Þjóðviljinn - 04.10.1938, Síða 4
SjB Kíý/öi Ti'io sg
Tovarich
Amerísk stórmynd frá
Warner Bros, gerð eftir
samnefndu leikriti eftir
hinn heimsfræga rithöf-
und Jaques Deval.
Aðalhlutverkin leika:
Charles Boyer
(sem Mikail Alexandrovits
stórfursti).
Claudette Colbert
(sem Tatiana Petrovna
stórfurstafrú) og
Basil Rathbone
(sem umboðsmaður rúss-
mesku Sovétstjórnarinhar)
Orboi^gínnl
Næturlæknir
Alfred Gíslason, Brávallagötu
22, Sími 3894.
Næturvörður
er í Reykjavíkur-apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunn.
Otvarpið í dag:
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Sungindans
lög. *
19,40 Auglýsingar
19.50 Fréttir.
þJÓOVIUINM
20.15 Erindi: Nýr þáttur danskr
ar alþýðumenningar, Steinþór
Guðmundsson kennari.
20.40 Hljómplötur:
a. Symfónía nr. 4 og sorgar.
forleikurinn, eftir Brahms.
b. Lög úr óperum.
22.00 Dagskrárlok.
Mateno
heitir lítið blað á esperanto
sem byrjað er að koma út á ísa-
firði. er því ætlað að koma út
mánaðarlega. Otgefendur eru
Helgi Hannesson og Öskar Jen-
sen.
Skipafréttir.
Gullfoss er í Rvík, Goðafoss,
Brúarfoss og Lagarfoss eru
á leið til Kaupmannahafnar frá
Hamborg, Selfoss fer frá Hull
í dag.
Tónlistaskólinn
biður fiðlunemendur sína að
koma til viðtals í Þjóðleikhúsið
kl. 5—6 e. h. í dag.
Áskrifendur pjóðviljans
sem hafa haft bústaðaskifti
eru vinsamlega beðnir að til-
kynna hið nýja heimilisfangsitt
á afgreiðsluna, Laugaveg 38,
sími 2184.
Skákkepnin
sem fór fram á sunnudaginn
milli Vesturbæjar og Austur-
bæjar, lauk með jafntefli. Báð-
ir aðilar höfðu 5 vinninga.
Robert Soetens,
franskur fiðluleikari kom hing
að með Lyru í gærkvöldi. Heldn
ur hann hljómleika hér á morg-
un, og mun það verða eina
tækifærið til þess að hlusta á
hann, þar sem hann fer út aft-
ur á fimtudaginn.
Sundnámsskeið
hefjast að nýju í Sundhöllinni'
miðvikudaginn 5. þ. m. Páttak-
endur gefi sig fram í dag kl.
9—11 f. h. og 2—4 e. h.
Skóvíðgerðír
Sækjum. Sendum.
Fljót afgreiðsla.
Gerum við allskonar gúmmískó
SKÓVINNUSTOFA
JENS SVEINSSONAR
Njálsg. 23. , Sími 3814.
Onllfoss
fer á miðvikudagskvöld kl. 12
á miðnætti til Breiðafjarðar,
Vestfjarða, Siglufjarðar ogEyja
fjarðar.
Happdrætti
Karlakórs verkamanna.
pnn er tækifæri til að eignast
hið ágæta bátslíkan, sem er
aðalvinningurinn í happdrætti
Karlakórs verkamanna. Bátslík-
anið er forkunnarfagurt og svo
vandað, að engin dæmi munu
vera til. Auk þess eru aðrir
munir happdrættisins hinir
ágætustu.
En j afnframt vill Karlakór
verkamanna skora á alla, sem
hafa selt happdrættismiða, að
gera upp hið allra fyrsta á
skrifstofu kórsins í Alþýðuhús-
inu (skrifstofa Iðju).
Ríkisskip.
Esja var væntanleg til Ing-
ólfsfjarðar kl. 10.30 í gærkv.
Súðin fer frá Reykjavík kl. 9
í kVöld í strandferð austur um
land.
Umferðlarslys.
Um þrjú leytið í gær vildi
það slys til, að bíll ók yfir
tveggja ára dreng á Sellands-
stígnum.
Var bílstjórinn að aka timbri
og ók afturábak um leið og
hann lagði af stað. Varð hann
þá þess var, að framhjól bif-
reiðarinnar fór yfir eitthvað.
Fór bíHsjtjórinn þegar út úr bif-
reiðinni og sá hvað var á seiði.
Drengurinn marðist nokkuð á
hlið og handlegg en þó tæpast
hættulega.
JfL ©öJTr)Ial?>IO %
Pcír fengu
honum vopn.
Mikilfengleg og spennandi
Metro-Goldwin-Mayer-tal
mynd, er gerist í lok
heimsstyrjaldarinnar.
Aðalhlutv. eru snilldarlega
leikin af
SPENCER TRACY,
FRANCHOT TONE
og GLADYS GEORGE.
Börn fá ekki áðgang.
Skæmir mfllf
Tékka og Pól-
vcrja,
LONDON I GÆRKV. F. U.
Tékkneska stjómin hefir síð-
degis í dag fallist á að ung-
verska minnihlutanum verði
veittur sjálfsákvörðunarréttur.
