Þjóðviljinn - 03.11.1938, Page 3
PJÓÐVILJINN
'8C61 'A9U '£ uurSEpn;uimij
„Eg vll sfeapa i myndlnnl
dhrlfamlkinn helm,
setn lífítr sínu eigin lífí og lýtur sínum
eígín lögmálum"
Víðíal við Þorvald Skúlason, lísfmálara*
porvaldur Skúlason.
Fréttaritari Þjóðviljans hafði
tal af Þorvaldi Skúlasyni list-
málara, sem haft hefir mál-
verkasýning'u hér í bænumund-
anfarið. Þorvaldur er ungur
málari, sem dvalizt hefur er-
lendis síðustu sex árin. Sýning
hants hér hefur verið vel sótt,
og er Þorvaldur vafalaust mjög
efnilegur listmálari. Hefurhann
rnargt nýtt ;að flytjia í list sinni,
er djarfur og nýtízkulegur.
Þjóðviljinn flytur hér mynd af
einu málverki hans frá höfn-
inni í Reykjavík.
Hvar hafið þér stundað nám,
spyrjum vér Þorvald.
Ég byrjaði að læra hjá Ás-
grími Jónssyni, fór síðan til
Oslóar og var 4 ár á Akadem-
íinu þar. Kennarar mínir voru
þeir Axel Revold og Jean Hei-
berg. 1931 fór ég til Parísar,
er ég hafði séð hina stóru,
frönsku sýningu, sem var í Os-
ló sania ár. — Sýning þessi var
fyrir mig hrein opinberun.
Þarna voru málarar, sem þorðu
að mála eins og þeim' var eðli-
legt og gátu, — þrátt fyrir hina
miklu þekkingu sína á málara-
list allra tíma, — og ef tiPvill
einmitt vegjna hennar — skapað
algjörlega nýja list, sem var
barn okkar tíma, en þóf í sam-
hengi við það bezta í gömlu
íistinni. I París kynntist ég bet-
ur verkum þessara málara, sem
voru þeir Picasso, Matisse, Bra-
que, en síðan bættust fleiri við:
Kandinski, Paul Klee o. fl. Þótt
þessir málarar séu innbyrðis ó-
líkir, eru þeir allir skyldir í
því, að þeir vilja læra af líf-
inu sjálfu, og láta ekki nægja
þann „realisma", sem ekkivill
annað en stæla yfirborð hlut-
anna. Þeir vilja gefa myndinni
eitthvað af þeim (úginleikum,
sem við finnum; í sjálfu lífi nú-
tímans. T. d. hefur hraðinn
skapað hjá þeim nýja tilfinn-
ingu fyrir hreyfingum og magni
lína og lita. Málverkið nær
þannig sterkari áhrifum.
— Hvað viljið þér sérstaklega
með list yðar?
Ég ætla mér ekki í myndum
mínum að gefa nákvæma lýs-
ingu á „mótívinu“ heldur túlka
þau áhrif, sem það hefur á mig.
I mynd frá höfninni er t. d.
hlutverk mitt allt annað en
skipasmiðsins. En ég vil í lín-
ur og liti inyndflatarins leggja
eitthvað af þeim krafti og því
breytilega lífi, sem einkeinnir
Brúarfoss
fer í dag, fimmtiudag, kl. 12
á hádegj, austur og norður umj
laind, aftur til Reykjavíkur og
svo héðan til London.
Skipið lestar freðkjöt til
London.
Bnllfoss
fer í kvöld aukaferð til Stykk-
ishólms.
þesskonar myndir eru oft sann-
astar, sýna bezt kraft, þimga og
áhrif þeirra atburða, sem lifaðir
Lru) í daglegu lífi, og festa sig
gterkast í meðvitund málarans.
Hvernig finnst yður að fólk-
inu lítist á sýninguna?
Þeir sýningargestir, sem ekki
sjá ,ann|að í hinni myndandi, list
en endurminningar frá sumarfrí-
inu, hafa auðvitað litla ánægju
haft af sýningu minni. En ég
held, að þeir, sem bezt hafa
skilið eldri málara okkar, taki
þessari nýju viðleitni vel —.
Það hefur verið gert of lítið
til að fræða fólkið um málara-
list, og vegna þess að flestir
málaranna hafa notað hið stór-
brotna landslag til fyrirmyndar,
eru þeir margir, er aðeinsi hafa!
lesið „mótívið" út úr myndun-
Höfnin.
höfnina. I öðrum óhlutrænni
myndum reyni ég að framkalhl
veruleika lita og forma á svip-
aðan hátt og á sér stað í hljóm-
listinni, skapa í myndinni á-
hrifamikinn heim, sem lifir sínu
eigin lífi og lýtur sínum eigin
lögmálum. Samt má ekki mis-
skilja mig á þann hátt, að ég
vilji, að myndlistin fjarlægist
við það veruleikann. Einmitt
um, en ekki séð þar hið skap-
andi starf listamannsins.
