Þjóðviljinn - 10.12.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.12.1938, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVíIL’ JlfeJN '8C6I 'S3P '01 «uijn5BpjB3n,Bq Hvernig á 6g að haga lólabakstrinnm? Nú fer að líða að jólum, og húsmæður fara að hugsa um, hvað þær eigi nú helzt að baka. Það er hyggilegt að baka dálít- ið af tertubotnum sem svo er hægt að leggja saman sem lag- köku eða eins og venjuíega tertu. Margar húsmæður hafa það fyrir venju að baka einhverjar ákveðnar kökur fyrir hver jól, an svo eru aftur aðrar, sem alltaf breyta til. Hér eru nokkrar uppskriftir, sem eiga vel við jólin: Brúnar kökur: V2 kg. hveiti, 125 g. smjörlíki, 375 g. síróp, 65 g. sykur, 8 g. hjartarsalt, 100 g. steyttur kanill, 2Vs teskeið engifer eða karde- mommur, 5 teskeiðar steyttur negull, 5 g. pottaska, 10 g. pommeransbörkur, 25 g. súkkat, ef vill möndlur. Smjörið og sírópíð er sey. \ pott yfir eld. J^ er pottaska, s^m áðui jiefur verið hrærð ^ * Loldu vatni, látin í. Pottur- ,nn er tekinn af eldinum og allt kryddið látið í, sömuleiðis fínt saxað súkkatið, og þá erhveit- ið og hjartasaltið hrært saman við. Svo er deigið látið í skáþ breitt vel yfir og deigið geymt í nokkra daga. Pá eru búnar til úr þessu kringlóttar kökúr og hálf mandla látin ofan á hverja, en það er þó ekki nauð- synlegt. „Medalíur“ (fcossar). 250 g. hveiti, 160 g. smjörlíki, 80 g. flórsykur, 1 egg. Hveitið og smjörlíkið er mul- ið saman, sykurinn sigtaður og látinn saman við, sömuleiðis eggið, öllu hnoðað vel saman. Deigið er látið standa litlastund áður en það er flatt út.*Pá eru búnar til úr því kringlóttar> kökur með blikkhring eða þunnu glasi. Pær eru látnar á vel smurða plötu og bakaðar ljósbrúnar við góðan hita. Þessar kökur má geyma nokk uð lengi í lokuðum dósum og nota við tækifæri. Þá eru tvær og tvær látnar saman með eggjakremi eða sultutaui ogof- an á þær látinn flórsykur, hrærður út í köldu vatni og svo lítill toppur af sultutaui; eins má láta svolítið af kakó saman við flórsykurinn og þá er gott að sprauta hring af þeytt urn rjóma ofan á hverja köku. Eftir að búið er að láta kök- urnar saman, geymast þærstutt, því að þær vilja blotna upp. Þessvegna er bezt að lata bara saman eins mikið og þárf í það og það skiptið. Vanillekransar. 250 g. hveiti, 190 g. smjörlíki, 150 g. sykur, 60 g. möndlur, V* st. vanille, úr og látin saman við, síðast eggið og öllu hnoðað vel sam- an. Deiginu er sprautað ígegn- um sprautu eða kökubotn, sem er Iátinn í söxunarvél, látið á vel smurða plötu í kransa og bakað við góðan hita. Jólakaka. 500 g. hveiti, 250 g. smjörlíki, 4 teskeiðar lyftiduft, 2 tesk. kardemommur, 250 g. sykur, 14 1. mjólk, 3 egg> rúsínur, — súkkat. Smjörið er linað og hrært á- samt sykrinum, þar til það er orðið létt. Þá er eitt og eitt egg látið í og hrært vel í á milli. Hveitinu, lyftiduftinu og karde- mommunum er blandað saman, það svo ásamt mjólkinni hrært saman við. Síðast er rúsínurnar og súkkatið látið í. Kakan er jlátinl í vel smurt mót eða fiorm og bökuð við góðan hita V* f'* 1 klst Lagkaka. 250 g. smjörlíki. 