Þjóðviljinn - 19.08.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.08.1938, Blaðsíða 4
sp Mý/ab'ib DrskkiBB við stýrið. umbia film er vakið hefir heimsathygli fyrir hina miklu þjtðingu sem hún hef- ir fyrir umferðamál allra þjóða. Aðalhlutverkin leika: RICHARD DIX, JOAN PERRY, TONY STEVENS o. fl. peksa stórmerkilegu kvik- mynd ættu engir sem stjórna bílum og ferðast með bílum að Iáta óséða. Næturlæknir Halldór Stefánsson, Ránar götu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Otvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sænskír söngvar. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Um einvígi, Pétur Magnússon frá Vallanesi. 20.40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.05 Hljómplötur: a, Fiðlusónata í e-moll, eftir Grieg. b, 21.40, Harmóníkulög. 22.00 Dagskrárlok. K. Ewertz verkfræðingur flytur í dag kl. 6.15 í Gamla Bíó fjórða fyrir- lestur sinn um rafmagnsmál og raflýsingu. Fjallar fyrirlestur hans að þessu sinni um: „Vinnu lýsingu". Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Dettifoss er í Reykjavík, Goða foss fór frá Hamborg í gær, Brúarfoss var á ísafirði í gær Lagarfoss fór frá Leith í gær áleiðis til Islands. Magnús Stefánsson, sem að undanförnu hefir ver ið afgreiðslumaður Nýja dag- blaðsins, hefir nú verið skipaður dyravörður í stjórnarráðinu og tók hann við því starfi í fyrra- dag. Klapparstíg 19. Hjólið var Che- vrolett, model 1931, en hjólkopp urinn model 1932. Hjólið er dökkrautt að lit og hefir West- lund heitið hverjum þeim 50 króna þóknun,. sem getur gef- ið þær upplýsingar að hjólið finnist. RVR. Rafvirkjafélag Rvíkur fer í skemtiferð n.k. sunnudag 21. þ. m. Farið verður um Grafn- inginn að Þingvöllum. Happdrætti Svifflugfélagsins. Dregið hefir verið í happ- drætti Svifflugfélags íslands. Upp komu þessir vinningar: 1922 Flugferð til Akureyrar báðar leiðir. 1503 Svifflugnám í eitt ár. 2604 Kensluflug. 2156 Hringflug. 2694 Hringflug. Ávísana á vinningana má vítja til Björns Jónssonar, Liver- pool, Baldursg. 11. TEIKNISTOFA Siprðar Thoroddsea verkfræðings, Austurstræti 14. Sími 4575. Otreikningur járnbentrar steypu, miðstöðvarteikningar og önnur verkfræðingsstörf. „Fákur“ efnir til kappreiða á Skeið- vellinum við Elliðaár n.k. sunnu- dag og -hefjast þær kl. 3 síðd. Nýja Bio sýnir kvikmyndina „Drukídnn við stýrið“. Fjallar mynd þessi um hættu þá, sem cr því sam fara, að ökumenn aka bifreið- um sínum ölvaðir, sýnir hún á áþreifanlegan hátt þá slysahættu sem af slíku leiðir. Tímarit iðnaðarmanna, 3. hefti er nýkomið út. Hefst það á grein um Karlakór iðn- aðarmanna. pjófnaður. I fyrrinótt var stolið varahjóli með öllu tilheyrandi af bifreið Re. 920. Bifreið þessi er eign O. Westlunds vélfræðings og stóð hún fyrir utan hús hans, Norðtenskf dílkakjdf„ Nauíakjdt Nýr lax, GíðenmeSí allskonar, Tómafar, Kjötbúðírnar: SkólavöfðusL 12 símí 2103 VesfurgÖÍU 16 „ 4769 Slfandgaia 23 Hafnaffífðí ©eimbrb'io Enlldog Dru** snond skersf í tefkinn, Afar spennandi amerísk talmynd, gerð eftir einni af hinum frægu saka- málasögum H. C. McNeiIe (,,Sapper“) Aðalhlutv. leika: Ray WiIIand, Heather Angel og Sir Guy Standing. RÆJARSTJÓRNARFUND- URINN. (Frh. af 1. síðu.) farið yrði út í skólabyggingar á þessii ári. Bæjarfulltrúar Kommúnista- flokksins hreyfðu því, hve ó- heppilegt það væri að ofaní- burður sá sem notaður ler í göt- ur í úthverfum bæjarins væri svo lélegur, að göturnar yrðu illfærar hjólandi og gangandi mönnum. Borgarstjóri lofaði að færa þetta í tal við bæjarverk- fræðing. í sambandi við breytingar á lögreglusamþyktinni komu þeir fram með eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórnin lýsir yfir óá- nægju yfir því, að yfirvöld bæj- arins hafa látið það viðgang- ast, að erlendir hermenn fa:i hergöngur um götur bæjarins eins og í hernuminni borg. Jafnframt skorar bæjarstjórnin á lögreglustjóra og ríkisstjóru- ina að sjá um að slíkt endur- taki sig ekki meðan landið telst sjálfstætt ríki“. Tillaga þessi fekst ekki rædd með þeim forsendum að hún heyrði ekki undir þennan lið umræðnanna og felt að taka hana sem sérstakt mál á dag- skrána. Mun hún koma til um- ræðu á næsta fundi. Agatha Christie. 