Þjóðviljinn - 29.10.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.10.1938, Blaðsíða 4
gp Níy/a r5io ag Okunni söngvarííin Det Sjungende X. Sænsk tal-, söngva-, og skemtimjuid. Aðalhlutverk ið leikur og syngur fræg- asti tenórsöngvari Svía Jussi Björling Aðrir leikarar eru: Ake Ohbery, Áino Taube iou fl{. . Aukamyndir: Æska og þróttur — Paradís sundfuglanna, fagrar, sænskar fræði- myndir. Næturiæknir Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður .er í Ingélfs- og Laugaveg®' apóteiíi. 'ÍOtvarpið í dag: 20,15 Leikrit: „Musteri minn- inganna“, eftir Sigurd Ibsen, leikendur: Indriði Waage, El- ísabet Egilson, V.alur Gísla- son. F.U.K. heldur fund í K. R.-húsinu, !uppi, á sunnudagskvöldið kl. 8,30. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Vest- mannaeyja frá Gautaborg, Goða foss er í Reykjavík, Brúarfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith, Dettifoss er á leið til Grimsby, Lagarfoss er á leiðí. til Hamborgar frá Bergen. Sel- foss er í Aberdeen. Dronning Alexandrine er væntanleg til Kaupmannahafnar { dag. Súðin fór í gær í strandferð austur um land. Skaiutafélag er nú í ráði að stofna hér í bænum og verður stofnfundur- inn haldinn á mánudagskvöld í Oddfellowhúsinu. Leikfélagið sýnir gamanleikinn „Fínt fólk“ á nnorgun í síðasta sinn. þlÓOVILIINH Oháð fagsamband. Framhald af 3. sfðu. að þeir séu ekki meðlimir ákveð ins stjórnmálaflokks. Ég álít að óháð fagsamband sé knýjandi nauðsyn“. Tryggví Hclgason form. Sjómannafél. Akiureyrar: „Ég álít að breytingarnar á Alþýðusambandslögunum hljóti að hrinda meginhlutanum af verkálýðsfélögunum frá sam- bandinu. Allur þorri verkam. hafði gert sér vonir um aukið lýðræði innan sambandsins, en það hefir orðið öðru nær. Ég lít svo á, að krafan um ó- háð fagsamband eigi sér .orðið svo öfluga stoð í réttarmeðvit- und lalmennings, að ekki verði til lengdar staðið gegn henni. Eins og nú er kbmið er það glæframenska að ætla sér með valdabeitingu að þvinga verka- lýðsfélögin undir stjórn eins stjórnmálaflokks“. Ární fónsson form, 'Verkam.fél. Húsavíkur: .„Lagabreytingarnar fela ísér stórkostlega heftingu á sjálfs- ákvörðunarrétti félaganna um sín innri mál, með því að slík mál eru lögð undir vald sam- bandsstjórnar. Það hefir altaf verið mín sköð un að rétt væri að stofná óháð verkalýðsfélagasamband, þar sem félögin sjálf réðu alger- lega vali trúnaðarmanna sinna og öðrum félagsmálum“. Bjarní Þórdarson. Sjómannafélag Norðfjarðar. „Lagabreytingarnar skerða rétt verkalýðsfélaganna tilsjálfs ákvörðunar svo að óviðunandi er. Ég tel stofnun óháðs fagsam- , bands eina rétta svarið er verk- lýðsfélögin getia gefið við sam- þykt þessara einræðislaga“. Héðínn Valdímarsson, formaður Verkamannafél. Dags brún, Rvík: „Ég tel að verkalýðsfélögin geti ekki sætt sig við breyting- arnar á lögum Alþýðusambands ins, því að með þeim er verið ináð draga alt vald úr höndum hinna frjálsu verkalýðssamtaka yfir í hendur pólitiskrar yfir- stjórnar. Lagabreytingarnar brjóta algerlega í bág við lýð- ræðisgrundvöll samtakanna. Óháð verkalýðssamband er eina rétta skipulagið eins og ástandið er nú í verkálýðsmál- um og stjórnmálum“. Þtnríður Fríðriksdóffíir formaður pvottakvennafélagsins Freyja, Rvík: „Mitt álit er að lagabreyting- arnar stefni til fasisma, og eng- um þeim manni sæmandi að bera þær fram, sem vill kenna sig vi(ð lýðræði. Sjálfsforræði félaganna verður ekkert ann- að en nafnið tómt, og þau eiga állan sinn rétt undir geðþótta sambandsstjómar. Ég er fylgjandi óháðu fag- sambandi. Með því væri trygt að verkalýðsfélögin fengjusjálf að ráða málum sínum“. Laufcy Vafdímarfdóffír. formaður A. S. B. Reykjavík: „Lagabreytingarnar miða að þVí iað taka sjálfsákvörðunar- réttinn af verkalýðsfélögunum, gera þau að ósjálfstæðum verk- fæmm sambandsstjórnar og veikja þau um leið. Ég heíi litið svo á, að eðli- legt væri lað stjórnmálaflokkur alþýðunnar væri ráðandi íþeim félagssamtökum, sem alþýðan hefir sjálf trygt að öllu leyti, en undir núverandi kringum- stæðum tel ég óhjákvæmilegt, að horfið verði að stofnun ó- háðs fagsambands“. Liðandí sfund. FRAMHALD AF 3. síðu. bók, vildi ég mega helga hon- um hina sömu ósk, sem hann sjálfur á sínum tíma færði öðr- um mikills háttar höfundi: að hann megi jafnan bera van- þóknun íhaldsins og hatur sem konungsskrúða á herðum sér, — alls íhalds, í hverskonar formi sem það kann að birtast. Til þess hefir hann drengilega unnið víða í þessari bók, og á þó vonandi eftir að ávinna sér enn méiri verðskuldun þeirra tignu örlaga. Jóhannes úr Kötlum. Leffefél. Reyltiagikar Flnt fólk gamanleikur í 3 þáttum Sýning á morgun kl. 4. LÆKKAÐ VERÐ Síðasta sinn. N.B. Nokkrir bekkir verðatekn- ir frá fyrir börn. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á miorgun. % GamlaI3ío '% Sendíbodi forsefans Spennandi og áhrifamikil amerísk stórmynd tek- in undir stjórn Frank Lloyd, og fjallar um land- nám Vesturheims. Aðalhlutverkin leika: Joel Mc Crea, Frances Dee og Bob Bums. Börn fá ekki aðgang. Nýtt Naufakjöf Kálfakjöf Hvítkál — Gulrætur Kjm & FISKUR Símar 3828 og 4764. Rjkfrakkar karla. Vcrð kr. 44,00, 49,50, 59,50, 74,50 og úr alull* arcfní, jafngóðír þeina dýrusfu, scm fásf í bæn« um, kr. 108,50. V E S T A Laugavcg 40. Ný bök Líðandí stund úrval af rifgcrðum Sígurðar Eínarssonar dóscnfs kcmur í bókavcrslanír í dag. Laugav. 38 Heímskrínga h. í. Símí 5055 Agatha Christie. 57 Hver er sa seki? — Ég sem hef sj.álfur sagt yður — hóf ég máls á nýjan leik, en Poirot bandaði frá sér hendinni. — Ójá, — þér eruð ekki vel gáfaður í kvöld, vinur jninn! Þér vitið, að það gerðist þainnig, — en hvernig get ég vitað hvað gerðist? Samt get ég staðfest það, að dularfulli maðurinn er engiin ofsjón af yð,ar hálfu, því að vinnukonan hjá frú Gannett hitti haun rétt á undan yður og hann spurði hana einnig til vegar heim að Fernley Park. Ég reikna því með, iað hann sé raunveruleg persóna, l°g ég get verið nokkurnveginn viss um tvennt, — iað hann var ókunnugur hér um slóðir, og að erindi hans til Fernley hefir ekki verið leynilefgt, fyrst hann spurði tvisvar til vegar á leiðinni. — Já, sagði ég, það er auðskilið. — Ég hefi lagt á mig talsvert erfiði til að afla npplýsinga um þennan mann. Hann felck sér hress- ingu á „Villisvínunum þremur“, og framreiðslustúlk- an segir að hann hafil talað með áberandi amerísk- nm málblæ, og haft á orði að hann væri nýkominn frá Bandaríkjiunium. Tókuð þér eftir því, að hann hefði amerískan málblæ? — Já, eftir á að hyggja mun það hafa verið, sagði ég eftir nokkra nmhugsun. En það var ekki áberandi. — Einmitt. Og svo er það þessi hlutur hérna, sem ég fan|n í lystihúsínu. — Hann sýndi mér fjöðurstafinn. Ég horfði á hann forvitnislega. Þá kom mérf í hug ‘dálítið, sem ég hafði lesið einhversStaðar. Poirot fylgdist með svipbrigðum mínum, ogkink- aði kolli. Já, kókaín eða heróín. Þeir sem ineyta þess bera það á sér þaninig og| taka það í nefið. — Diamorphin hydroclorid, sagði ég( eins í sögu. — Þannig löguð kókaín-nautn er mjög algeng hinu megin Atlaintshafsins. Ný sönnun þess, að maðurinn var frá Kanada eða Bandiaríkjunum, ef við þyrftum frekari vitna við. — Hvað vakti fyrst athygli yðar á lystihúsinu, spurði ég forvitnislega. — Raglan vinur minn var þess fullvís, að hver sem hefði farið um stiginn, hefði gert það í því skyni iað stytta sér leið heim að húsinu, en strax þegar ég siá lystihúsið, varð mér ljóst, að stígur- inn hlaut að vera farinn ef einhver hefði notað lysti- húsið sem stefnumótsstað. Það virðist augljóst, að ókunni miaðurinn hafi hvorki kbmið að aðaldyrun- nm eða bakdymnum .Fór þá einhver úr húsinu til fundar við hann? Hafi svo| verið, var enginn staður heppilegri til fundar en lystihúsið. Ég rannsakaði það í von um að finna þar einhvern leiðarhnoða. Ég fann tvo — fjöðurstafinn iog léreftstuskuna. — En léreftstuskan, — hvað getur hún hjálpað, spurði ég forvitnislega. Poiriot varð léttbrýnn. " — Þér inotið ekki litlu;,j gráu sellurnar yðar, sagði hann þurlega. — Þessi tnska á stífuðu) lérefti ætti ekki að vera torráðin gáta. — Það finst mér þó, sagði ég, en fór ekki lengra pt í (þá sálmia. —■ Jæja, — en ókunni maðurinn hefir hlotið lað finna cinhvern í lystihúsinu. Hver gat það verið ? • — Þar kemur vandinn, sagði Roirot. Þér minnist þess, að frú Ackroyd og dóttir hennar komu frá Kanada, og settust hér að. — Var það þetta sem þér áttuð við í dag, þer ásökuðuð þær um að leyna sannleikanum? — Hver veit. — En svo er annað atxáði. Hvað virtist yður nm sögu stofustúlkunnar? — Hvaða sögu? — Söguna um uppsögnina. Þarf hálfa klukku- stund til iað segja vinnukonu upp vistinni? Þar áð auki segist hún hafa verið' í svefnherbex-gi sínu frá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.