Þjóðviljinn - 13.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1938, Blaðsíða 4
a/s l\íy/a íó'io a§ Heiða. Ljómandi falleg amerísk kvikmynd frá Fox, gerð leftir hinni heimsfrægu sögu með sama nafni eft- ir Johanne Spyri. Aðalhlutverkið, Heiðu, leikur undrabarnið SHIRLEY temple, ásamt Jean Hersholt, Mady Christians o.fl. Sagan urn Heiðu litlu hef- ir hlotið hér miklar vin- sældir í íþýðingu frú Lauf- eyjar Vilhjálmsdóttur. Orrboi*g!nnl Næturlæknir Grímur Magnússon, Hring- braut 202, sími 3974. Næturvörður ier í Ingólfs- og Laugavegs apóteki. Otvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sönglög úr óperettum og tónfilmum. 19.40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20.15 Erindi: Úr sögu hjúkrun- armálanna I, frú Guðný Jóns- dóttir. 20.40 Hljómplötur: a, Symfónía nr. 45, fis-moll, eftir Haydn. b, Symfónía nr. 35, D-dúr, eftir Mozart. c, Egmont-forleikurinn, eftir Beethoven. gMÓÐVILIINN I Verkamannabréf | 28$ 28$ %£ ^ 28M282888* 2828S28M28S „Vcrdutf er verkamadurínn launann a" & ©amlarb'io 4 Mílle Maríe 0$ jeg d, Lög úr óperum. 22,00 Dagskrárlok. Skipafróttir. Gullfoss fór til útlanda í gær-i kvöldi, Goðafoss er á leið til Leith frá Vestmannaeyjum, Brú arfoss fór frá Leith) í gær áleið- is til Reykjavíkur. Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi, Lagarfoss :er í Kaupmannahöfn, .Selfoss er í Reykjavík. Tónlistarskólinn biður eldri nemendur sína, sem ætla að stunda nám við skólann í vetur að koma til iviðtals í Hljómskálann í kvöld kl. 8-10. Fjeldgaard og Flatau, danska dansparið, endurtaka danssýningu sína í kvöld kl. P í Iðnó. Dr. Alexandrine fór til útlanda kl. 6 í gær- kvöldi. Stal einkennisbúningi. í fyrradag veittu menn því athygli, að maður nokkur var á göngu um bæinn í dönskum sjóliðabúningi. Var maðurinn handsamaður og játaði hann, að hafa farið um borð í „Hvid- björnen“ sem hér liggur, og fengið sér þar búninginn. Lög- reglan kom búningnum þegar til skila. Maðurinn var allmikið ölvaður. Stúlku hent niður stiga. Á dansleik sem klúbburinn „Kátir voru karlar“ héldu í K.-R.-húsinu aðfaranótt sunnu- dagsins, var mikið ölæði, svo að kalla varð á lögregluna til þess að stilla til friðar. Meðal annars hafði maður .. nokkur hrint stúlku niður stigann, og meiddist hún svo að varð að flytja hana á sjúkrahús. Fyrir nokkru birtist í Morg- blaðinu og Vísi augljising þar sem óskað var eftir mönnum í vinnu í alt að þrein mánuðum hjá einum af stórkörlum bæjar- ins. Ég eins og aðiir verkamenn erum orðnir óvanir því, að sjá,> svona glæsilega atvinnuvon án nokkrar fyrirhafnar af okkar hálfu. Því flestir atvinnurekend- ur sem þurfa á vinnuafli að halda út úr bænum, snúa sér til Ráðningarstofu Reykjavíkur og láta hana útvega sér menn því þar eru venjulega nógu margir í boði, þó um snapvinnu sé að ræða eða undirboð frá venjulegum taxta. Ég er vanur að vinna álíka atvinnu eins og þá sem um var getið í áður- nefndri auglýsingu, og tel mig sæmilega duglegan við venju- leg sveitastörf. Hafði ég því töluverðan hug á að komast í þessa vinnu,efég yrði að hætta þar sem ég var að vinna, en um svipað leyti fekk ég trygg- ingu