8 y Hver er sá seki? Ég gat séð ýmsar gloppur á þessu fræðikerfi Karólínu, en ég varaðist að vekja athygli á þeim. Saklaus athugasemd um hinn nýja nábúa okkar beindi viðræðunum inn á aðrar brautir. Húsið við hliðina á okkur ,sem kallað var læ- lævirkjatrén — hafði nýlega verið tekið á leigu al ókunnugum manni. Sér til mikillar gremju hafði Karólínu ekki tekist að fá neitt annað uin hann að vita, en að hann væri útlendingur. Rannsóknarstarf hennar á þessu sviði hafði engan árangur borið. Að líkindum kaupir maðurinn mjólk og grænmeti og við og við steikarkjöt eða fisk, en enginn í þein verzlunum, er hann skiptir við, virðist hafa fengið nokkuð um han (nað vita. Hann kvað heita Hr. Porrott, sem er nafn, sem hljómar mjög ókunnug- Jegæ í eyrum mínum. Það eina, sem við vitum um hann með vissu, er að hann hefir áhuga fyrir að rækta graskör. En það eru svei mér ekki slíkar upplýsingar, sem Karólína er að sælast eftir. Nei, hún vill vita hvaðan hann er kominn, Iiverju hann lifir af, hvort hann sé giftur, hvað kona hans sé að stöðu og ætt. Hvað var ættarnafn móður hans o. s. frv. Ég hugsa, að það hafi verið einhver, sem líktist Karólínu, sem hefir fundið upp hinar mörgu spurn. ingar á vegabréfseyðublöðunum. Góða Karólína, sagði ég. Það er enginn vafi á því, hvað maðurinn hefir verið. Hann hefir auðvitað verið hárskeri — líttu bara á yfirskeggið á honum. Karólína var ekki sammála. Hún sagði, að ef mað- urinn hefði verið hárskeri, mundi hann hafa liðað hár, en ekki slétt — allir hárskerar hefðu liðað hár. Ég tilnefndi marga hárskera, sem ég hafði kynst, sem höfðu óliðað hár, en Karólína lét ekki sann- færast. Ég get alls ekki botnað í honum, sagði hún í kvörtunartón. Ég fékk lánuð hjá honum nokkur garðáhöld um daginn — hann var hinn kurteisasti, en ég gat ekki haft neitt upp úr honum. Ég spurði hann að lokum beinlínis að því, hvort hann væri Frakki og hann neitaði því — ég veit ekkert, en ég gat ekki fengið af mér að spyrja hann frekar. Ég fór að fá meiri áhuga fyrir þessum dularfulla granna okkar. Maður, sem1 getur lokað fyrir munn- inn á Karólíinu, og sent hana tómhenta heim, hlýt- ur að vera þó nokkur persónuleiki. Ég held, sagði Karólína, að ef hann á eina af þess- um nýtísku ryksugum — — — Ég sá, af augnaráði hennar, að hún hugði á nýja lánbeiðni og nýtt færi' til að spyrja manninn spjör- unum úr. Meðan hún sat þarna og var að hugsa um þetta, notaði ég tækifærið og skaust ú^ í garðinn. Mér þykir gaman að sýsla hitt og þetta' í aldingarð- inum. Ég var önnum kafinn við að uppræta fífla, þá heyrði ég aðvörunaróp rétt hjá mér og einhver þungur hlutur þaut fram) hjá eyranu á mér og féll til jarðar rétt við fætur mér með andstyggilegu hlökti. Það var hálfrotið graskar. Ég leit reiðilega upp. Upp yfir múrinn vinstra megin við mig, gægðist andlit, egglaga höfuð sköli- jótt í jlivirfilstað, en annars vaxið grunsamlega svörtu hári, stórt yfirskegg og tvö aðgætin augu. Það var hinn dularfulli nábúi okkar, hr. Porrott. Hann byrjaði strax að biðjast afsökunar. Ég bið yður margfaldlega að fyrirgefa þetta. Ég hefi eiginlega enga vörn fram að færa. Mánuðum saman hefi ég unnið að því að rækta graskör. Núna fyrir miðdaginn varð ég allt í einu óður af reiði ú af graskörunuin. Ég gef fj ..... í þau.. Ekki bara talað á líkingamáli, heldur í bókstaflegum skiln- ingi. Ég þríf stærsta graskarið, sem ég næ í og kasta því yfir múrinn. Ég skammast mín herra minn. Ég kasta mér fyrir fætur yðar. Gagnvart slíkum straumi af afsökunum gufaði reiði mín upp. Þegar, allt kom til alls, hafði þetta bölvað ekki sen graskar ekki hitt mig. En ég von- aði í hreinskilni, að það væri ekki bcint áhuga- efni þessa nýja vinar okkar að kasta þungum gras. körum eða kálmeti yfir múrinn. Slíkur vani yrði tæpast til að efja góða sambúð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.