Þjóðviljinn - 11.02.1939, Page 2
Laugardaginn 11. februar 1939.
EJÓÐVÍL’JlNN
I
(MÓOVIUINN
Otgefandi:
Samei*ingarilokkur alþýðu
— SósíalistaflokkurÍBa —
Ritstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurhjartarson.
Ilitstjórnarskrifstofur: Hverfis
götu 4 (3. hæð), sími 2270.
Afgreiðslu- og auglýsingaskrif-
stofa Austurstræti 12 (1. fcæð),
simi 2184.
Áskriftargjöld á rnánuði:
Keykjavík og nágre»ni kr. 2,00.
Annarsstaðar á landinu kr. 1,50.
I lausasölu 10 aura eintakið.
Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4.
Sími 2864. •
Tíminn birtir í fyrradag
forustugrein undir fyrirsögninni
Hvers virði er Iýðræðið? í
greininni er í fáum, en ljósum
dráttum gerð grein fyrir þeim
helztu mannréttindum, sem lýð-
ræðið hefur fært þjóðunum.
Pví næst er brugðið upp mynd
frá svartnætti miðaldanna, af
því hvernig þjóðhöfðingjar „af
guðs náð“ hnepptu hinn varn-
arlausa þegna í fangelsi án
„dóms og laga“ og bjuggu
honum hvílurúm og oft bana-
beð „innan svartra veggja neð-
anjarðarfangelsanna“- „fjarri
sóí og yl“.
Síðan er á það bent, að nú
sé aftur svo komið að „millj-
ónir heimila eigi sér enga frið-
helgi“. „Og nú hafa þeir víða
verið opnaðir á ný, kvalastaðir
hinna frelsi sviptu, en ódæmdu
manna, þar sem fangavörðurinn
er æðsta vald og böðullinn vin-
ur í neyð“, segir Tíminn. Þá
er á það bent, að „með hörmu-
legri léttúð“ hafi sumar þjóðir
varpað frá sér „hinum dýrmæta
rétti“, að þær hafi í andvara-
leysi hlýtt á prédikanir vald-
fíkinna einstaklinga um að lýð-
ræðið „væri einskis virði og
jafnvel skaðlegt“ ogj í stað þessl
að efla lýðræðisskipulagið og
framkvæmd þess, hungraði og
þyrsti milljónir manna eftir for-
ingjum og sterkum stjórnum,
sem Iétu að sér kveða. „Fyrir
þessa sterku stjórn hafa ein-
staklingarnir fómað því, sem
þeir áttu dýrast og bezt, þeim
arfi, sem afar og langafar víða
höfðu keypt þeim blóði sínu“.
Loks er að því vikið, að þó að
það sé ekki á valdi smáþjóða,
eins og íslendinga, að hafa á- ,
hrif á það hvoru vegni betur
í umheiminum „mannréttinda-
stefnu lýðræðisins eða hinu end
urvakta harðstjórnarfari“, þá
sé hægt að vemda Iýðræðið
hér heima, „ef þjóðin vill gera
sér grein fyrir þvf í tíma, hvers
virði lýðræðið er og mannrétt-
indastefna þess, og hvað það
raimvemlega þýðir, sem boðið
er í staðinn“.
*• >
Allir unnendur lýðræðis og
mannréttinda hljóta að fagna
þessari prýðilegu grein Tímans,
og það því fremur, sem fullvíst
má telja, að hún sé eins og
töluð út úr hjarta bændaþeirra;
og búaliðs, sem mynda fjölda-
fylgi Framsóknarfltokksins. Ef
til em menn innan forustuliðs
Framsóknarflokksins, sem hlær
hugur við „foringja“draumór-
Eígum vér að
varpa frá oss hm~
um dýrmasfasfa
réffí" mcd hörmu-
legrí léífúd
i um, þá eru þeir áreiðanlega í
fullkominni andstöðu við vilja
I hins raunvemlega Framsókn-
I flokks, mennina í „dreifbýlinu“
j sem fengið hafa flokknum valda
i aðstöðu í landinu. En spurn-
. ingin ,sem hlýtur að vera á vörj
um hvers einasta manns að
loknum lestri þessarar mjög
svo þörfu greinar, er þessi:
Verður það hlutskipti vorrar fá-
mennu þjóðar, að varpa frá sér
hinum dýrmætasta rétti með
hörmulegri léttúð? Við lítum i
Alþýðublaðið frá í fyrradag.
