Þjóðviljinn - 09.03.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.03.1939, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 9. marz 1939. P JOÐVILJINN IHÓOVIUINM 4* * Ctgefandi: Sameiningarflokkur AlþýSu -- Sósíalistaílokkurinn — Rititjórar: Einar Olge* ^son. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis- götu 4 (3. hæð), simi 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð) sími 2184. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,50. I lausasölu 10 aura eintakið. Víkingsprent h. f. Hverfisgötu 4 Simi 2864. Fyíír détnsfólí hcílbrígðrar skynsemL Aldrei hefur heilbrigðri við- leitni, á sviði íslenzkra stjórn- mála, verið mætt með þvílík- um fjandskap sem sameining- arstefnu Sósíalistaflokksins. Það er ugglaust margt, sem þessu veldur, en um það skal ekki frekar rætt að sinni, h&Ld-1 ur skal því ennþá einu sinnt beint til allra hugsandi manna, sem einhvern snefil eiga af á- byrgðartilfinningu, að geraséh djósjt í JtverjU) sameiníngar- stefna okkar sé fólgin, >og hvaða fyrirbæri það eru í stjómmájla- og menningarlífi nútímans, ei] að okkar dómi gera sigur þess^ arar, stefnu stjórnmálalega og menningarlega nauðsyn. Sameiningarstefna >okkar felst í þéssum meginatriðum: 1. Við lítum svo á, að allir íslenzkir sósíalistar eigi að veral í einum stjórnmálaflokki, sem> sé grundvallaður á fullkomnu lýðræði og lýsi skýrt yfir því, að hann vilji að valdataka só- síalismans fari friðsamlega fram þ. e. á grundvelli þeirra laga, sem núverandi þjóðskipulag hefur sett sér. 2. Við viljum að íslenzkur verkalýður sé sameinaður í einum verklýðssamtökum, er starfi á fullkomnum lýðræðis- grundvelli, en okkur >er Ijóst, að til þess að slík sameining verkalýðsins megi takast, verða verkalýðssamtökin að vera' skipulagslega óháð öllum stjóm m^Iaflokkum. 3. Við viljum, að allir þeir sem skilja nauðsyn þess, að alþýðan taki verzluhina í sínari eigin hendur, á grundvelli sam- vinnustefnunnar, sameinist í ein- um allsherjar samtökum. Þetta ætti að vera auðvelt Þar sem það samband sem þegar er til, S. í. S., er byggt á lýðræðis- gmndvelli, og hefur engin skipulagsleg tengsl við stjórn- málaflokka, og hefur alþýðan sjálf, sem samvinnhfélögin myndar, því aðstöðu til að móta starfa þess og stefnu, eft- ir því, sem hún telur bezthenta^ 4. Viðviljum, aðallir einlægir unnendur lýðræðisins og þeirra menningarverðmæta, sem það hefur fært þjóðunum, taki hönd um saman, án tillits til stjórn- málaskoðana, til þess að verja þenna dýrasta arf 19. aldar- innar, gegn hinni vitfirrtu ó- menningarstefnu, sem við köll- um nazisma. Slík er sameiningarsteftiaj okkar. > Hver rök hefur hellbrigéí skynsemi fram að færa gegn hennl? Heilbrigð skinsemt hefur Framhald af 2. síðu. Æskulýðsfylk- Inoln 1 Hafnar- firði eflist. Knattspyrnnfélag R.viknr 40 ára í marzmánuöi 1899 er taliö aö Knatlspyrnufélag Reykjavik ur hafi verið stofnað. Stofnendurnir voru nokkrir ungir menn og stofnstaðurinn var hús Gunnars Þorbjarnar- sonar í Aöalstræti. Skutu þeir saman í knötl og utan um þennan knött var svo stofnað „Fótboltafélag lieykjavíkur , eins og það þá var nelnt Aðdraganda og orsökina til félagsstolnunar þessarar má rekja til áhrifa frá prentara einum ,er hingað kom frá Skot