Þjóðviljinn - 20.11.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1938, Blaðsíða 3
P JÖÐVILJINN Sunnudaginn 20. nóv. 1938. íþróttin okkar " íslenzka glfiman A varp Allsstaðar í heiminum, þar sem menningar gætir, eru í- þróttirnar að ryðja sér meir og meir til rúms. Allstaðar þar, sem til fréttist, er áhugi fólks- ins, sem ekki er virkir þátt- takendur, að aukast. Milljón- um króna er varið til að bæta aðbúnað þeirra, sem íþróttir iðka, til að skapa möguleika til betri árangurs. SundhaUir og sundlaugar eru byggðár, íþróttavellir eru gerðir, íþróttahallir rísa upp með miklum hraða og með á- líka hraða fjölgar þeim, sem fylkja sér undir merki íþrótt- anna. Petta er engin tilviljun. Að þessu standa ríki, bæir, fé- lög og emstaklingar. Pessir að- ilar hafa komið auga á þá heil- brigði, sem íþróttirnar geta skapað. Þeir hafa þréifað á uppeldislegu áhrifum, sem í- þróttahreyfingin hefur á unga menn, sem taka haria alvarlega. Þeir hafa séð þann þroska, sem einstaklíngurmn fær við það, að standa í drengilegri keppni, eftír að hafa þjálfað líkama sinn og vílja svo, að að hann er jafnfær um að tapa sigra. Þeír hafa sannfærzt um, að sýni maður vilja í í- þrótt sinni, sýnir hann einnig vilja í starfi sínu fyrir þjóð- félagið. öflugt og gott þjóðfé- lag skapast aðeins af fólki me& „heilbrigða sál í hraiustum lík- ama“, og sterkan vilja. . Islenzka glíman er eina . í- þróttin, sem við íslendingar eigum einir og höfum iðkað um aldaraðir. Aldrei var eymd og niðurlæging þjóðarinnar svo mikil, að hún gleymdi hinni þjóðlegu íþrótt sinni, glímunni. Á helztu mannamótum þótti það ætíð sjálfsagt, að ungir og hraustir piltar reyndu með sér glímu, og óx sá mjög í áliti, — ekki aðeins stúlknanna, held- ur karla og eldri kvenna, — er af öðrum bar í íslenzkri glímu, enda var það lengi vel þvínær eina líkamsæfingin, er stunduð var sem íþrótt. Eftir því, sem almenningur hefur lært að hagnýta sér og æfa fleiri íþróttir, hefur glím- an átt örðugra uppdráttar. Ein- mitt nú á þessari rniklu íþrótta- öld má svo heita, að unnendur glímunnar uggi um framtíð hennar, Og þó að skýring megi finna á þessu, er það gersam- lega óviðunandi, að hin þjóð- lega íþrótt þurfi aðteggjast nið- ur eða mæta óverðskuldaðri niðurlægpngu. Tvímaelalaust hefurhúnlíka eins mikið menn- ingar- og íþróttagildi og marg- ar þær íþróttir, :sem nú virðast ætla að ryðja henni úr vegi meðal almennings. í nær 50 ár hefur Glímufé- lagið Ármann haft íslenzka glímu efsta á stefnuskrá sinni, og lyft henni á hærra stig en nokkurt annað félag þessa lands og ætti ekki að vera á- stæða til að örvænta um gengi glímunnar innan þess vébanda. Þó er svo komið, að félagið þarf að gera víðtækari og meiri ráðstafanir til að fá menn til að iðka íslenzka •glímu en nokkra aðra íþrótt. Ármann hefur jafn- an vandað mjög til glímukenn- ara, sem reyndar annarra kenn- lar.a sinna, og hefur alltaf átt ágæta glímumenn, sem öllum, er iðkað hafa glímu, þykir á- vinningur að kynnast og æfa sig við. Engu að síður er glímu mannaflokkur Ármanns svo fá- mennur, að áhugamönnum fé- lagsins þykir ekki vel við un- andi. Stjórn Ármanns hefur því á- kveðið að gera ákveðna til- raun til að kenna mönnum glímuna og mynda nýjan byrj- endaflokk í því augnamiði. — Kennslu tgkal haga þannig, að hver æfingartími hefjist með léttum og mýkjandi æfingum og þvt næst tekin glíman og kennt hvert bragð og vörn fyr- ir sig, þar til öll brögð og varn- ir eru fulllærð, en þá verður kennd og æfð leikni í sókn og vörn. Innlendar fpröttafréttir Byggíng íþrólfahverfis Fyrsta þing dcnattspyrnufé,- laganna í Reykjavík var sett 10. þ. m. Urðu nokkrar um- ræður um það, hvort reglur K. R. R., sem I. S. I. samþykkti í febr. væru í gildi eða ekki!! Skipuð var nefnd til þess að endurskoða reglurnar og at- huga möguleika fyrir