Þjóðviljinn - 15.11.1938, Side 4
sfs l\íý/a b'io a§
Stella
Datlas
Fögur og tilkomumikil
amerísk stórmynd frá Un-
ited Artists, samkvæmt
samnefndri sögu eftir Ol-
ive Higgins.
Aðalhlutverkin leika:
Barbara Stanwick,
Anne Shirley ,
Alan Hale o. fl.
Aukamjmd:
TÖFRASPEGILLINN
Litskreytt Mickey Mouse
teiknimynd.
Næturlæknir: Gísli Pálsson,
Laugaveg 15, sími 2474.
Næturvörður er í Reykjavík-
ur-apóteki og Lyfjabúðinni Ið-
unn.
Útvarpið í dag.
10.00 Veðurfregnir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Pýzkukennsla, 3. fl.
15.00 Veðurfregnir.
18.15 Dönskukensla.
18.45 Enskukensla.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Erindi Búnaðarfélagsins:
Ferðamolar frá frændþjóðim-
um. — Runólfur Sveinsson
skólastjóri.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
20.15 Erindi: Hagsmunir Breta
í Austur-Asíu. — Sigfús
Halldórs frá Höfnum.
20.40 Symfóníu-tónleikar:
a. Fiðlukonsert í G-dúr, eftir
Mozart. — plötur.
b. Tónleikar Tónlistarskól-
ans. f
21.45 Fréttaágrip.
21.50 Symfóníutónleikar:
c. Symfónía í Es-dúr, eftir
Mozart — plötur.
22.15 Dagskrárlok.
Minnismerki afhjúpað. Á
morgun kl .10 verður í kirkju-
garðinum í Fossviogi afhjúpað-
laður viti sá, sem reistur er á
leiði óþekkta sjómannsins frá
1933.
Trúlofun: Á laugardaginn op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Þórlaug M. Einarsdóttir Hofs-
vallagötu 23 og Magnús Krist-
insson málari, Hafnarfirði.
Skipafréttir: Gullfoss er í K-
höfn, Goðafoss var á Djúpavogi
í gær. Brúarfoss fór til útlanda
i gærkvöldi, Dettifoss er á leið
til Vestmannaeyja frá Hull, Lag-
arfoss er á Eskifirði, Selfoss er
í Reykjavík, Dronning Alexand-
rine fór til útlanda í gærkvöldi,
Súðin dr í Reykjavík.
Starfsskrá Sameiningarflokks
alþýðu — Sósíalistaflokksins
birtist í „Nýju landiu í gær.
Allir meðlimir flokksins og
fylgjendur þurfa að kynna sér
hana. Gerist áskrifendur að
„Nýju landi“. Pað kemur út
hvcrn mánudag í sama broti
og Þjóðviljinn.
Framhaldsstofnfundiur verður
'haldinn á miðvikudaginn í Sósí-
alistafélagi Reykjavíkur. Verður
fundurinn haldinn í Iðnó og
hefst kl. 872 e. h.
Nýja Bíó sýnir þessa dag-
lana ameríska stórmynd, „Stella
Dallas“. Aðalhlutverkið Ieikur
hin vinsæla leikkona Barbara
Stanwyck.
IIIÓPVIUIMM
Mínníngarathöfn
um skípshöínína cr fórst með
„Óíafi" fer fram í Dómkirklisnni
miðvíbudagííin 16, nóv, kL 2 e, h,
Afhöfninni verðnr úívarpað,
ALLIANCE, h.í.
S>ökkum innílega auðsýnda hluffekníngu og
vínarhag víð andfáf og jarðarför sonar okkar
0$ bróður
Sveins Ingólfs Guðjónssonar.
— Sérsfaklega þökkum víð félögum hans í Má!«
arasveínafélagí Reykjavíkur,
Foreldrar ©§' sysfkíní.
Sendisveinafélag Reykjavíkur
heldur aðalfund á miðvikudag-
inn 16. þ. m. í Alþýðuhúsinu
við Hverfisgötu. Fundurinn
hefst kl. 8V2 e. h. Fundarefni:
1. Félagsmál, 2. Aðalfundar-
störf, 3. önnur mál.
Miinnin ga rathöfn um sjó-
mennina sem drukknuðu á tog-
ar.anum Ólafi, fer fram á morg-
un kl. 2 í Dómkirkjunni. Er
þess vænzt, að hlé verði á öll-
um vinnustöðvum, meðan at-
höfnin fer fram.
Trúlofiun. S. 1. laugardag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Sigrún Þórðardóttir. frá Viðey
og- Ásgeir Einarsson rennismið-
ur í Landssmiðjunni.
Sósíalistafélag Reykjavíkur.
Þeir félagar, sem ekki eru að
vinna í dag, eru beðnir að
mæta á skrifstofu félagsins kl.
