Þjóðviljinn - 06.12.1938, Síða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1938, Síða 2
Þriðjudagurinn 6. des. 1938. MÓfiVILJINN tUÓOVIUIIUI Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflckkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184, Áskrjftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 Annarsstaðar á landinu kr. 1.50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Hvað etr á scíðí? Það er margt rætt og skrif- að þessa dagana, en meir og meir kemur það greinilega í ljós að hægri foringjar íhalds, Framsóknar og Skjaldborgar eru með blöðum sínum að und- irbúa sambræðslu sín á milli, en gegn alþýðunni og Sósíal- istaflokkn^um. Og hver stefna þessa bræðings eigi að vera kemur og smám saman skýrar í ljós. Morgunblaðið dregur upp Iínuna þannig, að herför verði að hefjast gegn „línunni frá Mioskva“. Og blaðið er ekki myrklt í 'fnáli. Það segir að póli- tík Sósíalistaflokksins hérstjórn ist frá Moskva, eins og pólitík beggja verklýðsflokkanna í Frakklandi og pólitík’ Verka- mannaflokksins og frjálslynda flokksins í Englandi, sem Duff- Cioioper og Anthony Eden líka eru fylgjandi — vafalaust sam- kvæmt fyrirskipunum frá Moskva!! Vitanlegt er að póli- tík allra þessara flokka í Eng- landi og Frakklandi miðast sér- staklega við tvennt: Utanríkis- stefnu gegn fasismanum í bandalagi við Sovétríkin og rót- tækar aðgerðir gegn atvinnu» leysinu. Jónas frá Hrifíu skilgreinir í Tímanum 3. des. samskonar stefnu og Morgunblaðið: Sam- vinnu 3 flokkanna gegn Sósí- alistaflokknum og aðalatriðí stefnunnap er ofsókn gegn at- vinnuleysingjunum (sem eru kallaðir „iðjuleysingjar“ og taldir hæst settir í þjóðfélaginu, talað um „verðlaunað iðjuleysiu o. s. frv.). Og þessar svívirð- ingar leyfir J. J. sér einmitt þegar sóknin gegu atvinnuleys- iniu ætti að' vera aðalmál allrar þjóðárinnar. Jónas virðist nú sem sé álíta að Skjaldborgin sé orðin nógu fylgissnauð, til þess að hún verði sem sigraður maður að sætta sig við allt og megi því þakka fyrir að fá að taka þátt í ,,þjóðstjórn“ gegn alþýðunni. Og Alþýðublaðið virðist vera að búa sig undir það. í Alþýðublaðinu hefur ekki síðustu dagana sézt eitt orð urn að herða á atvinnuleysisbarátt- unni, engin hvatning til verka- manna um að mæta á atvinnu- leysingjafundinum í fyrradag. En hinsvegar er hvern dag- inn eftir annan níð um Sósíal- istaflokkinn í sama anda og hjá Morgunblaðinu. Ot yfirtek- ur, þegar blaðið skrifar heil- an leiðara til að hrópa það út sem landráð og þjónustu við einræðisríkin, að Sósíalistaflokk urinn skuli heimta að reynt sé að fá Bandaríkin, Norðurlönd Sovétríkin og fleiri ríki til að tryggja sjálfstæði Iandsins. Eín- mitt sömiu kröfuna um nánara samband við Sovétríkin, háfa Spánska lýðveldið alla mðgnleika til taefnr enn að sigra. Islendtngar eru langf að bakí hínum Norður- landaþjóðunum með Spánarhjálpína. Vídfal víd ísfenzku sfálfbodalídana á Spáiií, Hallgrím Hallgrimsson og Adalstein Þorsfeínsson. Hallgrímur Hallgrímsson. íslenzku sjálfboðaliðamir frá Spáini, Hallgrímur Hallgrímsson og Aðaísteinn þorste'-nssoíi, komu heim með Goðaíossi í fyrrakvöld. Einn félaganna, Björn Guðmundsson, liggur særðmr á sjúkrahúsi í hafnar- bænum Mataro. Hallgrímur og Aðalsteinn fóifcí beint af skipsfjöl á skemmtisamkomu Sósíalistafé- lags Reykjavíkur, en þar voru samankomnir á þriðja hundrað manns. Var þeim félögum fagn. að afburða vel. Hallgrímur flutti ræðu, þakkaði móttökurnar og lýsti með einföldum og átakan- legum orðum hinum mikla „harmleik og