Þjóðviljinn - 18.12.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.12.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 18. des. 1938. PJOÐVILJINN Tvar sk Ingibjörg Bcncdibfsdóffíy; Frá aidal til Aðalstrœtis Ljóðmælí áldkonnr Rósa B. Blöndalss EaíSið er lelknr Skáldsaga. Rvífe 1938, IIIÚÐVIUINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhiartarson. Ritstjómarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Batráfían víð af~ víssntsleysið og ncyðína. Pegar jólin nálgast man auð- valdið venjulega eftir því, að fátækt og neyð sé til. Þess á milli „gleymira það því. Nú fara í fíönd jól, sem fyrir fjölda verkamannaheimila verða hin erfiðustu um langan tíma. Hundruð manna hafa enga at- vinnu haft um 3ja mánaða skeið, nema ef til vill eina „törn“ í atvinnubótavinnunni. — Og það ler vitanlegt að þetta neyðará- stand heldur áfram að versna, nema verkalýðurinn láti -enn betur til sín taka. Hvenær var ákvarðað hve at- vinnubótavinnan yrði mikil um þetta leyti? Pað var gert á Al- þingi 1937 og í bæjarstjórn Reykjavíkur í desember 1937. Og hver var afstaða flokkanna þá? Á Alþingi sameinuðust í- haldið Framsókn og Skjald- borgin um að drepa tillögur kbmmúnista, núverandi þing- manna Sósíalistaflokksins, um aukningu atvinnubótavinnunnar, Og í bæjarstjórninni fóru til- lögur okkar sömu leiðina. Nú hefur tekist fyrir harð- fylgi Dagsbrúnar og annarra verklýðsfélaga að knýja fram | nokkru meiri atvinnubótavinnu ien áætluð var á fjárlögum og fjárhagsáætlun, — en þó er vit- anlega langt frá því að þar með sé bætt úr atvinnuleysinu. All- ar kröfur verklýðsfélaganna um byggingavinnuna, skipasmíðina, viðgerðir á skipum innanlands, aukningu iðnaðarins eru ófram- kvæmdar. Afstaða Skjaldborg- arinnar ,sem nú er með lýð- skrumi að reyna að breiða yf- ir svívirðilega framklomu sína í atvinnuleysismálunum, til þess- ara baráttumála, hefur verið sú, að neita að vera með í barátb unni fyrir þeim (sbr. innflutn- ing byggingaefnis), reyna að rægja baráttuna (sbr. níðið um atvinnuleysisfund félaganna í K.R.-húsinu), þegja um hana — og umfram allt kljúfa verka- lýðinn í baráttunni, en hrópa bara á ráðherrann. Eina „bar- átta“ Alþýðusambandsstjórnar- innar fyrir atvinnu hefur ver- ið að koma Ásgeiri í Útvegs- bankann. Pá hefur það stórum aukið atvinnuleysið í ár, hvernig í- haldið sveik hitaveituna, bygg- ingar skólahúsa o. fl. En nú fer í hönd samning Enn ein ljóðabók, ekki stór, réttar 10 arkir. En kvæðin eru prentuð á sama hátt og kvæð- in í gömlu ljóðabókunum, sem ég las í ungdæmi mínu, Krist- jáns, Steingríms, Jónasar. Það er byrjað að prenta efst á síð- unni og ekki hætt fyrri en kom- ið er niður úr, nýtt Ijóð byrjar á sömu síðu og annað endar, ef rúm leyfir, alveg eins og ljóð- in séu ekki til þess að flikka upp á pappírinn, heldur sé pappírinn til fyrir Ijóðin. Ég las ljóðin eins og dagbók' gáfaðrar konu, hún segir ævi- sögu sína í þessari bók, ekkf eins og sagan birtist henni nú, heldur eins og hvert atriði birt- ist henni á þeim tíma, þegar það kom fram. Hún er alin upp í afdal við alvöru lífsbaráttunn- ar, ieins og hún var fyrir síðustn aldamót. Fimmtán ára færir hún æsku sinni kveðjuóðinn, „horfin lífs míns æskuár“, þá er þeg- ar kbmið út í alvöru lífsbarátt- unnar. Hún þráir út í heiminn, en reynir að yfirvinna þá þrá, reynir að sætta sig við að fá henni ekki fullnægt, sezt viðj rokkinn og biður hann að söngla sefandi ró yfir huga sinn: „Já, suða þú rokkur um svalkaldan vetur og svæfðu þá þrá, sern í hjart- anu býr“. Hún lætur hugann dvelja við hetjur sagnanna, sem lesnar voru á kvöldin í baðstofunni; heima, kveður um Guðrúnu Ó- Syífursdóttur, þegar hún er við þvottinn, Pórður Kárason verð- ur henni efni í ljóð um hina barnslegu tryggð. Al;lt í ieinu er kominn kveðju- ómur