Þjóðviljinn - 09.08.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudaginn 9. ágúst 1938. t»ðeviuiNM Málgagn Islands. Kommúnistaflokks Ritstjórl: Einar Olgeirsson. Ritstiórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakio. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. „Stærðfræði fyrir almenning Wísindi fyrir samborgarana u ** Itslanð - land Innar. I „Kurfeísísheím~ sókníir" og dtilar^ fullar flugvélar, Á undanförnum árum hefir það oft borið við, að hingað koma ýms meira og minna dul- arfull skip í „kurteisisheimsókn- ir". Sama máli hefir gegnt um ýmsa engu minna dularfulla „vísindamenn", sem koma hing- að á vorin í mismunandi „vís- indaerindum". Hafa sumir þeirra heldur færst undan því að gera grein fyrir viðfangs- efnum sínum, sem þó er tæp- lega venja vísindamanna, þegar þeir eru að rannsóknum í ná- grannalöndunum. Víðsvegar um land er nú hóp- ur slíkra „vísindamanna" frá Þýzkalandi að verki, og ef njósnir eru taldar til vísinda, þá efar enginn að menn þessir séu vísindum sínum vaxnir margir hverjir. Úti á höfninni liggur beiti- skipið „Emden" í kurteisis- heimsókn, og má vænta að hún sé „vísindaleg" á sama hátt og ferðir Þjóðverja hér um land. Að aflokinni „kurteisisheim- sókninni" hér fer skipið til Spánar í „kurteisisheimsókn". Spánverjar hafa nú orðið tveggja ára reynslu á kurteisi Þjóðverja og geta dæmt um hana manna bezt. Með „kurteis- isheimsóknum" undirbjuggu fasistar ítalíu og Þýzkalands innrás sína á Spán. Um daginn sáu Skaftfelling- ar dularfulla flugvél á sveimi yfir söndunum og ströndinni. Flaug flugvélin lágt og mátti greinilega kenna að þar fór þýzk sjóflugvél, skreytt haka- krossum. Ekki virðist þó flug- vél þessi hafa verið í beinni kurteisisheimsókn, en engin skyldi þó ætla að hún hafi ver- ið í erindisleysu eða að villast. Flugvél sem þessi gat ekki haf a komið fljúgandi beina leið frá Þýzkálandi, eða hafa villzt úr leið, á för sinni til annara landa. Flugvél þessi gat ekki átt hing- að neitt erindi annað en að njósna eða smygla, og einhvers- staðar fyrir utan ströndina hef- ir beðið skip, sem var í för með henni. Það hefir ekki heyrzt, að rík- isstjórninni hafi fundist nein ástæða til þess að spyrjast fyrir um það hjá þýzkum yfirvöldum, hvaða erindi flugvél þessi átti Þótt ferðamannastraumurittn hingað til lands sé orðinn all- mikijl, er sjaldgæft, að hingað komi menn, sem að verulegu leyti hafi valdið straumhvörfum ¦ í menningarmálum samtíðarinn- innar. ,§líkur maður er enski rit- höfundurinn prófessor Hogben, sem hér var á ferð í vikunni sem leið. Bók hans Mathema- tics for the Million — sem á. íslensku mætti kalla stærðfræði fyrir almenning — hefir farið sigurför um heiminn. Hún kom ut fyrir tæpum tveim árum og ier þegar þýdd á frönsku, ít- ölsku, norskií, dönsku, sænsku og spönsku. í Ameríku einni seldust 40.000 eintök á fáum mánuðumi. í vor kom önnur bók feftir hann, „Science for the Citi- zen", „Vísindi fyrir borgarann' sem virðist ætla að fá sömu viðtökur. Hogben dvaldi hér að- eins nokkra daga og fór aftur með Goðafossi á laugardags- kvöldið. Við náðum tali af hon- um tveim klukkustundiím áður en hann gekk til skips. Lancelot Hogben er 43 ára en lítur ekki út fyrir að vera meira en þrítugur. Hann er frekar smár vexti og fíngerður og þegar við spyrjum um álit hans á landi og þjóð eftir þessa stuítu dvöl hér á landi, svarar hann fyrst hikandi, en verður mælskur þegar hann fer að tala um framtíðarmöguleika lands- ins. „Aðalmunurinn á íslandi o£ Englandi", segir hann, „virð- ist mér vera, að þið hafið slept úr einu stigj í þróun tækninnar, því, er byggist á kolum og járni — gufuvél og járnbraut. Aðal- viðfangsefni