landi 1895. Prentari þessi hét James B. Ferguson og var liinn bezti íþróttamaður og knattspyrnuna hafði hann lært í föðurlandi sínu og hér tók hann brált að kynna þessa fögru iþrótt íyrir íslendingum Ýmsar aðrar íþrótlir kenndi hann hér, svo sem limleika og frjálsar íþróttir. Safnaði hann saman ungum mönnum og kenndi þeim, og þannig varð stofun K. R. vegna beinna áhrifa frá Ferguson, enda voni flestir þeir, sem hann kenndi, meðlimir í hinu nýstofnaða le- lagi. Þess má þó geta hér, að þegar Ferguson fór héðan, tók Ólafur Rósinkranz við æfinga- stjórn og leiðbeiningum, og má ef til vill þakka honum að þessi list lagðist ekki niður aftur. — Fyrsti knattspyrnukappleik- urinn, sem háður var hér a landi, var fyrir aldamót. Var leikmönnum raðað eftir hlut- kesti í liðin. Á aldamótahátið- inni var aflur haldinn kapp- leikur og liði sldpt af handa- hófi, en fyrirliðar voru þeir bræður Þorsteinn Jónsson og Pétur óperusöngvari. Vann lið Péturs og fékk verðlaun, sem voru 25 krónur í peningum, einn minnispening og heiðurs- skjal, sem Ben. Gröndal haíði skrautritað. Munu þetta vera fyrstu verðlaun, sem Fót- boltafélag Reykjavíkur fékk og fyrstu verðlaun, sem veítt liafa verið hér á landi fyrir knatt- spyrnu. Fyrstu 8—10 árin má segja að félagið hafi iðkað knatt- spyrnu sér til gamans en ekki til að keppa. Félagaskrá var engin haldin og gjöld félags- manna voru eftir því sem kneltir eyddust og ónýttust. Þessi ár er Þorsteinn Jóns- son aðalmaðurinn, maðurirm sem boðar til æfinga og pantar knetti. Um 1910 mun þó hafa verið íarið að draga úr áhuga félagsmanna, því 29. júní 1910 er haldinn svokallaður „vakn- ingarfundur” í „Fótboltafélagi Reykjavíkur”. Þá er formlega kosin stjórn, samin lög og bók- aðir fundir. Fór nú að færast meira líf í knattspvrnuna og er stofnun ,,Fram”"^908) þvi nokkuð valdandi. 1911 er svo gamli íþróttavöllurinn vígður og batnar þá aðstaðan að mun. Ilafði Fótboltafélagið lagt nef- skatt á sína menn til að borga sinn skerf i vallarsjóð. Sumarið 1912 er fyrst keppl um íslandsbikarinn og vann þá fótboltafélagið bikarinn, og varð það lyftistöng fyrir það. Á aðalfundi félagsins 1915 er nafninu breytt og það nefnt 2., og 3. verðlaun og biKarinn tu eignar. Kappliö K. R. 1929. Knattspyrnuíéiag Reykjavíkur og segir, „að það hafi verið mjög vel efnað, með kr. 191,58 í sjóði”. Þetla ár gefur félagið fagran grip til keppni, „Reyk- javíkurhomið”. Annars má segja, að næstu ár, fram að 1919, séu að ýmsu leyti mót- dræg og má þakka hinni ötulu stjórn félagsins hvað úr því rættist. Um þetta leyli, eða 1920, tek- ur Guðmundur Ólafsson að sér þjálfun knattspyrnunnar og var það mikill fengur félaginu, enda íer það svo að næsta ár er> stöðugur stígandi í sigurvinn- ingum félagsins, og árið 1920 fór það svo, að K. R. sigrar í öllum mótum og er það meira en nokkurt félag hér getur sagt. Síðan heíur íélagið staðið í úrslitum á flestum mótum og unnið fjölda þeirra. Listi sá, sem hér fer á eftir, gefur nán- ara yfirlit yfir hina mörgu sigra K. R. á knattspyrnuvell- inum: K. R . hefur verið íslands- meistari 9 sinnum, leikið á þeim mólum samtals 72 leiki, unnið 40, tapað 19, jafntefli 13, mörk 214 : 121. Reykjavikurmótið hefur K. ■ R. unnið 14 sinnum, leikið 64 leiki, unnið 4,3, jafntefli 7, tap- að 14, mörk 185 : 119. Á 41 móti fyrir II. 11. hefur fél. unnið 21, en alls leikið 121 j leik, unnið 76, jafntefli 26, tap- að 23, mörk 312 : 111. Af 40 mótum í 3 .fl. hefur K. R. unnið 25 þeirra, leikið 223 leiki.unnið 89, jafntefli 13, tapað 21, mörk 358 : 127. Samtals í öllum flokkum lit- ur þetta þannig út: Leikir Unn. Jafnt. Tapað Mörk K. R.