Þjóðviljinn - 17.12.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Laxigardaginn 17. des. 1938. Með því að sklpta viO Eimskip vlnnÍO þér prennt: 1* Fáíð vörurnar fluttar fyrír lægsta verð með mestu öryggí. 2. Þegar þér ferðÍBt fáíð þér þægílega Mefa, ágætan mat og góða að- hlynningu. 3. Styðjíð um leíð íslenzht fyrírtæhí og íslenzkt atvínnulíf. einoiui nii EIHSRIP Pómnn Magsiúsdétfiir: Líf annarra þræði, sem aðeins er sýndur Foreldrar 1 Hjálpíð böraum yðar fil þess að spara. öef« íð þeím hína smekklggu sparíbauka Úhe$s» banka íslands h.f. þeir fásf í 4 lífum i aðal^ bankamim og úfbúum hans. Tífvalín fækifærfsgjöf. Rauði þráðurinn í sögu Þór- unnar Magnúsdóttur, Líf ann- arra, sýnist eiga að vera þessi: Ung stúlka, Fríður, kemur með strandferðaskipinu til Síl- isfjarðar til að setjast þar að hjá unnustanum. Á leiðinni frá skipi mætir hún meðal annarra fólki, sem hún tekur sérstak- lega eftir. Hún fær að vita deili á lífi þess, eins og það er í annarra ljósi hjá vinkbnum föð- ursystur sinnar, en þær eru einskonar endurvarp almenn- ingsálitsins; í þorpinu — og of- urlítið fær hún líka að vita um fólkið frá unnusta sínum' og Jóni frænda hans. Allir túlk'a líf þessa fólks út frá vandræð- Unum iog ósigrunumj í sínu eig- in lífi, bara misjafnlega ásak- andi eða afsakandi, Samkvæmt þeirri túlk'un eru þetta heldur Iftilsigldar mannkindur, sem háfa; „lent í -einhverju“ ieða eru á tæpum vegi staddar. Bak við þennan almenningsdóm lætur höfundur svo hilla upp líf og mannraunir þessa fólks, -eins tog það er sköðað frá þess sjónar- miði. Þá er það eitt rétt í dómi annarra, að í lífi þessa fólks er ósamræmi. En það ósam- ræmi stafar ekki af meinum sið- ferðilegum vandræðum heldur áf því, að það nýtur ekki þess, er það þráir. Frá þessum „rauða þræði“ er sagt hér, af því að hann týn- ist og hverfur lesandanum, jafn- vel þó hann eigi að binda sögu- heildina saman eins og umvaf. Honum á víst líká að vera stungið í gegfl eins iog leyni- við upphaf og endi sögunnar. En það er vafasamt, hvort hann hefur ekki á þeirri leið týnzt höfundinum sjálfum. Flestum Iesendum mun finnast þetta þrjár sögur, sem engu mundi tapa við það, að standa einar sér. „Rauði þráðurinn“ hvorki tengír þær innan frá né yljar þær upp, aðeins bindur þær saman. En sögurnar eru prýðisvel sagðar sem einstakár sögur, sérstaklega sögurnar um Unu Hjalta og Sigrúnu Aradóttur, Una Hjalta er unga gáfaða námsstúlkan, sem er sett til hliðar af foreldrum sínum, af því að hun er kiona. Hinsvegar er bróður hennar, sem vill busla á sjó og standa í líkamlegum mannraunum, haldið nauðug- um til náms. Sagan lýsir átak- anlega kvöl ungu stúlkunnar af því að fá ekki að fylgja löngun sinni, baráttu hennar við þá margföldu örðugleiká, sem lagðir em í veg hennar af skiln- Iings iog samúðarleysi sinna nán- ustu. En jafnframt er lýst hætt- unni, sem henni stafar af skiln- ingi og samúð þess eina manns, sem metur hæfileika hennar, að sú samúð veki henni þá ást, sem mundi verða henni ásteyt- ingarsteinn og loká öllum leið- um þangað, er hún þráir ai kbmast. Og reyndar er henni það eitt'til bjargar, að hún veit ekki um þá hættu, sér hana ekki, og maðurinn, sem hún elskar án þess að vita það, reyn ist henhi drengur. En einmitt með því brýnir hann þrek henn- ar og kapp til ofraunar. Það er þessi ofraun, sem hún ber með sér, hvert sem hún fer og fólkið sér og misskilur — svo minnt sé á „rauða þráðinn“, sem! ekki þyrfti að vera til. „Sigrún Aradóttir“ er sagan uml konuna, sem leggur alla þá ást, sem hún elur til mannsins, sem hún fær ekki að njóta, í vinnuna við atvinnufyrirtæki sitt iágj í persónuleik sinn. En þessi persónuleiki hennar, sem erað ;vísu sterkur og fagur, er henni hefndargjöf, af því að hannskil- ur hana frá öðrum mönnum, gerir hana algerlega einmana, og svo kalt verður um hana í þorpinu ,þar sem hún býr, að hún verður að sækja allan sinn lífsyl í siorgblandnar minningar og drauma um framtrð, sem lítil von er ium að fcomi. Sagan um Steinunni er saga um fátæka eiginkonu, sem er að missa manninn frá þremur börnum. Reyndar er hún eins og jurt, sem hefur verið sett f annarlega mold, því að eigin- lega hefur hún aldrei fellt ást- arhug tíl mannsins síns. Hún er kröfulaus fyrir sjálfa sig, tek- ur með þakklæti það sem býðst fyrir hana og börnin, ef þau þurfa ekki að skiljast frá henni, en þau eru eins og partur af henni sjálfri. Hún er framtaks- j lítil en hefur undursamlegt þrek 1 til að þola miklar raunir og til að lifa, meðan nokkur lífsvon er. Sá undirylur, sem höf. sög- unnar vill láta verma upþ líf hennar, á að vera æskuást henn ar, en það er tæpast hægt að skilja og finna út frá Iýsingunni. Þótt ýmislegt megi finna að þessari sögu Þórunnar Magn- úsdóttur, er það bezta bók henn ar og cr langur áfangi frá síð- ustu bókunum á þnoskaleið hennar sem skáldfconu. A. S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.