Þjóðviljinn - 16.04.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1939, Blaðsíða 1
Gerízt meðlímír í $ósialisfa~ f lokknum í IV. ÁKGANGUR SUNNUDAGUR 16. APRIL 1939. 87. TÖLUBLAÐ Hvað hefur þú gerf fíf að úfbreíða Þfóðvílfann I 9 kw ** H. Nflssou-Ehle. fleimsfrægur erfðafræðingur kemur hingað til fyrirlestrahalda Prófessor II. Nilsson-EhJe. t'or- stöðomaður tilraunastöðvaniinai' í Svalöf í Sviþjóð, kemur hingað í boði Háskóla fslands 1. mai n. k. Próf. Nilsson-Ehle er einn hinna allra merkustu núlifandi erfða- fræðinga og hefur orðið mjög mik- ið ágengt í jurtakynbótum, svo að fyrir starf hans hefui- uppskera af ýmsum .jarðargróðri aukizt og batnað og fært þjóð hans stór- kostleg verðmæti. Próf. Nilsson-Ehle mun flytja hér nokkra fyrirlestra, og verður efni þeirra sem hér segir: 1. Sænskar kynbætur á land- búnaðarjurtum og fjárhagslegur ávinningur af þeim. 2. Kynbætur á skógar- og á- vaxtatrjám, einkum fyrir aukn- ingu á litingafjölda. 3. Ættbrigðarannsóknir á korn- tegundum, einkum með tilliti til röntgen-ættbrigða á byggi. Erindin verða öll flutt í byrjun wiaímánaðar, og verður aðgangur heimill almenningi ókgypis, en síð- ar verður nánar getið um, hvar og hvenær erindin verða flutt. r 1 Roosevelt Bandartkíaforsetí bíður þá að gefa yfírlýsíngu an um að þeír aetlí ekkí að ráðast á 30 nafngreínd ríkí Haim býðsf tíl að úfvega þýzkú og ífölsku sfjóraunum yfírlýsíngu frá hverju hínna 30 fanda um að þau muní ekki ráðasf á ÞýzkaLfeða Ifafiu LONDON I GÆRKVÖLDI (FÚ) Roosevelt Bandaríkjaforseti hefur stigið mjög þýðingarmikið stjórnmálaskref með því, að hann hefur sent þeim Hitler og Musso- lini persónulegt ávarp, þar sem hann skorar á þá að ráðast ekki á rúmlega 30 tilgreind ríki. For- setinn leggur fyrir þá eftirfarandi spurningu: „Eruð þér fús til að gefa full- vissu um það, að vopnaðar her- sveitir yðar muni ekki hefja árás á eða innrás í neitt hinna eftir- töldu sjálfstæðu ríkja: Finnland, Eistland, Lettland, Lithauen, Sví- þjóð, Noreg, Danmörku, Holland, Belgíu, Stóra-Bretland og Elire, Frakkland, Portugal, Spán, Sviss- land, Lichtenstein, Luxemburg, Pólland, Ungverjaland, Rúmeníu, Júgóslavíu, Sovétríkin, Búlgaríu, Grikkland, Tyrkland, hin arabisku ríki Palestínu, Egyptaland og Iran ?” Gegn slíkri fullvissu heitir for- setinn því, að hann skuli taka að sér hlutverk milligöngumanns og koma væntanlegu loforði Hitlers og Mussolinis á framfæri við of- annefnd ríki. Kveðst hann vera þess fullviss, að sérhvert þessara ríkja muni aftur á móti fúslega gefa þeim Hitler og Mussolini samskonar loforð um að ráðast ekki á lönd þeirra. Ef slík loforð fengjust, segir Roosevelt í ávarpi sínu, þá myndu þjóðirnar geta tekið að hefjá samningagerðir um afvopnun og afnám viðskiptahaftanna, þannig að sérhverri þjóð yrði gert auðið að afla sér þeirra afurða, er henni naðmr littn þér nær Jónas Jónsson skrifar grein í Tímann, í jgiær þar sem hann er að reyna að sannfæra alþýðu manna um nauðsyn þesis að hún herði nú sultarólina að sér sw> iim