Þjóðviljinn - 10.12.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.12.1938, Blaðsíða 4
s^s Kíy/ö röíb a§ Kvetma^ læknídnn hrífandi fögur og skemmti- leg Amerísk kvikmynd frá Fox, slungin áhrifaríkum þáttum úr mannlegu sálar. lífi. Aðalhlutverkin leika: Lorette Young, Warner Baxter log Virginia Bruoe. Aukamynd: Talmyndafréttir frá Fiox. Næburlæknir í ,nótt er Krist- ján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Nætiurvörður er þessa viku í Ingólfs- og Laugavegs apóteki Útvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Dönskukennsla 3. fl. 13,30 Tíundi dráttur í happ- drætti Háskólans. 15,00 Veðurfregnir. 15,05 Tíundi dráttur í happ- drætti Háskólans. Framh. 18.15 Dönskukerinsla. ' 18.45 Enskukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Kórlög.. 19,40 Auglýsingar. 19,50 Fréttir. 20.15 Leikrit: „Stóra bomban£í, leftir Sten Söderskár, Þorst. Ö. Stephensen, Alfreð Andr- ésson, Anna Guðmundsdóttir, Þóra Borg. 20.45 HljómplÖtur: Píanó-són- ata, Op. 78, eftir Schubert. 21,25 Danslög. 22,00 Fréttaágrip. 24,00 Dagskrárlok. „Stóra bomban“ heitir leik- rit, sem leikið verður í útvarp- íð í kvöld, og fjallar umblaða- mennsku. Leikendur eru Por- steinn Ö. Stephensen, Alfred Andréssion, Anna Guðmunds- dóttir og Þóra Borg. Ást log knattspyrna heitir þýdd skáldsaga, nýkomin á bókamarkaðinn, gefin út af Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og þýdd af K.R.-félaga. Verður bókarinnar nánar getið síðar. Merkir menn heitir bók eftir Sigurð Einárssion, dósent. Er það safn af greinum um marga þekktustu menn heimsins á síð- ari tftnum. * \ Menntamál júní—des. 1938, er nýkomið út, fjölbreytt að efni og fróðlegt fyrir alla þá, sem( áhuga hafa á uppeldismál- um, en þeir eru margir. Þó að Menntamál séu fyrst og fremst málgagn kennarastéttarinnar, leru. í hverju hefti greinar, sem hafa almennt gildi, og allir geta lesið sér til ánægju og gagns. Rauðir pennar, 4. árg., ársrit Máls og menningar kloma út á mánudaginn kemur. UNGUR? reglusamur maður óskar eftir herbergi ásamt hús- gögnum. Ábyggileg greiðsla. Tilboð merkt: „Reglusamur“ leggist inn á afgreiðslu blaðs- ms. í. R. fer í skíðaferð að Koj- Viðarhóli í fyrramálið kl. 9. — Farið verður frá söluturninum. Farseðlar seldir í Stálhúsgögn Laugavegi 11. K. R.-Lngar fara í skíðaferð að skála sínumj í dag kl. 9 f. h. Farið verður frá K. R.-húsinu við Vonarstræti, — farseðlar seldir í verzlun Haralds Árna- sonar. Snjór er núna allmikill á Skálafelli og skíðafærið það albezta, sem komið hefur á vetrinum. þvottakvennafðlagið Freyja hélt fund í fyrrakvöld í Hafnar- stræti 21. Fundarsókn var ágæt og eining hin bezta, sá það á að fundarkonur voru ákveðnar í því að fylkja sér um hverja sjálfsbjargarviðleitni verkalýðs- ins. Skipafréttir: Gullfoss er í Stettin, Goðafoss er á Siglufirði Brúarfoss er á Patreksfirði. Dettifoss er í Hamborg, Lag- arfoss er í Khöfn. Selfoss er á leið til Antwerpen frá Rott- erdam. Bjarni þiorsteinsson fram- kvæmdastjóri í „Héðni“ and- aðist í gærmorgun úr lungna- bólgu. Hann var aðeins 42 ára að aldri. þlÚÐVILIIN Ba&ar heldur Mæðrafélagið á morgun, sunnudaginn 11. des- ember kl. 4 e. h|. í Hafnarstræti 21 uppi. Póstur verður sendur í k’völd með s'.s. „Rúna“ til Djúpuvíkur, Sauðárkróks, Hofsóss, Siglu- fjarðar, Akureyrar og