í ljóðin, draumurinn ef að rætast, hún er að fara út í heiminn, hún kveður dalinn sinn,. lækinn með trega. Ogsvo koma skólaár og skólaljóð, fögnuður og starf, nýjar hugs- anir, hún laugar sál sína í Ijóð- um vökumanna samtíðarinnar. Við kynnumst vinum hennar og fjárhagsáætlunar fyrir 1939. — Par verður ákveðið um atvinn- una næsta ár. Og þá ríður á að verkalýðurinn láti til sín taka. Baráttan íyrir atvinnunni næsta haust og fyrir næstu jól fer fram inú milíi jóla og ný- árs. Pá verður og ákveðið hvort bærinn ræðst í byggingar í stórum stíl, eins iog Sósíalista- flokkurinn mun leggja til. Verklýðsfélögin mega því ekki láta atvinnuleysisbaráttuna niður falla, þó sigur hafi feng- izt á einu sviði: fjölgun í at- vinnubótavinnunni. Ö!1 hinverk- efnin eru óleyst. Um þau og atvinnu næsta árs verður allur verkalýðurinn nú að fylkja sér einhuga og sókndjarfur. E. O. Rvík 1938. kunningjum. Svo líða skólaár- in. Hún er aftur komin út í hversdagsleika daglegs lífs. Við sjáum kunna atburði líða hjá í tækifærisljóðum. Petta er henn- ar dagbók, í ljóðum, liprum og látlausum. Að lokum kemur svo nýr hljómur í strenginn. Pað er eins og hún hafi allt í einui áttað sig á landslaginu, hún eil kiomin í Aðalstræti, tekur reyndar ekki þátt í lífinu þar, en er áhorfandi, fylgist með því sem fram fer, heyrir hávað- ann, skynjar straumbrigðin. í stað hlutlausra minninga kem- ur saga alþýðukonunnar séð í þjóðfélagslegu ljósi, í stað lit- lítilla tækifærissöngva um frels- isbaráttu konunnar. kemurspá- mannleg leiðsaga til hins fyrir- heitna frelsisins lands. Pað eru síðustu ljóðin hennar, tilkomu- mestu og be.ztu ljóðin. Pannig tekur íslenzk alþýðukona því að kiomast á sextugsaldurinn., Ég þakka þér fyrir ljóðin þíri Ingibjörg. Pau minntu mig á bréf frá systrum mínum. Gurmar Benediktsson. Rósa B. Blöndals hefur áður gefið út eina kvæðabók, iog birt cinstök kvæði í blöðúm ogj tímaritum, án þess að þau hafi vakið sérstaka eftirtekt. En með því að serida skáldsögu á markaðinn hefur hún sýnt að, hún ætlar sér sess meðal ís- lenzkra rithöfunda, og eftir byrjuninni að dæma er líklegt að hún nái því marki. „Lífið er leikur“ heitir sag- an, en sjálf virðist hún sýna hið gagnstæða. Aðalþráður sögunnar er ævi tveggja vin- stúlkna, Laufeyjar og Sólveig- ar, ier alast upp; í ;nábýíi í sveit, verða ástfangnar af sama m;ann- inum, Birgi kennara, hann trú- Lofast Sólveigu og á með henni barn, yfirgefur hana og giftist Laufeyju. Þau lenda í baslij barnamergð og fátækt, Birgir leggst í drykkjuskap, Laufey flyzt á berklahæli og deyr þar. en ’að henni lifandi tekur Birg- ir saman við stúlku, sem feng- in er til að sjá um heimili hans* og heimtar skilnað af Laufeyju, en hún neitar. Efnið er hvorki óvenjulegt né mikilfenglegt, það er gamla og síunga sagan um, hvernig „allir drepa yndi sitt“, hvernig til- finningar manna sljóvgast og láta ásjá við núning hversdags- lífsins. Eins og oftar hjá ung- um höfundum eru ástamálin lát- in fylla al'ia íilveruna, og þeini fórnað öllu öðru. V eikleiki, skáldsögunnar liggur þó ekki fyrst og fremst í því að þetta iefni er valið, heldur í vanmætíií höfundar til að halda sér við þetta aðalefni með rökfastri ein- beittni og sýna lesandanum þessar þrjár 'aðalpersónur, til- finningalíf þeirra og árekstra| nægilega skýrt og trúlega. Um- gerðin er sveitasagan, sem er að verða óþolandi afturgeng í íslenzkum skáldsögum, með, bændum sínum og búskapartali, allt of mörgum þýðingarlaus- um aukapersónum, allar per- sónulýsingar byrjandi þegar í barnæsku, meir að segja ástarlíf foreldranna, æska þeirra, tekin með, og svo koll af kolli. Pessi vöntun á takmörkun er mesti gallinn á skáldsögu Rósu B. Blöndals, hvað eftir annað er vakin athygli á persónum, sem enga þýðingu hafa fyrir gang sögunnar (Hrafn, Snorri) en að- alpersónurnar verða þoku- kenndar, svo að engin þeirra, verður manni minnisstæð. En þrátt fyrir augljósa byrjunarerfiðleika er sagan eft- irtektarverð, sem upphaf á rit- höfundarferli. Stíllinn er við-. asthvar blátt áfram og tilgerð- arlaus, verður stundum ljóð- rænn og innilegur. Víða eru tilþrif í frásögn og mannlýs- ingum, sem bæta úr brestun- um. „Lífið er leikur“ -er langt frá því að vera fyrirmyndar- skáldsaga, en það er óvenju- góð byrjandabók, eftir því sem gerist hér á Iandi og gefur ein- dregnar vonir um að höfundur hennar muni með aukinni reynslu og kúnnáttu í skáld- sagnagerð geta ritað góðar skáldsögur. S. G. JÓL. * i Fullvel man ég fimmtíu ára ■ sól, fullvel meira en hálfrar aldar jól, man það fyrst, er sviptur allri sút sat ég barn með rauðan vasa-i ldút, Matth. Joch. Alla ævina lifum við á jóluW barnsáranna. Munið eftir jólasöfnun Mæðrastyrksnefndarinnar. Tek- ið á móti gjöfuni í Pingholts-i stræti 18, sími 4349. Peir sem kynnu að vilja gefa eitthvað en eiga óhægt með að sendaí það, gjöri svo vel og geri við- Vart í síma 4349, milli kl 4 ogl 7 síðdegis. * TrúLofun. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Aðalheiður, B. Magnúsdótiir, Sogabletti 8 og Pétur P. Hraundal þílstjóri frá Urðarbaki í Húmavatnssúsluv tijónabönd. í gær Voru gefiri samiain, í hjónaband urigfrú Ástal Porkelsdóttir og Hilbert Björns son sjómaður. Heimili þeirrai er á Laugaveg 55. Ennfremur vom gefin saman í hjóriaband í gær, Ellen Severinsen og Ósk4 ar Ingvarsson bílstjóri. Póstferð verður til Austfjarða) á þriðjudaginn. . Gjafir til Mæðrastyrksnefnd- arinnar: Starfsfólk í ArnarhvolL 30 kr. — Frá Arnheiði Jónsdótt, ur 20 kr. — Frá H. S. áheit 5Ö kr. Frá Sláturfél. Sl. 20 kg, kjöt. — Kærar þakkir. „Ríki og bylting“ heitir bók eftir Lenin sem er nýútkomin áj íslenzku. Bókaútgáfan Heims- kringla gefur bókina út. Bókin kbstar kr. 4.00. Þessarar .merkú bókar verður getið nánar hér í blaðinu bráðlega. piorlákur þreytti“ vcrður sýndur í síðasta sinn í kvöld.; v Frá höfninni: Þór kbmj í gær( úr fiskirannsóknarferð. Aflasölur: í fyrradag seldu þessir togarar afla sinn: Arin- björn hersir í Hull 1408 vættirí fyrir 910 stpd., Jupite!r í Grims-i by 1103 vættir fyrir 1250 stpd., Garðar í Hull 2372 vættir fyrir 1372 stpd., Vörður seldi afla sinn, 1887 vættir í Hull í gær. Hvaða bæknr á að gefa bSrnnBain á |élnnnm ? Eínhverjar hínar dtíriöldu cra ívimœlalausf þarr ódýrasíu ©g bezfsi. SCglíT — eftír vínsælasta höfundínn, Jóhannes úr Kötlum. Verð 2 hrónur. N cgrcistirákaFtiíir með hínum frægu teífeníngum Guðm. Thorsteínsson. Yerð hr. 2,50. Maifgf býir í fjöllumim, eftír Ármann Kr. Eínarsson. Verð 1 hróna. . Æfinfýríð um Mréa höff shemmtílegasta bóhín fyrír drengí og unglínga. —- Og svo er þjóðlcgasía og fallegasfa jólabók* in fyríif börn sem fnlloirðna: effír ívú Theodórn Thoroddsen — allar fsuíurnar hennatr — msð feifcníng'íim effítf Guém, Thor- sfeánsson og Síg, Thotfoddsen. — Vetfð 4 htrónnr, Kemm úi á inorgim. Félagar í Málí og menníngu fá 15°j0 afsíátt. BókaverzL Heimskrftiioln Laugaveg 38. Símí 5055. ódýrasíæ bélz árslns. SÓSÍAUSTAFÉLAG REYKfAVlKUR heldur fund mánudagínn 19. des. 1938, hl. 8,30 e. h. í Hafnarstrætí 21 (uppí). Umdasmí desldarínnar er: Yesíurbær sunnan Túngötu og Holtsg'ötu, vestan Tjarnar og auh þess Seltjarnarnes og Kaplashjól. 2, PEILP heldur fund þríðjudagínn 20. des. 1938, hl. 8,30 í Haínarstrætí 21 (uppí). llmdajms deáldarlnnar er: Túngata, Holtsgata, Míðbær að og með Læhjargöiu og allt þar fyrír norðan og vesían tíl sjávar, Þeír félagsmenn. sem eru búsettír í umdæmum þessara deílda, eru ámínníír um að mæta vel. DEÍLDARSTJÓRNÍRNAR Wý bék: BOrnln skrifa. Tilvalin jólagjöf. Fæsi hjá bóksölum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.