hetjubaráttu“ er nú færi fram á Spáni. aðalmenn verkalýðsins og lýð- ræðisins í Englandi og Frakk- landi, þeir Leon Blum, Attlee, A. Sinclair, Anthony Eden o.fl. iborið fram' eftir svikin í Miinc- hen, — en raunar hefur Alþ.bl. ekki þorað að skýra frá kröfum þeirra og Morgunblaðið hrópað að þeir væru á „Iínunni frá Moskva“! Sést hér bezt í hvert afturhaldsfen íslenzki „Alþýðu- flokkurinn“ er lentur. Það er þvr auðséð að blöð íhaldsins ,Framsóknar ogSkjald borgarinnar eru sammála um afturhaldspólitík gegn alþýð- lunni og flokki hennar, Sam- einingarflokki alþýðu, Sósíal- istaflokknum. En það eru aðeins broddarnir í þessum flokkum, sem' blöðunum ráða, sem hér eru að sverja sig saman. Fólkið í þessum flokkum heimtar aðra pólitík. Það heimtar aðgerðir gegn atvinnuleysinu, samvinnu allra þeirra afla sem eru með lýðræði og endurbótum á hag fjöldans. Fólkið heimtar sams- konar pólitík og flokkar verka- lýðsins og lýðræðisins í Eng- Iandi og Frakklandi beita sér fyrir: Endurbætur á hag alþýðu, aðgerðir gegn atvinnuleysinu, trygging lýðræðis og frelsis í Iandinu með sterku bandalagi lýðræðisaflanna innan þess og með því að vernda gagnkvæmt öryggi lýðræðisríkjanna sjálfra. Og urn það mun fólkið samein- ast. E. O. ; Tíðindamaður Þjóðviljans átti tal við þá félaga í gær. Sagðist þeim svo frá: — Við lögðum af síað frá Spáni 20 .nóv. Engin hindrun var lögð á ferð okkar, en á leiðinni gegnum Frakkland vor- um við vaktaðir sem glæpa- menn. Annars hefur franska stjórnin gert sjálfboðaliðunum erfitt fyrir. Ein járnbrautarlest, með fjölda særðra sjálfboðaliða j var stöðvuð 8 Jdukkustundir í ! jarðgöngunum á landamærun- I um og loks send til baka, án þess að nokkrar frambærilegar ástæður væru fyrir því. — Móttökurnar í Kaupmanna höfn? — Þær voru stórkostlegar. Vbrkalýðsfélögin stóðu fyrir þeim. Lestin nam ekki fyrr stað- ar en ótal hendur gripu okkur. Við vorum bornir upp í stöðina, og þaðan voru fluttar ræður af varaformanni Verkalýðsfélaga- sambandsins, Knud V. Jensen fólksþingmanni og Axel Larsen, formanni Kommúnistaflokksins. Að því búnu tóku ættingjar og vinir við dönsku sjálfboðaliðun- um. — „ÁstandiS á Spáni“? — Þó að lýðræðisstjórnin hafi minnihluta landsins, þá er á þeim hluta meirihluti þjóðarinn- ar, og vörn hennar er traustari nú en nokkru sinni áður. — Hverjar eru orsakirnar til þess? — Það hefur verið skapaður her, sem ekki var til í upphafi stríðsins. Þessi her hefur núfær um' foringjum á að skipa, það hafði hann ekki áður, hannhef- ur nú þjálfaða menn og kunn- áttumenn til hverra starfa. Önnur aðalorsökin er eining þjóðarinnar, sem er nú tryggari en nokkru sinni fyrr. Innan lýð- veldisins starfa nú allir flokkar saman, og berjast einhugagegn fasismanum, enda eiga allir flokkarnir fulltrúa í stjórninni, og einnig bæði verklýðssam- böndin. — En ástandið bak við her- línurnar? — Landið ber allsstaðar merki stríðsins, hvort semlangt er eða skammt til vígstöðvanna. Fyrir ári var hægt að ferð- ast um hluta af Spáni án þess að sjá merki stríðsins, en það er ekki hægt lengur. Á hvert sveitaþorp, hvað þá iðnaðar- og hafnarborgir, hafa verið gerð- ar sprengiárásir. Erfiðleikarnir setja mark sitt á fólkið. Allir ungir menn eru í hernum, heima eru aðeins konur, börn og gamalmenni, og þetta fólk heldur framleiðslunni við — í hergagnaframleiðslunni t. d. vinna mest kionur. Matarskorturinn er orðinn til- finnanlegur að baki vígstöðv- anna. Ekki þannig að fólk svelti beinlínis, stjórnarvöldin deila Aðalsteinn porsteinsson. út }>eim