1 dag varð árekstur á milli
pólskrar sjálfboðaliðssveitar og
tékkneskra landamæravarða.
Skutu þeir hvorir á aðra og
særðust nokkrir menn.
Þrjátíu breskir liðsforingjar
eru komnir til Prag til þess að
ftaka sæ,ti í alþjóðanefndinni sem
á að sjá um að alt fari fram
með röð og reglu í Tékkósló-
vakíu þangað til þjóðaratkvæða
greiðslunum er lokið.
Dtbfeiðið Þjóðviljann
1 di ig er slö asti endanj fjanardagor I 8. flokki hap pdrættisins
■
Agatha Christie. 41
Hver er sá seki?
vinnuherberginu eftir að líkið fanst?
Stól? Nei, hversvegna spyrjið þér að því?
Poirot ypti öxlum og svaraði ekki. Hann sneri
sér til Flóru.
— Eitt er það sem ég vildi spyrja yður að ungfrú
Var rítingurinn á sínum stað í silfurgripaborðinu
þgear þér skoðuðuð það ásamt doktor Sheppard?
— Það er Raglan fulltrúi búinn að yfirheyra mig
um. Ég get ekki svarað yður öðru en honum. Ég
er viss um að rítingurinn var þar ekki. Hann heldur
að rítingurinn hafi verið þar og Ralph hafi komi&
seinna um kvöldið og stolið honum. Raglan trúir
mér ekki. Hann heldur að ég segi þetta til að hjálpa
Ralph.
— Og er það víst að það sé ekki svo, spurði ég
alvarlega.
Flóra stappaði niður fótunum.
— Haldið þér það líka doktor Sheppard. Nei,
það gengur sannarlega of langt.
Poirot leiddi talið að öðru.
— Það er rélt sem þér sögðuð áðan, rnajor Blunt
það glampar í eitthvað þarna niðri í tjörninni.
Kanske ég reyni að ná því,
Hann kraup á hné á tjarnarbakkanum, fletti
erminni á hægri handlegg upp að olnboga og
stakk henni gætilega niður í vatníð svo að það
gruggaðist ekki. En hvað varlega sem hann fór
gruggaðist vatnið fljótt upp, og hann varð
að hætta án þess að hafa náð í djásnið.
Hann horfðí óánægjulega á óhreinan handlegg
sinn- Eg bauð honum vasaklútinn minn og hann
tók við honum með innilegu þakklæti. Blunt leit
á úrið,
— Það er komið að matartíma, sagði hann, við
skulum fara að halda heim.
— Viljið þér borða meö okkur, herra Poirot,
spurði Flóra. Mér þætti vænt um að þiö mamma
hittust. Iiún — he.nni þykir svo vænt um Ralph.
Poirot hneigði sig,
— Með mestu ánægju, ungfrú.
— Og þér líka doktor Shepphard?
Ég hikaði.
— G.erið þér það fyrir mig.
Mig langaði sjálfan til að taka boðinu, svo að
ég lét ekki lerigur ganga á eftir mér-
Við gengum ö heim að húsinu, Flóra og Blunt
á undan.
— En það hár, sagði Poirot lágt við mig og
benti í áttina til Flóru, þessi hreini ljósguli litur
Þau verða falleg hjón, hún og hinn dökki Ralph
Paton. Finst yður það ekki?
Fg leit spyrjandi til hans, en hann var þá önn-
um kafinn við að bursta óhreinindi af jakkaermi
sinrii, sem enginn sá nema hann, Þessi lágvaxni
maður minti mig stundum á kött — hann, var þrif-
inn með afbrigðum og í augum hans lék sér græn-
leitur glampi,
— Og þér óhreinkuðuð yður árangurslaust,
sagði ég, eins og ég vorkendi honum. Hvað
skyldi annars hafa legið í tjörninni?
— Langar yður til að sjá það? spurði Poirot.
Iíg horfði forviða á hann. Hann kinkaði kolli.
— Vinur minn, sagði 'nann bliðlega og þó með
ásökunarhreim. Hercule Poirot óhreinkar ekki föt
sín nema í einhverjum ákveðnum tilgangi. Annað
væri hlægilegt og fjarstæða- Eg geri mig aldrei
hlægilegan.
— En þér sýnduð okkur tóman lófann, sagði
ég-
— Stundum verður maður að segja minna en
maður gæti sagt. Segið þér sjúklingum. yðar alt
sem þá langar til að vita? það held ég ekki. Þér
segið heldur ekki yðar ágætu systir alt sem þér
vitið. Áður en ég sýndi yður tóman lófan, hafði
ég skotið því sem ég náði í yíir í hina hendina
Nú skuluð þér fá að sjá hvað það er.
Hann rétti fram vinstri hendina- í löfa hans lá
li.ill gulihringur. Trúlofunarhringur kónu.
Eg tók hann af honum.
— Sjáiö þér áletrunina? sagði Poirot,
Ég horfði innan í hringinn, þar stóð letrað með
smáum, fíngerðum stöfum:
„Frá R,-13. mar/“.
Égleit. á Poirot, en hann var þá önnum kafinnn
við að skoða sig í vasaspegli og snúa upp á yf-