Þjóðviljinn - 29.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1938, Blaðsíða 2
jLaugardagurmn 29. okt. 1938. Þ J 0 Ð V I L J I N N Sameiningarflokksins ríkisstjórnarinnar. Flestir okkar halda vafalaust að sjálfblekungar séu alls ekki meira en tuttugu til þrjátíu ára gömul uppfinding. Þessu víkur hinsvegar alt öðru vísi við. 1 ferðasögubroti, sem tveir Hol- lendingar rituðu um ferð sína til Parísar 1638 segja þeir frá manni einum, sem hafi gert sér penna, er sé ólíkt þægilegri til þess að skrifa með en venjulegir pennar. Pnni þessi sé búinn til úr silfri og fyltur af bleki. „Með honum er hægt að skrifa um langa hríð, án þess að þurfa að fylla hann að nýju. Sá sem bjó til pennann, fer mjög dult með uppfinningu sína og hvernig hann fyllir pennan að nýju. Vafa- laust verður hann auðugur maður af smíðum þessum og nú hygst hann að búa til fleiri slíka penna og selja hvem þeirra fyrir 10—12 Hlöðvispeninga“. •• Samkvæmt' þessu em því liðin 300 ár síðan sjálfblekungar vom fyrst gerðir. En hitt er víst, að þessi ágæti Parísarbúi hefir hvorki getið sér fé né frægð fyrir sjálf- blekunginn. Það hefir komíð í ann- ara hlutskifti nær 300 ámm síðar. Ef til vill stafar þetta af þvi einu, að hann fór of dult með uppfynd,- ingu sína. *• Dómarinn: „Vegna hvers réðust þér á lögregluþjóninn“? Sá ákærði: „Mér sýndist honum ekki veita af að hreyfa sig“. ** Sax Rohmer græddí um það bil þrjár miljónir króna á sögum sín- um um Dr. Fu Manchu. Annar „reif- ara“-höfundur Mc Meille, sem skrif- ar undir nafninu Sapper, hefir líka grætt miljónir króna á sögum sín- um um Bulldog Drummond. Dorothy Sayers græddi um hundr að þúsundir króna árlega á bókum sínum, en Agatha Christie, sú sem sagan hér i blaðinu er eftir, fer langt fram úr þeirri upphæð. Á siðustu 15 mánuðum seldust bækur hennar í 2Va miljón eintaka. Hún fær þó ekkert frá Þjóðvilj- anumt Einn hinna yngri „reifara“-höf- íunda í Englandi er Dennis Wheatj ly. Hann gaf út fyrstu bók sína fyrir 2 árum, en síðan hefir hann grætt á bókum sínum 350 þúsundir króna. Annar enskur „reifara“-höf- undur, Leslie Charteris, skrifar eina bók annan hvem mánuð og fær 40 þúsundir fyrir handritið. Það eru 240 þúsund króna árstekjur. 1 Englandi eru fleiri hundruð manna, sem lifa eingöngu á því, að skrifa slíkar sögur sem þessar. En við þetta bætist að þúsundir manna hafa atvinnu við bækurnar svo sem prentarar, bókbindarar, bók salar og starfsmenn í bókabúðum. Svo þarf ekki að taka það fram, hve margir þeir eru sem njóta ynd- is af að lesa allan þenna rómana- fjölda. Um það ber salan glegstan vott. Söfnunairlísfav ium inntöku í Sösíalistaflokkinn öskast afhentir strax á skrif- stofu flokksins, Hafnarstræti 21, Afstaða til FRAMHALD AF 1. SÍÐU. því ekki hjá því komist, lað að- staða ríkisstjórnarinnar og af- staða flokkanna til ríkisstjórn- iarinnar í því efni séu endurskoð IUÖ. Enginn efi er á því, að kjós- endur vinstri flokkanna bjugg- ust við alt öðrum árangri af úr- slitum kosninganna en raun hef- ir orðið á. Þeir bjuggust við samvinnu vinstri flokkanna um þau stórmál, sem voru oddamál kosninganna og enn eru óleyst. I Afstaða Alþýðuflokksins íkósn- > ingabaráttunni var þó sérstak- lega skýr og ótvíræð til hinna veigamestu þessara mála. Hann setti fram ákveðnar kröfur, sem hann lofaði að berjast fyrir til þrautar, svo sem viðreisn og endurskipulagningu sjávarút- vegsins og bankamálanna, skuldaskil Kveldúlfs, gagngerð- ar endurbætur á