250 g. sykur, 250 g. hveiti, 2 tesk. lyftiduft, 4—5 egg, sítrónudropar. Smjörið er linað, hrært vel með sykrinum, síðan eru eggja- rauðurnar látnar í ein og ein ásamt dálitliu af hveitinu, sem áður hefur verið blandað lyfti- duftinu. Síðast eru vel þeyttar eggjahvíturnar Iáthar í og sít- rónudroparnir. Deigið er látið í vel srnurð kökumót og bakað við góðan hita. Þetta deig er mátulegt; í 4 kökur. Þegar kök- urnar eru orðnar kaldar, er sultutau látið á milli. Eins er hægt að láta eggjakrem og sultutaú og skreyta með þeytt- um rjóma eða með mislitum glassúr úr flórsykri. í Hafrakex. 250 gr. hafragrjón, fín. 100 gr. hveiti, 75 gr. smjörl., 30 gr. sykur eða 1 rnatsk. V* tesk. salt, 3 tesk. lyftiduft. 3 matsk. mjólk, 1 dl. vatn. Hafragfjónum, hveiti, saltiog lyftidufti er blandað saman. Síð- an er sykrinum blandað saman við. Smjörlíki er brætt og því ásamt vatninu og mjólkinni hrært saman við og deigið elt vel saman. Þess verður að gæta að það verði ekki of stíft, held- ur bæta þá ögn af mjólk við. Or þessu deigi eru búnar til kringlóttar kökur eða ferkant- aðar og þá eru þær skornar með kleinujárni, pikkaðar með gaffli, bakaðar ljósbrúnar. Borðaðar með smjöri og ost eða sultutaui. Kenisla heimiltslðnaðl Heimilisiðnaðarfélag íslands hefur haldið uppi sauma- og prjónanámskeiðum í Reykjavík í 9 vetur samfleytt, fyrstísmá- um stíl, en nú er 4. veturinn, semt starfsemin er svo stórfelld, að hún vekur almenna eftirtekt. Kostnaðurinn er borinn uppi af bænum og lágu námsgjaldi. Frú Guðrún Pétursdóttir hefur frá öndverðu verið driffjöður starf- seminnar, og hefði ekki tekizt svo vel sem varð án skaphita hennar og ósérplægni. I bæj- arstjórn hafa allir flokkar sýnt skilning á nauðsyn málsins. Þjóðviljinn hafði tal af frú Guðrúnu og heimsótti háms- skeiðin. Henni sagðist svo frá: Tvö námsskeið eru haldín samtímis, annað á daginn fyrir ungar stúlkur, 24 í senn, 4 st, j á dag í tvo mánuði, en hitt á kvöldin fyrir húsmæður, 27 í senn, 20 kvöld í röð, 2 st. á kvöldi. Þr'ír námsflokkar hús- mæðra, eða 81 samtals, hafa þegar kornizt að í vetur, en 1. námsskeiði fyrir ungu stúlk- urnar lýfcur í dag. Kennslan hefur eingöngu ver- ið miðuð við hagnýta handa- vinnu. Áherzlan hefur verið lögð á saumaskap á algengum fatnaði, bæði úr nýju og gömlu, viðgerðir, prjón og hekl. Á dagnámsskeiðum er m. a. unnin leðurvinna iog teppahnýting úr íslenzku bandi o. fl., sem of- langt yrði að telja. 15—1600 flíkur hafa verið búnar til á vetri undanfarið. Enginn vafi er á því, að slílc námsskeið þurfa að eflast qg útbreiðast. Heimilisiðnaðarfélag íslands á mikinn þátt í því fyr- irkomulagi, sem komið er á handavinnukennslu í barnaskól- um í Rvík. og virðist heppn- ast þar prýðilega, ætti aðverða þó nokkur grundvöllur, en því aðeins notast sá grundvöllur til fulls, að seinna sé á honum byggt. Námsskeiðin hjálpa til þess. Eftir nýár byrja námsskeiðin að nýju bæði að kvöldi og degi og er líklegt að þar komist miklu færri að en vilja. Ættu húsmæður og ungar stúlkur að gæta þess sem fyrst. Sparið penlnga með þvi að gera jólafnnkaupín sírax Afsiáiiur geíínn adeins tíl 15. þ. m. Tryggíð yður samtímís að fá eínmítt það# sem þér óshíð — meðan úrvalíð er nóg f ESTA, Laugaveg 40 :'.'