'2 í dagí og hjálpa til við bréfa-
útburð.
mofív fíl að fesía
á barnaföf# fassf f
VESTU
Laugaveg 4o.
Skákmófið í
Amsíeirdam, p. u.
Á skákmótinu í Amsterdam
standa sakir með vinninga á
þessa leið eftir fjórðu umferð:
Fine hefur 3Vs vinning, Aljechin
21/2 Casablanca og Botvinnik 2
hvor og Euwe 1 Va.
Leiðrétting.
Prentvilla varð í grein Lút-
hers Grímssonar s. 1. sunnud.,
en er rétt þannig:
„Ef til vill finnst mörgum þau
(samtökin) vera með öllu van-
máttug í þessum sökum, hér
sé við dómara að deila, og engu
verði um þokað. Slík hugsun
hæfir ekki sjómönnum“.
StofoDD öháðs
fassambinds
FRAMHALD AF 1. SÍÐU.
inefnd, að ýms félög, svo sem
Þvottakvennafélagið Freyja,
Iðja, verklýðsfélagið á Djúpu-
vík o. fl. o. fl. haf.a á síðast-
liðnu ári beinlínis verið ofsótt
af stjórn Alþýðusambandsins,
ekki af því, að eitt eða annað
væri að athuga við kröfur
þeirra um kaup og kjör, heldur
af því, og því einu, að forráða-
menn þeirra litu öðrum augum
á stjórnmál en leiðtogar Skjald
borgarinnar. Því skal ekki held-
ur gleymt, ,að sjálfsagðar kjara-
bótakröfur Dagsbrúnar voru á
sínum fíma þaggaðar niður af
St. Jóh. af því ,að hugsanlegt
þótti, að þær kæm'u í bága við
pólitíska hagsmuni Skjaldborg-
arinnar. Verklýðsfélögin geta
hrundið af sér því þrældóms-
oki, sem Skjaldborgin hefur á
þau lagt, og skapað fullkomið
jafnrétti og ljtðræði innanlands-
samtaka sinna, þegar á þessum
vetri. Fyrsta sporið er að
mynda samband, undir forystu
Dagsbrúnar, til varnar félags-
legum réttindum og til sóknar
fyrir bættum kjörum og óháðu
fagsambandi.
Hjónahand: Á laugardaginn
voru gefin saman í hjónaband á
Akureyri, ungfrú Björg Axels-
dóttir, kaupmanns Kristjánsson-
;ar, og Agnar Kofoed-Hansen
flugmaður.
Geimb í3io %
Nótt bak víð
vsgsíöðvamar
Áhrifamikil og listavel
leikin þýzk kvikmynd,
tekin af UFA-félaginu.
Aðalhlutverkin leika, hin
fagra leikkona
Lida Baarova og
Mathias Wleman.
Sanma
Kvenkjóla, blússur og kápwr.
Sníð og máta.
Guðrún Rafnsdóttir,
Bergþórugötu 1.
Tíl aihugunar
Athygli þeirra, er eiga banka-
vaxtabréf Landsbankans (veð-
deildarbréf) eða hafa þau undir
höndum ,skal vakin á því, að
vextir af bréfum þessum eru
aðeins greiddir til gjalddbga
þeirra. Lista um útdrátt bréf-
anna geta menn fengið hjá bank
anum og útibúum hans. Þeir
munu einnig vera til hjá flestum
sparisjóðum og hreppsstjór-
um landsins.
M.ikki Mús
lendir í æfiniýrum.
Saga í myndum
fyrir bömin.
12.
— Jæja, þú mátt fara til
Afríku, ef þú lofar mér einu.
— Uss, þey! Mikki vissi að
stefpan mundi láta undan. En
hann veit ekki að við ætlum
að verða með.
— Ætlarðu að lofa mér því?
— Ég skal gera hvað sem
þú biður um.
— Jæja, ég ætla að biðja
þig um að lofa mér með tií
Afríku. Jahá, þú lofaðir að gera
hvað sem ég bæði þig um.
Agatha Christie. 68
Hver er sá seki?
Æ, nei, nú sé ég að það var hringur). Mér finnst
e'kki vera hægt að segja annað en að Flóra h'afil
verið heppin.
— Hvernig þá, fröken Ganett? spurði ofurst-
inn. Ég segi Poug við græna drekanum. Hvernig
hefur Flóra Ackroyd veríð heppin ? Það er annars
skemmtilegasta stúlka.
— Ég hef að vísu ekki mikið^vit á glæpum,
sagði fröken Ganetl í þeim tón, að maður átti að
halda að hún vissi allt sem vitað varð um þau efni.