-Valur . . . . 151 81 32 38 316 : 211 K. R.—Fram .. 126 78 20 28 383 : 1«3 K. R.—Víkingur 129 94 13 22 438 : 147 Aðrir leikir K. R . 71 49 9 13 249 : 105 Samtals .. 477 302 74 101 1386 :646 Þessar tölur lala sínu máli. í úrValsliðum móti erlend- um úrvalsflokkum hefur K. R. alltaf ált marga menn. Fyrir áeggjan hins duglega og ágæta íþróttamanns, Krist- jáns Gestssonar, em frjálsar í- þróttir téknar upp í starfsemi félagsins 1919. í byrjun gekk nokkuð erfiðlega með árangra, en í þessari grein, sem öðrum, sém K. R.-ingar beita sér fyrir af lífi og sál, kom árangurinn brátt, og yrði ol’ langt mál upp að telja þá sigra, sem K. R. hef- ur unnið síðan 1919. Þó mun ég nefna nokkra aðalsigra fé- lagsins. Það hefur haldið virðingar- heilinu „bezta pþróttafélag landsins” í 11 ár, eða siðan 1928. Af 18 víðavangshlaupum hefur lélagið unnið 10 og lil eignar 2 bikara. 12 drengja- hlaup af 16 hefur það unnið og tekið alla bikarana, 4 að tölu, til eignar. Allsherjarmótið frá og með árinu 1928. I Ai 14 Drengjaflokkur K. R. í vor. Iiann vann drengjahlaupiö, 1., drengjamótum hafa K. R.-ing- ar unnið 8 og fengið 80 meist- arastig af 193 fáanlegum. Það félag, sem hefur komizt næ t K. R., er K. V. og heíur það 38 stig. Af öllu þessu sést sá geysiárangur, sem félagið hef- ur náð. Lííiö og sálin — þátttakand- inn, stjórnandinn og fram- kvæmdamaðurinn, var Krist- ján L. Gestsson, meistari og methafi. Um sama leyti og Kr. L. G. varð fórmaður félagsins, árið 1923, fóru K. R.-ingar að leggja nokkra stund á sund, og hafa þeir eignast inarga góða sund- menn, þó þeir hafi ekki tekið það eins föstum tökum og hin- ar tvær fyrstnefndu greinar, en á síðasla hátíðasundmóti íé- lagsins lét yngri kynslóðin svo til sín taka, að þaðan má búast við miklu í framtíðinni. Má ef til vill þakka þetta nokkuð hin um nýja sundkennara, sem fé- lagið hefur ráðið til sín og er hinn gamli, góði sundkongur, Jón Ingi Guðmundsson. Fimleika hefur félagið á stefnuskrá sinni og á nú veru- lega efnilegan og góðan telpna- flokk og hefur liinn ágæti i- þróttakennari félagsins, Bene- dikt Jakobsson, æft hann. Ýmsum öðrum íþróttum hefur félagið beitt sér fyrir, svo sem tennis, róðri, glímum o. fl. Skíðaiþróttina hefur jfélagiö látið mjög til sín taka seinustu árin og er spá mín, að skiða- deildin verði ekki eftirbátur annarra deilda félagsins sem sterkastar eru, og gæti ég tru- að, eftir þeirri festu og dugn- aði, sem þeir hafa sýnt í þessu máli, t. d. með skálabygging- unni, að þeir verði torsóttir á skíðum. Árið 1929 réðzt félagið í það stórvirki, að festa kaup á Bár- unni. Fannst víst flestum að þetta væri að reisa félaginu hurðarás um öxl. En félaginu var það ljóst, að svona stórt fé- lag þurfti að hafa húsakost fyr- ir starfsemi sína, og þegar framkvæmdirnar lentu í hönd- um Iiins framtakssama full- huga, Kristjáns Gestssonar, þá var málinu borgið. K. R. hefur, eftir því scm föng hala verið á, reynt að bæta aðbúð íþróttamanna sinna með kaup- um K. R.