muni. Eftir að hafa í upphafi grein arinnar ónotast á sinn venju' lega hátt við atvinnuleysingja og styrkþega snýr hann sér að iðnaðinum >og dæmir hann þeg ar til dauða. nema eins og hann segir: „*ef þeir sem við hann vinna skillji siinn vitjunartíma og hjálpa til að lækka dýrtíð-> ina“. Eins og vænta mátli af þessum gamla fjandmanni alls vinnandi fólks. sér hann alla erfiðleika hins innlenda iðnað-- ar í of háiu kaupgjaldi. Maður líttu þér nær. Það er að vísu rétt að iðnaðurinn á hér við erf iðleika að stríða, en eru það ekki einmitt gamli maðurinn og flokkur hans. sem mestan eiga þáttinn í þeim erfiðleikum, með ýmsum þeim ráðstöfunum er þeir hafa komið fram? Er það með hag iðnaðarins fyrir aug- >um að fluttar hafa verið inn í landið vélar, fyrir tugi þúsunda til að framleiða bær vörur. sem nægar vélar voru fyrir hendr áður til að framleiða? Nei, en í þeim tilfellum, sem þetta hef- ur verið gert hefur það verið vegna þessi að í hlut áttu gæð- ingar Framsóknar, sem síðan eru látnir fá innflutningsleyfi langt umfram þau gömlu fyrir- tæki, sem voru fær um að full- nægja þörfum landsmanna. Er Persil-siamíningurinn >og önnur álíka óþokkaverk til hagsbóta fyrir innlenda iðnað- inn? Nei, þar hafa áreiðanlega Framhald á 4. síðu. Roosevclt heldur ræðu. væru nauðsynlegar til þess að geta lifað friðsamlegu atvinnulífi. Bandaríkin kvað hann fús til þess að taka þátt í öllum slíkum samn- ingagerðum. Sfyrjöld í öðrum hcíms- álfum bítnar lika á Bandaríkjamönnum. Um allan heim, segir forsetinn í ávarpi sínu, lifa milljónir manna í sífelldum ótta við styrjöld eða styrjaldir. Bandaríkjamenn eru meðal þeirra þjóða, sem lifa í slík- um ótta, og þeir vita, að jafnvel þó að styrjöld væri bundin við aðrar heimsálfur eingöngu, myndi’ hún bitna þunglega á þeim og komandi kynslóð. Sfundarfríður. • Eftir hinn ákafa ótta undanfar- inna vikna og þar sem nú virðist að augnablilcsfriður standi fyrir dyrum, þar sem að minnsta kosti éngir herir eru ennþá teknir til bardaga, sýnist vera tilvalið tæki- færi til þess að gera slíkar ráð- stafanir, sagði Roosevelt. I áfram- haldi af þessu sagði forsetinn: Ef styrjöld brýzt út, mun allur heim- urinn líða við það. Eg neita að svo stöddu að trúa því, að heimurinn leiði yfir sig slíka hörmung. Stjórnir þjóðanna hafa valdið til þess að losa þær við þennan voða- lega ótta ,og þjóðirnar krefjast þess, að þessu angistartímabili sé lokið. Ofbcldísvcrk undanfair- ínna ára hafa vakið í©irftry#£ní Roosevelt kvaðst ætla, að þessi áskorun sín og fyrirspurn væri nú tímabær, þar sem þrjár þjóðir hefðu á undanförnum árum í Ev- rópu misst sjálfstæði sitt fyrir of- beldi, þar að auki ein í Afríku og verulegur hluti Kína væri í hönd- um innrásarhers. Roosevelt benti á það, að bæði Hitler og Musso- lini hefðu hvað eftir annað lýst yfir því, að þjóðir þeirra óskuðu ekki ófriðar. Ef þetta er satt, sagði Roosevelt, sem engin ástæða er til að efast um, þá á heldur ekki að verða nein styrjöld. Ávarp inu lýl-ur Roosevelt með þeim orð- um, að