Þjóðviljinn - 01.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1938, Blaðsíða 4
SjB l\íy/ð Ti'io s§ Spaðaásinn I Siðatrí hlufi af Dulairfulla flugsveííiu, Sýnduf í hvöld Börn fá efefeí að$an$„ 1 Næturlæknir Eyþór Qunnarsson, Lauga- veg 98, sími 2111. Næturvörður ,er í Ingólfs- og Laugavegs apóteki. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstuviku 19.30 Hljómplötur: Létt íög . 19.40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20,15 Frá Ferðafélagi íslands. 20,25 Frá útlöndum. 20.40 Einleikur á píanó, Emil Thoroddsen. 21,00 Útvarpshljómsveitin leik- ur. 21.30 Hljómplötur: Andlegtón- list. 22,00 Dagskrárlok. þlÓÐVIUINK Bæjarstjórnarfundur verður haldinn í dag á venju- legum stað og tíma. Fyrir fund- inum liggja 7 mál, þar á meðal önnur umræða um breytingarn- ar á lögreglusamþykktinni. Vestfjarðaför Ferðafélagsins. Férðafélag íslands ráðgerir að fara skemtiför til Patreks- fjarðar og Bíldudals með Es. Gullfossi. Lagt af stað kl. 6 á laugardagseftirmiðdag og komið heim um hádegisbil á mánudag. Engin rúm er hægt að fá, svo að ferðafólkið verður að hafast við í lestinni og hafa með sér allan viðlegubúnað. — Fargjöld ódýr. Farmiðar seldir á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs til kl. 6 á föstudag. Til minnis , fyrir lesendur Alþýðublaðs- ins: Síðastliðinn sunnudag birti Morgunblaðið svo til orðrétta 'ritstjórnargrein úr Alþýðublað- inu, og lét það fylgja með, að greinin væri skrifuð þannig, sem, Morgunblaðsritstjórarnir teldu sannast og réttast. Pessi opinbera yfirlýsing og viður- kenning á auðvaldsþjónustu Al- þýðublaðsritstjóranna hefir far- éð í faugarnar á Stefáni Péturs- syni og Co., en rétt er að láta hana ekki falla í glymsku, þó að svo sé að sjá, á Alþýðublað- :inu í jgær, að ritstjórarnir hálf- skammist sín fyrir greinina, er prentuð var upp, sem það „sannasta og réttasta^ er M'org- unblaðsritstjórarnir vissu. Skipafregnir. Gúllfoss er í Reykjavík,Goða foss kom til Patreksfjarðar í gærmorgun, Brúarfoss er á leið til Grimsby, Dettifoss fór frá Hamborg í gær, Selfoss er í Antwerpen. Listasafn Einars Jónssonar verður frá 1. sept. opið kl. 1 —3 hvern sunnudag og mið- vikudag. ' Spánargreinar Hallgríms Hallgrímssonar, er birst hafa undanfarna daga í Pjóðviljanum, hafa vakið mikla athygli. Er sífellt verið að' spyrja eftir blöðunum og hve- nær framhaldið komi. Umsókn ina á Ebróvígstöðvunum, er Hallgrímur tók sjálfur þátt í, eru eftir tvær langar greinar og birtist hin fyrri þeirra í Þjóð viljanum á morgun. Prófkosningu þeirri, er Prestafélagið efndi til um biskupskjör er nú lokið. Af 107 mönnum, sem hafa at- kvæðisrétt, tóku 9S þátt í kosn- ingunni. Hæstur varð síra Sig- urgeir Sigurðsson á ísafirði með 32 atkv. Næstur ho/rum síra Bjarni Jónsson með 27 atkv. þá Magnús Jónsson prófessor með 16 atkv. og síra Porsteinn Briem með 9 atkv. Síra Björn Magnússon á Borg fékk 7 at- kvæði og aðrir nokkru minna. Til þess að ná biskupskosn- ingu þarf þrjá fimtu greiddra