mat, sem til er. Með- an nokkuð er til fá allir eitt- hvað. En á Spáni er Jjað þann- ig að héruðin, sem hafa lang- mesta matvælaframleiðslu, eru í höndum innrásarherjanna, en iðnaðar- og aldinræktarhéruð- in undir lýðveldisstjórn. Erfitt er um aðflutninga. Frönsku landamærin lokuð fastar en áð- ur, og sífelldar loffárásir fas- istanna á hafnarbæi og flutn- 1 ingaskip valda miklu tjóni og gera, flutninga á sjó dýra og á- hættusama. — Eru líkindi til breytinga á afstöðunni á Spáni í náinni framtíð? —I í ’vetur verða varla nein- ar verulegar breytingar á víg- stöðvunum. Lýðveldið hefur tæplega krafta til að hefja sókn, vegna vöntunar á stórvirkum hergögnum. En það hefur öll skilyrði til varnar. — Hvað er að segja um „Spánarhjálp“ fólksins í lýð- ræðislöndunum? — Hún getur haft úrslitaáhrif í styrjöldinni. En þar hafa ís- lendinga ílstaðið sig illa sam- anborið við aðrar lýðræðis- þjóðir álfunnar, mörgum sinn- um ver en hin Norðurlandarík- in. Þau hafa sent spánska lýð- veldinu vörur og annað verð- mæti er svarar til einnar krónu á hvern íbúa landanna. Syðra furða margir sig á því að ís- lendingar skuli ekki hjálpa spánska lýðveldinu sem aðrar lýðræðisþjóðir álfunnar, eins og þeim sé sama um hvort lýð- ræði eða fasismi verða ofan á í álfunni. ísland er ríkt af mat- vælum. Ef við sendum svo sem einn togarafarm af þurrkuðum saltfiski og lýsi handa spönsku börnunum, sem eru að tærast upp af matarskorti og vítamín- leysi, yrði það íslandi og ís- lensku lýðræði til hins mesta sþma og álitsauka. — Hvorir sigra á Spáni? Spáinska lýðveldið hefur alla mögiuleika til þess að sigra, — en lýðræðisþjóðirinar geta gert sigurinn öruggari með því pð hbdra .að Spánverjar verði sveltir inni. Alþýðnblaðið og Járn- iðnaðarmannafélngið Vegna frásagnar Alþýðublaðs ins af fundi Félags járniðnað- armanna 2. des. skal hér birt eftirfarandi greinargerð: Samkomulag varð um það á milli mín og formanns, að ekk- ert skyldi birt opinberlega un? það mál, sem um getur í Al- þýðublaðinu, að minnsta kbsti ekki fyrst um sinn, og lagði hann áherzlu á, að svo yrði. Vegna þessa samkomulags sá ég ekki ástæðu til að gefa blöð- um bæjarins neiiiar upplýsingar um það, sem fram hafði farið á fundinum. En þar sem gefnar eru í Alþýðublaðinu villandi hugmyndir um fundinn, þá er ástæða til að gera grein fyrir málin|u í höfuðatriðum. Ef öllum almenningi ætti að verða J>að fyllilega ljóst, hversu rangsnúið er öllum staðreynd- lumj í umgetinni grein, þá væri full nauðsyn' á ])\’í að birta op- inberlega öll viðskipti félagsins við AlJjýðusamband jslands, en það er ekki hægt í stuttri blaða- grein; til þess gefst, ef til vill, tækifæri síðar. í þetta skipti lætégnægjaað geta þeirri skil- yrða, sem félagið setti á sín- um tíma fyrir inngöng'u í A. S. I., en [jau eru samkvæmt fund- aifbók félagsins 42. jan. 1933: 1. að A. S. I. styrki Félag jarniðnaðarmanna til að vinna fullkominn sigur fyrir þeim kröf um, sem Jjað hefur lagt fyrir atvinnurekendur. 2. að A. S. í. gefi út yfirlýs- ingu um, að lagt verði af- greiðslubann á hvert það skip, sem reynt verður að gera við í banni félagsins. 3. að A. S. f. gefi tryggingu fyrir ]>ví, að engin skip sem deiluna varða, fái viðgerð utan Reykjavíkur. 