því, að breyta fyrirkomulagi móta og samræma við „Almennar regl- ur I. S. 1. um knattspyrnumót“. Önnur nefnd var sklpuð til að gera tillögur um og ræða við bæjarstjórn um það, hvernig framkvæmd á byggingu í- þróttahverfisins verði bezt hag- að til þess að það komi sem fyrst til notkunar. Var þinginu síðan frestað, í 3 vikur, og skili nefndirnar þá álití. Olympíuncfnd Islands I- s. I. hefir fyrir nokkru skipað „Olympíunefnd íslands“ l0g eiga þessir menn sæti í henni: Formaður Hallgrímur Fr. Hallgrímsson forstjóri, varaformaður Sigurjón Péturs- son frá Álafossi, ritarar Ólafur Sveinsson vélsetjari og Konráð Gíslason verzlunarm., gjaldkeri Guðm. Halldórsson verzl.m. Ennfremur Sigurliði Kristjáns- son iog Kristján Gestsaon. Starf nefndarinnar er víðtækt og mikið imdir henni komið hvernig til tekst um þátttöku íslendinga. Að vísu er nefndin of seint skipuð. í raun og veru ætti að skipa hana til 4 ára, eða það ár, sem Olympíuleik- arnir eru háðir. Miðað við stað- hætti hér ætti nefndin að starfa víðtækara, en gert er ráð fyrir í skipuninni. Að því verður ef til villi vikið síðar. Laugardaginn 12. þ. m. var haldinn fundur, þar sem rætt var um að stofna til allsherjar ,,skíðadags“ hér í Reykjavík. Mættir voru fulltrúar frá þessum félögum: Ármanni, í. R. Iþróttafélagi kvenna, Skátafé- lagi Reykjavíkur og Skíðafélagi Reykjavíkur. Ákveðið var að kjósa nefnd manna til undirbúnings, og verður í henni einn maður frá hverju þessara félaga. Þeim, sem skíðaíþróttinni unna, þykir sárt að vita, að hér í bænum er fjöldi barna á öll- Er hér um lofsverða og mik- ilsverða viðleitni að ræða. Von- tandi, er að allir sem þjóðarí- þrótt sinni unn>a, og eru á unga aldri, kunni að meta og noti þetta ágæta tækifæri og láti skrá sig sem fyrst í þennan byrjendaflokk Ármanns. Geta þeir snúið sér til hr. Ágúsls Kristjánssonar lögregluþjóns, Skúla Þorleifssonar í síma 5489 og til skrifstofu Ármanns, sem er opin frá kl. 20—22 alla virka daga. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að önnur íþrótta- félög fari aðsýna íslenzku glím- unni sóma með því að taka hana á stefnuskrá sínaog kenna hana og æfa. um aldri, sem ekki hafa efni á að útvega sér skíði og skíða- útbúnað og hafa aldrei tök á að komast út', í hressandi vetr- arloftið utan við bæinn, út í snjóinn og sólskinið. 3 ilgangur skíðadagsins er að styrkja sem flest af þessum börnum til þessa, og ákveðið er að einn slíkur dagur verði á vetri hverjum. Tekjuöflun fer fram með merkjasölu og ýmsu fleira, er ennþá er óákveðið, enda he'fur nefndin ekki skipulagt daginn eða hvenær hann verður. þ. Magnússon. Skíðadagur Reykvíkinga Nýlega er komin út bók, er varðar alla, sem skíðaíþróttina iðka, hvort sem er til skemmtunar eða með keppni fyrir augum. Bókin heitir Skíðabókin og er gefin út af Bóka- verzluninni Mímir. Höfundar eru helztu skíðaformenn í Noregi. — Bókin er prýdd fjölda mynda, og eru hér birtar tvær þeirra. Fyrri myndin sýnir hraðsveiflu, en sú síðari plóg- sveiflu. — Bókarinnar mun nánar getið síðar. Ipróttafréttir utan úr heimi Knaffspyrna Englamd : Meginlandið 3:0- 5 blöðum var um þenna leik skrifað m. a.: Enska liðið var samæfð heild, en Meginlandsliðið var 11 leik- menn án heildarsamleiks. Þess- vegna hlaut það að enda með enskum sigri, því að knatt- spyrna er og verður flokka- leikur. Gagnstætt meginlandsliðinu, sem oft „sólóaði“ með knött- inn og stöðvaði leikinn, virt- ust Englendingar leika undir einkimnarorðinu: engin ónauð- synleg stöðvun, engin „sóló“ og með nákvæmum, föstum smáspörkum frá manni tii manns. Oft voru það fimm Englendingar, sem létu knött- inn fara milli sín, án þess að ,,meginlandsfótur“ kæmi við hann. Það var í sannleika sagt knattspyrnusýning, sem sannar að föðurland knattspyrnunnar er stöðugt fullkomnast. Knattspyrmukeppini millí