Þjóðviljinn - 29.09.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.09.1938, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN sp Níý/ö Ti'io a§ ALI BABA heímsækh' horgsna, ✓ Amerísk skemmtimynd, hlaðin af fyndni og fjöri, og svellandi söngvum. Aðalhlutverkið leikur hinn óviðjafnanlegi skopleikari EDDIE CANTOR, sem öllum kemur í gott skap. — í myndinni að- stoðar hinn frægi Ray- mond Scott Quintett og hinar spaugilegu Pe'.ers Sisters. — Leikurinn fer fram í Bagdad og í kvik- myndaborginni Hollywiood Næturlæknir Sveinn Pétursson, Garðastr. 34, sími 1611. Næturvörður íer í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Vestm. eyja frá Leith. Goðafoss er í Reykjavík. Brúarfoss fór aust- ur og norður um land í gær- kvöldi. Lagarfoss er á Aust- fjörðum. Selfoss er í Antwerp- en. Pearl Pálmason vestur-íslenska listakonan, heldur fiðluhljómleika í Gamla Bíó annað kvöld. Hún er nú á förum til frekara tónlistar- háms í London. Teikniskólinn tekur til starfa 1. okt. Kenn- arar verða þeir sömu og áð|ur: Marteinn Guðmundsson og Björn Björnsson. Dýraverndarinn 5. tölublað, er nýkominn út. Flytur blaðið að vanda greinar um dýraverndun. Ritstjóri Dýra verndarans er dr. Símon Jóh. Ágústsson. Jarðarför Hannesar Guðmundssonar fisksala fer fram í dag. Otvarpið í dag. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 1950 Fréttir. 20,15 Frá útlöndum. 20.30 Einleikur á celló: Þórhall- ur Árnason. 21,00 Útvarpshljómsveitin leik- ur. 21.30 Hljómplötur: Andleg tón- list. 22,00 Dagskrárlok. Gerska æfintýrið. Fyrstu dagana í október er von á nýrri bók eftir Halldór K. Laxness. Heitir hún Gerska æfintýrið, skrifuð upp úr minn- isblöðum höfundarins frá ferð hans um Sovétríkin síðastliðinn vetur. Þetta er önnur bókin, í ár frá hendi þessa afkasta- mikla og snjalla höfundar. HöII swmarlandsins, fx-amhald af sögu Ólafs Kárásonar, kom út snemma í sumar. Bækur Máls og Menningar komu út í gær. Eru það „Tvær sögur“ eftir enska Nob- elsverðlaunahöfundinn John Galsworthy og ,,Myndir“ eft- ir Jóhannes S. Kjarval. Menn eru beðnir að vitja bókanna í bókaver74unina Heimskringlu, Laugaveg 38, sími 5055. Mál og menning hefir nú þegar um 4000 meðlimi og hefir sett sér það mark, að hækka tölu með- lima sinna upp í 5000 fyrir nýj- ár. Tilkynnið Hntnlnga á sfefifsfofii Rafmagnsveííunffi^ Tjarnafgdtu 12* siml 1222 vegna mælaaflesfurs* Rafmagnsveita Reykjaviknr A7eírarsfarfsemí shólans hefst 1. oht. Umsóhn- ír sendíst híð allra fyrsta. Víðtalstímí hl. 4—7 síðdegís. fón Þorsfeínsson. jp. GarolaElb % Sýnir í kvöld hina margþráðu mynd KaffleliQfrúiu Metro-Goldwyn-Mayer-tal- mynd gerð eftir hinuheims 1 fræga skáldverki Alexandre Dumas. | Aðalhlutverkin leka: GRETA GARBO, ROBERT TAYLOR og LIONEL BARRYMORE. Peningaþjófnaður. I I fyrradag var brotizt inn í læsta íbúð í húsinu við Grund- arstíg 2, og stolið þar peninga- veski með 220 krónum. Málið fer í rannsókn og hinn seki hef- ir ekki fundizt. Bðrn, sem eíga að vera í shóla hjá mér í vetur, homí 1. ohtóber hl. 3—4 e. h. Jón Þórðarson Barónsstíg 65 Agatha Christie. 