ykkar er að byggja upp. Þegar við í Englandi ætl- um að hagnýta okkur nýjar og hingað til lands, og hvað lá svo ákaft við, að taka þætti að senda skip upp undir land til þess að margnefnd flugvél gæti flogið um leið yfir söndum og ströndum Skaftafellssýslu. — Væntanlega lætur ríkisstjórnin ekki hjá líða, að mótmæla þessu athæfi og krefjast skýringar á því. Alþýðan verður líka að vera á verði. Hún verður að gera sér ljóst, að landið er fullt af þýzk- um njósnurum, og að undir „kurtéisi" nazismans býraldrei annað en yfirgangur og fláræði. „Vísindamennskan", „kurteisis- heimsóknirnar" og flugvélin í Skaftafellssýslu, eru spor. á sama vegi, áfangar að sama marki: Yfirráðum fasismans hér með hjálp íslenzkra land- ráðamanna eða án þeirra. Prófessor Lanceloi Hogbesi höfundur þess~ ara heímsfJægu bófca dvaldí hér í Reykjavík fáeína daga* í cffírfarandí víðfalí víð Þíóðvíljann lýsír hann álífí s'inu á landí o§ þjód. Prófessor Lancelot Hogben, teiknimynd eftir hinn fræga ! enska teiknara Foss. fullkomnar framleiðsluaðferðir, rekum við okkur alltaf á, aðsvo og svo mikið fjármagn er bund- ið í ftyrirtækjum er feyggjast á gömlu aðferðunum • og spyrnir á móti breytingunni. Baráttan fyrir hinu n^'ja verður því allfáf að talsvert miklu leyti neikvæð — ba/átta gegn hinu gamla. Þið eruð svo hamingjusamir að hafa mjög lítið af því gamla' og úrelta að berjast víð. Hlut- verk vinstri flokkanna hér verð- wr því í rikara; mæli en annars- staðar, jákvætt — að skapanýtt, hagnýta sér gæði landsins, þann in að allir geti notið þeirra. — Mér virðist þið vera að ein- hverju leyti komnir inn á þess- ar brautir, eftir því sem mér hefir skilist er Ljósafossstöðin eign almennings, og hún erfall- eg, bæði að utan og innan, jafnt tekniskt og byggingarfræðilega séð, einhver allra glæsilegasta vatnsorkustöð, sem ég hefi nokkursstaðar séð. En svona þarf að haída áfram. Okkar vestræna tækni hefir bætt fram- leiðsluaðferðirnar svo, að nú er leikur að framleiða allsnægtir handa öllum, og aðalviðfangs- ieíni nútímans er að hagnýta sér þessa tækni, þannig að gæði hvers lands séu hagnýtt sem bezt til hags fyrir alla. Áður fyrr ,meðan framleiðslumögu- leikarnir voru takmarkaðir, lögðu sósíalistaflokkarnir aðal- áhersluna á réttlæti í skiptingu þeirrar framleiðslu, er til var. Núþarf að leggja aðaláherzluna á að sýna fólki, hvað vísindin jgeta og hvernig hægt er að nota þau í þjónustu framleiðsl- unnar svo að öllum geti liðið vel — sýna því fram á, að ef vísindin eru látin njóta sín, er hægt að útrýma allri fátækt. Og mér virðist ísland hafa að mörgu leyti allt að því ótak- markaða möguleika að bjóða. Á stefnuskrá sósíalista ætti að vera svo og svo mikið af tó- mötum og grænmeti handa hverjum einasta manni í land- inu. Þið hafið allt sem þarf til að rækta hverskonar grænmeti og ávexti. Þið hafið hitann úe jörðunni, getið skapað ykkar eigin loftslag í vermihúsunum, óháðir því hvernig vindurinn blæs fyrir utan. Ennfremur þurfa jurtirnar fosföt og nítröt, fosfötum eigið þið ósköpin öll 'af í síldinni, köfnunarefnið haf- ið þið í loftinu umhverfis og Sióg af|l í fossunum til að breyta því. í nítröt. Þið hafið að vísu hvorki kol né járn, en nú eru léttu málmarnir, aluminium og magnium óðum að vinna meir og meir á og brátt verður eins þýðingarmikið að eiga þá og járnið. Þið eigið nóg af magni- um í sjónum umhverfis land- ið. Um 10°/o af sjávarsalti er magníumklóríd og úr því er magníum unnið með rafmagni. Þið eigið nóg fossafl og sjórinn tæmist ekki. í Englandi skortir vatnsafl. Okkar iðnaður byggist'"á kolum og járni. Við höfum orðið að byggja okkar borgir í nánd við kola- og járnnámurnar