Skot- lands og Wales. fór nýlega fram og endaði með sigri Skota, 3 : 2. Fór leikurinn fram í Edinborg að viðstöddum 40,000 áhorfend- um. Milliríkjakeppmi sem fór fram í Lausanne, í knattspyrnu milli Sviss og Portugal, endaði með sigri Svisslendinga, 1 : 0. I hálf- leik var 0 : 0. Vcfraríþróffíir Bera Norðmeinn af á skautmm? Því hefir verið hreyft í Nor- egi, að í vetur yrði efnt til skautamóts í Osló, þar sem Norðmenn keppti við alla beztu skautahlaupara veraldar utan sinna landamæra. Yrði þetta þannig, að í hverja vegalengd yrðu „teknir út“ 4—5 menn móti sömu tölu frá Noregi og stigafjöldi skæri úr. Evrópumeistarakeppnin í vetur fer fram í Riga, en heimsmeistarakeppnin í Hels- ingfors. Aðalmótin fara því fram utan Noregs og þykir þeim það nokkuð tilbreytingar- lítið, en telja vel framkvæm- anlegt að halda þetta aukamót hjá sér. Verkamannaíþróttasam- bandið hefur hinsvegar hugs- iað um að ná landasamkeppni við Sovétríkin, en um frekari á'rangur hefur ekkert he;yrzt. SkíSaíþrótt þjóðamám. Franska Skíðasambandið hef- ur nýlega haldið 14. ársþing sitt. Skíðameistarinn franski, Emile Allais, (fékk eirpening að verðlaunum á sfðustu Olympíu- leikum) hefir verið ráðinn yfir- kennari skíðaskólans í Gren- oble. Allais hefir sótt um ríkis- styrk handa skólanum til þess að undirbúa að hægt verði að kenna skíðaíþróttina í öllum lýðskólum Frakklands. Þar eiga pú að fá tilsögn og æfingu um 300 kénharar. Auk þess em haldin námsskeið á um 100 stöðum, til þess að allir fái tækifæri til að íæra á skíð- um. Kennararnir skulu allir hafa sömu menntun í sinni grein, þannig að sama er hvort verið er í Voge&afjöllum, ölpimum eða Pyreneafjöllum. Allir eiga iað þjálfa sig eftir sömu grund- vallarreglum. Stindmcf kvenna I byrjun þessa mánaðar setti hollenzka sundkonan Gor Kint heimsmet í baksundi (crawl) á 1,13,5 mín. Gamla metið var sett af landahennar, Nina Senft, sem var 1,13,6. Nr. 2 var Ragn- hild Hveger á 1,16,8. Metið var sett í Österbro-SundhöII í Kaupmannahöfn. llftdiirbútiíngur Olympiuleíkanna Undirbúningur undir Olymp- íuleikana í Finnlandi er stór- kostlegur, t. d. stækkun íþrótta- vallarins í Helsingfors. Er gert ráð fyrir, að hann geti eftir stækkunina rúmað um 63,000 áhorfendur. Mun helmingur geta fengið sæti. Gerðar eru ráðstafanir 1il að geta tekið á móti ferðamönnum og svo í- þróttamönnunum sjálfum. Framkvæmdanefnd Olympíu- leikanna í Finnlandi hefir sent 58 þjóðum boð um þátttöku í leikunum 1940. Þar á meðal er boð til íslands. Fyrsta þjóð- in, sem tilkynnt hefir þátttöku sína er England, þar næst Dan- mörk og þá ftala. Ákveðið hefir verið að vetr- ar-Olympíuleikarnir skuli fara fram dagana 3.—11. febr. 1940 í St. Moritz. Dagskrá leikanna verður skautahraðhlaup, skautalisthlaup, íshockey og loks sleðakeppni og hermanna- kíðaganga. leifeni Bezla kremið í skáðcfiferdfiirnar Sem sj^ning verður þarna skíðastökk og svig (slalom). Virðist það nokkuð einkenni- legt, að jafn glæsilegar íþróttir skuli ekki vera með í keppn- inni á þessum væntanlegu leik- um. Mun stífni og þröngsýni vera þarna að nokkru um að kenna. Frá SáglMfárdá (Frh. af 1. síðu.) ■au í úrskurð kjósenda tvö bæj- arfulltrúasæti! — Og ekki vant- ar mótsagnirnar: Alþýðuflokks- stjórnin í Reykajvík lýsir því yfir að óhugsandi sé að semja við Sósíalistaflokkinn, en Skjaldborgin á Sigluíirði vill endilega semja við hann, — en heldur sig auðsjáanlega ein- hverja stærð, er geti sett afar- kosti. — Og svo kóróna þess- ir náungar framferði sitt með þyí að hóta að svíkja samn- inga sína og bjóðast um leið til að semja nýja! Þeir ganga puðsjáanléga í skóla hjá Hitler og Chamberlain. Verkalýður Siglufjarðar mun láta Skjaldborgarann Erlend um hvað hann gerir og fara sínu fram hvað sem þeir segja og gera.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.