Þjóðviljinn - 03.11.1938, Side 4

Þjóðviljinn - 03.11.1938, Side 4
l\íy/öL Ti'io sg Manhaffan Cockfaíl (Vogues 1938) Afburða skrautleg og skemtileg amerísk tísku- mynd með tískuhljómlist tískusöngvxim, og tísku- kvenklæðnaði af öllum gerðum og í öllum regn- bogans litum. Aðalhlutverkan leika: Joan Bennett og Warner Baxter Or Dorginni Næturlækinir. Halldór Stefáns son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavík- ur-apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unn. íCtvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.15 Dönskukensla. 18,45 Enskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstuviku Hljómplötur: Létt lög. 19.40 Auglýsingar 19.50 Fréttir. 20.15 Kvöld Skátabandalagsins: a. Erindi, Jón Sigurðsson skátaforingi. b. Söngur kvenskáta. c. Or dagbók frá landsmóti skáta 1938, Jón cRíkharðsson skáti. d. Erindi, skátahöfðinginn dr. Helgi Tómasson. 2l.00Frá útlöndum. 21.15 Otvarpshljómsveitin leikur 21.40 Hljómplötur: Andleg tón- list. 22.00 Fréttaágrip. Hljómplötur: Létt lög. 22.00 Dagskrárlok. Litla bókin mín, heitir safn af smábókum fyrir börn, sem Steindórsprent gefur útenMar- teinn Magnússon kennari hefur þýtt á íslenzku. Komu út þrjár slíkar bækur í fyrrahaust, en nú hafa 4 bæzt í hópinn, og heita þær: „Töfr,asleðinn“, „Lít- ill kútur og gestir hans“, „Labbi hvíta skott“ og „Stubbur miss- ir skottið“. Bækurnar eru ílitlu broti ,en laglegar að frágangi og með fjölda mynda. Eru þær einkum ætlaðar börnum, sem eru að byrja að læra lestur og handfjatla bækur. Skipafréttir: Gullfoss er í Reykjavík, Goðafoss er á ísa- firði, Brúarfoss fer morður um land í dag, Dettifoss er á leið til Hamborgar frá Grimsby, Lagarfoss er í Khöfn. Selíoss ter í Antwerpen, Varoy er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Rafmagnsveita Reykjavíkur sækir um leyfi til bygginga- nefndar til þess að byggja bráða birgða-spennistöðvar á sex stöð iunt í inágrenni bæjarins. Verða spennistöðvarhúsin bygð úr timbri. Á síðasta fundi bygg- inganefndar voru þessar um- sóknir Rafmagnsveitunnar allar samþykktar. Súðin var á Vopnafirði kl. 6 í gærkvöldi. KiióoviyiNN —I 'IIMIII III IMMIIIIIMH—mBBj^WESS Bæjarstjómarfundiur verður í dag á venjulegum stað og tíma. Á dagskrá fundarins eru 7 mál og eru það fundargerðir fasta- nefnda. 1 \ Drottningin er á leið til lands- ins frá Kaupmannahöfn. Ferðafélag; fslands biður fé- Laga sína vinsamlega að vitja strax um Árbókina fyrir 1938 hjá gjaldkera félagsins, Krist- jáni Ó. Skagfjörð, Túngötu 5. Okhar hjartkærí sonur og bróðír Jónas verður jarðsungínn föstudagínn 4. nóv., frá heímilí hans, Brekkustíg 14 B. Elín Árnadóttír, Jón Magnússon [og sYstkínín.. H -Vy1 Frð Belgíu. FRAMHALD AF 1. SÍÐU. Liege, hafa mótmælt stefnu stjórnarinnar, og munu fulltrú- lar þeirra beita sér gegn Spaak og fylgismönnum hans í þing- inu. FRETTARITARI. §> ©amla t3io % Lögtak hjá ungfrúnní Bráðskemmtileg og spenn- andi amerísk gamanmynd gerð eftir leikriti H. M. HARWOOD. — Aðalhlut- verkin leika hinir glæsilegu leikarar JEAN HARLOW og ROBERT TAYLOR. r~*~nTi~wí7rTiTMwnnrTiTnwMiMiMi Þeir, sem voru félagar í Reykjavíkurdeíld K. F. í. eru beðn- ír að koma sem fyrst og gera