-liússins sérstaldega, byggingu skiðaskálans og nú síðast, en ekki sízt, breytingu þeirri, er það hefur látið gera á íshúsinu við Tjörnina í við- unandi íþróttaæfingahús, og þar njóta bcinlínis flest íþrótta félög bæjarins góðs af. Á öllum tímum hefur K. R. átt dugandi mönnum á að skipa og yrði of langt að nefna þá alla hér, en ég get þó ekki stillt mig um að minnast á Kristján Gestsson. Það er ekki ofmælt þótt sagt sé, að hann hafi verið „sómi K. R. sverð, þess og skjöldur”. Með komu hans í stjóm félagsins um 1919 verður í raun og veru bylting í félaginu á þann veg, að hver grein af annari er tekin á dagskrá félagsins, með þeim á- Æskulýðsfylkingin, >er stote-- iuð var í Hafnarfirði 8. des. s. L hefur eflst mjög vel, og er það því eftirtektarverðara s>emsósi alistisk æskulýðshreyfing heSur alltaf verið mjög veik í HafniarJ firði. Meðlimatalan hefur tvöfafd- ast síðan um áramót. Starfsem- in hefur verið margþætt. Mál- fundahópur hefur starfað, hald ið fundi hálfsmánaðarlega- Sænska iog þýzka hafa verið kenndar tvo tíma á viku. Enn- fremur hafa verið skemmtifund ir á föstudagskvöldum, spilað, teflt o. s. frv. Hefur Æsku- lýðsfylkingin herbergi fyrir starfsemi sína í Strandgötu 41 Nú er í ráði að efla starf- semina, koma af stað fleirinároi skeiðum, í saumum o. fl. Félagið hefur sett sér það mark að bæta við 20 nýjum meðlimum fyrir 1. aprfl, og iá1 20 nýja áskrifendur að Land- nemanjum. Er mikill áhugi meðal með- limanna um að vinna að þessu marki og efla þar með æskuj lýðshreyfingu alþýðuminar i Hafnarfirði. > rangri, sem nokkuð hefur ver- ið lýst. Ennfremur vil ég nefna þá Guðmund ólafsson og Er- lend Pétursson, núvérandi for- mann, sem báðir hafa unnið mikið og óeigingjamt starf í þagu félagsins. Það er beinlínis freistandi að minnast á nokkra af þeim mörgu íþróttamönnum, sem K. R. hefur fóstrað og gert hafa „garðinn frægan”, en þar yrði ef til vill erfitt að gera upp á milli, og sleppi ég því hér. En allir hafa þeir það sam eiginlegt: að keppa að auknum sigrum og heiðri fyrir félag sitt, betri og meiri árangri til aukins hróðurs fyrir land og þjóð, meira heilbrigði fyrir sig. og afkomendur sína og þá um leið að byggja, upp betra þjóð- íélag. Þegar nú elzta knattspymu- félag landsins minnist 40 ára afmælis síns munu allir sannir- íþróttamenn senda því sínar hlýjustu afmæliskveðjur með Þökk fyrir allt það starf, sem það hefur lagt fram til eíling- ar íþróttunum í landinu, þakka. því brautryðjendastarfið í knattspyrnumálunum og hinn mikla árangur í öðrum grein- um, og óska því góðs gengis í allri framtið. öll þjóðin stend- ur í þakklætisskiuld rið liið mikla áhugastarf, sem bak við. 40 ára starfið liggur. N. k. laugardagskvöld minn- ast K. R.-ingar afmælisins með samsæti að Hótel Borg. Núver- andi stjórn skipa: Erlendur Pétursson, formaður, Björgvin Schram varaformaður, Sigur- jón Jónsson ritari, Eyjólfur Leos gjaldkeri, Georg Lúðvígs- son aðstoðargj., Ólafur Guð- mundsson féhirðir, Sigurður ólafsson skrárritari og Björg- vin Magnússon áhaldavörður, Mr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.