4- að stjórn deilunnar verði í höndum félagsins, Jrar til deil- an er Ieyst. Samkvæmt þessum skilyrðum er það ljóst ,hver hinn upphaf- legi tilgangur félagsins var, með því að ganga í A .S. í. — Hver er áfstaða ykkar til stríSs almennt? Hallgrímur svarar: — Fyrir Jjá, sem ekki reyna er erfitt að gera sér greiin fyr- ir því, hvað stríð er. Fæstiír munu geta hugsað sér svo hryllilegt og villimennskulegt fyrirbæri. Enginn glæpur væri stórkiostlegri en sá, að hefja nýja heimsstyrjöld. Ábyrgð þeirra stjórnmálamanna, er að því stefna er ekki lítil. Við fórum ekki í stríðið af neinni æfintýramennsku, við fórum til Spánar sem fjand- menn stríðs, sem andstæðingar styrjalda, því styrjöldum verð- ur ekki útrýmt með Jjví aðfrið- arvinir breiði feld yfir höfuð sér, né með því að láta undan kröfum árásarríkjanna og stríðsæsingamannanna. Á úr- slitunum á Spáni geta örlög Ev- rópu oltið. Nái fasistarnir Spáni, fá þeir aðstöðu til að gera hild- arleikinn, sem þeir stefna að, margfalt ægilegri. — Hvað hafið þið hugsað ykkur að gera? — Við erum báðir hraustir og vinnufærir, og getum starf- aðj hvað sem er — ef við fáum eitthvað að gera. Auðvitað gfer- um við það, sem við getum til að koma löndum okkar í skilning um það, sem er að gerast á Spáni og þýðingu þess., Allt fram! á þenna dag hefur ein iogL sama stefna í félagsmál- um verið ríkjandi í félaginu. Þessvegna kemur engum á ó- vart afstaða félagsins til vin- áttusamnings þess, sem nú var samþ. með yfirgnæfandi meiri- hluta að gera við Verkamanna- félagið Dagsbrún. Af framangreindu má það ljóst verða, að félag okkar hef- ur frá fyrstu tíð einvörðungu byggt samband sitt við önnur félög og félagasambönd á því einu, sem gæfi því aukinn styrk í baráttunni fyrir hagsmunamál- um félagsins, enda var á sín- um tíma höfuðáherzlan lögð á það, ag félagið fengi stuðning Dagsbrúnar. Því hvaða annað félag hefðíii í höf'uðatriðum get- að fullnægt þeim skilyrðum, $em félagið krafðist? Þetta er j>að sem Alþýðublað- ið kallar að „misnota félagið í þjónustu kommúnista“. Hvað viðkemur stjórn félags- ins þá vil ég taka það fram, að á síðasta aðalfundi var núver- andi stjórn þess kbsin á þeim grundvelli, að hún starfaði að málum félagsins án tillits til þess hverrar stjórnmálaskoðun- ar einstakir stjórnarmeðlimir væru. En þegar það kemur svo (greinilegai’ í Jljós sem nú, að for- maður félagsins, Þorvaldur Brynjólfsson, er snúinn fráþeim vilja félagsins og kbm'inn í póli- tíska þjónustu Alþýðuflokksins, þá er engin furða ,þótt félagið meti að réttu framkomu slíkra skósveina Alþýðusambands- stjórnarinnar. Rétt er það hjá Alþýðublað- inu, að meirihluti fundarmanna hafði, áður en fundur hófst, sameinazt um eftirfarandi til- lögu, sem samjjykkt var með 40 atkv. gegn 25, á þeim fjölmenn- asta fundi, sem félagið hefur haldið, öðrum cn aðalfundi fé- lagsins 1937. „Fundurinn samþykkir að ger ast aðili að samningi þeim,sem liggur fyrir frá Verkamannafé- laginu Dagsbrún, um gagn- kvæman stuðning og undirbún- ing að stofnun óháðs fagsam- bands, jafnframt samþykkir fé- lagið að kjósa 2 menn til þess að vinna að þessum málum fyr- ir hönd félagsins í samráði við önnur verklýðs- og iðnfélög". Af þessu má það ljóst verða, að telagið tekur sínar ákvarð- anir eingöngu með tilliti tilþess, sem má verða jrví og heildar- samtökum verkalýðsins fyrir beztu. Að lokum vil ég geta þess, að af fenginni reynslu mun fé- Iag okkar halda áfram á þeirri braut að skipuleggja samtök al- þýðunnar á þann veg, að öll verklýðs- og iðnfélög samein- ist í :eitt verklýðssamband, óháð pólitískum flokkum . Ingólfur Eiiiarsson- KDnngjðrino. I anlednín av Dronníns Maud's bíseífelse í Oslo den 8« desember d. á. holdes Del Norsfce Ge^ neralkonsulats konfor sfengl denne da$.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.