39 Hvcr er sá scki? — Já, sennilega. Ég er vanastur því — að skjóta dýr. < — Skutuð þér ekki dýrið, sem höfuðið í forstof- unni ler af T Blunt jánkaði. — Ef yður langar til að eignast falleg skinn — hann stamaði og rioíðfnaði er hann sagði þetta, — gæti ég sem best útvegað yðjur þau. — Ójá, það ættuð þér að gera, sagði Flóra glöð. Því megið þér ekki gleyma. — Það er engin hætta á að ég gleymi því, sagðf Hector Blunt. Og hann bætti við, eins -og í trúna|ðí: — Það ier víst mál til komið að ég fari héðan. Ég á ekki heima hér á landi. Ég kann ekki að hegða mér, og er eins og björn í veislusölum. Ég ge1 aldrei komið fram eins og fólk ætlast til af mér. — Já, það er víst mál til komið að ég fari mína leið. — Þér farið ekki strax, sagði Flóra. Ekki á m-eðan þetta er alt óútkljáð. Það megið þér ekki gera. Ef þér farið. Hún leit undan. — Vilduð þér heldur að ég yrði kyrr, spurði Blunt. Hann sagði það alvarlega, en blátt áfram. — Okkur þætti öllum vænt------ — Ég átti Við yðl'ur sjálfa, sagði Blunt rólega. nrr hcr*51'2.U°*u honum. — Ég vildi gjarnan að þér yrðuð kyrr — ef það gerir þá nokkurn mismun. — Já, það ræður úrslitum, sagði Blunt. Það varð stundarþögn. Þau settust á steinbekkinn við gullfiskatjörnina. Það Var líkast því að þau Vissu ekki hvernig þau ættu að halda samtalinu áfram. — En hvað veðrið er dásamlegt í dag, sagði Flóra loks. — Satt að segja get ég ekki varist þjví að vera hamingjusöm — þrátt fyrir allt. En það er víst skelfing ljótt af mér. — Nei, það er ekkert óeð^ilegt, sagði Blunt. Þér hafið einungis þekkt frænda yðar í tvö ár, er það ekki sv-o. Það er ekki hægt að ætlazt til að þér gangið um syrgjajndi. Það er betra að vera ekki að sýnast. — Þér hafið svo gott lag á því að spekja mig, síagði Flóra. Þér getið gert allt svo eðlilegt. — Flestir hlutir (eru eðlilegir, sagði villidýra- skyttan. — Ekki er það nú alltaf, sagði Flóra. Hún lækkaði röddina, -og ég sá Blunt snúa sér við og horfa á hana. Það var eins og tillit hans þyrfti að fara alla leið frá Afríkuströndum til að mæta tilliti hennar. Hann virtist hafa ákveðna hug- mynd um raddbreytingu hennar, því hann spurði nú í einkennilega sundurslitnum seíningum. — Flóra, þér megið ekki láta þetta falla yður þungt vegna unga mannsins. Fulltrúinn er mesti asni. Við vitum þa<ð allir eins að Ralph hlýtur að vera saklaus. Það hefir verið einhver utanaðkom- andi. — Innbrotsþyófur — — það er eina skýring- in. — Flóra sneri sér aftur til hans. — Eruð þér san-nfærður um það. — Hvað álítið þér, sourði Blunt hvasst. — Ég, jú, auðvitað. Það varð þögn, -og Flóra varð aftur til að rjúfa hana. — Ég ætla, — ég ætla að segja yður hversvegna ég er svo hamingju-söm/ í id-ag. Jafnvel þó yður finn- ist ég vera tilfinningalaus, ætla ég að segja yður þjað. Ég er svona glöð siðan málafærslumaður- inn kom, herra Hammond. Hann sagði okkur að- alatriðin úr erfðjáskrájnni. R-oger frændi hefir arf- leitt mig að 20 þúsund pundum. Hugsið þér yður, — tuttugu þúsund pund! Blunt virtist verða hissa. — Þykir yður það svo mikilsvert? — Mikilsvert? Það þýðir allt, — frelsi, líf, maður þarf ekki lengur að ljúga — — — Ljúga,sagði Blunt hörkulega. Flóra varð hálfsmeyk1. — Þér skiljið hvað ég á við, sagði hún. Að maður skuli verðia að látast vera yfir sig þakklátur fyrir þær herfilegu notuðu tuskur, sem ríkir ætt- ingjar gefa manni. Kápur og kjólar -og hattar frá í fyrra — Ég hefi ekki mikið vit á kvenbúningi, en mér hefir alltaf fundizt, að þér vera vel klæddar. — Það hefir kvalið mig ekki svo lítið, sagði Flóra lágt. — En við skulurn heldur tala um eitthvað skemmtilegra. Ég er svo hamingjusöm. Ég er frjáls, get allt gert, sem mig langar til. Ég þarf ekki lengur — — —. Hún þagnaði í miðri setningu. — Þarf ekki hvað? spurði Blunt fljótlega. — Æ, það var ekki neitt sérstakt. Blunt hafði staf í hendinni ,og fór nú að prika í eitthvað nið'ri í tjöminni. , — Hvað eruð þér nú að veiða, Blunt maj-or? — Það glansar á eitthvað þarna í botninum. Ég

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.