Þjóðviljinn - 16.08.1938, Page 4

Þjóðviljinn - 16.08.1938, Page 4
sp Ný/ðJi'io sg Masfeipið Amerísk stórmynd frá Fox- félaginu, er byggist á ýms um sögulegum viðburðum ier gerðust á síðustu árum þrælaflutninganna frá Af- ríku til Ameríku. Aðalhiutverkin leika: Warner Baxter, Elisabeth Allen, Wallace Beery og hinn 14 ára gamli afburðaleikari Michey Rooney. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR FRÁ FOX Næturlæknir Kjartan Ölafsson, Lækjargötu 6 B, sími 2614. Næturvörður jer í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Otvarpið á morgun: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplðtur: Sönglög úr tónfilmum. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi; Loðdýrarækin, H. J. Hólmjárn forstjóri. 20.40 Hljómplötur: gUÓÐVILllNH a. Fiðlukonsert, eftir Max Bruch. b. Píanókonsert nr. 1, eftir Tschaikowsky. c. Lög úr óperum. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn, Goðafoss (er í Hamborg, Brúarfoss kom jhingað! í gærkvöldi frá útlönd- um, Dettifoss var á Akureyri í gær, Lagarfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn. Sel- foss var í Búðardal í gær, Dronning Alexandrine fór ígær norður. „SkjaIdborgin“ týnir verka- mönnum. í skemtiför þeirri, er Skjald- borgin efndi til suður að Kleif- arvatni á sunnudaginn vildi svo til, að einn maðurinn, EiðurSig- urðsson, verkamaður, Vestur- götu 54, viltist frá samferðafólki sínu. Fór hann viltur í fyrrinótt og kom’ í gærmorgun niður að útvarpsstöðinni á Vatnsenda, en hann hafði fyrst áttað sig á út- varpsstöðvarstöngunum. Farar- stjóri leiðangursins var Svein- björn Sigurjónsson, og veitti hvorki hann né aðrir því eftir- tekt, að Eið vantaði, fyr en hringt var frá heimili hans í gærmorgun og tilkynt að hann hefði ekki komið H’eim til sín um kvöldið eða nóttina. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir amerískukvik myndina ,,þrælaskipið““ og byggist hún á sannsögulegum viðburðum frá síðustu árum þrælaflutninganna frá Afríku til Ameríku. Myndin er ágæt og leikin af ýmsum þektum ame- rískum leikendum. Gamla Bíó sýnir hinsvegar ítölsku kvikmyndina Scipio Af- ricanus. Mynd þessi er að stofni til einnig söguleg, þó að sögu- legum atburðum sé brenglað. Sýnir hún viðureign hinna fornu Rómverja undir forustu Scipios við Karþagoborgarmenn undir forustu Hannibals. Myndin er vönduð og íburðarmikil, en ó- sjálfrátt verður mönnuin frek- ar hugsað til múgæsinga Mus- solinis en hinna fornu Rómverja æ. Gamlarbio jsl | SCIPIO AFRICANUS Hip heimsfræga, ítalska sögulega kvikmynd . um hershöfðingjana úr 2. pún- verska stríðinu, Scipio og Hannibal. Heimsblöðin kalla mynd- ina „stórkostlegustu kvik mynd heimsins“. Veiting ríkisborgararéttar Samkvæmt Hagtíðindum hef- ir 18 mönnum verið veittur rík- isborgararéttur. Prjú síðustu árin hefir 11,3 mönnum verið veittur ríkisborgararéttur að meðaltali á ári, en næstu 5 ár á undan, 1931—35, ekki nema 7,4 á ári að meðaltali. Kaupum flöskur, stórar og smáar. whiskypela, glös og bón dósir. Flöskubúðin, Bergstaða- stræti 10. Sími 5395. Sækjum, heim. ÞJvjÐVERjAR Framhald af 1. síðu. Sum frönsku blöðin telja allan ótta ástæðulausan, en önnur birta fregnir um heræfingarnar án þess að segja nokkuð um þær frá eigin brjósti. Reykjavíkurmóííð (Frh. af 1. síðu.) Dæmdi hann Valsmenn hvað eftir annað rangstæða, þó það væri mjög vafasamt og stund- um alrangt. Björgólfur varð mest fyrir þessu og mótmælti en þá rak dómarinn hann af vellinum. Er það mjög undar- leg ráðstöfun. X. BgTCT TUkynnlng. [árnídnadairpiróf verður haldíð hér f Reykjavík scpfcmhctr«ofefóbcf# Pirófíð fctr jfram í efíírföld^ um íðn$trcínum: Eírsmíðj, járnsmiðí, kclílsmíðí, málmsícypu, rafsuðu, rennásmíðí og vélvírkjun, Mcísfarar þcírra ncmenda, scm lokíð hafa náms- fsma sínum, og æskja að $an$a undír próf í cínhvcrrs ofasíncfndri íðsigreín, scndí umsóknár fyrír ucmendur sína mcð fálskifdum vofforðum og prófgjaldí, kr. 61,20 fyrír hvcrn ncmanda. fyr- ír í. scpL n. h. fíl forsfjóra Landssmíðjunnar, Ásgeírs Sígurðssonar. Verðlag á kartðflom. Eíns og undanfarin ár vcrður verðlag á karföflum á komandi hausfí ckkí ákveðíð fyr cn um míðjan sepL Hínsvcgar cr því cíndrcgíð beínf fít bænda að halda fram« boðí á nýjum karföflum svo í hófí, að verðlag fíl ágúsfloka gefí haldísf kr, 36,00 —40,00 pr. 100 kg. cffír gæðum vörunnar. Verðlagsnefud 6r æn metisver s!a na r riklsíns Agatha Christie. 