Húsavík- ur. Pósti sé skilað fyrir kl. 6 e. h. Alþýðublaðið birtir langa grein um utanríkispólitík Sov- iétríkjanna í gær. Er grein þessi þýðing úr blaði sænskra trotsk- ista. Frá höfninni. Kári og Skalla- grímur komu af veiðum í gær- morgun. E. s. „Runa“ kom í gærmorgun með sementsfarm og Kongshaug kom með timb- prfarm' í fyrrakvöld. Sókcn neldur skemmtifund í kvöld kí. 9 í Oddfellowhúsinu uppi. Fjölbreytt skemmtiskrá. Aðgöngumiðar seldir í Oddfell- Owhúsinu milli kl. 5 og 7 og við ínnganginn. „Leikfélag Reykjavíkur“ hef- ur á morgun tvær sýningar á Þorláki þreytta. — Kl. 3 er barnasýning og er aðgangseyrir aðeins 1 kr. fyrir hvert barn. Kl. 8 er venjuleg sýning og er verð aðgöngumiða lækkað. Bjarni Bjðrnsson í Gamla Bíó Bjanni Björnssion 20 ára. Bjarni Björnsso:n gamanleik*- ari heldur skemmtun í Gamla Bíö á morgun kl. 3. Þeir, sem sóttu skemmtun Bjárna síðast, létu svo vel af henni að engum kemur annað til hugar, en að ReykVíkingar noti þetta tækifæri eins og öll önnur, sem þeim gefast til þess að hlýða á Bjarna. Atvinnuleysið (Frh. af 1. síðu.) Verkamannaskýlið kl. 4y2 í dag* og fara þá enn á fund ríkis- stjórnarinnar. 1300 atvinnuleysingjar, sem nú líða skíort og örbirgð vegna þess að þeir fá ekki að vinna, munu ekki láta valdhafana fá neinn stundlegan frið, fyr en k'röfum þeirra hefur verið full- nægt. Kattpe&idtiif Pfódvll|ans ern árafc.^S um að botrga ásfe^ífargjöld ín skikislega. Ármenningar fara í skíðaferð í Jósefsdal í kvöld kl. 8 og í fyrramálið kl. 9. Farmiðar eru seldir í verzl. Brynja og á skrifstofu félagsins kl. 7—9 í kvöld. Þátttaka í kvöldferðinni tilkynnist í síma 1620 fyrir kl. 2,3Ö í dag. & öömia!3ío % Tveír Djósnarar Afar spennandi amerísk njósnarakvikmynd frá heimsstyrjöldinni miklu. Aðalhlutverkin leika: Herbert Marshall og Gertriude Michael. Aukamynd: Skipper Skræk sem mytnd- höggvari. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. foíkfél. Revkþvikar „Þoirlákuir þreyffi" Gamanleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Haraldiur Á. Sigurðsson. TVÆR SYNINGAR Á morguin. BARNASÝNING KL. 3. og venjuleg SÝNING KL. 8. . LÆKKAÐ VERÐ! Aðgöngumiðar (barnamiðar kosta kr. 1,00), seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á miorgun. Aikki Fíús lendir í æfinlýrum. Saga í myndium fyrir börnin. 30. Ég get skilið að Loðinbarði sé æstu|); í að kbmast heim, en ég vildi að hann færi ekki svona hart. Loðinbarði lét ekki segja sér það tvisvar. Hann fór ekki Iengra. En Mikki gat ekki stöðvað sig — — og varð að halcja áfram, hviort sem lnonum var það ljúft éða leitt! Loðinbarði hefur gam- an af að horfa á snarsnúning- inn. En Mikki er orðinn reiður. Skömmin þín! Þú ferð fallega með mig! Hvað eigum við nú að gera? fieriö bókalöökanpin fyrlr jólin i Heimskriaqln, Langaveg 38 Aaatha Christie. 84 Hver er sá seki? symdi honum ýmsar smáuppgötvanir, sem ég hafði gert, — til þæginda iunanhúss, flestar. — Þérhefðuð átt að vera uppfinningamaður en ekki læknir, sagði Poirot ákveðinn. En nú er hringt — það mun vera sjúklingurinn yðar. Við skulum koma inn í viðtalsstofuna. Enn einu sinni kom mér í hug að ungfrú Russ- ell hlyti að hafa verið fögur. Hún beið okkar, klædd óbrotnum, svörtum kjól, — há, teinrétt og stolt, með stór. dökk augu og óvenjulegan roða í vöng- um, er annars voru föíir