fyrir vinnu næstu tvo mán- uði, svo ekkert varð af að ég grennslaðist eftir þessari vinnu meira (því upplýsingar fekk maður ekki í síma). Síðan hefi ég sannfrétt, að atvinnan var ekki eins glæsileg eins og manni gat dottið í hug, þar sem í hlut átti einn af tekju- hæstu mönnum þessa bæjar, því kaupið sem hann vildi bjóða var lægra heldur en húðar- bykkjur fá til sveita ef þær eru lánaðar. Og þar sem ég hefi unnið flest sumur í sveit eða við sveitavinnu, finst mér rétt að nefna kaupið sem stóriðju- höldurinn í Reykjavík vildi borga duglegum verkamönnum því ég tel það svo sérstætt ef satt er skýrt frá, að það ætti að færast í annála vorra tíma, að verkamönnum væru boðnar tvær krónur í kaup á dag í ágúst fyrir erfiða vinnu í mis- jöfnum veðrum og kasta þeim svo út á kaldan klakann þegar versti atvinnuleysistíminn byrj- ar. Er rétt að nota atvinnulitla verkamenn sem verkfæri til að safna gróða? Á það að eiga sér stað að birtar séu skrum- auglýsingar um atvinnu sem er engin vinna eða verri en engin', svo menn komi langar lei’ðir að til að afla sér hennar, samanber áðurnefnda auglýsingu, sem gabbaði menn úr Borgarfjarð- arsýslu til að koma hingað. Pað hefir verið sett lágmarks verð á ýmsar landbúnaðarvör- ur með lögum, og er það vel farið. Næsta skrefið í framfara- málum sveitanna er vonandi jrað, að skapaður sé fastur grundvöllur undir kaupgreiðslur þeirra, sem geri það að verk- um, að fólk verði stöðugra í sveitunum en nú á sér stað hjá hinum ríku kaupmönnum og fjárplógsmönnum, sem'eru að fást við búskap, að öllum lík- indum til að dylja gróða sinn á öðrum sviðum. Verkamaður. afar fjörug dönsk gaman- mynd. Aðalhlutverkin þrjú leik- ur hin góðkunna leikkona MARGUERITA VIBY Aukamynd: KRÓNPRINSHJÓNIN HEIMSÆKJA ÍSLAND. Hagnadínum af dansleíknum síolíd. Um helgina var stolið 620 kr. úr Oddfellowhúsinu. Varð unglingspiltur uppvís að þjófn- aðinum, og náði lögreglan pen- ingunum svo til óeyddum. Dansklúbbur einn hafði dans_ Jeik í Oddfellowhúsinu á sunnu- dagsnóttina. Er búið var að selja aðgöngumiða var farið með andvirði þeirra, 620 kr. iupp í herbergi á 2. hæð húss- ins, og þeir lagðir þar á borð á- sanrt því, er af gekk af að- göngumiðum. Herberginu var læst, en þegar til átti að taka voru peningarnir horfnir. Við rannsókn koni í ljós, að þjófurinn hafði komist inn um glugga á herberginu, meðþví að klifra upp á skúra, sem eru undir glugganum. Við yfirheyrsluna bar piltur- inn það, að hann hefði upp- haflega ekki ætlast annað fyr- ir en að komast inn á dansleik- inn, og í því skyni klifrað inn um gluggann. En þá kom hann auga á peningana, og breytti um fyrirætlun, stakk þeim á sig og fór aftur út um glugg- ann. Þegar lögreglan náði hon- um hafði hann aðeins eytt 20 kr. af peningunum. Ríkisskip. Esja var væntanleg til Vest- mannaeyja kl. 11 í gærkvöldi. Súðin var á Norðfirði í gær. Agatha Christie. 