5 Hver er sá seki? En nú heíir kviksjánni verið snúið heWur haika- lega við. Við höfum áður rabbað fram og aftur um brúðkaup, sem stæði ef til vill fyrir dyrum, og um brúðargjafir, sem til mála kæmu, en nú erum við aljt í leinu stödd m'Ftt í örlögþrungnum harmleik Ég hugsaði stöðugt um þetta og aðra svipaða hluti, meðan ég fór í mínar reglubundnu heim- sóknir til sjúklinganna. Pað var ekki um nein merki- leg sjúkdómstilfelli að ræða í svipinn, sem líklega var happ, því að ég gat ekki um annað lnigsað en þá leyndardómshulu, sem hvíldi yfir dauða frú Ferr- ars. Hafði hún framið sjálfsmorð? Og ef svo var, mundi hún þá ekki áreiðanlega hafa skilið eftir einhverjar upplýsingar um, hvað hún ætlaði sér með því? Þegar konur eru komnar út í slíkar ógöngur ,að sjálfsmorð er þeim einasta úrræðið, er það mín reynsla, að þær óska skýra frá því sálar- ástandi, sem rak þær til svo örlögþrunginna at- hafna. Pær vilja engu leyna. Hvenær hafði ég síðast talað við hana? — Pað var síðast í gær, Hún hafði gengið sér til skemmt- unar úti með Ralph Paton. — Ég varð mjög hissa, því að ég hafði ekki hugmynd um, að hann væri staddur í ‘J<ings Abbot. Ég hélt í raun og veru, að hann hefði óvingast verulega við stjúpa sinn. Hann hafði ekki sést hér um það bíl hálft ár. Svo komu þau gangandi hlið við hlið og kjáðu saman koll- um, og hún sagði eitthvað við hann í 'mjög alvar- legum tón. Ég held að ég geti fullyrt það með vissu, áð það var einmitt á þessu augnabliki, sem fyrst rendi grun í, að nú væri eitthvað í vændum. Enn þá var það ekki neitt áþreifanlegt, heldur óljós grunur um rás viðburðanna. Þetta, að Ralph Paton og frú Ferrars voru þannig í alvarlegum og innilegum umræðum, hafði óhugnanleg áhrif á mig nú. Ég hélt áfram för minni og hugsaði um þau, þá mætti ég allt í jeinu Roger Ackroyd. — Sheppard, sagði hann, það var einmitt þú, siem ég þurfti að finna. Petta er hræðilegt allt saman. — Svo að þú hefir þá heyrt það. Hann kinkaði kolli. Ég gat séð, að þetta hafði fengið á hann. Stóru, rauðu kinnarnar virtust inn- fallnar, — og þessi maður, sem annars var svo glaður og hraustlegur, leit nú út eins og vofa. — Það er verra en þú heldur, sagði hanu lágt. Heyrðu, Sheppard, ég verð að fa að tala við þig. Geturðu komið með heim núna? — Helzt ekki. Pað eru þrír sjúklingar, sem ég á eftir að fara' til, og ég verð að vera konrinn aftur heim kl. 12, því að þá hefi ég viðtalstíma. — Jæja, þá einhverntíma um eftirmiðdaginn. — Heyrðu annars, þú getur borðað miðdegisverð hjá mér í kvöld kl. 19,30 — er það hentugt fyrir þig? — Já, það getur gengið. En hvað er annars að? Er það Ralph? Ég vissi ekki gjörla, hversvegna ég sagði þetta, máske af því, að það hafði svo oft verið Ralph, sem eitthvað var að. Ackroyd horfði tómlega á mig, eins og hann skildi mfg naumast. Mér fór að skiljast, að hér var um eitthvað alvarlegt að ræða. Ég hafði aldrei séð Ackroyd svo beygðan áður. — Ralph? sagði hami í spurnartón. Nei, það er ekki Ralph — hann er í London. — Nú, hver fj.... þarna kemur þá frú Granett gamla. Ég vil sannarleg hræðilegu atburðiekki ræða við hana um þessa Við sjáumst í kvöld, Sheppard, kl. 19,30. Ég kinkaði kolli og hann flýtti sér af stað, en ég stóð undrandi eftir. Ralph í Lundúnum? Og þó hafði hann áreiðanlega verið í Kings Abbot seinni partinn í Jgær. Hann hlyti því að hafa farið aftur til Lundúna í (gærkveldi eða snemma' í rnorgun, og þó hafði fas Ackroyd1 og framkoma öll gefið annac til kynna. Hann hafðii talað eins og hann hefði ekki séð Ralph í marga mánuði. Mér vannst ekki tími til að hugsa þessi mál nánar. Miss Granett réðist nú á mig til að spvrja frétta. Miss Granett hafði svipaða lyndiseinkunn og Karólína systir mín, en skortir algerlega hina ósvikulu ályktunargáfu, Sem setur nokkurn sni I!i- blæ á alla aðferð Karólínu. Miss Granett var ílaum- ósa — orðin streymdu af vörum hennar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.