Við skulum fyrst gera okkur
það ljóst, að þeir menn, sem
enn fylgja Skjaldborginni að
málum, munu undantekningar-
laust vera unnendur lýðræðis
og mannréttinda. Ef Alþýðublað
'ið talaði í þeirra umboði mundi
það af einlægum huga leitra að
leiðum til að fyrirbyggja að
villimennska nazismans næði
hér nokkurri fótfestu. For-
ystugrein blaðsins er fremur
meinlaust rabb um þjóðstjórn,
en lýkur með því að gefa til
kynna, að Sameiningarflokkur
alþýðu — SósíalistafLokkurinn
— sé „yfirlýstur ofbeldisflokk-
ur“. Engum ætti að vera kunn-
ugra en riturum Alþýðublað's
ins um það, að Sameiningar-
flokkurinn hefur marglýst yfir
því gagnstæða, og engum ætií
að vera kunnugra en þeim, að
verkamennirnir, sem mynda.
þennan flokk, eru andvígir of
beldi í öllum þess myndum;
meðal annars af þeim ástæðum
geta þeir ekki fylgt Skjaldborg-
inni að málum. Alþýðublaðið
veit ofur vel ,að Sameiningar
flokkurinn er myndaður af
mönnum sem líta sto á, að það
sé fyrsta og helgasta skylda
allra sósíalista, iog allra frjáls-
lyndra manna, eins og nú starda
sakir, að sameina krafta sína,
og einbeita þeim til varnar lýð-
ræðinu. Pessa skyldu telja þeir
svo brýna, að allur ágreiningur
um fjarlægari sjónarmið, eins
valdatöku sósíalismans, verði
að víkja hennar vegna.
Svo kemur Alþýðublaðið og
ver nær öllum sínum kröftum
og rúmi til þess að telja þjóð-
inni trú um, að þessi flokkur
sé „ofbeIdisfLokkur“, sem lúti
„erlendri stjórn“, og þetta ger-
ir það þrátt fyrir að það trúir
sjálft engu orði af því, sem það
segir um þessi efni.
Er ekki slík framkoma hörmu
Ieg léttúð? Ber hún ekki keim
af þeirri léttúð, sem hefur orð-
ið þess valdandi, að sumar
þjóðir hafa varpað frá sérþeim
dýrmæta rétti, sem lýðræðið
veitir? Ef þjóð vor glatar lýð-
ræðinu ,og þar með þeim mann-
réttindum, sem það hefur fært'
henni, þá verður það ekki af
því, að lekki sé til í landinu nægi
legur fjöldagrundvöllur til varn-
ar því. Vissa er fyrir hinu, að
allir óbreyttir liðsmenn vinstri
fLokkanna þriggja vilja vemda
Iýðræði og menningu, og þeir
gera þær kröfur til leiðtoga
fLokkanna, að þeir standi sem
einn maður á verðinum því tií
verndar.
Forystugrein Tímans í fyrra-
dag virðist vera skrifuð af djúp-
um skilningi á nauðsyn þess að
vernda lýðræðið. En forystu-
grein Alþýðublaðsins sama dag
leitast við að útbreiða þá kenn-
ingu að mikill hluti íslenzkra
verkamanna sé ,pfbeldissinn-
aður“, — vafalaust kærkiomin
kenning fyrir þau íhaldsöfl, sem
vilja lýðræðið feigt. Pað er1
ekki sem verst fyrir þau að
geta bent á, að blað sem gefið
hefur verið út af íslenzkum
verkalýð hafi haldið því fram
að nær sjö hundruð Dagsbrún-
arverkamenn aðhyllist ofbeldis-
fíokk, slíkt er fullgóð afsökun
a sögð sorgarsaga
„Fyrirgefið J)ér, getið þér
sagt mér, hvar Hótel Borg er“,
spurði ókunnugur maður Þor-
geir Porgrímsson, sem var á
gangi niður við höfn.
„Já, ég skal fylgja yður
þangað“, svaraði Þorgeir, og
þeir héldu áleiðis til hótelsins.
Hinn ókunnugi maður var ó-
venju glæsilegur og vakti strax
bæði undrun og forvitni Þor-
geirs. Hann langaði til að vita
eitthvað um þennan mann og
hafði því ekkert á móti því að
ganga með honum alla leið.
Hinn ókunnugi maður afþakk-
aði það ekki, var spurull og
viðfeldinn og hinn elskuLeg-
ásti í alla staði.
„Þetta er Hótel Borg“, sagði
Þorgeir og stanzaði við dyrn-
ar.
„Þakka yður fyrir, en viljið
þér nú ekki koma inn með mér
og drekka kaffi? Ég er fram-
andi í borginni og vil gjarn-
an spyrja yður um ýmislegt.