og höf- um fengið kolarykið og óheil- indin með þægindunum. Raf- orkan hefir þann stóra kost, að það er miklu léttara að flytja hana til, þið þurfið ekki að reisa allan ykkar iðnað í kringum Ljósafoss og svo losnið þið við óhreinindi og það óheilbrigði sem kolareyknum fylgir. ís- land hefir þannig áreiðan- lega glæsilega framtíðarmögu- leika, það hefir orkugjafa fram- tíðarinnar, vatnsaflið. Það hefir málma framtíðarinnar léttú málana og það hefir ræktunar- skilyrði framtíðarinnar. Og svo er eitt enn, sem mér hefir skil- ist, að lítið væri farið að rann- saka, það eru sjaldgæf efni í sambandi við hveiifia. Það er senriilegt, að við hverina sé helí um eða önnur vandfundin og dýr efni. Þetta þyrfti að rann- saka hið fyrsta — Hvernig mér líst á þjóð- ina? —' Ég held afarmikið upp á Norðurlandaþjóðirnar og þá auðvitað ekki síst íslendinga. Því miður hefi ég ekki kynnst mónnum hér eins og ég hefði óskað, bæði vegna þess hversu dvölin hefir verið stutt, og svo vegna þess, að ég skil ekki ís- lensku. Ég er kominn dálítið Síldveídí^ skýfslan, Framhald af 1. síðu. ^ Gotta, Vestm.e., 1105, 905. Grótta, Akure., 514, 3218. Gulltoppur, Hólmav-, 940, 1579. Gunnbjörn, ísafirði, 792, 3936. Haraldur, Akran., 998, 2513. Harpa, ísafirði, 1486, 1237. Helga, Hjalteyri, 859, 2146. Hermóður, Akran., 973, 1006. Hermóður, Rvík, 305, 2265. Hrefna, Akranesi, 558, 510. Hrönn, Akureyri, 966, 2240. Huginn L, ísafirði, 735, 4804. Huginn II., ísafirði, 891, 4997. Huginn III., ísafirði, 243, 5412. Höfrungur, Rvík, 944, 2371. Höskuldur, Sigluf., 669, 2475. Hvítingur, Sigluf., 93, 1073. ísbjörn, Isafirði, 310, 3344. Jón Þorláksson, Rv., 1027, 3860. Kári, Akureyri, 1131, 4308. Keilir, Sandgerði, 169, 1583- Kolbrún, Akureyri, 793, 2765. Kristján, Akureyri. 436, 5802. Leo, Vestmannaeyjum, 2730. Liv, Akureyri, 175, 2489. Már, Reykjavík, 782, 3275. Mars, Hjalteyri, 1525, 2584. Minnie, Akureyri, 743, 5156. Nanna, Akureyri, 1358, 2593. Njáll, Hafnarfirði, 634, 706. Olívette, Stykkish., 283, 1995. Pilot, Innri-Njarðv., 1329,1872. Síldin. Hafnarfirði, 832, 3669. Sjöstjarnan, Akure., 201, 4678. Skúli fógeti, Ve. 703, 1313. Sleipnir, Neskaups., 300, 2790. Snorri, Sighifirði, 739, 1986. Stella, Neskaupstað, 600, 5490 Sæbjörn, Isafirði, 98, 4291. Sæhrímnir, Siglufirði, 409, 5894. Valbjörn, Isafirði, 498, 1884. Valur, Akureyri, 254, 6)2. Vébjörn. Isafirði, 129, 3134. Vestri, Isafirði, 503, 1882. Víðir, Reykjavík, 486, 1308. Þingey, Akureyri, 746, 1532. Þorgeir goði, Ve., 849, 909. Þórir, Reykjavík, 1491, 597. Þorsteinn, Rvík, 1861, 2299. Björgvin, Ve., 691, 728. Hilmir, Vestm., 100H, 1001. Hjalteyri, Akureyri, 977, 1753. Soli deo Gloria, Ak., 734, 3530. Sjöfn, Akranesi, 1685, 2357. Sæfinnur. Nesk.,285, 39'8. Unnur, Akureyri, 706, 2375. niður í dönsku og sænsku en á íslenskuna eftir ennþá. Lancelot Hogben hefir verið dósent og prófessior í Edinborg Höfðaborg í Suður-Afríku og London og er nú prófessor í náttúrusögu í Aberdeen. Hann á langan vísindaferil að baki og hefir ritað mikið um vísindi. Það liggur því nærri að varpa fram þeirri spurningu, hvernig & því skuli standa, að „Stærð- fræði fyrir almenning" hefir gert hann heimsfrægan á svo ótrúlega skömmum tíma. Auð- vitað er bókin glæsilega rituð, svo að það er nautn að lesa hana, en ritsnilldin ein skýrir málið ekki nema að litlu leyti. Það nýja, sem gefur bókinni verulega þýðingu og gildi, er að hún sýnir svo ljóslega fram á tengsl stærðfræðinnar við menninguna, hvernig stærð- fræðin hefir sprottið fram úr daglegu lífi og viðfangsefnum. fólksins. Saga stærðfræðinnar verður spegill menningarinnar. Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.