iðnaðarmálum og búnaðarmálum o. s. frv. Frá öllu þessu hefir flokkurinn horf- ið, enda hefir hann nú klofnað í tvent. Þegar á alt þetta er lit- ið, má telja ólíklegt, að bak við stuðningsflokka stjórnarinnar sé meira en þriðjungur kjósenda i.. landinu, og við þetta bætist, að í framkvæmd hefir stefna stjórn arinnar orðið á alt annan veg, en mikill hluti þessara kjósenda hafði búist við. Tímabil það, sem nú stendur yfir, er mjög erfitt fyrir allan þorra íslensku þjóðarinnar. At- Vinnulífið er í 'mesta vanda statt og böl atvinnuleysisins þjáir mestan hluta verkalýðsins. Stór kostlegar hættur steðja að landi og lýð. Hver smáþjóðin á fætur annari hefir á síðustu árum glat- að sjálfstæði sínu, og getur röð in komið að okkar þjóð, þegar minst var'ir. Ný kreppa vofir yf- ir og hætta á heimsstyrjöld hef- ir engan vegin minkað. Aftur- haldið býr sig til sóknar með löglegum og ólöglegum meðöl- um gegn alþýðunni til sjávar og sveita. Því er stórhættulegt, að vinstri flokkarnir og samtök al- þýðunnar beris't á banaspjótum í stað þess að taka höndum sam an. Við, sem skipum hinn sam- einaða sósíalistiska flokk, snú- um okkur því til yðar með til- mæli um, að þér takið uppsam- vinnu við flokk okkar og vinn- ið að því ásamt með honum að skapa lýðræðisbandalag allra al þýðusamtaka og framfarasam- taka í bæjum og sveitum, vinstri flokkanna, verklýðsfélag- anna, samvinnufélaganna, sam- taka smáútvegsmanna, æskulýðs félaga o .fl. Við, hinn samein- aði sósíalistaflokkur, teljum að brýnustu nauðsynjamálin, sem þetta bandalag yrði að beita sér fyrir, séu þessi: I. Viðreisn og efling atvinnu- lífsins og umbætur á kjörum alþýðu. II. Verndun og efling lýðrétt- inda og menningar. III. Varðveisla sjálfstæðis þjóðarinnar. Til þess að betur verði ljós lafstaða flokks okkar, vill hann ger,a nokkru fyllri grein fyrir þessum málum: I. Um viðreisn og eflingu at- . vinnulífsins leggur flokkurinn fram þær kröfur: • a. að vinnufænu fölki verði trygð atvinna bæði með stórvirkum opinberum framkvæmdum og meðþví að einbeita fjárhagslegu valdi ríkis og banka að því að fjölgað verði at- vinnutækjum og hin eðli- lega framleiðsla þjóðarinn : ar þannig aukin. Og til þess að það megi tak- iast b. að þær byrðar, sem á at- vinnuvegunum hvíla, verði léttar, svo sem frekast má verða, tollar lækkaðir á framleiðsluvörum, skrif- stofukostnaður hins opin- bera minnkaður, létt á skuldabyrðum, útgerðar- vörur lækkaðar í verði, Svo og vörur til landbún- aðar og iðnaðar. c. að ríkjandi fjármálaspill- ingu verði lokið, gjald- þrotafyrirtæki gerð upp, reikningshag bankanna komið á fastari grundvöll og skipun bankamála gerð með þeim hætti, að fjár- málaspillingin í lánsstofn- unum geti ekki endurtek- ist. d. að þau gæði Iandsins, sem enn eru ónotuð eða lítt notuð, séu hagnýtt skipu- lega með hagsmuni þjóð- arheildarinnar fyrir aug- um, og áhersla lögð á skynsamlega hagnýtingu fjármagnsins, sem Iagt er í innlendan iðnað, sjávar- útveg og verslun. Gjald- eyrisleyfi til kaupa á er- Iendum varningi séu að- eins veitt til framleiðslu- ) fyrirtækja, samvinnuversl- ana og smásala. e. að staðið sé á verði um, að þjóðin sé á hverjum tíma, sem best búin und- ir kreppu á erlendum markaði og heimsstyrjöld. II. Til verndar og eflingarlýð- réttindum telur flokkurinn nauð- synlegt: a. að trygging sé veitt fyrir því, ,að hvorki ríkisvaldinu né nokkuri stofnun, sem nýtur stuðnings ríkisvalds- ins, eða er því tengd bein- línis eða