjórinn hafi aflað auðsins? Eru þaðekki við, sem höfum hætt okkur á hafið — og þrælað okkur út og fiskað allan .... 1 — Því koma ekki saltara- blækurnar í matinn? j Það er kóksi sem kallar í lúk- argatinu. Sjðari. I sonnndags- matinn: NÝTT NAUTAKJÖT, NÝR LAX, OG DÍLKAKJÖT, ALLSKONAR GRÆNMETI. Matardeildin Hafnarstr. 5. Sími 1211 Áki Jakobsson, bæjarstjóri á Siglufirði hefir dvalið hér í Rvík vikutíma í ýmsum erindum bæjarins. Kaupeodur Þjóðviljans eru áminntir um að greiða áskrift- argjaldið skilvís- lega

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.