atkvæða. Nái enginn þessu til- greinda atkvæðamagni veitir kirkjumálaráðuneytið embættið einhverjum af þeim þremur, er flest atkvæði fá. Knattspymumót í öðrum aldursflokki hefst í kvöld kl. 6,30. Þar keppa K.R. og Fram. Annað kvöld keppa Valur og Víkingur. Aðgangur. að vellinum er ókejqús. Ríkisskip. ' Súðin var á Skagaströnd í gærkveldi. Esja fer í strandferð vestur úm land kl. 9 annað kvöld. Féíags^ ogmenn^ ísigarmál á NordfírdL LONDON I GÆRKV. F. U. orku, sem kvenþjóðin á yfir að ráða, með því að sýna starf- semi þess fullan skilning ogefla hana með ráðum og dáð. Þess- vegna fylkja alþýðukonurnar sér einhuga um að skapa starfs- hæfa bæjarstjórn með vinstri meirihluta. Um ýms fleiri félags- og menningartæki vildi ég gjarn- an ræða, en vil aðeins minnast á barnaskólann, sem við erum svo heppnir að hafa nægilegt húsrúm fyrir. Æskan verðurað fá meira en þurran bókalærdóm Hún verður að njóta náttúrunn- ar. Pessvegna verður að auka ferðasjóð barnanna með aðstoð bæjarfélagsins. Byggja þarf barnaleikvöll og fle-ira. Barnaskólann og bókasafnið þarf að gera öflugra. Slíkt verð- ur aðeins tryggt með því, að alþýðan hafi menningartækin í sínum höndum., kjósi alþýðu- menn sem fulltrúa sína í bæj- arstjórn og annarsstaðar. Gefi þeim meirihlutavald til þess að stjórna bæjarfélaginu. Eini listinn, sem hefir verka- menn, sem til greina geti kom- ið, sem fulltrúar í bæjarstjórn, er D-Iistinn, enda er það hinn eini sanni Iisti alþýðunnar, og mun hún sýna við þessar kosn- ingar, og sanna það alþjóð manna, að hún sé róttæk og hopi ekki þumlung til hægri, heldur berjist með ákafa æsk- unnar og hugrekki sjómannsins, tryggð verkamannsins og dugn- aði alþýðukonunnar undir kjör- orðinu: „Starfhæf bæjarstjórn með alþýðumeirihluta". Jóhannes Stefánsson. Gömla I3io % TJAPAJEF Stórfengleg rússneskkvik mynd um frelsíshetjuna rússnesku í byltnrgunni 1917—19. Aðalhlutverkin leika rúss- neskir úrvalsleikarar. Börn fá ekki aðgang. Vínnuskélínn á Kolvídarhól (Frh. af 1. síðu.) byggingu skíðabrautar í brekk- unum ofan við bæinn o. fl. o. fl. — Aðbúð piltanna hefirver- ið góð — og má yfirleitt telja að allmikill árangur hafi þegar fengist með þessum skóla. Mun Pjóðviljinn skýra nánar frá þess um málum í æskulýðssíðunni á sunnudaginn. Meísíaramófið Framh. af 1. síðu. Sigurður Sigurðsson setti nýtt met í hástökki án tilhlaups, — stökk 1,41 m. Þá fór einnig fram Hafnar- f jarðarhlaup. Þátttakandi var að eins einn, Bjarni Bjarnason úr K. V. Hljóp hann vegalengdina á 51,55 mín. Flokksskrífstofan er á Laugaveg 10, opín alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. Agatha Christie. 