Þjóðviljinn - 29.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1938, Blaðsíða 2
Fimtudagurinn 29. sept. 1938. ÞJOÐVILJINN Ríkisstjórnin gefur út bráða- birgðalög vegna stríðshættu. Pað verður að hindra að kaupmenn hækki vöruverðið. Hannes Gnðmnndsson Mínníngarofd. I dag er til moldar borinn Hannes Guðmundsson fisksali. Hann var einn þeirra manna, sem festist mjög í minni þeim, er honum kynntust. Það, sem mér fannst fyrst og fremst ein- kenna viðmót hans, var glað- værðin, hún var svo náttúrleg og ósvikin. Hann hafði hið mesta yndi af skrítlum og skop yrðum, en gat lík'a verið með þegar um alvarleg málefni var að ræða. Þótt hann væri ó- menntaður alþýðumaður, eins og kallað er, þá var hann tals- vert lesinn og fróður um marga hluti. Hann var mjög ljóðelsk- ur maður, enda sjálfur skáld- mæltur. Ljóðabók gaf hann út árið 1925, sem hét „Órar“. Það er lítil bók, en þó er þar margt laglega kveðið. Margt hefir hann þó orkt síðan, sem ber þess ljósan vott, að honum var að fara fram. (Nú á síðústu, árunum var hann einnig farinn að skrifa í óbundnu máli, en mest munu það hafa verið til- raunaskrif). Hannes var mjög einlægur og róttækur verkalýðssinni, enda munu æfikjör hans hafa mótað stefnu hans í þeim efn- um. Ég get ekki stillt mig um að birta hér aðeins fjórar setningar úr bernskuminning- um hans: I æsku voru ©lnbogaskotin einustu hótin, kvíðandi mætti ég morgni, en magnþrota kvöldi. Þessar fjórar setningar fela í sér langa og sanna sögu svo margra af ágætustu mönnum þjóðarinnar, bæði fyrr og síð- ar. Hvað sem Hannes gerðí og hvar sem hann var staddur, þá hafði hann alltaf vakandi áhuga fyrir velferðarmálum hinnar vinnandi stéttar. Hann var ávallt reiðubúinn, bæði til varnar og sóknar. Og þótt hann hefði ekki tækifæri til þess að berjast í hinum skipulögðu fylkingum, þá var hann ekki aðgerðarlaus. Hann þreytti smáskæruhernað, ef svo mætti segja, en sú barátta verður oft jafnvel gagnlegri en skipulagðar árásir. Hér er því fallinn í valinn einn ágætur liðsmaður úr verkalýðsstéttinni. Góði vinur! Ég þakka þér fyrir góða og einlæga viðkynn- Ríkisstjórnin gaf út í gær bráðabirglðialög um ráðstafan- ir vegna stríðshættunnar. , I bráðabirgðalögurn pessum er ríkisstjórninni gefin heimild til víðtækra ráðístafana um söiu og úthlufcun á naúðsynjavörum, sem til eru í landinu eða flutt- ar verða inn. Eru ráð(stafanir þessar gerðar með tilliti til stríðshættunnar, sem nú vofir yfir Evrópu. Samkvæmt lögum þessum er ríkisstjórninni veitt heimild til þess að taka eignarnámi mat- væli, eldsneyti og ýmsar nauð- synjavörur og taka upp skömt- un matvæla ef þurfa þykir. Einstaka menn og félög er hægt að krefja um skýrslu um vörubirgðir. Ríkisstjórnin verður þegar að taka þetta mál föstum tökum og vegna þess, hve mikill ótti er manna á meðal, verður hún að láta þessi lög koma þegar til framkvæmda. í gær bar mjög mikið á því, að menn reyndu að birgja sig upp bæði með eldsneyti og matvöru. Munu þó ýmsar verzl- anir hafa reynt að stemma stigu fyrir að menn stofnuðú til vandræða. Nokkrir kaup- menn gripu þegar færið og settu upp verð á matvöru. Þannig höfðu nokkrar verslanir hækkað hveitisekkinn um kr. 3,25. Slíkt má ekki htenda, að einstökum mönnum sé leyft þannig að græða á ótta almenn ings. Ráðið til þess að koma í veg fyrir slíkt, er fyrst og fremst að Kaupfélagið geti fengið meiri vörur. Annars með því að auka vörukaup sín svo mjög sem raun er á, gera menn ekkert annað en að efna til vandræða. ingu, fyrir glaðværðina þína og og greiðvikni, fyrir stefin og stökurnar. Blessuð veri minn- ing þín. Víldí kaupa kol fíl ársíns* I fyrradag kvað jafnvel svo' mjög að því, að menn reyndu að birgja sig upp, að kolaversl-/ un skýrði blaðinu frá því, að pantanir hefðu borist um árs- forða af kolum. Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd hefir ákveðið, að veita innflutning þegar í stað fyrir , rúgmjöl o g haframjöl. Eru þetta þau leyfi, sem átti að veita 4 fyrstu mánuði ársins „Margt er líkt með skyld- um“. Flyg-flokkurinn sænski, sem opinberlega tekur málstað Trotskys, hefir tekið þá afstöðu í tékkóslóvakisku deilunni, að segja, að verið sé að kúga þýska minnihlutann í Bæheimi. Sams> konar afstöðu verður vart við í Alþýðublaðinu hér, þegar blaðið skellir skuldinni aðeins á Versalasamninginn — og tekur þannig í raunninni af- stöðu með Hitler og með því, að ofurselja Þjóðverjana og síðan aðrar þjóðir Tékkóslóva- kíu undir járnhæl fasismans. En það er í fullu samræmi vað af- stöðu sama blaðs um að innlim- un Austurríkis í Þýskaland væri framför, bara framkvæmd á rangan hátt!! — Það leynir sér því ekki að trotskistarnir jafnt á íslandi sem í Svíþjóð reyna að fegra yfirgang og ofbeldi fasismans og lauma inn blekkj- andi skoðunum í alþýðuna til að veikja mótspyrnu hennar gegn fasismanum og það ersvo ennfremur eðlileg afleiðing af þessari afstöðu að blað trotsk- istanna hér skuli nú boða „bar- áttu Alþýðuflokksins til beggja handa“, sem aðalatriðið í póli- tíkinni. Alþýðuflokkurinn hefir áður fengið að reyna afleiðing- arnar af þessari pólitík — að hindra vinstri flokkana í barátt- unni gegn fasismanum. Þaðvar gert á Alþýðusambandsþinginu 1936, þegar Finnbogi Rútur fékk samþykktan „3ja mánaða víxilinn" gegn Framsókn og „eilífðarneitunina“ á samfylk- ingu við Kommúnistaflokkinn. Afleiðingin er öllum kunn. Það er því auðséð að þessir menn reka erindi fasismans 'jafnt í undirróðri sínum sem og allri pólitík sinni. En jafn greinilegt er að al- 1939. Hvetur gjaldeyrisnefnd kaupmenn og kaupfélög tiíþess að nota þessi leyfi strax. Defíífoss fcir fíl Þýskalands. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, lék nokkur vafi'. því hvort Eimskipafélagið léti Dettifoss, sem nú er staddur í Englandi halda áfram til Þýska- lands eins og gert var ráð fyrir. í gær fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar að afráðið væri að láta skipið fara til Þýskalands. þýðan rekur þessa flugumenn af höndum sér. Síðustu kosn- ingarnar í Svíþjóð eru ein sönnun þess. Þar hafði Flyg- flokkurinn 1936 127 þús. at- kvæði, en nú fékk hann aðeins 48 þús. Áður hafði hann 21 full- trúa í lands og borgarþingum, en nú aðeins 4! Og í höfuð- borginni, Stokkhólmi, þar sem þessi flokkur átti aðal fylgi sitt hrapaði fulltrúatala hans úr 7 hiður í 2! Þannig þurkar alþýðan þá menn út, sem svíkja hana f trygðum og reka erindi óvin- anna í hennar herbúðum. Hið sama bíður Alþýðublaðsklíkunn ar hér. Þýska þjóðín veif ekkí hvað gerísí FRAMHALD aF 1- SÍÐU. á móti Þýskalandi í ófriði, með því að yfirlýsing bresku stjórn- arinnar um stuðning Breta og Rússa við Frakkland hafi ekki verið birt í Þýskalandi, heldur ekki áskorun Roosevelts. Fundurínn í Mtínchen, FRAMHALD AF 1. SÍÐU. unum. pegar Chamberlain hafði Iok lið skýrslu sinni var þingfundi slitið, og mun það ekki komla '&aman til funda fyrr en forsæt-i isráðherrann kemur aftur úr för sinni til pýzkalands. Almennt herútboð hefir farið fram í Englandi hvað flotann snertir, og um allt landið hefir verið gripið til víðtækra vam- úðarráðstafana. FRÉTTARITARI Chamberlaín rædí r um íundínn FRAMHALD AF 1. SÍÐU. Chamberlain til þess að fara á ný til pýskalands til viðræð^j, ásamt fulltrúum Frakklands og; Italíu. Rvaðst Chamberlain treysta því, að samkomulag mundi nást innan viku um deilu- málið. Hann sneri sér einnig til Mussolini í þessu efni og bað hann að tilkynna Hitler, að ít- alía vildi taka þátt í slíkum fundi. Mussolini sneri 'sér til Hijtlers og endurtók þá yfirlýs- ingu að ítalía myndi standa með Þýskalandi, en kvaðstvona að Hitler sæi leið til þess að fresta hervæðingu um sólar- hring, meðan tekið væri til end- uríhugunar hvort unt væri að leiða deilumálið friðsamlega til lykta. Árangurinn af þessuvarð sá, að Hitler bauð fyrnefndum þremur stjórnmálamönuum til Múnchen. „Ég þarf eigi að segja yður, hverju ég svara“, sagði Cham- berlain. Og hann kvaðst þess fullviss, að Daladier munditaka boðinu. Fiokksskrifstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. JökuII Pétursson Smðbarnaskðli í AmMæBnis tehtir m sfaffa i ©Méber, — Upp~ lýsingaff hh 10—12 í síma 1891 Kirísfíii Bjdmsdófííir Vasifar 2 dreugi eda sfúlkur fil ad bera Pjóðvíl;aim fí! áskrifeisda í vesfurbæmim. UppL á afgreidslisimi kL 10—6 i dag Áskrífesidutf sem æílíð að fiafa húsfaðashípíí filkynufd helsf sfrax híd nýja heímílisfang AfgtfeíðsSa Þjóðviljans, sfmí 2184» Það sem bíður Al- þýðublaðsklíkunnar. Ófarítf Ttfolskísfanna í Svíþjóð sýna hvað bfðuif samskonar kumpána hér»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.