— Hvað segið þér urn framr
tíðaráætlanir yðar?
— Ég geri ráð fyrir að fara til
Parísar í næsta mánuði, ekkitij
lað ganga í skólaþar, heldurtil
að læra af listinni sjálfri og
lífinu í þessari borg, sein enn-
þá gefur öllu nýju, er kemur
fram, rétt á sér.
Anglýslng
dráttarvextl
Samkvæmt ákvæðum 46. gr. laga nr. 6, 9.
jan. 1935 og úrskurðí samkvæmt téðrí lciga-
greín falla dráttarvextír á allan tekju- og eígna-
skatt, sem féll í gjalddaga á manntalsþíngí
Reykjavíkur 31. ágúst 1938 og ekkí hefírver-
íð greíddur í síðasta lagí hínn 9, nóvember
nsesikomands, Á það sem greítí verður eft-
ír þann dag, falla dráttarvextír frá 31. ágúst
1938 að telja.
Petta er bírt tíl leíðbeíníngar öllum þeím
sem hlut eíga að málí.
Toílsíjóirínn i Reykjavlk, 31, okfóber 1938,
|ón Hermannsson,
Atnnnnmál
berklasjðUinga.
Niðurl.'
Nýbýli og samvinniubyggðir
berklasjúklinga.
Lögin um Byggingar- og
Iandnámssjóð hljóta að teljast
merkileg tilraun í þá átt að
nýta landið okkar og gróður-
skilyrði þess í þágu landsins
barna. Einkum vil eg í þessu
sambandi leiða athygli að 4.
kafla þessara laga, sem fjall-
ar um nýbýli og samvinnu-
byggðir. — Kafli þessi hefst
á 14. grein, sem lýsir skýlaust
yfir því, að ríkið muni veita
þann stuðning við stofnun ný-
býlanna, að „stofnverð þeirra
verði ekki meira en þalð, að
meðalfjölskylda geti haft þar
sæmileg afkomuskilyrði“, —
eftir því sem lögin nánar á-
kveðia.
Samkvæmt lögum þessum
leggur ríkið fram sem styrk
sjö sautjándu hluta af stofn-
kostnaði býlisins, þó ekki fram
yfir 3500 krónur.
Auk þessa veitist sem lán úr
Nýbýlasjóði aðrir sjö sautjándu
hlutar stofnkostnaðar, en fer þó
ekki yfir 3500 krónur, eins og
gildir um styrkinn.
Sé reiknað með því, að stofn-
kostnaður nýbýlisins nemi 10
þús. kr., yrði persónuframlag
3000 krónur.
Það má að vísu segja með
sanni, að 3000 kr. verði ekki
gripnar upp úr grjótinu, en þá
I er því fljótt til að svara, að
hinn árlegi framfærslustyrkur
hins hælisvistaða berklasjúkl-
ings og fjölskyldu hans sé það
ekki heldur. En sá er þó mun-
urinn ,að ef þessar 3000 krónur,
sem hið opinbera legði fram —
eða þó meira væri — til stofn-
iunar lífvænlegs nýbýlis, gæti
komið fótunum undir hinn út-
skrifaða berklasjúkling, þannig
að hann yrði eftir það sjálf-
bjarga, eru peningar þessir bet-
ur vaxtaðir en í nokkrum
banka, — og hverfandi lítil
upphæð borið saman við það,
að greiða þessar 3000 krónur ár
eftir ár um lengri eða skemmri
tíma í sjúkrakostnað og fjöl-
skylduframfæri handa þeimhin-
um sama manni. — Þetta verð
ur ekki um déilt.
Það skal að vísu viðurkennt,
að fjöldamargir útskrifaðir
berklasjúklingar myndu ekki
heilsunnar vegna geta hagnýtt
sér þennan atvinnuveg, en það
erjafnvístað mikill fjöldi þeirra
gætu það, og mundu taka því
fegins hendi, ef í boði væri, í
stað þess að hrekjast í öryggis-
leysinu manna á meðal og síðan
á berklahælin aftur.
Þess ber einnig að gæta, að
í sambandi við nýbýli fyrir
berklasjúklinga mætti e. t. v.
auk grasræktar, garðræktar, kál-
ræktar, alifuglaræktar o. s. frv.
— koma upp loðdýrarækt og
fleiru, sem víðkomandi býlis-
stofnandi gæti stundað til að
afla sér markaðsvöru.