19 Hver er sá seki? i svipinn á feitu andlitinu, altaf var augnaráð hans kvikult og flóítalegt. — Herra Ackroyd vill ekki með nokkru móti láta onáða sig, sagði ég kuldalega. Hann bað mig að segja yður það afdráttarlaust. — Já, herra læknir. Mér heyrðist — mér heyrð- ist bjöllunni hringt? Þetta voru svo augljós ósannindi, að mér þottu þau ekki svara verð. Parker gekk á undan mén fram í forsalinn, og hjálpaði mér í frakkann. Ég gekk út í næturmyrkrið. Tunglið var að skýjabaki, alt var niðadimt og kyrt. Kirkjuklukka þorpsins sló níu, þegar ég gekk framhjá húsi dyravarðarins. Ég snéri til vinstri í áttina til þorpsins,og var nærri búinn að reka mig á mann sem kom á móti mér. — Er þetta leiðin til Farnley Park. spurði ókunni maðurinn hásri röddu. Ég horfði nánar á hann- Hann hafðislegið hatt- inn niður fyrir eyru og brett upp jakkakragan. Ég sá svo til ekkert í andlit hans, en sýndist' - hann vera ungur maður, Röddin var gróf og rudda leg. — Þetta er dyravarðarhúsið, sagði ég. — Þfikka yður fyrir, ég er alveg ókunnugur hér um slóðir, bætti hann við- Undarlegt var það að rödd hans minti mig á einhvern sem ég þekkti, en ég gat ekki komið því fyrir mig hver það var. Tíu mínútum síðar vár.ég kominn heim til mín. Karölína var ákaflnga forvitin og vildi fá skýr- ingu á því hversvegna ég kæmi svona snemma heim. Ég varð að gefa henni lýsingu á kvöldboð- inu, sem var ekki alveg sannleikanum samkvæmt til að gera hana rólega, en samt hafði ég það á tilfynningunni að hún trúði mér ekki fyliilega. Klukkan tíu stóð ég á fætur, geispaði og sagði að nú væri víst kominn háttatími. Karólína hreyfði engum mótmælum. Þetla var föstudagskvöld og á föstudagskvöld- um var ég vanur að trekkja upp klukkurnar. Það gerði ég einnig nú, en á meðan leit Karólína eftir því hvort vinnustúlkann hefði lokað eldhús- inu almennilega. Klukkan var kortér yfi.r tíu þegar við gengum upp stigann. Ég var nýkominn upp þegar síminn hringdi níðri í forstofunni. — Frú Bakes sagði Karólína strax- — Já, ætli það ekki, sagði ég ergilega- Ég hljóp niður stigann og greip símtólið’ — Ha, sagði ég, Hvað segið þér? jú, auðviteð kem ég á staðinn. Ég hljóp upp stigann aftur, þreif töskuna mína og bætti í hana sáraumbúðum. — Það var Parker, sem hringdi kallaði ég til Karóíínu, frá Ferney. Þeir voru að finna Roger Ackroyd myrtan. FIMTI KAPITULI MORÐ Ég flýtti mér eins og ég gat að ná út bílnum, og ók hratt íil Fernley. Ég stökk út úr bílnum og kippti fast i bjöllustrengínn. Það var ekki strax svarað, svo að ég hringdi aftur. Loks heyrði ég hringla í öryggiskeðjunni, og Parker stóð í dyrun- um með sama sviplausa smettið og venjulega. Ég smeygði mér framhjá honum inn í forstof- una. — Hvar er hann, spurði ég hvatsskeytilega. — Hvað segið þér? — Húsráðandi yðar herra Ackrovd. Standið ekki þarna eins^og drumbur. Hafið þér hringt til lögreglunnar. — Lögreglunnar? Sögðuð þér lögregla? Parker starði á mig eins og ég væri dularfullt fyrirbrygði. — Hvað gengur að yður Parker. Ef þér segið það satt að húsbóndi yðar hafi verið myrtur . . . Parker greip andann á lofti. — Húsbóndinn? Myrtur? Það er ómögulegt herra læknir, Nú var það ég sem vissi hvorki upp né niður, — Sögðuð þér mér ekki í símanum fyrir svo sem fimm mínútum síðan, að herra Ackroyd hefði fundist myrtur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.