Þorgeir fann strax að hinum
ókunnuga manni fylgdi eitt-
hvert sérstakt áhrifavald. Hann
hikaði augnablik, en hinn var
leikinn og veraldarvanur, og
sagði: „Qerið svo vel“. Og
Þorgeir gekk inn með honum.
Það stóð ekki á þjónum, kaff-
ið kom að vörmu spori, og
samræður tókust með þeim.
„Má bjóða yður út í kaffið?“
spurði hinn ókunnugi maður, er
þeir voru byrjaðir að drekka
kaffið.
„Nei, ég þakka“, svaraði Þor-
geir. „Ég er bindindismaður“.
„Bindindismaður“, endurtók
ókunnugi maðurinn. „Eruð þér
í góðtemplarastúku?“
„Nei, ekki ,er ég það“, svar-
aði Þorgeir, ,,en ég drekk ekki
áfengi“.
„Það er ekki að drekka, þó
maður fái sér eitt lítið staup af
góðu víni. Það tilheyrir lífs-
rejmslu sérhvers manns, að
þekkja hin þægilegu áhrif og þá
gleði, sem vín, neytt í hófi,
veitir. Þetta er eitt stig á þnoska
brautinni að kunna með þann
gleðigjafa að fara“ .
Hann hringir og biður um
tvö glös. Þorgeir fær því ekki
afstýrt. Ókunni maðurinn
er svo prúðmannlegur og fyr-
irmannslegur í alla staði, að
Þorgeir getur ekki skilið að
fordæmi hans geti verið hættu-
legt.
Þeir sitja góða stund við
borðið, drekka og tala saman,
og það er beðið um aftur %
glösin. Lengra er ekki farið
Þetta er í fyrsta skipti, sem
Þorgeir smakkar áfengi. Hon-
um líður ekki alla vega vel. Hið
innra gerir órói vart við sig, en
áhrifin eru þægileg og vínið
bragðaðist vel.
Hinn ókunnugi maður stend-
fyrir nazistískum ofbeldisað-
gerðum.
Þeir menn innan Alþýðu-
flokksins, sem um langt skeið
hafa tekið þátt' í baráttu verka^
lýðsins, eins og t. d. Finnur
Jónsston og Kjartan Ólafsson,
og vilja vafalaust að flokkur
þeirra vinni af fremsta megni
að verndun lýðræðis og menn-
ingar, ættu aðleitastviðaðtaka
í taumana, áður en það er of
seint og fjarlægja úr dálkum
Alþýðublaðsins allt þvaður um
að flokkur Sameiningarmanna
sé „ofbeldisfLokkur“, sem „lútí
erlendri stjórn“ og hefja, í stað-*
inn skynsamlegar umræður um
samstarf vinstri flokkanna til
verndar lýðræði og menníngu.
Eflír Péfur
i
Sígurdsson
i ur upp frá borðum, réttir Þor-
geiri hendina ,og segir:
„Ég þakka nú fyrir samver-
j una og þær upplýsingar, sem
þér hafið gefið mér. Ég heiti
; Friðþjófur Valgeirsson. Égverð
j 'hér í bænum fyrst um sinn, og
við sjáumst sjálfsagt aftUr“.
Þorgeir þakkar, kveður og
fer.
Þorgeir var ungur og mann-
vænlegur maður, átti gott heim-
ili, konu og tvö börn á unga
aldri, og hafði góða stöðu. Lífið
lék í lyndi, og frístundir voru
nógar.
Fundum þessara manna bar
saman aftur og aftur um sum-
arið, og með þeim tókst góður
kunningsskapur. Þeir buðu hver
öðrum á víxl inn á hótel og
kaffihús, og jafnan neyttu þeir
nokkurs áfengis, og það fór
heldur í vöxt. Þorgeiri var far-
ið að þykja það svo gott, að
hann náði sér stöku sinnum í
flösku og neytti þess í laumi.
Tímar liðu og engin stórtíð"
indi gerðust hjá þessum félög-
um. Friðþjófur var seztur að
í bænum fyrir fullt og allt. Þeir
Þorgeir hittust oft. Svo var það
eitt kvöld, er Friðþjófur var á
gangi niðri í bæ, að hann sér
Þorgeir á undan sér og að nú
slagar hann. Friðþjófur herðir
gönguna, nær Þorgeiri, legg-
ur hönd sína á öxl þonum og
segir:
„Nú ert þú ekki lengur bind-
indismaður, Þorgeir minn. Er
þetta ekki fullmikið?“
„Hvern andskotann kemur
þér við, hvort ég fæ mér mikið
ieða lítið í staupinu“, sagði Þor-
geir og var reiðilegur á svip.