Ég vil engan veginn gefa það
hér með! í skyn, að ef hið opin-
bera gengi inn á þá braut, sem
ég bendi hér á, væri vandamáj
þetta að fullu leyst. En ég held
því fram, að hér mundi stigið
þýðingarmikið skref í rétta átt
og með tilraun af þessu tagi
mundi fást þýðingarmikil
reynsla, sem leitt gæti inn á
önnur ný atvinnusvið, er gætu
náð til enn fleiri berklasjúklinga
Að öllum líkindum tekur hið
nýstofnaða samband íslenskra
berklasjúklinga þetta til athug-
Vilja verklýðs-
félögin una þessu?
Fjöldi verkalýðsfélaga krafðist þess, að Alþýðusamband-
inu yrði breytt í faglegt samband, óháð öllum stjórnmála-
flokkum.
Tvímælalaust stendur stór meirihluti verklýðsfélaganna
;að þessari kröfu.
Alþýðusambandsþingið svaraði þessari kröfu með því:
• 1. Að gera ákvæðin um sérréttindi eins stjórnmála-
flokks innan félaganna ennþá harðvítugri en áður.
2. Að taka ráðin af félögiunumi í fjölmörgum innri máU
um þeirra, svo sem hvenær þau kjósi fulltrúa á Alþýðusam-
bandsþing, hvernig hagað skuli atkvæðagreiðslum o. fl. o. fl.
3. Að taka af félögunum öll ráð í vinnudeiium.
Hvernig voru þessi svör fengin?
Þau voru fengin með því> að beita hinum herfilegustu
rangindum við kosningar og allan undirbúning þingsins. Hér
eru nokkur dæmi:
1. Verkalýðsfélögum var neitað um upptöku í Alþýðu-
sainbandið, ef þau voru talin hlynnt málstað sameiningar-
manna. Dæmi um slík félög eru Vélstjórafélagið á Siglufirði,
• Símámannafélagið og Rafvirkjafélagið í Reykjavík.
2. Stofnuð voru svokölluð Alþýðuflokksfélög og látin
senda um 20 fulltrúa inn á þingið. Flest eru þessi félög
nafnið eitt, og sum þeirra, eins og félagið í Grindavík’, alger-
lega ólögleg. Alþýðuflokksfélögum og jafnaðarmannafélög-
um, sem talin voru vinstramegin var ýmist meinað að senda
fulltrúa á þingið þó þau væru í sambandinu eða þeim varsynj-
að um upptöku. Þannig var þessu háttað með Jafnaðar-
mannafélag Reykjavíkur, Alþýðuflokksfélag Ölafsfjarðar,
. Jafnaðarmannafélagið á Seyðjsfirði o. fl.
3. Þegar til þingsins kom var settur sterkur lögreglu-
vörður við dyr fundarhússins til þess að banna fjölda rétt-
kjörinna fulltrúa inngöngu í stað þess að láta kjörbréf
þeirra gilda sem aðgöngumiða að þinginu voru búin til sér-
stök aðgöngukort, og hinum bannfærðu fulltrúum meira að
segja bannað að mæta sem gestir við þingsetningu.
4. Haldnir voru fámennir laumufundir í ýmsum félögum,
ólöglega boðaðir, til þess að kjósa fulltrúana. Voru þeir
kosnir með handauppréttingu, þó lög Alþýðusambandsins á-
kveði leynilega atkvæðagreiðslu
5. Kosnir voru fulltrúar frá félögum, sem samkvæmt lög-
um Alþýðusambandsins höfðu engan rétt til fulltrúa.
6. Á þingi var stærsta stjórnmálafélagi Alþýðuflokksins,
Jafnaðarmannafélaginu bannað að verja mál sitt
Með slíkum og þvílíkutn aðferðum voru verklýðsfélög-
um sett þrælalög.
Hvaða verklýðsfélag vill viðurkenna lögmæti þessara
laga?
Hvaða verklýðsfélög vilja una því ófrelsi, sem gerfiþing-
ið í Iðnó bjó þeim?
eylaMt veiUðan y&acf
Sá, sem notar Osram-D-ljóskúlur, hefír ódýrt ljós og
aetur þess vegna veítt sér næga bírtu. 40 Dlm. ljós-
kúla ættí að vera mínnsta ljóskúla í húsínu.
Biðjið ávallt um
gæðakúluna heims-
frægu: innan-matta.
Ðefói£u#nen-/fú£uM&’ tmð ú&yeg&CiesliiUftiúUiftt,
sem lcyfyfyic íiiía steaumeydstu
unar ásamt ýmsu fleiru, sem
varðar hag þessa fölks.
Jón Rafnsson.
Dtb eiftffl bjflflvifjðnn