Á ' Mýsláfrað Nantakiðt Nýtt Mlfskiðt Riúpnr Dilkakjöt, Miðdagspylsur, Bjúgu, Nýreykt sauðakjöt, Hakkað kjöt, Hvítkál, Rauðkál, Rauðbeður, Gulrætur og margt fleira. KiOtvendaiir Hlalta ifðssoaar Grettisg. 64. Sími 2667. Fálkagöíiu 2. Sími 2668. Verkamannabústöðainum. Sími 2373. Reykhúsið. Sími 4467. Skemmtisamkomu heldur málfundafélagið ,,Þjálfi“ að Royal, Túngötu 6, í kvöld kl. 9. SKEMMTISKRÁ: 1. Ræða: Magnús Guðbjörnsson. 2. Upplestur: Sigurður Brynjólfsson. 3. ? 4. D A N S. Aðgöngum. á kr. 1,00 seldir við innganginn. Félagar, fjölmennið og hafið með ykkur gesti. STJÓRNIN. Vegna áskofana' ©íidaticfeutr Jðiahangikiðtið er komið þiegeysM, feiff Bfarnl BJðrnsson Minningarskemmtun hlátursins í Gamla Bíó á su,nnud. kl. 3. Skemmtislkráin endurbætt! — — Aðgöngumiðar á fcr. 2,00 og 2,50 hjá Eymundsen og í Hljóðfærav. Sigr. Helgad. í dag. Skemmtunin verður ekki endurtekin. Ný matvörubúð Undirritaður opnar í dag, laugardag, nýja matvörubúð (útbú) á Víðimel 35, sími 5270. Áherzla lögð á hreinlæti og vöruvöndun. Virðingarfyllst. Pétur Kristjánsson v» egg, er a/4 tesk. hjartarsalt. Hveitið og smjörlíkið hrært saman, hjartarsaltinu og sykrinum blandað saman við, möndlurnar flysjaðar og fínt saxaðar. Vanillestöngin er sfcor- in í tvennt, iog fcornin skafin ' VIDGERDIR VANPADAR-ÓDÝRAR SÆKJUM & SENDUM Salurinn, þar sem námsskeið- in eru haldin, á efsta lofti í húsi Garðars Gíslasonar við Hverfis- götu var þéýtsetinn bæði skipt- in sem tíðindam. leit þar inn, einkum þó að kvöldinu, því að þá var líka margt af krökkum, sem mæður höfðu haft með sér til að má.ta á þau jólaföt- in þeirra. Smekkmenn gætu eflaust fundið þarna flíkur, sem stand- ast ströngustu kröfur gagnsemi og listiðnaðar. Sem dæmi má nefna skíðapeysu úr íslenzku þelbandi með sauðalituuum, prjónaða með bekkjum og rós- um. KAUPUM FLÖSKUR snyuglös, whislcypela, bóndós- ir. Sækjurtt heim. — Sími 5333. Ffösfcuverzl. Hatnarstræti 21. ¥er2lufiín Kjot & Fisknr. Símar 3828 & 4764. Sig. Guðmundsson er nú þessa dagana að hefja danskennslu sína á ný. Sigurð- ur er sá danskennari, er lengst hefur haldið uppi danskennslu hér í bænum. Hann kenndi í nokkur ár ásamt frú Ástu Norð- mann, og hafa þau verið einir vinsælustu danskennarar hér. Sigurður mun vera eini dans- kennarinn, sem stundað hefur danskennslu í ýmsum skólum úti um land, fór t. d. fyrir slcömmu norður á Akureyri og fcenndi þar í Menntaskólanum og víðar. Munu margir dans- unnendur fagna því, að Sigurð- ur byrjar aftur danskennslu sína. Ásvallagötiu 19. Sími 2078. Víðimel 35. Sími 5270 Ný Ífókí Sigurður Eínarsson: Mik!ir menn jf Hitler — Benes — Russell —^Krishnamurti — Cardenas — Daladier — Chautemps — Miaja — Mussolini — Nan- sen — Thyssen — Gustav V. — Per Albin Hanson — Stau- ning — Masaryk — Chamberlain — MacDonald — Roose- velt italin. FÆST HJÁ BÓKSÖLUM Vðnibilastðöin „Dröttnr,, heldur aðalfund sinn sunnudaginn 11. þ. m. fcl. 4 e. h, í Kaup- þingssalnum. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.