„Eitthvað verður maður þó að
hafa til þess að bæta sér upp
tapið“.
„Tapið. Hvaða tap?“ spurði
Friðþjófur.
„Ég er búinn að missa atvinn-
una, og konan verður sennilega
það næsta sem fer, og það er
allt þér að kenna heívífis
durgurinn þinn. Hver ert þú
eiginlega? Hvaðan kemur þú?
Og hvað gerir þú? Ertu kann-
iske djöfullinn í ljósengilsmynd?
Nógu Iítur þú vel út.“
„Vertu nú ekki svona vondur,
Þorgeir minn, þetta lagast aílt
saman“, sagði Friðþjófur. „Ég
skal nú fylgja þér heim“.
„Ég kæri mig ekkert um
fylgd þína“, sagði Þorgeir ön-
ugur, og slagaði þvert yfir göt-
una .
Þeir hittust aftur Iöngu
seinna. Þorgeir var þá ekki
drukkinn, en leit hörmulega
illa út. Það var auðséð að hann
hafði verið á túr daginn áður.
„Þú Iítur þreytulega út', Þor-
geir minn“, sagði Friðþjófur,
„Það er sennilegt. Það fór
ekki vel um mig í nótt“.
„Varstu þ!á iekki heima í
nótt“, spurði Friðþjófur.
„Ónei, ég Iæt nú fyrirberast
J)ar sem verkast vill. Ég á nú
ekkert heimili. Konan er farin
með börnin heim til foreldra
sinna. Ég hefi verið atvinnuLaus
manuðum saman, gat ekki borg-
að húsaLeiguna, okkur var sagt
upp. Konan kenndi mér og
drykkjuskap mínum um allt
saman. Og nú er hún farin —
og heimilið farið“.
„Það er svona“, sagði Frið-
þjófur .„Þetta getur enn Iagast.
Við skulum koma einhversstað-
ar inn .Þorgeir minn, og fá
okkur hressingu“ .
Um kvöldið var Þorgeir með
hávaða á götunni, söng með
drafandi tungu:
„Rykug er Reykjavík, rykug
er Reykjavík.
Rýkur þar sót.
Rykug er Reykjavík, rykug
er Reykjavík, rykug er Reykja-
vík
rykug og ljót“.
Nú liðu nokkrir mánuðir.
Friðjíjófur sá Þorgeir aldrei.
Loks bar þó fundum þeirra
saman. Þorgeir var horaður og
ræfilslegur.
„Hvað er að sjá þig Þorgeir
minn“, sagði Friðþjófur. „Þú
ert eins og maður upp úr gröf-
j mni. Hvar hefur þú verið allan
j þennan tíma?“
* „O, ég hefi nú setið í stein-
inum síðustu vikurnar“.
„í steininum .Hver fjandinn
er að heyra þetta. Hvað kom
fyrir?“
„Hvað kom fyrir. Já, hvað á
maður að gera, þegar maður er
atvinnulaus. Ekki getur maðut
þó drepist úr sulti, og liggur
þá ekki beinast fyrir að kló-
festa hvað sem hendur fesíir á“.
„Hvað var það þá eiginlega,
sem kom fyrir“, spurði Frið-
þjófur.
„O, það voru aðeins nokkrar
krónur ,sem einhver annar þótt-
ist eiga. Ég var auðvitað slomp-
aður. — Já, fari það allt til
helvítis. Þeir hefðu víst haldið
mér þarna lengur, en ég var
búinn að fá sto slæman hósta,
Það var oft kalt í steininum.
Læknirinn kom og skoðaði mig,
hlustaði mig, og sto var ég
látinp fara“.
„Við skulum setja okkur inn
um stund“, sagði Friðþjófur.
Þeir fengu sér kaffi og aðeins
sín tvö glösin hvor. Meira vildi
Friðþjófur ekki láta hann fá.
„Nú þarf ég að tala við þig
einslega, Þorgeir minn“, sagði
Frið{)jófur. „Við skulum ganga
út“.
Þeir gengu niður að höfn og
alla leið fram hafnargarðinn út
að vita. Þar staðnæmdist' Frið-
þjófur og tók til máls.