það sé mögulegt að leysa öll alþjóðleg vandamál með frið- samlegum samningum. Almennt, er talið, að Roosevelt hafi verið að undirbúa þetta ávarp sitt í gær, þegar hann saaði í ræðu sinni, að hann vonaði, að nýi heimurinn mundi geta hjálpað hinum gamla, til þess að forða honum frá eyðileggjandi styrjöld og að sá tími mundi koma, að ríki Ameríku fengju sitt þýðingar- mikla hlutverk að vinna í alþjóða- málum. Er Hífler smeykur? Hitler kom til Múnchen í dag frá Berchtesgaden, til þess að ræða ávarp Roosevelts við von Ribbentrop utanríkismálaráðherra Áður hafði von Ribbentrop átt langt símtal við Ciano greifa, ut- anríkismálaráðherra Italíu. Almenningur í Þýzkalandi hefur ekld enn fengið að vita um þetta ávarp Roosevelts. Hernaðar- ráðstöfan- nm haldið áfram LONDÖN I GÆRKV. (FÚ) Flotamálaráðuneyti Bandaríkj- anna fyrirskipaði í dag, að mikill hluti flotans skyldi snúa til Kyrrahafsins, þó að nýbúið væri að ákveða flotaæfingar í næsta mánuði undan Virginíu-ströndum. Engin ástæða er færð fram opin- berlega fyxir þessari ráðstöfun, en svo er litið á, að hún sé bend- ing frá Roosevelt um friðarvilja Bandaríkjanna, jafnframt því að hann sendir þeim Hitler og Musso- lini ávarpið. Útlendingar í Frakklandi hafa stofnað tvö félög til þess að að- stoða Frakkland, ef til styrjaldar kæmi. Hefur annað félagið sett sér það takmark að safna fé, til þess að gefa franska ríkinu heila flugvélasveit. Hinn félagsskapur- inn greiðir fyrir mönnum um að ganga í franska herþjónustu. Lýst er yfir því í dag, að fjöldi útlend- inga, aðallega ítalir og Rúmeníu- menn beiðist leyfis að verða sjálf- boðaliðar í her Frakka. •ý .■••. Ilersýning í Moskva. Mússólini heldur ræðu. (frönsk skopmynd) LONDON I GÆRK',Ð1 (FÚ). Miklar stjórnmálaviðræður hafa í dag farið fram í Moskva, París og London og hafa þær aðallega snúizt um þátttöku Sovétríkjanna í bandalaginu gegn ofbeldinu. Sendiherrar Sovétríkjanna í Lond- on og París hafa verið á stöðug- um fundum í utanríkismálaráðu- neytum Bretlands og Frakklands. Sendiherra Bretlands í Moskva hefur einnig setið á fundum í ut- anríkisraá laráðuneyti Sovétríkj- anna og blöð í Moskva hafa í dag látið í ljósi, að nýr kapítuli kynni að vera að hefjast í viðskiptum Mildar pólitískar umræður o; ollaleggingar fóru fram i Varsjá gær og átti Beck utanríkismála- ráðherra tal við sendiherra Bret- lands, Bandaríkjanna, ítalíu. Rú- meníu, Júgóslavíu og Hollands. Frcyja mótmæliif getigíslðckkun Fundur var haldinn í Þvotta- ltvennafélaginu Freyja 13. þ. m. og hófst með umræðum um geng- ismálið og var eftirfarandi tillaga amþykkt í einu hljóði. „Fundurinn mótmælir harðlega lögum um gengislækkun og þeirri skerðingu á rétti verkalýðsfélag- anna til þess að ákveða kaup sitt og kjör er í þeim felast”. Siðan voru rædd félagsmál og aað því loknu var sezt að kaffi- drykkju. Skemmtu félagskonur með upplestri, kveðskap, kvæða- lestri og söng. Fundurinn var fjölsóttur og fór hið bezta fram.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.