upp flokksgjöldín. — Tekíð er á mótí gjöldunum alla vírka daga frá kl. 5—7 e. h. á Grundarstíg 4 (2. hæð). Símí 4757. Frá höínimni. Geir köm í fyrri nótt frá Þýzkalandi. Baldur fór á veiðar í fyrrakvöld, og Lyra kom frá útlöndum í gærmorg- un. Kolaskip kom með kolafarm til kolasalanna hér í bænum. Vimningar í happdrætti Sveinasambands bygginga- manna urðu þessir: Nr. 3220 Rafmagnseldavél, nr. 4441 mat- arforði, nr. 4597 stoppaður stóll, nr. 3576 dívanteppi, nr. 309 1 tonn kola, nr. 433 málverk, — Dregið var hjá lögmanni í fyrramorgun. Vinninganna má vitja á skrifstofu Sveinasam- bandsins í Kirkjuhvoli. Athygli skal vakin á aug- lýsingu tollstjóra í blaðinu í dag um greiðslu á tekju- og eignaskatti. Falla dráttarvextir á það, sem ógreitt er 9. þ. m. Karlakór iðmaðarmanna efn- ir til hlutaveltu í K.-R.-húsinu n. k. sunnudag. Það, sem sér- staklega einkennir þessa hluta- veltu, eru ýmsir gagnlegir mun- ir, sem félagarnir hafa sjálfir smíðað, m. ia. í einu númeri: Dagstofuhúsgögn (2 bólstrað- ir stólar, borð, bókatriol, gólf- púði o. fl.). Þeir, sem vilja kórnum vel og kynnu að vilja styrkja starfsemi hans með því að gefa muni á hlutaveltuna, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til hr. Gísla Þorleifssonar, Hringbraut 74, sími 4971. Nilihi Hqs moíív fíl að fesfa á bamaföf, faesf í ¥ E STU Laugávef 40« heldur sfofnfund í Gamla Bíó, í dag, 3« név.ý hh 6 síddegís. Þá ganga saman í eitt félag Jafnaðarmannafélag Reykja- víkur og Reykjavíkurdeild Kommúnistaflokksins, ásamt öðr- um sameiningarmönnum. Innritun nýrra félaga fer fram í skrifstofunni, Hafnar- stræti 21, kl. 10—12 og 1—7 daglega. Sækið þangað aðgöngumiða að fundinum. STJÓRNIRNAR. Afgreiðsla ÞjöðvDjais er flutt í Austurstræti 12, hús Sfefáns Gunnarssonar, sömu hæð o$ Vísír var ádur« Mikki f\ús lendir í æfintýrum. Saga í myndum fyrir börnirt. — Kolur skipstjóri, þú ættir að skammast þín að ætla að narra Mikka til Afríku með apaskömminni. — Góða Magga mín, Loðinbarði er engin apaskömm. — Hann er eins- konar — einskonar húsa-api. — Mér er alveg sama hvað þú kallar hann. — Mikki skal aldrei fá að fara til Áfríku. Hvað sagðir þú annars að Loð- inbarði væri? -----húsaapi sagði ég. Hann í Afríkuskógum, er falinn í er eins og laxinn og bréfdúf- jörðu fjársjóður, sem er millj- an, — ratar heim, hvar sem ón króna virði. hann er kominn, — og heima' — Er ekki bara hægt að hjá Loðinbarða, senda Brúarfoss eftir pening- unum ? Agatha Christie. 60 Hver er sá seki? er sannfærð um að Raglan fulltrúi hefir ekkert að- finnsluvert fundið við framkomu mína. Því skyldi þá þetta útlendingsræksni gera allt þetta veður að ástæðulausu. Eins asnalegur og hann er ásýnd- um, engu líkari en Frakka, eíns og þeír eru hafð- ir í grínleikjum. Ég skil ekki hversvegna Flóra vildi endilega fá hann inn í málið, og án þess að spyrja mig ráða- Hún gerði það alveg upp á eigið eindæmi. Flóra er of sjálfstæð. Ég er þó móðir hennar og lífsreynd kona. Hún hefði átt að spyrja mig ráða. Ég hlustaði þegjandi á orðastrauminn. — Hvað ætlar hann sér? Það vildi ég gjarnan vita. Hvernig getur hann hugsað sér að ég leyni einhverju í málinu. Hann ákærði mig hreint og beint. Ég yppti