„Þorgeir minn, wú ert þú bú-
inn að glata atvinnu þinni, þú
ert búinn að eyðileggja heim-
ilið þitt, svíkja þína ungu og
elskulegu konu, bregðast ungu
börnunum þínum og gera þau !
verra en föðurlaus, þú ert búinn
að eyðileggja mannorð " þitt,
hefur verið dæmdur sem þjóf-
ur, og Loks ertu búinn að eyði-
leggja heilsu þína. Þú ert nú
lifandi dauður. Þú átt ekki við-
reisnar von. Þú ert orðinn vilja-
laus ræfill, sem ekki átt annað
en eymdar og kvalalíf fram-
undan, líf, sem er verra ien
dauðinn. Nú er aðeins eitt leftir,
og það er hið eina ,sem þú get-
ur gert. Það er eina Ieiðin, sem
stendur þér opin. Þú skalt nú
kasta þér hér fram af garðinum
í sjóinn og drepa þig. Þetta er
alltaf mitt síðasta ráð til slíkra
manna. Ég heiti ekki Friðþjóf-
þó ég sé friðþjófur. Ég heiti
Bakkus og er í hálfguðanna
tölu. — Vertu sæll.
Frá síúklingum á Vífíl~
sfödum,
Ólafur Beinteinssion ogSvein-
björn Þorsteinsson skemmtu ný-
Iega á Vífilstöðum. Einnig bom
þangað Bára Sigurjónsdóttir og
sýndi dans með aðstoð Jónö
Þorbjörnssionar. Tage Möller
annaðist undirleikinn. Sjúkling-
ar hafa beðið blaðið að flytja
öllu þessu fólki beztu þakkir
fyrir kiomuna, «
ujlríWnj&r
SósiaIistafl'okkurinn beitir sér ftjr-
ir einingu verkalýdsins og banda-
lagi allra vinstri flokka um liags-
nuini og frelsi pjódarinnar. Honutr.
er stjórnað frá Moskva — ab puí
er Alpýdubladid segir. Nú, peir eru
pá ekki eins jbölvaðir par/ut í henni
Moskva, eins og Alpýdubladið vill
vera láta.
Skjaldborgin neitar allri einingu
verkalýSsins, pó hún viburkenni
o3 einingin sé lífsskilgrdi alpýb-
unnar. Hvadan er Skjaldborginni
stfórnað.
Það kom hingað einhver þrjótur
áðan og stal bílnum yðar. — Sei,
sei, ekki að verða svona æstur, ég
skrifaði hjá mér bílnúmerið.
••
Alexander- Dumas var negri í aðra
ættina, og einu sinni, þegar hann
var staddUT* iisamkvæmi, vék aðals-
maður sér að skáldinu og spurði.
„Er það satt, að faðir yðar hafi
verið kynblendingur? Skáldið svar-
aði rólega:
— Þetta veit hver maður í allri
Parísarborg.
— Afi yðar hefur þá verið — —
— Negri .vilduð þér sagt hafa.
Þetta er sömuleiðis svo kunnugt, að
livert mannsbarn veit það, sagði
Dumas.
— En hver var afi yðar, spyr að-
alsmaðurinn.
— Hann var api. Þar koma ættir
okkar saman og mín hefst, þar sem
yðar endar.
Það er þjóðtrú víðsvegar um álf-
una, að úlfum sé ekki annað ver
ger-t, en að láta þá hlusta á fiðlu-
leik. Fyrir nokkru síðan vildu dyra-
Verðirnir í dýragarðinurrí í Londoi*
ganga úr skugga um sannindi þess-
arar þjóðsögu og fengu fiðluleikara
til þess að leika fyrir utan búr, þar
sem úlfur dvaldi. Olfinum brá svo
við, er hann heyrði í fiðlunni, að
hann fór allur að titra, og þegar
leikið hafði verdð um stund varð
hann svo æfur, að hann réðist á
járnrimlana í búrinu, og eftir því
sem fiðluleikarinn fjarlægðist óx
reiði úlfsins.
••
Nokkru eftir næstsíðustu jól ól
kona vagnstjóra nokkurs í London
tvíbura. Faðirinn var í sjöunda
himni, eins og geta má nærri, en
vjku síðar leitaði hann þó til Lloyds
tryggingafélagsins, til þess að
tryggja sig gegn slíkri hamingju
í framtíðinni. Það kom síðar á dag-
inn að vagnstjóranum hafði ekki
skjátlast, því að um nýárið í vetuii
61 kona hans aðra tvíbura. Trygg-
ingarupphæðin var 40 þúsund krón-
ur, og fékk hann féð greitt af hönd-
um. Hins þarf tæplega að geta, að
mannauminginn lét það verða sitt
fyrsta verk að tryggja sig á ný
fyrir tvíburum.