óbeinlínis, verði beitt gegn verkalýðsfélög- unum og sjálfsákvörðunar- rétti þeirra, heldur séu af- numin þau ákvæði, sem skerða lýðræði verkalýðs- félaga. b. að alþýðunni sé tryggð vernd gegn fasisma í hvaða mynd sem er, svo sem stendur í valdi hins opin- bera að veita. c. aðalþýðan sé engum fengn- um mannréttindum svipt, heldur séu þau réttindiauk- in og tryggð. d. að öll efling lögreglunnar sé gerð í samráði við sam- takaheildir alþýðunnar, og tryggt sé að lögreglxmni sé ekki beitt gegn löglegum samtökum hennar. e. að útrýmt verði þeirri stjórnmálaspillingu, aðstörf í þágu þjóðfélagsins eðaat- vinna við atvinnurekstur rík isins sé veitt eftir stjórn- málaskoðunum. III. Til varðveislu sjálfstæðis þjóðarinnar telur flokkurinn nauðsynlegt: ia. að gerðar verði varúðarráð stafanir gegn fasistiskum yfirgangi og asælni er- lendra ríkja. b. að reynt sé að fá vinsam- leg erlend ríki, sem styrk- ur sé í og líkur séu til að standi við skuldbindingar sínar til áð tryggja sjálf- stæði iandsins gegn er- lendri ásælni. c. |að menningarlegt sjálf- stæði þjóðarinnar sé tryggt með aleflingu þegnréttinda og Iýðfrelsis. d. að fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé sem best fryggt Til fyllri skýringar á þessum atriðum öllum leggur flokkur- inn fram starfsskrá sína, sam- þykkta á stofnþingi flokksins. Allar þær kröfur, sem hér hafa verið gerðar, álítur flokkurinn að þurfi bráðrar uppfyllingar. En jafnframt skal á það bent, að engar þessar kröfur ganga á nokkum hátt gegn yfirlýstum stefnumálum stuðningsflokka ríkisstjórnarinnar og að flokkur pkkar er reiðubúinn að ræða við yður hverjar þær tillögur, sem þér hafið fram að flytja. Flokkurinn lýsir því að lok- um yfir, að hann er reiðubúinn að veita þeirri ríkisstjóm öflug- an stuðning, sem styðst við bandalag þeirra samtaka fólks- ins, sem hér hafa verið nefnd, og tekur sér fyrir hendur með tilstyrk þeirra að hrinda fram þeim stefnumálum, sem hér hef ur verið lýst. En verði hinsveg- ar haldið áfram þeirri vandræða pólitík, sem rekin hefur verið frá síðustu kosningum, er það fyrirsjáanlegt, að fjöldi kjós- enda mimdi í vonleysi og ör- væntingu verða lýðskmmi aft- urhaldsins ,að bráð. Flokkurinn hlýtur þá — ef ekki verðurhorf ið af þessari braut — að taka upp eindregna baráttu gegn þessari pólitík og ríkisstjórn þeirri, er framkvæmir hana, en fyrir þeirri stefnu, sem hér hef- ur verið lýst. Virðingarfyllst Reykjavík 28. okt. 1938. Héðinn Valdimarsson, Brynjólfur Bjamason. Starfsskráin verður send ein- hvern næstu daga Til miðstjórnar Framsóknar- flokksins (Til stjórnar Alþýðuflokksins) til innflytjenda. Þeir, sem óska að flytja til landnsins vörur á fyrri helmingi næsta árs (janúar—júní), þurfa að senda oss umsóknir um gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfi fyrir 20. nóvember n.k. Reglulegri úthlutun leyfa fyrir yfirstandndi ár er nú lokið, og verða því yfirleitt ekki veitt frekari leyfi til innflutnings á árinu fyrir vörum, öðrum en óhjákvæmilegum nauðsynjum til út- flutningsframleiðslunnar, og umsóknir þær, sem hér eftir berast, því ekki teknar til afgreiðslu fyr en í sambandi við 1. úthlutun næsta árs. Athygli skal vakin á því, að á næsta ári gerir nefndin ráð fyrir að úthluta leyfum fyrir 6 mán- aða tímabil í senn í stað 4 mánaða áður, og þurfa umsóknir að miðast við það. Reykjavík, 27. október 1938. 6jaldeyirís« og ínnflnífiíti^snefndr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.