26 Hvcr cr sá scki? ið aðgerðarlaus og hugsað málið lengi. Hannmundi strax hafa kallað á Parker, borið á hann síakirna? og gert úr því hinn mesta gauragang. Pér munið að herra Ackroyd var ákaflega skapstór. — Pað er ekki víst, að hann hafi haft tíma til að lesa bréfið þá strax, sagði lögreglustjórinn. Við viturrf að einhver var inni hjá honum klukkan hálf- tíu. Ef sá gestur hefir komið rétt ieftir að' þér fór- uð, og ungfrú Ackroyd hefir svo komið rétt eftir að hann fór, þá hefir herra Ackroyd ekki haft tíma til að lesa bréfið fyrr en um tíuleytið. — En símahringingin? — Það hefir auðvitað verið Parker ,sem hringdi, ef til vill áður en honum1'dal't í hu'g' að læsa hurð- inni og fara út um gluggann. Svo hefir honum snúist hugur, orðið hræddur, og ákveðið að íát.a sem hann hefði ekki hugmynd um neitt. Þannig, hefir það gerst, verið þér vissir. — Tja, — ætli það, sagði ég, og trúði ekki meira en svo. — Við geturn fengið að vita hið sanna um síma- hringinguna á Imiðstöðinni. Ef hefir verið hrngt héð. an úr húsinu ,skil ég; fekki í að það geti verið annar en Parker. Verið vissir um að það er hann sem við leitum eftir. En við skulum ekki íleipro því — megum ekki vara hann við fyr en við höf um öil sönnunargögnin í hö'ndum. Ég skal sjá um að hann gangi okkur ekki úr greipum. Við skulí Ifita sem við leggjum aðaláhersluna á leit að þess um ókunna manni sem þér sáuð. Hann stóð upp af skriíborðsstófnum, er hann hafði setið öfugt á, og gekk yfir að líkinu; í hæg indastólnum. — Vopnið ætti að geta gefið okkur eitthvað að fara eftir, sagði hann, og sneri sér að mér. Svona rítingar eru varla algengir hluiir. Hann laut niður og athugaði skaftið gaumgæfi- lega, og ég heyrði rymja ánægjulþga í honum. Svo tók hann varlega um hnífinn, fyrir neðan skaftið, og dró hann úr sárinu. Án þess að snerta skaftið ^ setti hann rítinginn í postulínsvasa er stóð á arirf- hillunni. Já, sagði hann og leit til morðvopnsins. Þetta er hreinasta listaverk. Það eru varla margir slíki? hér í jgnennd. Það var satt, þetta var ágætur hlu'/ur. Mjótt, odd hvasst blað, og skaft úr fínt brugðnum málmþráð um, einkennilega vel gert. Davis reyndi bitið a nögl sér og þótti mikið um. — Ekki ier bitið laklegt, varð honum að orði' Barn gæti rekið hainn á kaf í mann alveg fyrir s'töðulaust. Það er ekki hættulaust að hafa svona leikföng á glámbekk. — Má ég rannsaka líkið, sagði ég. Hann kinkaði kolli, — Já, gerið svo vel. Ég gerði nú nákvæma rannsókn á líkinu. — Jæja? sagði lögreglustjórinn þegar ég var búinn. — Ég skal hlífa yður við að lýsa því á lækna' máli. Það getum við látið liggja á milli hluta þar til ég gef dánarvottorðið. Hann hefir verið stunginn af manni, sem stóð fyrir aftan hann og hélt á rít- ingnum í hægri hendi. Hann hefir dáið undireins Eftir svipnum á andliti hans að dæma, mundi ég. álykta, að höggið hefði komið honum algerlega að óvörum. Hann hefir dáið án þess að vita, hver morðingi hans var. ( \ !|j — Parker læðist um eins hljóðlega og köttur, sagði Davis lögreglustjóri. Ég býst ekki við, aö það verði margt dularfullt við þennan glæp. Lítið þér á skaft rítingsins. — Ja —það er ckki víst aðþér sjáið það, en ég sé greinilega fingraför. Hann lækkaði róminn: Fingraför. Hann gekk nokkur skref afturábalk til að athuga hver áhrif orð hans höfðu. — Já, sagði ég hálfhissa, Mér datt það í hug.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.