venjulega. Já, hún hlaut að hafa vera afburða fögur. — Góðan daginn, Mademoiselle, sagði Poirot- Gerið svo vel og fáið yður sæti. Doktor Sheppard var svo góður að lofa okkur að hafa smávegis stefnumót hérna í viðtalsstofunni- Uugfrú Russell settist, róleg og alvarleg að vanda. Enginn dráttur í andliti hennar sýndi geðs- hræringu. — Mér þykir þetta satt að segja nokkuð undar- legt stefnumót, sagði hún. — Ungfrú Russell, — ég hef frétt að færa yður. — Jæja! — Charles Kent hefur verið tekin fastur í Liv- erpoolj Enginn vöðvi í andliti hennar bærðist- En augu hennar þöndust út, og hún spurði þrjóskulega: — Hvað er með það ? En þá var sem augu mín upplykjust — ég fann nú, að það var ungfrú Russell sem Charles Kent hafði minnt mig á frá því fyrst að ég sá hann. Ég leit til Poirots og hann kinkaði kolli- Hann svaraði ekki alveg strax spurningu ungfrú Russells, en sagði svo þýðlega : — Mér kom til hugar að yður væri ekki sama um það. — Því skyldi mér ekki vera sama um það ? sagði ungfrú Rusell. Hver er þessi Charles Kent ? — Hann er maðurinn sem kom til Fernley Park morðkvöldið, — Jæja? — En til allrar hamingju fyrir hann hefur hann íjarvistarvottorð. Ivlukkan 9.45 sat hann á krá sem er í tveggja kílómetra fjarlægð frá Fernley. — Gott fyrir hann, varð ungfrú Russell að orði, — En við vitum ekki enn, hvern hann var að hitta á Fernley. — Ég er hrædd um aö ég geti ekki hjálpað yður í því máli, sagði ráðskonan kurteislega. Ég hef ekkert um það heyrt. Ef það er allt og sumt — — Hún gerði sig líklega til að standa á fætur. En Peirat aftraði henni. — Það var svolítið annað, sagði hann vingjarn- lega. í dag hefur nýtt atriði orðið uppvíst í mál- inu. Svo virðist sem herra Ackroyd hafi ekki ver- ið myrtur eftir klukkan 3,4.5 fielduc áðuc' Einhvern- tima frá því að jklukkuna vantaði tíu mínútur í níu, og doktor Sheppard fór, og til klukkan 9.45. Ráðskonan náfölnaði- Hún hallaði sér fram í sætinu- — En ungfrú Ackroyd sagði------- — Ungfrú Ackroyd hefur játað að hún hafi sagt ósatt. Hún kom ekki í vinnustofuna kvöldið sem glæpurtnn var framinn. — Getur það verið ? — Já, og það lítur svo út ad Charles Kent sé einmitt maðurinn sem við höfum leitað að. Hann kom lil Fernley þetta kvöld, og getur ekki gefið neina skýringu á hvert erindi hans þangað var. — Ég get sagt yður allt sem þér viljið vita um erindi hans. Hann gerði herra Ackroyd ekkert mein, —- kom ekki í nánd við vinnustofuna. Hann er ekki morðinginn, það get ég fullvissað yður um- Ungfrú Russell varð enn niðurlútari. Hin járn- harða skapfesta hennar var að engu orðin. And- lit hennar endurspeglaði ótta og örvæntingu. — Herra Poirot, þér verðið að trúa mér. Poirot stóð á fætur gekk til hennar, og klapp- aði á öxl hennar- — Ég trúi því sem þér segið. En þér skiljið að ég varð að neyða yður til að tala. Tortryggnin blossaði upp í henni. — Sögðuð þér satt áðan ? — Að Charles Kent væri grunaður um glæpinu? Já, það er satt. Þér ein getið frelsað hann, með þvi að segja frá erindi hans þangað. — Hann kom til að hitta mig. — Hún sagði það lágt og hraðmælt. — Ég fór út til að hitta hann — — — — Ut í lystihúsið ? — Hvernig vitið þér það ? — Mademoiselle, það er mitt starf að grafast fyrir allt sem snertir þetta mál. Ég veit iika að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.