— En það get ég sagt ykkur, að fyrsta spurning-
in ætti alltaf að vera þessi: Hver sá hinn myrta
síðast á lífi? Og á þann mann á að líta með tor-
tryggni, Flóra Ackroyd -'ar sú, sem síðast talaði
við Roger, svo vitað sé. Það getur orðið henni
hættulegt. Það er mitt álit, að Ralph Paton feli sig
til þess eins að hún skuli ekki vera grunuð.
— Nei, þetta megið þér ekki segja, sagði ég á-
sakandi. Þér álítið þó ekki að hún Flóra, ung og
saklaus stúlka, hafi myrt frænda sinn ?
— O, ég veit ekki hvað maður á að halda, sagði
fröken Ganett. En ég er nýbuin að lesa hók úr
Alþýðubókasafninu um líf glæpamanna í París. í
henni er sagt að sumir hættulegustu glæpamenirn-
ir séu ungar stúlkur með engilsandlit-
— En það er bara í Frakklandi, sagði Karólína
hvasst.
— Ójá, sagði ofurstinn. Það minnir mig á und-
arlega sögu, er sögð var á sölutorgunum á Ind-
landi-
Saga ofurstans var lengri en allt sem langt er,
og leiðinleg að sama skapi. Eins og atburðir frá
Indlandi séu eins girnilegir til fróðleiks og það
sem var að gerast í Kings Abhot þessa dagana.
Það var Ivarólína sem stöðvaði^talanda ofurst-
ans, með því að tilkynna Mah-Jong öllum að ó-
vörum. Ég þurfti að leiðrétta ýmsar smávillur í
reikningsfærslu hennar eins og vant var, en að
j>ví loknu byrjuðum við á nýju spili.
— Austanvindur segir pass, sagði Karólína. Ég
hef mínar eigin hugmyndir um Ralph^Paton. En
ég er ekki að flíka peim fyrst um sinn.
— Jæja, góða, sagði fröken Ganett. — Chov, nei
ég meinti Pong-
— Já, sagði Karólína, óbifanleg.
— Var petta með stígvélin rétt, — að þau hali
verið svört?
— Já, það var rétt, sagði Karólína.
— En til hvers var það gert ? spurði fröken
Ganelt,
Karólína setti stút á varirnar og hristi höfuðið,
eins og hún vissi allt af létta.
— Pong, sogði fröken Ganett- — Nei, fyrirgefið!
Ég tel víst að læknirinn viti öll leyndarmálin. Hann
er alltaf með Poirot.
— Nei, það er öðru nær, sagði ég.
— James er svo yfirlætislaus, sagði Karólína.
Nú lízt mér á — falin Kong!
Ofurstinn blístraði lágt, og um stund gleymdist
allt vegna spilsins. Carter ofursti varð fyrstur til
að rjúfa þögnina.
— Haldið þér að þessi Poirot sé eins mikill
leynilögreglumaður eins og orð er á gert.
— Hann er mesti leynilögreglumaður sem uppi
hefir verið í heiminum, sagði Karólína hátíðlega.
Hann kom hingað til þess að hafa Irið fyrir for-
vitni almenrúngs.
— Chov, sagði fröken Ganett. Það er ekki ama-
legt að fá slíkan mann tíl bæjarins. En hvað ætl-
aði ég að segja, — Clara, vinnukonan mín er vin-
stúlka Elsíe Dale, stofustúlku á Fernley, og hvað
haldið þið að Elsíe hafi sagt henni : Aðstoliðhafi
verið stórri peningaupphæð, og Ursúla Bourne
muni vera eitthvað flækt í því. Hún fer frá Fern-
ley um mánaðarmótin, og hún liggur andvaka á
næturnar og grætur- Mér þykir trúlegast að stúlk-
an sé eitthvað viðriðin glæpamannafélag. Hún hef-
ir alltaf verið undarleg, á enga vinkonu hér í grend.
Á frídögum sínum fer hún einförum og talar ekki
við nokkurn mann. Ég bauð henni einusinni ásamt
ungum stúlkum heim til min kvöldstund, en hún
afþakkaði. Ég spurði hana um hitt og þetta við-
víkjandi ætt hennar og uppruna, en hún gaf mér
ekkert út á það. Hún var kurteisin sjálf, en hafði
eitthvað það við sig, að ég gat ekkert haft upp
úr henni.
Fröken Ganet þagnaði til að varpa mæðinni, og
Carter ofursti, sem hafðí enga ánægju af tali um
vinnukonur, lét þau orð falla, að í Sjanghaj-klúhbn-
um vœri það föst regla að menn yrðu að láta út
strax og að þeim væri komið.
Við spiluðum nokkra hringi hraðspil.
— En þessi Russel, sagði Karólína upp úr eins
manns hljóði, Hún kom heim til okkar árdegis á
föstudaginn og þóttist vera í læknisvitjun. En ég