öxlum- — Hann hefur ekki ætlað sér neitt með þessu, frú Ackroyd, sagði ég. Þessi athugasemd getur ekki hafa átt við yður, fyrst þér leynið engu í málinu. Frú Ackroyd snéri talinu að öðru. — Alltaf hljótast einhver vandræði af vinnufólki sagði hún. Það ber slúður og óhróður um hús- bændur sína. Og þannig kemst ýmislegt upp, sem óþarft er að almenningur viti. — Hverju hefir vinnufólkið komið upp? spurði ég Frú Ackroyd leit á mig, og tillitið var svo und- urfurðulegt, að ég átti bágt með að halda skap- inu í jafnvægi' — Ég var^sannfærð umý’að þér hlytuð^að 1 vita það, vegna þess jað þér eruð alltaf með Poirot, eða er ekki svo? — Jú, við erum oft saman. — Þá hljótið þér að vita það. Stelpan hún Ur- súla Bourne hefur auðvitað sagt frá pví. Hún er að fara úr vistinni, og gerir það sem hún getur til að sverta heimilið. Illgirnin í vinnufólkinu, hún er alltaf söm við sig. En þér hljótið að vita hvað hún sagði, fyrst þér eruð alltaf með Poirot. Mér er það áhyggjuefni ef fólk fær rangar hugmyndir um mig. En maður getur ekki skriftað fyrir lög- reglunni hvert smáatriði sem gerist á heimili manns En þessi stelpa hefir auðvitað kjaftað öllu sem hún vissi. Ég fann að einhver ákveðinn ótti lá að baki þessum harmatölum. Poirot hafði haft rétt fyrir sér. Af þeim sex manneskjum sem sátu kringum borðið, hafði að minnsta kosti ein, frú Ackroyd, haft einhverju að leyna. Ég varð að finna hvað það var. — Ef ég væri yðar sporum, rú Ackro"4. cggði ég hryssingsl af létta. Hún rak upp óp. Ó!, góði læknir, hvað ] þér getið mið hrotta- lega fram. Þér haldið þó ekki að ég — ég sem get gefið skýríngu á því sem allir hljóta að taka gilda. — Því ekkí að gefa þá skýringu, sagði 'ég. Frú Ackroyd tók upp samanböglaðan vasaklút og fór að gráta. — Mér lcom til hugar að segja yður það, svo að þér gætuð komið því til Poirots. Það er svo erfitt að gera 'útlendingi skiljanleg okkar sjónar- mið. Þér getið ekki ímyndað yður hvernig mér hef- ir liðið, allt mitt líf. Ég vil síður tala illa um fram- liðna, en svona er það samt- Hvern smáreikning varð Roger að grannskoða, rétt eins og hann hefði haft nokkur hundruð pund í tekjur á ári. En eftir þvi sem Hammond segir var hann með rík- ustu mönnum landsins. Frú Ackroyd þagnaði rétt á meðan hún þurrk- aði af sér tárin- — Já, þér voruð að tala utn reikninga. — Já, þessir skelfilegu reikningar! Sumir þeirra voru þannig að ég gat ekki sjmt Roger þá. Rarlmenn skilja aldrei nauðsynjar kvenna. En það urðu tals- verðar fúlgur. Hún horfði á mig biðjandi, eins og hún ætlaðist til að ég tæki undir kvartanasönginn. — Ójá, það vill verða svo, sagði ég. Þá breytti hún um róm. Varð áköf. — Ég segi yður það satt, læknir, að ég var í þann veginn að verða að aumingja á taugunum. Og þá náði ég sambandi við tvo skozka heiðurs- menn er voru fúsir að lána mér peninga. En ég hafði enga tryggingu að bjóða, nema von um arf eftir Roger. Og þó að ég þættist viss um að Ro ’r mundi arfleiða mig að einhverju, þá vissi ég þó ’ ki, hve mikið það yrði. Mér datt þá í hug, að é^ þyrft að ná í erfðaskrá hans og fullvissa mig um það þá hefði cg getað gert mínar ráðstafanir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.